<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júlí 24, 2006

VÁ!!! 

Það er nú orðið svolítið langt síðan að ég skrifaði hérna síðast og ansi margt hef ég nú gert.
Fyrri vikan í fyrra sumarfríinu mínu var tekin frekar rólega heima í sveitinni. Skrapp reyndar einn dag í Skaftafell og Jökulsárlón og annan dag gekk ég á Esjuna með góðum vinum, en annars bara chillað heima.
Í síðari vikunni gerði ég nú bara ansi margt.
Á mánudaginn brunaði ég með rútu inn í Landmannalaugar. Og gekk upp á hina ýmsu tinda þar.

Ótrúlega fallegt í Laugunum.
Á þriðjudaginn var svo haldið af stað Laugarveginn. Ekki var nú skiggni neitt sérstaklega gott fyrsta daginn en í Hrafntinnusker fór ég í rigninu. Kíkti aðeins á íshellana og hverana þar.
Á miðvikudaginn fór ég síðan niður í Álftavatn rosalega sem landslagið breyttist á þeirri leið. Alveg frá því að vera að ganga í auðn og snjó og niður í algjöra vin.
Enda notaði ég tækifærið og gekk frá Álftavatni í Torfahlaup og upp á eitt fjall eða svo.
Á fimmtudaginn var síðan sandurinn genginn í steikjandi sól, og ber ég þess ummerki enn. Og gisti ég í Emstrum, eftir að hafa skoðað Markafljótsgljúfrin. Hafði forvitnin yfirhöndina gegn lofthræðslunni í þetta skiptið og náði ég að sjá niður í botn. Þó svo að ég hafi nú þurft að leggjast á magann og skríða fram á brún með þvílíkan hjartslátt.
Á föstudaginn var Laugarvegurinn kláraður og endað niður í Þórsmörk.
Þegar ég kom síðan heim var göngufatnaðurinn settur í þvottavélina því strax eldsnemma næsta morgun var haldið í næstu göngu. Og var nú gengið yfir Fimmvörðuháls með góðum hópi af vinum og vandamönnum. Mikið var nú léttara að ganga með um það bil 4 kg á bakinu í stað 20 kg.
En ég held ég fari ekki í fleiri göngur alveg allra næstu daga. En stefni á að taka nokkrar góðar æfingar fyrir meistaramót. Sem verður næstu helgi.
En ég held að ég verði í marga mánuði að meðtaka allt sem maður sá og upplifði í þessari göngu.
En þetta auk margs annars lærði ég af þessari reynslu.

Ekki "gleyma" einangrunardýnunni heima.
Alger misskylningur að burðast með vindsæng.
Ekki geyma súkkulaðið í vasanum á utanyfirjakkanum þegar þú ert að þurka hann í hita.
Og als ekki geima kveikjarann í sama vasa og súkkulaðið í hita!!
Muna að hafa sólvörn með sér.... og nota hana líka!!

Ég ætla síðan að koma inn einhverjum myndum fljótlega.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?