miðvikudagur, október 25, 2006
:(
Varúð.... ég er bara í nokkuð fúlu skapi.
Ég finn nefnilega hvergi myndavélina mína.
Hef einhvern veginn á tilfinningunni að hún eigi eftir að koma fram en ég er allavega hundfúl yfir þessu núna.
Þegar ég týni einhverju þá byrja ég alltaf á því að hugsa hvar ég notaði hana síðast... humm það var í Þórsmörk fyrir hálfum mánuði og síðan hef ég ekki orðið hennar vör.
Hér með lýsi ég semsagt eftir myndavélinni minni. Hún lítur ca svona út. Og er með rauðum límmiða sem stendur á 6.0 og eitthvað meira.
Annars er ég bara þreytt núna. Á alveg eftir að skrifa einhvern kafla í greinina mína í Aðferðafræðinni sem ég á að skila á föstudaginn en hópverkefnið sem er með sama skiladag er mun lengra á veg komið og mín tilfinning er sú að það ætti að klárast á nokkuð skömmum tíma. Og er stefnt að því að klára það á morgun.... uss ætla að taka mér svolítið meiri tíma frá vinnunni fyrir það. Svo finnst mér prófin vera að nálgast óhugnanlega hratt.
Svo það er best að koma sér að verki.
Ég finn nefnilega hvergi myndavélina mína.
Hef einhvern veginn á tilfinningunni að hún eigi eftir að koma fram en ég er allavega hundfúl yfir þessu núna.
Þegar ég týni einhverju þá byrja ég alltaf á því að hugsa hvar ég notaði hana síðast... humm það var í Þórsmörk fyrir hálfum mánuði og síðan hef ég ekki orðið hennar vör.
Hér með lýsi ég semsagt eftir myndavélinni minni. Hún lítur ca svona út. Og er með rauðum límmiða sem stendur á 6.0 og eitthvað meira.
Annars er ég bara þreytt núna. Á alveg eftir að skrifa einhvern kafla í greinina mína í Aðferðafræðinni sem ég á að skila á föstudaginn en hópverkefnið sem er með sama skiladag er mun lengra á veg komið og mín tilfinning er sú að það ætti að klárast á nokkuð skömmum tíma. Og er stefnt að því að klára það á morgun.... uss ætla að taka mér svolítið meiri tíma frá vinnunni fyrir það. Svo finnst mér prófin vera að nálgast óhugnanlega hratt.
Svo það er best að koma sér að verki.
Comments:
Skrifa ummæli