<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 24, 2006

Ég er búin í prófum! 

Ég er búin í prófunum!
Ég er búin í prófunum!
Einu sinni enn,
ég er búin í prófunum!

Síðasta prófið var í morgun. Ég var svo stressuð að ég var búin að vera með í maganum síðan um kvöldmat í gær. Og gat ekki sofið nema u.þ.b. 2 tíma. Ekki bætti svo úr skák að ég þurfti að vakna eld snemma og vera mætt í bæinn klukkan 8. Þetta var munnlegt próf og ég get svarið það að ég var alveg komin með æluna upp í háls nokkum sinnum í tölfræði hlutanum. Þegar koma að aðferðafræðhlutanum sem ég var bara ekki neitt búin að læra sérstaklega fyrir þá náði ég nú að taka mig saman í andlitinu.
Út koman úr þessu er sem sagt að ég er 110% örugg á því að þessi einkun verður lægri en Modeling and Verification einkunin.

Ég held að ég hafi fundið ástæðuna fyrir öllu stressinu hérna.

Krabbinn (22.júní - 22.júlí)
Hér birtist mikil kröfuharka í fari krabbans þar sem þolinmæði þín kemur svo sannarlega að góðum notum. Þú leitar um þessar mundir stöðugt eftir aðdáun manneskjunnar sem þú elskar og viðurkenningu. Stjarna þín, krabbinn, kýs að skjóta rótum og huga sérstaklega vel að heimilinu þar sem öryggi og gott jafnvægi ríkir.

Ég hef sem sagt verið að gera of miklar kröfur til mín sjálf í tölfræðinni! Og þolin mæðin hefur komið í vegfyrir að ég ældi.

Seinni hlutinn getur svo sem alveg verið sannur líka en ég ætla bara ekkert að vera að tjá mig um það hérna og ætla að fara að hafa það gott því ég þarf ekki að fara í próf aftur fyrr en í mars :)

Jibbí!!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?