<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, desember 17, 2006

Jólin eru bara alveg að koma!!

Ég held að ég hafi bara aldrei tekið jólagjafainnkaupin með jafn miklu trompi og núna. Í heidlina tók verslunin 3 klst og 40 mín og voru verslaðar nokkrar afmælisgjafir í leiðinni.

Annars er alveg óþolandi að þurfa að fara í Reykjavíkina á þessum tíma árs. Ekkert mál svosem að vera í Reykjavík en það er alveg hellings vinna að þrýfa bílinn á eftir. Þvílík salt- og tjörudrulla.

Annars var ég í sveitinni seinnipart laugardagsins og fyrripart sunnudags. Það var aðeins þrifið og bakað en meira borðað og svo fórum við á aðventutónleika í Skálholti á laugardagskvöld. Aðeins að ná í sig stemmingu. Held samt þjálfunin á litla organistanum heima í stofu hafi nú verið alveg jafn skemmtileg.

Ég fór líka aðeins í heimsókn í Vorsabæ og leit eftir Fríðu Rún og Svönu Hlín. Þær eru nú alveg indislegar en ég held samt ég vildi ekkert endilega standa í því að eiga tvíbura.

Ekki meira núna.

Kv. Vigdís

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?