<$BlogRSDURL$>

mánudagur, desember 04, 2006

Nú er aldeilis búið að vera langt síðan ég bloggaði. Hef bara ekki haft neitt blogg í mér.
Er búin að vera að reyna að koma mér af stað í æfingunum og það hefur bara gengið nokkuð vel. Svolítið öðruvísi æfingar, allavega til að byrja með. Hef mest verið að reyna að koma pústinu í form áður en ég byrja að gera eitthvað annað. En þar sem að tíminn hefur svo sem ekki verið neitt afskaplega mikill þá er ég feiknalega stolt af því að hafa tekið 13 æfingar í síðustu viku. Flest allar stuttar en æfing er æfing.

Svo er ég búin að fá síðari einkunnina mína þessa önnina og ... ok sátt við hana miðað við hvernig prófið fór.

Annars var ég ein heima í sveitinni um helgina. Bara mjög róleg helgi og svo róleg að ég gerði bara ekki neitt af því sem ég ætlaði að gera fyrir utan æfingarnar. Öll forritunar verkefni fyrir vinnuna fengu bara að vera kyrr í tölvunni Dagskrá helgarinnar var sem sagt, æfa, sofa, sinna tíkinni hænunum og öndunum æfa meira og sofa svo aðeins meira.

LJÚFT

Síðan verð ég aftur ein í sveitinni um næstu helgi. Óttalegt flandur er þetta á fólkinu.

Annars verður maður bara að fara að skreyta!! Fæ nú reyndar svolítið í magann af að sjá mikið af rauðum ljósum í gluggum :-S

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?