laugardagur, desember 09, 2006
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag!
Ég er hef mikið verið að hugsa um lífið og tilveruna upp á síðkastið. Er einhver tilgangur með því? Af hverju gengur sumum vel í öllu og örðum miður. Afhverju eru sumir alltaf hamingjusamir og aðrir ekki.
Eru örlög okkar ráðin þegar við fæðumst eða hefur það sem við gerum áhrif á hvað á eftir kemur. Ef svo er hvernig hefði líf mitt eiginlega þróast ef ég hefði ekki verið í frjálsum? Hvað ef ég hefði ekki ákveðið að fara út í nám? Og það eru svo ansi margar svona spurningar sem koma upp.
Nokkuð oft hef ég fengið að heyra að "Hver er sinnar gæfu smiður"! En hvað þýðir það eiginlega. Þýðir það að maður verði að taka þátt í lottó til að vinna eða ... mér finnst allavega ég ekki hafa verið neitt sérlega laghentur smiður að þessu leiti upp á síðkastið. Ég hefði kannski frekar átt að taka þátt í Víkingalottóinu? :S
Svo er það hamingjan. Er hún ekki bara hugarfar, eða aftstaða til lífsins. Getur maður ekki bara ákveðið að vera hamingjusamur. Allavega lítur það oft út þannig. Sumt fólk er alltaf hamingjusamt, sama hvað á gengur og lítur alltaf á björtu hliðarnar.
En þetta eru bara svona smá pælingar sem hafa verið að veltast fyrir mér og ég er bara ekki endilega að komast að neinni ákveðinni niðursöðu!!
En allavega stefni ég að því að brosa framan í heiminn vera hamingjusöm og smíða mér helling af gæfu. Spurningin er svo bara hvort að ég hafi nokkuð með þetta að gera!!
Eru örlög okkar ráðin þegar við fæðumst eða hefur það sem við gerum áhrif á hvað á eftir kemur. Ef svo er hvernig hefði líf mitt eiginlega þróast ef ég hefði ekki verið í frjálsum? Hvað ef ég hefði ekki ákveðið að fara út í nám? Og það eru svo ansi margar svona spurningar sem koma upp.
Nokkuð oft hef ég fengið að heyra að "Hver er sinnar gæfu smiður"! En hvað þýðir það eiginlega. Þýðir það að maður verði að taka þátt í lottó til að vinna eða ... mér finnst allavega ég ekki hafa verið neitt sérlega laghentur smiður að þessu leiti upp á síðkastið. Ég hefði kannski frekar átt að taka þátt í Víkingalottóinu? :S
Svo er það hamingjan. Er hún ekki bara hugarfar, eða aftstaða til lífsins. Getur maður ekki bara ákveðið að vera hamingjusamur. Allavega lítur það oft út þannig. Sumt fólk er alltaf hamingjusamt, sama hvað á gengur og lítur alltaf á björtu hliðarnar.
En þetta eru bara svona smá pælingar sem hafa verið að veltast fyrir mér og ég er bara ekki endilega að komast að neinni ákveðinni niðursöðu!!
En allavega stefni ég að því að brosa framan í heiminn vera hamingjusöm og smíða mér helling af gæfu. Spurningin er svo bara hvort að ég hafi nokkuð með þetta að gera!!
Comments:
Skrifa ummæli