<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Föstudags Fun! 

Það var sko slett úr klaufunum í gærkvöldi. Það sem byrjaði sem smá skreppur á Pubbinn endaði með Grímuballi og heimkomu um 5:30. Var þá búið að fara í smá pool, dansa, vekja Sverri, dansa svolítið meira, losa sig við svo sem einn Pimp, knúsa suma aðeins of fast í hópknúsi, taka Ísgeir með í stelpu klósett ferð, týna símanum, finna hann aftur og spjalla heilan helling. Þetta er svo dæmigert fyrir mig. Þegar ég er ekki búin að skipuleggja neitt þá er eins og mesta stuðið verði, en ef allt er skipulagt þá gerist allavega ekki neitt óvænt. Dagurinn í dag, sem átti að fara í lærdóm fór sem sagt að mestu leiti í svefn. Uss meira kæruleysið. En mikið rosalega var nú gaman. Ætti að gera meira af þessu!!

Annars er ég að drepast úr forvitni núna. Ætli einhver hafi í alvöru drepist úr forvitni? Það hefur örugglega einhver drepist við það að svala forvitni sinni, en hvað um hreina forvitni. Alla vega þá er sá/sú sem sendi mér SMS í gegnum siminn.is og lét alveg vera að skrifa undir er vinsamlegast beðin(n) að gefa sig fram helst fyrr en síðar.

Kv. Vigdís Forvitna

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Pælingar 

Hafið þið leitt hugann að því hvernig þið vilduð helst deyja? Ég verð bara að segja að ég hafði í raun aldrei pælt í þessu fyrr en eftir að Garðar frændi dó á laugardaginn. Eftir heilmikla umhugsun þá held ég að ég myndi helst vilja deyja eins og hann. Alheilbrygð, í fullu fjöri og líta með tillhlökkun til framtíðarinnar. Svo kemur almættið bara og slekkur á manni án þess að gefa manni nokkurn fyrirboða, annan en þann að hingað til hafi enginn lifað dauðann af. Maður hefur ekkert þurft að þjást, eða valda neinum ama með því að vera út úr heiminum eða rugla.
Auðvitað vil ég ekki deyja nærri strax! En ég vil heldur ekki þurfa að lifa of lengi! Og með því meina ég að ég held að það sé ekkert varið í það að lifa þannig að maður er alveg út úr heiminum eða að maður þjáist stöðugt af einhverjum verkjum og sér ekki fram á að þeim verkjum linni í framtíðinni.

En út frá þessum pælingum kemur síðan önnur pæling sem er sorgin hjá þeim sem eftir lifa. Ég held að maður verði aldrei fullkomlega tilbúinn andláti ættingja eða vina. Sorgin er auðvitað mis mikil og getur margt spilað þar inn í, svo sem aldur, veikindi og hversu nándin var mikil, auk margs annars. En í hnotskurn held ég að sorgin komi af því að maður hafi misst eitthvað sem maður átti. Maður syrgir ekki eitthvað sem maður þekkir ekki. Þannig að það er ekki alslæmt að vera stundum sorgmætur því það þýðir að maður hefur fengið að njóta félagsskapar einhvers sem skipti mann máli.

Jæja nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra því ég þarf að fara að lesa fræðigreinar, hvort svo sem maður nær að einbeyta sér að því frekar en síðustu daga.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?