<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Föstudags Fun! 

Það var sko slett úr klaufunum í gærkvöldi. Það sem byrjaði sem smá skreppur á Pubbinn endaði með Grímuballi og heimkomu um 5:30. Var þá búið að fara í smá pool, dansa, vekja Sverri, dansa svolítið meira, losa sig við svo sem einn Pimp, knúsa suma aðeins of fast í hópknúsi, taka Ísgeir með í stelpu klósett ferð, týna símanum, finna hann aftur og spjalla heilan helling. Þetta er svo dæmigert fyrir mig. Þegar ég er ekki búin að skipuleggja neitt þá er eins og mesta stuðið verði, en ef allt er skipulagt þá gerist allavega ekki neitt óvænt. Dagurinn í dag, sem átti að fara í lærdóm fór sem sagt að mestu leiti í svefn. Uss meira kæruleysið. En mikið rosalega var nú gaman. Ætti að gera meira af þessu!!

Annars er ég að drepast úr forvitni núna. Ætli einhver hafi í alvöru drepist úr forvitni? Það hefur örugglega einhver drepist við það að svala forvitni sinni, en hvað um hreina forvitni. Alla vega þá er sá/sú sem sendi mér SMS í gegnum siminn.is og lét alveg vera að skrifa undir er vinsamlegast beðin(n) að gefa sig fram helst fyrr en síðar.

Kv. Vigdís Forvitna

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?