<$BlogRSDURL$>

laugardagur, mars 31, 2007

Annasamir tímar 

Vá hvað það hefur verið mikið að gera. Sem þýðir að ég hef bara ekki verið að sofa nó. Til að losa aðeins um, þá skellti ég mér með í FFT Partý í gær. Þvílíkir snillingar þessir félagar mínir. Ekki frá því að í þessum hópi séu samankomnir óeðlilega margir snillingar miðað við fjölda. Nokkuð ljóst að ef ég hefði verið blind í gær þá hefði ég haldið að ég sæti við hliðina á Borat á Hereford. En sem betur fer er ég með sjón svo ég sá að þetta var Sverrir. En hann þjáðist verulega af athyglissýki í gær og við hin fengum að njóta :) Ekki viss um að dúddinn á næsta borði hafi notið þess eins vel hvað það var gaman hjá okkur.
Vil bara þakka Jónheiði fyrir að standa fyrir þessu frábæra kvöldi og leggja íbúðina sína undir hópinn.
En ætli það sé ekki best fyrir mig að fara að snúa mér aftur að próflestri. Búin að skila Gagnasafns hópverkefninu. Og búin að sofa heilan helling frá því í nótt. Því hef ég varla nokkra ástæðu til þess að vera ekki að læra. Næsta próf veður á miðvikudaginn og svo það síðasta ekki fyrr en 20. apríl. En eftir það er svo bara skólapása fram á haust. Úff hvað ég er búin að plana að sofa mikið OG nokkuð ljóst að þá verður ræktin heimsótt aftur eftir að hafa verið látin vera í allt of langann tíma. Er farin að fá strengi eftir athafnir sem ég hefði aldrei ímyndað mér að geta fengið strengi af. :p

Tsjá

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?