<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 12, 2007

Færsla 

Jæja annaðhvort er að skrifa eitthvað hérna inn eða gera það bara ekki?
Ég hef eiginlega ekki mikið að segja. Þannig að ég ætla að lísa hvernig ástandi ég er búin að vera í síðustu vikurnar og er líklega best að koma með dæmi.

Dæmi 1
Ég var að fara að vinna við hópverkefni í skólanum og kem því nokkuð seint í skólann. Þar eru svona læsingar þannig að eftir ákveðinn tíma þarf maður að stimpla inn númer sem passar við aðgangskortið manns til að komast inn. Fyrst legg ég til atlögu bakdira megin þar sem ég fer yfirleitt inn og þá virkar bara ekki kortið. Því labba ég mér fram fyrir og ætla að fara inn aðalinnganginn en aftur virkar ekki kortið mitt. (Veit núna að ég gleymdi að stimpla # eftir númerið)! En þarna stend ég og kemst ekki inn. Svo kemur annar nemandi og hann man bara ekki sitt númer. Svo við berjum á hurðinni í svolitla stund en viti menn það kemur þriðji nemandinn og gengur bara inn við hliðina þar sem var bara opið :p

Dæmi 2
Er stödd í vinnunni eitthvað mikið að gera hjá mér og búin að vera að þeytast um allan skólann. Svo hringir einn í viðbót og ég þarf að fara út í Gamla Skóla til að redda einhverju. Ég auðvitað þýt upp og er komin hálfa leið út í bíl (komin niður tröppurnar og alles) þegar ég fatta að ég er ekki í skónum mínum. Blaut í fæturnar kem ég inn á skristofu til að sækja skóna, legg svo aftur afstað og í þetta skipti er ég komin alveg að bílnum þegar ég fatta að ég er ekki með lyklana þannig að ég þurfti að fara 3 ferðir út í bíl til að komast af stað!!

Sem sagt alveg utan við mig. Kenni of miklum lestri um ;)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?