<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, apríl 22, 2007

Tóm 

Jæja nú er ég búin í prófunum og þau fóru bara mjög vel. Svo núna þá kemur sá tími sem ég ætlaði að gera svo rosalega margt.

Nú þegar er ég búin að halda upp á tíuna mína með nokkrum blakfélögum á kollubar. Get ekki sagt annað en að ég hafi sýnt sérstaka snilli í poolinu en ég get ekki sagt að þessi snilli komi fram í því að kúlurnar fari endilega þangað sem ég vil að þær fari.

En svo er ansi margt á sem ég ætla mér að gera.

Fyrir það fyrsta þá var stefnan að byrja að æfa á fullu. Byrjaði aðeins í síðustu viku. Og í fyrstu skrefunum á 4 æfingunni tognaði ég framan á læri. Þannig að það verður eitthvað róleg byrjun. En ... ég ætla samt að byrja á morgun.

Í öðru lagi ætla ég að hætta að vanrækja vini mína.

Í þriðja lagi ætla ég að reyna að koma mér upp reglulegri svefn tíma.

Í fjórða lagi ætla ég að fara í slatta af fjallgöngum.

Í fimmtalagi ætla ég að fara að njóta þess að slappa af í sófanum heima hjá mér án þess að finnast ég vera að svíkjast um við lærdóminn.

Í sjötta lagi ætla ég að fara á hestbak
.... vinna í garðinum, prikla, hjálpa til í byggingunni, og svo ansi margt annað.

En eins og er þá er ég bara gjörsamlega búin að því. Held mér hafi aldrei fundist ég eins tóm. En ég er viss um að þegar ég er búin að sofa vel og vandlega þá verður ráðist á listann.

Þannig að "góða nótt".

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?