fimmtudagur, júlí 26, 2007
Aðgát skal höfð í nærveru sálar!
Samskipti fólks á netinu og í SMS er heilmikið búin að vera í umræðunni núna upp á síðkastið og þá einkum í tengslum við "Lúkasar málið". Það er alveg með ólíkindum hvað fólk hefur látið frá sér með þessum hætti og það jafnvel án þess að láta nafn síns getið. Í sumum tilfellum hefði það aldrei látið þetta út úr sér ef það treysti því ekki að geta farið huldu höfði.
Misnotkun á þessum miðlum varðar við lög?
Þetta er afskaplega vand með farinn samskiptamiðill. Það er bara þannig að þegar við tölum við fólk þá fer skilningur okkar á því sem sagt er heilmikið eftir því hvernig þeir eru sagðir. Mismunandi áherslur eða tónn getur gjörbreytt þýðingu orðanna. Í þessum samskiptum þurfa menn þess vegna að geta sér til hvaða tónn á að fylgja. Þetta getur orðið ansi snúið einkum ef fólk þekkist ekki, er að hafa samskipti undir dulnefni eða nafnlaust. Út frá mismunandi túlkun getur spunnist hinn mesti misskilningur, og orð sem eru sögð í góðri meiningu geta verið túlkuð sem hin mesta svívirða, og valdið sárindum.
Hvað er misnotkun?
Ég fyrir mitt leiti tel að misnotkun geti verið á ansi margan hátt. Augljósasta misnotkunin eru hótanir um eitt eða annað. En þessi miðill gefur líka kost á ansi miklu andlegu ofbeldi, svo sem einelti. Það er nokkuð ljóst að menn geta farið til lögreglunnar í hótunar málum, sem getur leitað uppi þá sem koma fram undir dulnefni eða nafnlaust og tekið á málinu á viðeigandi hátt. En er hægt að gera það með hitt? Getur fólk á einhvern hátt varist slíku?
Ég er ekki með neitt svar við þessu, nema þá að hætta að nota þessa miðla, sem er kannski ekki alveg það sem menn helst vilja gera, því þessir miðlar geta og eru í flestum tilfellum til mikils gagns og gamans.
Það eina sem ég get í rauninni sagt er að "aðgát skal höfð í nærveru sálar!"
Úff ég bara þurfti aðeins að tjá mig um þetta.
Kv. Vigdís
Misnotkun á þessum miðlum varðar við lög?
Þetta er afskaplega vand með farinn samskiptamiðill. Það er bara þannig að þegar við tölum við fólk þá fer skilningur okkar á því sem sagt er heilmikið eftir því hvernig þeir eru sagðir. Mismunandi áherslur eða tónn getur gjörbreytt þýðingu orðanna. Í þessum samskiptum þurfa menn þess vegna að geta sér til hvaða tónn á að fylgja. Þetta getur orðið ansi snúið einkum ef fólk þekkist ekki, er að hafa samskipti undir dulnefni eða nafnlaust. Út frá mismunandi túlkun getur spunnist hinn mesti misskilningur, og orð sem eru sögð í góðri meiningu geta verið túlkuð sem hin mesta svívirða, og valdið sárindum.
Hvað er misnotkun?
Ég fyrir mitt leiti tel að misnotkun geti verið á ansi margan hátt. Augljósasta misnotkunin eru hótanir um eitt eða annað. En þessi miðill gefur líka kost á ansi miklu andlegu ofbeldi, svo sem einelti. Það er nokkuð ljóst að menn geta farið til lögreglunnar í hótunar málum, sem getur leitað uppi þá sem koma fram undir dulnefni eða nafnlaust og tekið á málinu á viðeigandi hátt. En er hægt að gera það með hitt? Getur fólk á einhvern hátt varist slíku?
Ég er ekki með neitt svar við þessu, nema þá að hætta að nota þessa miðla, sem er kannski ekki alveg það sem menn helst vilja gera, því þessir miðlar geta og eru í flestum tilfellum til mikils gagns og gamans.
Það eina sem ég get í rauninni sagt er að "aðgát skal höfð í nærveru sálar!"
Úff ég bara þurfti aðeins að tjá mig um þetta.
Kv. Vigdís
Comments:
Skrifa ummæli