<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Búin að fá málið aftur! 

Jæja best að ég tjái mig aðeins meira um þetta landsmót.

Það var langt fyrir neðan mínar væntingar. Aðstæður voru þannig að það hefði verið hægt að gera svo magnað landsmót. Þó svo að tjaldbúðirnar hefðu líklega alltaf orðið hálf tómar svona á höfuðborgarsvæðinu.

Af hverju var verið að dreifa greinunum svona út um allt á meðan að Fífan var tóm allann tímann?

Af hverju var ekki gefin út almennileg dagskrá?

Held að það hafi spilað ansi stórann þátt í því hvað stemmingin var lítil að upplýsingaflæðið frá mótshöldurum til annarra var nánast ekkert eftir að fólk var mætt á svæðið. Allar upplýsingarnar voru dreifðar um innternetið og hvernig átti maður að vita að maður þyrfti að leita að þessum upplýsingum og prenta þær út áður en maður mætti á svæðið. Ekki datt mér það allavega í hug, og enn síður datt mér í hug að það væri gáfulegt að taka tölvuna með mér.
Það er grundvöllur þess að áhorfendur mæti á svæðið að vita hvað er um að vera hvar og hvenær.
Tvö atriði á dagskránni voru þræl vel auglýst og voru þau atriði vel utan við það sem ég myndi telja aðalatriði landsmóta en aðsóknin var góð þar.
Ég fyrir mitt leiti hafði þræl gaman af nördalandsleiknum og var hann vel tímasettur, þegar annað var ekki í gangi og ágætis "kvöldvaka".
Heimsmetssetning í vatnsbyssukeppni var aftur á móti als ekki eins sniðug að mínu mati. Fyrst af öllu var fáránlegt að heyra þulinn þar yfirnæfa allt á frjálsíþróttavellinum. Eins gott að 1500m hlaupararnir hlustuðu ekki á þulinn sem lét orðin "Stopp! Stopp! Þið þarna hjá grindverkinu Stopp!" glymja yfir allt. Svo bara heyrðist als ekkert í frjálsíþróttaþulinum þegar hin og þessi cover tónlistamenn ómuðu um völlinn. Ég heyrði ekki einu sinni þegar eitt boðhlaupið var ræst.
Fyrir utan truflunina sem þetta olli á frjálsíþróttakeppnina þá var það ekki hreyfingunni til sóma hvernig vatnsbyssukeppnissvæðið leit út eftir. Alla vega var það ekki "Hreint land, fagurt land!" Popp úti um allt innanum plastpoka og leifar af pappakössum og byssum.

En það sem fór einna mest fyrir brjósitð á mér eru mótsslitin.
Það var fyrir það fyrsta ekki alveg á hreinu hjá mörgum hvenær þau ættu að byrja. Það gæti verið ástæða fyrir því að aðeins örfáir mættu.
Síðan hófust verðlaunaveitingarnar. Skipulagið var þannig að þulurinn kallaði u.þ.b. 6 aðila upp í einu. Sumir mættu og aðrir ekki, bikurunum var dreift á fólk og þulurinn var als ekki í takkt við það sem var að fara fram inni á vellinum, þannig að maður vissi bara ekki fyrir hvað hver var að fá verðlaun. Síðan voru menn bara reknir útaf vellinum. Hvað lá eiginlega svona mikið á í þessu blíðu veðri? Í mínum augum eru mótsslitin ansi mikilvægur partur af landsmótum.

Tilhvers er fólkið að keppast við að vinna inn eitt stig í viðbót hér eða þar ef heildarúrslitin skipta svona litlu máli? (Svo mætti Gunnar Birgisson bara í hvunndagsfötunum til að veita verðlaunin :s)

Ég get ekki bara sagt frá því sem ég tel neikvætt við þetta mót og verð því að minnast á það að ansi margt var þræl vel framkvæmt. Þar sem ég var mest á frjálsíþróttavellinum þá varð ég mest vör við það sem fram fór þar. Framkvæmd þar innan vallar var öll til fyrirmyndar. Það var ekki dómurunum um að kenna að tímaseðillinn var ansi furðulegur.
Mér skilst að aðrir stakir atburðir hafi líka verið vel framkvæmdir, en það var heildar skipulagið sem var hrein hörmung.
Aðstaðan var alveg dúndur góð á öllum stöðum sem ég mætti á, og á Kópavogsbær heiður skilinn fyrir það.

Jæja þetta er orðin ansi mikil langloka hjá mér en ég verð bara að nefna það að ég var að fatta það bara núna í dag að ég var að vinna spjótkastið á landsmótinu í fimmta skiptið í röð. Er bara ansi stollt af því, en líka svolítið hissa. ( Er ég orðin svona helv... gömul?)

Ekki meira núna.
Kv. Vigdís

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?