sunnudagur, júlí 08, 2007
Risa hvað?
Jæja þá er 25. Landsmót UMFÍ lokið.
Það var bara alveg þræl gaman þar. Mér tókst að ná öðru af mínum takmörkum. Ég náði að kasta 47,12 m í spjótinu, en ég var greinilega bara alveg búin á því þegar kom að kringlunni. Uss!
Svo var tjaldbúða stemmingin bara alveg ágæt þó svo að það hefði ekki sakað að hafa aðeins fleiri þátttakendur í henni.
Það er nokkuð ljóst að HSK á alveg lang-flottasta formanninn, eins og sást í starfshlaupinu. Gísli Páll sigraði það nefnilega alveg hrikalega flottur í gula gallanum :) Alveg í stíl við veðrið sem lék við okkur um helgina.
Annars er ég bara orðlaus yfir sumu af því sem framfór á þessu móti, gæti verið að ég fái málið síðar.
Jæja þá er ég búin að keppa á fyrsta mótinu mínu þetta árið og það er aldrei að vita nema að ég keppi aftur á þessu ári.
Ekki meira að sinni frá spjótkastaranum :p
Það var bara alveg þræl gaman þar. Mér tókst að ná öðru af mínum takmörkum. Ég náði að kasta 47,12 m í spjótinu, en ég var greinilega bara alveg búin á því þegar kom að kringlunni. Uss!
Svo var tjaldbúða stemmingin bara alveg ágæt þó svo að það hefði ekki sakað að hafa aðeins fleiri þátttakendur í henni.
Það er nokkuð ljóst að HSK á alveg lang-flottasta formanninn, eins og sást í starfshlaupinu. Gísli Páll sigraði það nefnilega alveg hrikalega flottur í gula gallanum :) Alveg í stíl við veðrið sem lék við okkur um helgina.
Annars er ég bara orðlaus yfir sumu af því sem framfór á þessu móti, gæti verið að ég fái málið síðar.
Jæja þá er ég búin að keppa á fyrsta mótinu mínu þetta árið og það er aldrei að vita nema að ég keppi aftur á þessu ári.
Ekki meira að sinni frá spjótkastaranum :p
Comments:
Skrifa ummæli