miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Að afstöðnu meistaramóti
Jæja ég skellti mér á Krókin um helgina og keppti á MÍ.
Náði mér í einn titil eða svo, en var langt frá því að vera sátt við árangurinn. Ýmsir hafa bent mér á að það hafi verið kalt og mikill mótvindur, en ég er samt mjög ósátt við árangurinn. Ástæðan fyrir því hvað ég kastaði stutt er nefnilega bara sú að ég er bara ekki í formi. Hvorki líkamlegu né andlegu. Líkamlega var mótvindurinn að trufla mig og andlega gleymdi ég að hugsa um eitthvað annað en að reyna að komast atrennuna. Gleymdi sem sagt alveg að kasta.
Ég vona að ég geti staðið mig betur í því að æfa í vetur svo að ég verði ekki svona næsta sumar.
Fyrir utan þetta þá var mótið alveg mjög gott. Örlítil seinkun á tímaseðli í einstökum greinum en önnur framkvæmd alveg til fyrirmyndar, og grillið í Varmahlíð var bara snilld.
Næsta helgi er síðan Verslunarmannahelgin. Mig mest langar til að forðast alla umferð, en líklega tekst mér það ekki því ég stefni á að fara á Skeiðin og gera bara mest lítið.
Hvað ætlið þið að gera um helgina?
Náði mér í einn titil eða svo, en var langt frá því að vera sátt við árangurinn. Ýmsir hafa bent mér á að það hafi verið kalt og mikill mótvindur, en ég er samt mjög ósátt við árangurinn. Ástæðan fyrir því hvað ég kastaði stutt er nefnilega bara sú að ég er bara ekki í formi. Hvorki líkamlegu né andlegu. Líkamlega var mótvindurinn að trufla mig og andlega gleymdi ég að hugsa um eitthvað annað en að reyna að komast atrennuna. Gleymdi sem sagt alveg að kasta.
Ég vona að ég geti staðið mig betur í því að æfa í vetur svo að ég verði ekki svona næsta sumar.
Fyrir utan þetta þá var mótið alveg mjög gott. Örlítil seinkun á tímaseðli í einstökum greinum en önnur framkvæmd alveg til fyrirmyndar, og grillið í Varmahlíð var bara snilld.
Næsta helgi er síðan Verslunarmannahelgin. Mig mest langar til að forðast alla umferð, en líklega tekst mér það ekki því ég stefni á að fara á Skeiðin og gera bara mest lítið.
Hvað ætlið þið að gera um helgina?
Comments:
Skrifa ummæli