fimmtudagur, október 11, 2007
Jæja margt gerst frá því að ég skrifaði hérna síðast.
Ætli ég nefni ekki fyrst það sem hugur minn hefur verið ansi bundinn við hana Sigrúnu. Veit ekki hvernig maður getur hjálpað í svona áföllum nema með því að biðja og bjóða allt sem gæti bætt líðanina.
Það hafa aðrir verið í bænum mínum þessa dagana, en það eru Elín, Baldur, Jón Gunnar. Vonandi heldur Jóni áfram að batna eins og hingað til.
Jæja nóg með áfalla pakkann.
Ég er alveg búin að vera á fullu að kenna og læra og skjótast í tölvuþjónustuna þess á milli. Það er varla að maður hafi tíma til að sofa. Ég get svo svarið það að í næstu viku klára ég stóra stærðfræðikennslu pakkann og ég verð svo fegin að þið getið ekki ýmindað ykkur. Ég á bara eftir að búa til prófið og fara yfir það.
Eftir það tekur víst við æfingatíma-kennsla í tölfræði en þar þarf ég ekki að fara yfir verkefni svo ég ætti að geta sofið.
En núna ætla ég að fara að koma mér í háttinn og ætli ég sofi ekki hjá Theory of Computation eins og síðustu nætur. En ég þarf að vera þokkalega útkvíld á morgun því það verður sko partý hjá aðalpartýhópnum!
Stuð stuð stuð, og Óli ætlar meira að segja að mæta.
Farið nú vel með ykkur!
Ætli ég nefni ekki fyrst það sem hugur minn hefur verið ansi bundinn við hana Sigrúnu. Veit ekki hvernig maður getur hjálpað í svona áföllum nema með því að biðja og bjóða allt sem gæti bætt líðanina.
Það hafa aðrir verið í bænum mínum þessa dagana, en það eru Elín, Baldur, Jón Gunnar. Vonandi heldur Jóni áfram að batna eins og hingað til.
Jæja nóg með áfalla pakkann.
Ég er alveg búin að vera á fullu að kenna og læra og skjótast í tölvuþjónustuna þess á milli. Það er varla að maður hafi tíma til að sofa. Ég get svo svarið það að í næstu viku klára ég stóra stærðfræðikennslu pakkann og ég verð svo fegin að þið getið ekki ýmindað ykkur. Ég á bara eftir að búa til prófið og fara yfir það.
Eftir það tekur víst við æfingatíma-kennsla í tölfræði en þar þarf ég ekki að fara yfir verkefni svo ég ætti að geta sofið.
En núna ætla ég að fara að koma mér í háttinn og ætli ég sofi ekki hjá Theory of Computation eins og síðustu nætur. En ég þarf að vera þokkalega útkvíld á morgun því það verður sko partý hjá aðalpartýhópnum!
Stuð stuð stuð, og Óli ætlar meira að segja að mæta.
Farið nú vel með ykkur!
Comments:
Skrifa ummæli