<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 02, 2007

Long time... 

Jæja, annað hvort er að setja eitthvað hérna inn eða hætta því bara.

En eitt og annað verið á minni könnu á síðustu misserum.

- Komin á nýjann bíl. Skömm frá því að segja að ég er bara ekki búin að taka mynd af honum enn. En er ferlega ánægð með að vera komin á lítinn dísel bíl miðað við allann aksturinn.
- Er búin með stærðfræði kennsluna jibbí!!! Nokkur föll en þau stóðu sig samt flest mjög vel.
- Er búin að skrá mig í námskeið á aðventuönninni þannig að það verður ekki eins langt jólafrí eins og síðasta vetur. Verð eflaust eitthvað minna á Hvanneyri á meðan, þar sem að ég á eiginlega allt sumarfríið mitt eftir. Mæti samt til að kenna æfingatímana í tölfræðinni einu sinni í viku þannig að eitthvað verð ég nú að þvælast á Hve.
- Eitthvað hefur nú farið lítið fyrir æfingum hjá mér síðasta hálfa mánuðinn og stefni ég á að bæta það eins fljótt og hægt er. Er bara búin að vera lasin, með hita, hor og hósta. Á meðan að maður gefur sér ekki tíma til að stoppa þá er maður lengur að jafna sig.
- Ég var á dögunum valin í landsliðshóp FRÍ. Bara gaman af því. Og í leiðinni var ég boðuð á æfingu, sem minnir mig á það að ég þarf að skrifa þeim bréf, en þessi æfing verður í miðjum prófum sem eru að byrja í næstu viku.
- Það er komið svolítið prófskap í mig núna þessa dagana. Sem lýsir sér í því að ég hef meiri áhuga á að taka til heima hjá mér en að læra.

Jæja, ætla ekki að tjá mig meira í augnablikinu. En það er samt eitt sem ég þarf endilega að fara að tjá mig um, en læt það bíða þar sem það er alveg efni í langann póst.

Kv. Vigdís

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?