fimmtudagur, nóvember 15, 2007
Miðað við ruglið í kringum þig undanfarið, ertu óvenju skýr í hausnum. Gáfulegt væri af öðrum að bjóða þér í sitt lið, í boð eða biðja þína.
Svona hljóðar stjprnuspáin mín í dag. En ef ég er óvenju skýr í hausnum í dag afhverju bullaði ég bara á 40% af prófinu sem ég var í? Hvernig hefði ástandnið eiginlega verið ef ég hefði ekki verið óvenju skýr.
Ég bíð enn eftir að einhver hafi samband við mig en ég verð eflaust ekki að miklu liði fyrr en eftir hádegi á Sunnudaginn þegar ég verð búin með munnlegaprófið sem ég þarf að gera vel í til að redda 40% bullinu mínu! En svo tekur við alveg heillar viku pása frá skólanum!!!
Það er svo margt sem ég ætla að gera í þessari viku að ég efast um að ég hafi nokkurn tíma til að mæta í vinnuna. :p
En nú ætla ég að fara að verða virkari að skrifa hérna... hef ég einhvern tíma sagt þetta áður?
Þannig að ég er komin með fastann þátt sem byrjar núna.
Maður vikunnar þessa vikuna er : Bói
Minning vikunnar er (Svona setning eða einhver minning sem kemur upp í huga mér í vikunni.): "Þeir gleymdu trénu!" Búin að rifja þessa minningu upp núna nokkrum sinnum þegar ég keyri fram hjá Húsasmiðjunni í Grafarholtinu.
Ekki meira núna.
VG
Comments:
Skrifa ummæli