mánudagur, desember 31, 2007
2007!
Jæja er ekki kominn tími á að lita aðeins yfir farinn veg. Svona þar sem það er nú síðasti dagur ársins.
Í fyrra þá kom ég með plan fyrir árið í janúar og ég er nú ekki aleg viss um að það hafi allt saman staðist.
JANÚAR
- Ég byrja alveg með trompi í skólanum eftir þægilega langt jólafrí frá náminu.
- Byrjað að byggja Hesthús/Hænsnahús.
- Enda svo mánuðinn með því að spila í Lottó.
Jú jú ég byrjaði í skólanum og var feiknalega dugleg.
Það var byrjað að byggja.
Ég hef eflaust spilað í lottóinu en ég vann alveg örugglega ekki neitt.
FEBRÚAR
- Verð alveg einstaklega hamingjusöm þennann mánuðinn.
- Næ alveg feiknalega góðum æfingum.
- Slæ í gegn með góðum bröndurum á kaffistofunni.
Held ég hafi verið frekar leið þennan mánuðinn.
Æfði svo að segja ekki neitt, fór ekki einu sinni á blakæfingar.
Ég er nokkuð viss um að ég hafi komið með nokkra góða brandara á kaffistofunni :)
MARS
- Brosi alveg hringinn nokkrum sinnum.
- Vinn í Lottó.
Held að þetta hafi bara gengið upp hjá mér.
Vann meira að segja 900 kr í lottóinu :)
APRÍL
- Næ alveg snilldar góðum prófum.
- Mér verður mjög gott af páskaegginu.
Prófin gengu mjög vel(9 og 10)! En úff! ég man enn hvað ég var búin að lesa mikið fyrir gagnasafnsfræðina.
Páskaeggið var hrikalega gott að vanda.
MAÍ
- Fer í feiknalega skemmtilega fermingaveislu.
- Æfingarnar fara að skila skemmtilegum árangri.
Já Glódís fermdist og það var bæði skemmtileg og flott veisla.
Skemmtilegi árangurinn af æfingunum tveim í blakinu skilaði sér á mjög skemmtilegu öldungamóti :)
JÚNÍ
- Fer í nokkrar fjallgöngur.
- Baka köku í tilefni afmælis.
- Fer í skemmtilegt sumarfrí.
Ekki get ég sagt að ég hafi farið í nokkrar fjallgöngur en ég fór upp á Hafnarfjall og Tungukoll!
Ég bakaði köku þegar ég átti afmæli, komst ekki upp með annað. Sumir heimtuðu bara köku!
Og fjölskyldan fór í mjög skemmtilegt sumarfrí/afmælisferð til Danmerkur í heila viku. Þar sem haldið var upp á 3 afmæli!
JÚLÍ
- Kem sjálfri mér og örðum á óvart.
- Tek þátt í heyskap.
Jú ég kom sjálfri mér á óvart með því að vinna á Landsmóti UMFÍ. Ég nefni engar tölur hérna, en ég verð að segja að miðað við að hafa bara verið að hreifa mig eitthvað að ráði í mánuð fyrir mótið þá kom þetta mjög á óvart :)
Ég náði nú ekki að taka mikinn þátt í heyskapnum. Foreldrarnir og Palli voru bara snögg að þessu og ég held jafnvel að Auðunn hafi tekið einhvern þátt. Náði samt að ganga frá nokkrum plast endum á rúllum.
ÁGÚST
- Fer ekki á Þjóðhátíð.
- Skelli mér á tónleika.
- Fæ mér nýjan bíl.
Jú mikið rétt ég fór ekki á Þjóðhátíð.
Fór ekki heldur á neina tónleika.
En ég fékk mér nýjan bíl. Junior var kominn á skiladag og fékk ég mér Disel gull vagn í hans stað.
SEPTEMBER
- Held áfram að skemmta mér í skólanum.
- Réttasúpan verður einstaklega góð.
- Fer að nota sundlaugina ekki bara heitu pottana.
Jú ég hélt áfram í skólanum og mér finnst það skemmtilegt. En strembin stundaskrá þessa önnina.
Réttasúpan var mjög góð. Mamma klikkar ekki!
Sundlaugin var nú bara látin vera. Og heitu pottarnir líka.
OKTÓBER
- Borða slatta af fiski.
- Kaupi mér nýjar buxur.
- Fer í óvænta heimsókn.
Ég borða auðvitað alltaf slatta af fiski þar sem það er eiginlega alltaf fiskur í mötuneytinu.
Ég keypti mér nýjar gallabuxur í fyrsta skipti að ég held í 3 ár.
Hef örugglega heimsótt einhvern óvænt.
NÓVEMBER
- Skelli mér á skíði.
- Verð ekkert stressuð fyrir prófin.
- Föndra.
- Verð komin í jólaskap fyrr en venjulega.
Fór ekki á skíði. Hefði líklega þurft vatnsskíði til þess :p
Hvernig á ég eiginlega að fara að því að verða ekki stressuð fyrir prófin.
Föndraði ekki neitt.
Jólaskapið kom óvenju seint þetta árið.
DESEMBER
- Verð búin með allan jólaundirbúning strax í byrjun aðventu.
- Fæ það sem ég vildi í jólagjöf.
- Fer á hestbak.
- Baka alveg helling.
Hvað er jólaundirbúningur? Ef hann felst í C++ lærdómi þá gerði ég mikið af honum annars ekki :p
Vildi allt það sem ég fékk í jólagjöf og er mjög ánægð með það.
Er ekki enn farin á hestbak en það er búið að taka inn :)
Bakaði svo til ekki neitt. Hjálpaði mömmu og Elvu smá!
Jæja efast um að nokkur nenni að lesa svona langt, var alveg að fara að hætta þessari upptalningu.
Það gæti alveg farið svo að ég komi með einhverja áætlun fyrir næsta ár fljótlega!
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!
Í fyrra þá kom ég með plan fyrir árið í janúar og ég er nú ekki aleg viss um að það hafi allt saman staðist.
JANÚAR
- Ég byrja alveg með trompi í skólanum eftir þægilega langt jólafrí frá náminu.
- Byrjað að byggja Hesthús/Hænsnahús.
- Enda svo mánuðinn með því að spila í Lottó.
Jú jú ég byrjaði í skólanum og var feiknalega dugleg.
Það var byrjað að byggja.
Ég hef eflaust spilað í lottóinu en ég vann alveg örugglega ekki neitt.
FEBRÚAR
- Verð alveg einstaklega hamingjusöm þennann mánuðinn.
- Næ alveg feiknalega góðum æfingum.
- Slæ í gegn með góðum bröndurum á kaffistofunni.
Held ég hafi verið frekar leið þennan mánuðinn.
Æfði svo að segja ekki neitt, fór ekki einu sinni á blakæfingar.
Ég er nokkuð viss um að ég hafi komið með nokkra góða brandara á kaffistofunni :)
MARS
- Brosi alveg hringinn nokkrum sinnum.
- Vinn í Lottó.
Held að þetta hafi bara gengið upp hjá mér.
Vann meira að segja 900 kr í lottóinu :)
APRÍL
- Næ alveg snilldar góðum prófum.
- Mér verður mjög gott af páskaegginu.
Prófin gengu mjög vel(9 og 10)! En úff! ég man enn hvað ég var búin að lesa mikið fyrir gagnasafnsfræðina.
Páskaeggið var hrikalega gott að vanda.
MAÍ
- Fer í feiknalega skemmtilega fermingaveislu.
- Æfingarnar fara að skila skemmtilegum árangri.
Já Glódís fermdist og það var bæði skemmtileg og flott veisla.
Skemmtilegi árangurinn af æfingunum tveim í blakinu skilaði sér á mjög skemmtilegu öldungamóti :)
JÚNÍ
- Fer í nokkrar fjallgöngur.
- Baka köku í tilefni afmælis.
- Fer í skemmtilegt sumarfrí.
Ekki get ég sagt að ég hafi farið í nokkrar fjallgöngur en ég fór upp á Hafnarfjall og Tungukoll!
Ég bakaði köku þegar ég átti afmæli, komst ekki upp með annað. Sumir heimtuðu bara köku!
Og fjölskyldan fór í mjög skemmtilegt sumarfrí/afmælisferð til Danmerkur í heila viku. Þar sem haldið var upp á 3 afmæli!
JÚLÍ
- Kem sjálfri mér og örðum á óvart.
- Tek þátt í heyskap.
Jú ég kom sjálfri mér á óvart með því að vinna á Landsmóti UMFÍ. Ég nefni engar tölur hérna, en ég verð að segja að miðað við að hafa bara verið að hreifa mig eitthvað að ráði í mánuð fyrir mótið þá kom þetta mjög á óvart :)
Ég náði nú ekki að taka mikinn þátt í heyskapnum. Foreldrarnir og Palli voru bara snögg að þessu og ég held jafnvel að Auðunn hafi tekið einhvern þátt. Náði samt að ganga frá nokkrum plast endum á rúllum.
ÁGÚST
- Fer ekki á Þjóðhátíð.
- Skelli mér á tónleika.
- Fæ mér nýjan bíl.
Jú mikið rétt ég fór ekki á Þjóðhátíð.
Fór ekki heldur á neina tónleika.
En ég fékk mér nýjan bíl. Junior var kominn á skiladag og fékk ég mér Disel gull vagn í hans stað.
SEPTEMBER
- Held áfram að skemmta mér í skólanum.
- Réttasúpan verður einstaklega góð.
- Fer að nota sundlaugina ekki bara heitu pottana.
Jú ég hélt áfram í skólanum og mér finnst það skemmtilegt. En strembin stundaskrá þessa önnina.
Réttasúpan var mjög góð. Mamma klikkar ekki!
Sundlaugin var nú bara látin vera. Og heitu pottarnir líka.
OKTÓBER
- Borða slatta af fiski.
- Kaupi mér nýjar buxur.
- Fer í óvænta heimsókn.
Ég borða auðvitað alltaf slatta af fiski þar sem það er eiginlega alltaf fiskur í mötuneytinu.
Ég keypti mér nýjar gallabuxur í fyrsta skipti að ég held í 3 ár.
Hef örugglega heimsótt einhvern óvænt.
NÓVEMBER
- Skelli mér á skíði.
- Verð ekkert stressuð fyrir prófin.
- Föndra.
- Verð komin í jólaskap fyrr en venjulega.
Fór ekki á skíði. Hefði líklega þurft vatnsskíði til þess :p
Hvernig á ég eiginlega að fara að því að verða ekki stressuð fyrir prófin.
Föndraði ekki neitt.
Jólaskapið kom óvenju seint þetta árið.
DESEMBER
- Verð búin með allan jólaundirbúning strax í byrjun aðventu.
- Fæ það sem ég vildi í jólagjöf.
- Fer á hestbak.
- Baka alveg helling.
Hvað er jólaundirbúningur? Ef hann felst í C++ lærdómi þá gerði ég mikið af honum annars ekki :p
Vildi allt það sem ég fékk í jólagjöf og er mjög ánægð með það.
Er ekki enn farin á hestbak en það er búið að taka inn :)
Bakaði svo til ekki neitt. Hjálpaði mömmu og Elvu smá!
Jæja efast um að nokkur nenni að lesa svona langt, var alveg að fara að hætta þessari upptalningu.
Það gæti alveg farið svo að ég komi með einhverja áætlun fyrir næsta ár fljótlega!
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!
Comments:
Skrifa ummæli