<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Föstudagurinn ... langi 

Jæja nú ætla ég að skrifa því ég er að bíða eftir félaga mínum að mæta. Bara rúmum klukkutíma of seint.

En langar bara að shera með ykkur föstudeginum síðasta.
Byrjaði með því að lenda í því að það kemur maður sem ég er komin með upp í kok af og segir mér í óspurðum fréttum að hann hafi verið beðinn um að sjá um að þjónusta prentarana og ég "EIGI" að kenna honum á þá. Fyrir það fyrsta þá sauð verulega á mér og sagði honum að ég myndi ekki kenna honum neitt fyrr en ég fengi þessa beiðni frá einhverjum öðrum. Hann kom svo og röflaði í mér á korters fresti fyrstu 3 tíma dagsins.

Það var ákveðið að halda fund um þetta á miðvikudaginn næsta í framhaldinu. Þannig að ég verð líklega að þola röflið í honum þangað til. Jesus! hvað sumir hafa enga tilfinningu fyrir því þegar fólk vill ekki neitt með það hafa.

Síðan dundaði ég mér við að setja upp nýjan prentara og lagfæra hitt og þetta. Um klukkan 14:00 voru flest allir farnir af staðnum því það var búið að spá brjáluðu veðri. En ég var of sein að forða mér, því í staðin lenti ég í því að vera að vinna til klukkan 23:40 um kvöldið.

Rafmagnið í serverherberginu sló út ca. 6 sinnum. Og rafmagnið fór alveg einu sinni. Þar fyrir utan þá fór á flæða inn vatn með ljósleiðaralögnunum.
(TODO : Finna út hvaða brunnur lekur.)
Og það var ekkert smá magn af vatni. Ég mældi það ekki nákvæmlega en ég myndi giska á 1 l/sek.

Ég var sem sagt alltaf á rúntinum á milli staða á Hve í brjáluðu roki og hálku. Og í hvert skipti þurfti ég að komast niður tröppurnar í kjallaranum og prísa mig sæla yfir því að hafa ekki fótbrotið mig á því. Datt bara 3x og var samsvarandi rennandi blaut.

Um 23:40 þá hætti ég og fór að sofa. Því gámar, fellihýsi og hinar og þessar spítur voru farnar að fljúga um staðinn. Vildi ekki fá þetta í mig.

Ég var afskaplega þreytt þegar ég fór að sofa og vá hvað ég steinsvaf.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?