fimmtudagur, maí 15, 2008
Öll að koma til
Jæja vonandi er ég búin með veikindin. Ég bara varð þvílíkt veik með hálsbólgu og kjaftæði. Bara að drepast úr súrefnisskorti og aumingjaskap, þannig að allt sem mig langaði til að gera um Hvítasunnuna fór í ekki neitt nema sjónvarpsgláp og bókalestur. Hrikalegt að eyða frídögunum sínum í svona rugl.
Og til að bæta aðeins við pirringinn þá er ég ekki enn búin að fá neinar einkunnir. Núna er 12 virki dagur kominn þrátt fyrir að hafa marga frídaga og ekki bólar á neinum einkunnum. Hummm!
Annars er búið að vera þvílíkt gott veður hérna síðustu daga. Sannkallað skrifstofu óveður. Ef ég væri ekki að jafna mig eftir veikindi þá hefði ég tekið mér frí vegna veðurs í gær, og í dag.
Svo ætla ég að byrja í annað sinn að æfa í kvöld. Búin að taka viku pásu eftir 4 daga æfingar :p Búin að stunda andlega æfingar í staðinn. Er það ekki málið?
Og til að bæta aðeins við pirringinn þá er ég ekki enn búin að fá neinar einkunnir. Núna er 12 virki dagur kominn þrátt fyrir að hafa marga frídaga og ekki bólar á neinum einkunnum. Hummm!
Annars er búið að vera þvílíkt gott veður hérna síðustu daga. Sannkallað skrifstofu óveður. Ef ég væri ekki að jafna mig eftir veikindi þá hefði ég tekið mér frí vegna veðurs í gær, og í dag.
Svo ætla ég að byrja í annað sinn að æfa í kvöld. Búin að taka viku pásu eftir 4 daga æfingar :p Búin að stunda andlega æfingar í staðinn. Er það ekki málið?
mánudagur, maí 05, 2008
Ísafjörður
Já nú er ég búin að fara á Ísafjörð.
Brunuðum vestur á miðvikudagskvöldið yfir Steingrímsfjarðarheiði og alla firðina. Fórum síðan suðurleiðina til baka. Held ég sé með strengi í höndunum og það sé far í stýrinu eftir þá ferð. Hrikalega þessi Hrafnseyrarheiði!
Það var alveg hrikalega gaman á Ísafirði. Spiluðum auðvitað helling af blaki. Vorum mikið að nýta leikina og fórum í oddahrinu í öllum nema síðastaleiknum. Unnum 3 leiki og töpuðum 3 og fengum 9 unnar hrinur. Við enduðum á því að vera í 3. sæti í 6. deildinni. Hrikalega góðar þar sem við fórum upp í 6. deildina úr 7 í fyrra.
Hefðum farið upp ef við hefðum unnið eina hrinu í viðbót.
Þokkalega miklir strengir sem söfnuðust fyrir í líkamanum á leiðinni heim á laugardaginn. En ég náði þeim að mestu úr mér í gær þegar ég fór í ræktina og hljóp heilan helling og hjólaði og teygði.
Jæja ekki meira núna.
Ps. Tók bara ekki neinar myndir í ferðinni er bara í sjokki yfir því :P
Brunuðum vestur á miðvikudagskvöldið yfir Steingrímsfjarðarheiði og alla firðina. Fórum síðan suðurleiðina til baka. Held ég sé með strengi í höndunum og það sé far í stýrinu eftir þá ferð. Hrikalega þessi Hrafnseyrarheiði!
Það var alveg hrikalega gaman á Ísafirði. Spiluðum auðvitað helling af blaki. Vorum mikið að nýta leikina og fórum í oddahrinu í öllum nema síðastaleiknum. Unnum 3 leiki og töpuðum 3 og fengum 9 unnar hrinur. Við enduðum á því að vera í 3. sæti í 6. deildinni. Hrikalega góðar þar sem við fórum upp í 6. deildina úr 7 í fyrra.
Hefðum farið upp ef við hefðum unnið eina hrinu í viðbót.
Þokkalega miklir strengir sem söfnuðust fyrir í líkamanum á leiðinni heim á laugardaginn. En ég náði þeim að mestu úr mér í gær þegar ég fór í ræktina og hljóp heilan helling og hjólaði og teygði.
Jæja ekki meira núna.
Ps. Tók bara ekki neinar myndir í ferðinni er bara í sjokki yfir því :P