<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 05, 2008

Ísafjörður 

Já nú er ég búin að fara á Ísafjörð.
Brunuðum vestur á miðvikudagskvöldið yfir Steingrímsfjarðarheiði og alla firðina. Fórum síðan suðurleiðina til baka. Held ég sé með strengi í höndunum og það sé far í stýrinu eftir þá ferð. Hrikalega þessi Hrafnseyrarheiði!

Það var alveg hrikalega gaman á Ísafirði. Spiluðum auðvitað helling af blaki. Vorum mikið að nýta leikina og fórum í oddahrinu í öllum nema síðastaleiknum. Unnum 3 leiki og töpuðum 3 og fengum 9 unnar hrinur. Við enduðum á því að vera í 3. sæti í 6. deildinni. Hrikalega góðar þar sem við fórum upp í 6. deildina úr 7 í fyrra.
Hefðum farið upp ef við hefðum unnið eina hrinu í viðbót.

Þokkalega miklir strengir sem söfnuðust fyrir í líkamanum á leiðinni heim á laugardaginn. En ég náði þeim að mestu úr mér í gær þegar ég fór í ræktina og hljóp heilan helling og hjólaði og teygði.

Jæja ekki meira núna.

Ps. Tók bara ekki neinar myndir í ferðinni er bara í sjokki yfir því :P

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?