<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Á lífi 

Já ég er á lífi þó svo að það sé varla hægt að segja um þessa síðu.

Hef bara sleppt því að skrifa hérna þar sem ég hef bara verið frekar pirruð yfir því hvað hægt gengur að batna í öklanum. En nú er þetta að skríða saman vona ég.
Gat allavega joggað ( sem sagt hægara en skokk ) í dag ca 3 km. án þess að finna til. Má ekkert fara hraðar en það. Hef þess í stað hjólað þeim mun meira.

Þegar ég skrifaði hérna síðast þá var ég á leiðinni á tónleika með James Blunt. Þeir voru þvílík snilld. Og núna eru bara örfáir klukkutímar þar til að ég fer á tónleika með Meistara Clapton. (Er sem sagt farin að telja klukkutímana :p)

En þar sem að verslunarmannahelgin er ný afstaðin þá verð ég að tjá mig um hvað ég gerði. En ég var á snilldar Unglingalandsmóti í Þorlákshöfn á daginn og heima í sveitinni á kvöldin. Var að mæla úti í spjótkastinu sem er bara hörku vinna. Ég var að telja það saman og samkvæmt mínum útreikningum þá tók ég ca 1500 hnébeygjur/framstig samtals með stuttu joggi á milli þessa þrjá daga. Var líka alveg dauð þreytt þegar ég kom heim á kvöldin. En þessir krakkar eru alveg indisleg.

En núna gengur lífið hjá mér út á að vinna í mastersverkefninu mínu. Fundir vikulega í Rvk. með leiðbeinandanum mínum en þess á milli er ég á Hvanneyri eða í sveitinni. Er búin að vera þokkalega dugleg við að koma mér í form með þessu og vonandi verð ég tilbúin til að fara að æfa á fullu með náminu í haust. Er allavega farin að dauð langa til að kasta spjóti.

Jæja, best að snúa sér að lestrinum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?