föstudagur, nóvember 24, 2006
Ég er búin í prófum!
Ég er búin í prófunum!
Ég er búin í prófunum!
Einu sinni enn,
ég er búin í prófunum!
Síðasta prófið var í morgun. Ég var svo stressuð að ég var búin að vera með í maganum síðan um kvöldmat í gær. Og gat ekki sofið nema u.þ.b. 2 tíma. Ekki bætti svo úr skák að ég þurfti að vakna eld snemma og vera mætt í bæinn klukkan 8. Þetta var munnlegt próf og ég get svarið það að ég var alveg komin með æluna upp í háls nokkum sinnum í tölfræði hlutanum. Þegar koma að aðferðafræðhlutanum sem ég var bara ekki neitt búin að læra sérstaklega fyrir þá náði ég nú að taka mig saman í andlitinu.
Út koman úr þessu er sem sagt að ég er 110% örugg á því að þessi einkun verður lægri en Modeling and Verification einkunin.
Ég held að ég hafi fundið ástæðuna fyrir öllu stressinu hérna.
Krabbinn (22.júní - 22.júlí)
Hér birtist mikil kröfuharka í fari krabbans þar sem þolinmæði þín kemur svo sannarlega að góðum notum. Þú leitar um þessar mundir stöðugt eftir aðdáun manneskjunnar sem þú elskar og viðurkenningu. Stjarna þín, krabbinn, kýs að skjóta rótum og huga sérstaklega vel að heimilinu þar sem öryggi og gott jafnvægi ríkir.
Ég hef sem sagt verið að gera of miklar kröfur til mín sjálf í tölfræðinni! Og þolin mæðin hefur komið í vegfyrir að ég ældi.
Seinni hlutinn getur svo sem alveg verið sannur líka en ég ætla bara ekkert að vera að tjá mig um það hérna og ætla að fara að hafa það gott því ég þarf ekki að fara í próf aftur fyrr en í mars :)
Jibbí!!!
Ég er búin í prófunum!
Einu sinni enn,
ég er búin í prófunum!
Síðasta prófið var í morgun. Ég var svo stressuð að ég var búin að vera með í maganum síðan um kvöldmat í gær. Og gat ekki sofið nema u.þ.b. 2 tíma. Ekki bætti svo úr skák að ég þurfti að vakna eld snemma og vera mætt í bæinn klukkan 8. Þetta var munnlegt próf og ég get svarið það að ég var alveg komin með æluna upp í háls nokkum sinnum í tölfræði hlutanum. Þegar koma að aðferðafræðhlutanum sem ég var bara ekki neitt búin að læra sérstaklega fyrir þá náði ég nú að taka mig saman í andlitinu.
Út koman úr þessu er sem sagt að ég er 110% örugg á því að þessi einkun verður lægri en Modeling and Verification einkunin.
Ég held að ég hafi fundið ástæðuna fyrir öllu stressinu hérna.
Krabbinn (22.júní - 22.júlí)
Hér birtist mikil kröfuharka í fari krabbans þar sem þolinmæði þín kemur svo sannarlega að góðum notum. Þú leitar um þessar mundir stöðugt eftir aðdáun manneskjunnar sem þú elskar og viðurkenningu. Stjarna þín, krabbinn, kýs að skjóta rótum og huga sérstaklega vel að heimilinu þar sem öryggi og gott jafnvægi ríkir.
Ég hef sem sagt verið að gera of miklar kröfur til mín sjálf í tölfræðinni! Og þolin mæðin hefur komið í vegfyrir að ég ældi.
Seinni hlutinn getur svo sem alveg verið sannur líka en ég ætla bara ekkert að vera að tjá mig um það hérna og ætla að fara að hafa það gott því ég þarf ekki að fara í próf aftur fyrr en í mars :)
Jibbí!!!
mánudagur, nóvember 20, 2006
Jæja best að fara að setja eitthvað inn.
Ekkert merkilegt sem gerist í mínu lífi þessa dagana. Var alla helgina að læra fyrir próf, en ekki alveg að finna viskuna hellast yfir mig. En hvað um það. Mér hefur verið sagt að maður læri með rassinum en ekki höfðinu þannig að ég held bara áfram.
Dagurinn í dag byrjar annars bara nokkuð rólega. En það sem mér finnst merkilegast við þennan dag er að mikill og góður æskuvinur minn á afmæli í dag. Ófáar skemmtilegar minningar tengdar þessum degi.
Til hamingju með daginn Bjarni.
Annars hef ég nú ekki mikið að segja, og ætti Því bara að þegja.
Ekkert merkilegt sem gerist í mínu lífi þessa dagana. Var alla helgina að læra fyrir próf, en ekki alveg að finna viskuna hellast yfir mig. En hvað um það. Mér hefur verið sagt að maður læri með rassinum en ekki höfðinu þannig að ég held bara áfram.
Dagurinn í dag byrjar annars bara nokkuð rólega. En það sem mér finnst merkilegast við þennan dag er að mikill og góður æskuvinur minn á afmæli í dag. Ófáar skemmtilegar minningar tengdar þessum degi.
Til hamingju með daginn Bjarni.
Annars hef ég nú ekki mikið að segja, og ætti Því bara að þegja.
föstudagur, nóvember 17, 2006
KAAAALT!!
Mikið rosalega er búið að vera eitthvað kalt undanfarna daga. Mér var hreinlega kalt í allan gærdag, þannig að þið getið reynt að sjá fyrir ykkur hvernig ég er klædd í dag. Í ullarnærfötunum og í kuldagallanum þegar ég fer á milli húsa með stórann trefil, húfu og vettlinga. Vonandi verður mér ekki eins kalt í dag og í gær. Annars verð ég bara með húfuna og vettlingana í allan dag.
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Það er núna eða aldrei að skella sér í leikhús:
Góðir hálsar!
Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og
nefnist Glæpagengið eftir Davíð Oddsson.
Leikarar eru Árni Johnsen, Gunnar Örlygsson og gestaleikari er enginn annar en
Eggert Haukdal.
Góða skemmtun (sætaferðir frá Tuborg, bílstjóri er Eyþór Arnalds).
Vegna tæknilegra mistaka vantar nokkrar gangstéttarhellur við inngang
Þjóðleikhússins ...
Bestu kveðjur,
Nefndin
Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og
nefnist Glæpagengið eftir Davíð Oddsson.
Leikarar eru Árni Johnsen, Gunnar Örlygsson og gestaleikari er enginn annar en
Eggert Haukdal.
Góða skemmtun (sætaferðir frá Tuborg, bílstjóri er Eyþór Arnalds).
Vegna tæknilegra mistaka vantar nokkrar gangstéttarhellur við inngang
Þjóðleikhússins ...
Bestu kveðjur,
Nefndin
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Svíar eru nú svolítið sérstakir :p
Í Svíþjóð er leyfilegt að mynda nágranna sína berrassaða, jafnvel í ástarleikjum, bara ef þeir vita ekki af því. Þetta er niðurstaða sem kemur eftir tveggja ára vangaveltur.
Þetta var nú samt bara svona smá innskot.
Er búin í öðru af prófunum á þessari önn. :) Vá hvað ég var fegin þegar það var búið og svo varð ég bara ánægð þegar ég fékk einkunina.
Núna er bara aðferðafræði prófið eftir. Ekki komið neitt stress fyrir það. Held að það verði nú ekki jafn mikið af því og fyrir prófið í dag, allavega ekki þar til að að því kemur. Verst að þurfa að bíða þar til í lok næstu viku.
Audios
Þetta var nú samt bara svona smá innskot.
Er búin í öðru af prófunum á þessari önn. :) Vá hvað ég var fegin þegar það var búið og svo varð ég bara ánægð þegar ég fékk einkunina.
Núna er bara aðferðafræði prófið eftir. Ekki komið neitt stress fyrir það. Held að það verði nú ekki jafn mikið af því og fyrir prófið í dag, allavega ekki þar til að að því kemur. Verst að þurfa að bíða þar til í lok næstu viku.
Audios
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Ég var að líta á stjörnuspá dagsins í dag og ég held að hún hafi aldrei passað jafn vel af mér vitandi.
Krabbinn verður önnum kafinn í dag en þarf að passa að tapa sér ekki. Þeir sem halda ró sinni hafa betur. Gerðu bara það sem þú getur og allt í einu getur þú meira en þú hefðir haldið.
Right on!!
Krabbinn verður önnum kafinn í dag en þarf að passa að tapa sér ekki. Þeir sem halda ró sinni hafa betur. Gerðu bara það sem þú getur og allt í einu getur þú meira en þú hefðir haldið.
Right on!!
föstudagur, nóvember 03, 2006
Hvað er eiginlega málið með þetta fyrirbæri einbeitingu. Finnst eins og ég sé bara alveg vera búin að losa mig við þetta fyrirbæri. Á enn eftir að skrifa einhvern helv... helling í greininni sem ég þarf síðan að skila á mánudaginn. Þar fyrir utan eru prófin alveg að fara að skella á og ég geri ekkert í málunum. Sest alltaf fyrir framan tölvuna og er að fara að læra en hvað gerist. Eftir nokkrar mínútur þá er ég farin að vaska upp, riksuga, skúra, setja í þvottavélina og að ég tali nú ekki um að horfa bara á sjónvarpið og sofna í sófanum.
En um helgina verður þetta að víkja og ekkert múður. Held jafnvel að ég verði að hafa einhverja pressu til að hlutirnir fari eitthvað að ganga hjá mér. (Ætli ég skelli mér bara ekki í bekkpressu!!!) Vá hvað þetta var mikill fimmaura brandari.
En núna er ég í skólanum á föstudegi og gleymdi því alveg að föstudagar eru fínufatadagar í skólanum. Uss, ég hlít að vera farin að kalka.
Jæja ekki meira núna.
En um helgina verður þetta að víkja og ekkert múður. Held jafnvel að ég verði að hafa einhverja pressu til að hlutirnir fari eitthvað að ganga hjá mér. (Ætli ég skelli mér bara ekki í bekkpressu!!!) Vá hvað þetta var mikill fimmaura brandari.
En núna er ég í skólanum á föstudegi og gleymdi því alveg að föstudagar eru fínufatadagar í skólanum. Uss, ég hlít að vera farin að kalka.
Jæja ekki meira núna.