<$BlogRSDURL$>

laugardagur, mars 31, 2007

Annasamir tímar 

Vá hvað það hefur verið mikið að gera. Sem þýðir að ég hef bara ekki verið að sofa nó. Til að losa aðeins um, þá skellti ég mér með í FFT Partý í gær. Þvílíkir snillingar þessir félagar mínir. Ekki frá því að í þessum hópi séu samankomnir óeðlilega margir snillingar miðað við fjölda. Nokkuð ljóst að ef ég hefði verið blind í gær þá hefði ég haldið að ég sæti við hliðina á Borat á Hereford. En sem betur fer er ég með sjón svo ég sá að þetta var Sverrir. En hann þjáðist verulega af athyglissýki í gær og við hin fengum að njóta :) Ekki viss um að dúddinn á næsta borði hafi notið þess eins vel hvað það var gaman hjá okkur.
Vil bara þakka Jónheiði fyrir að standa fyrir þessu frábæra kvöldi og leggja íbúðina sína undir hópinn.
En ætli það sé ekki best fyrir mig að fara að snúa mér aftur að próflestri. Búin að skila Gagnasafns hópverkefninu. Og búin að sofa heilan helling frá því í nótt. Því hef ég varla nokkra ástæðu til þess að vera ekki að læra. Næsta próf veður á miðvikudaginn og svo það síðasta ekki fyrr en 20. apríl. En eftir það er svo bara skólapása fram á haust. Úff hvað ég er búin að plana að sofa mikið OG nokkuð ljóst að þá verður ræktin heimsótt aftur eftir að hafa verið látin vera í allt of langann tíma. Er farin að fá strengi eftir athafnir sem ég hefði aldrei ímyndað mér að geta fengið strengi af. :p

Tsjá

laugardagur, mars 17, 2007

Bygging 

Svona hefur þróun mála verið í Gripahúsbyggingunni í vikunni.










Þannig að núna er búið að loka húsinu og með sama áframhaldinu verður ekki langt þar til að það verður hægt að hýsa hross þarna inni og einhverjar pútur.

:)

mánudagur, mars 12, 2007

Færsla 

Jæja annaðhvort er að skrifa eitthvað hérna inn eða gera það bara ekki?
Ég hef eiginlega ekki mikið að segja. Þannig að ég ætla að lísa hvernig ástandi ég er búin að vera í síðustu vikurnar og er líklega best að koma með dæmi.

Dæmi 1
Ég var að fara að vinna við hópverkefni í skólanum og kem því nokkuð seint í skólann. Þar eru svona læsingar þannig að eftir ákveðinn tíma þarf maður að stimpla inn númer sem passar við aðgangskortið manns til að komast inn. Fyrst legg ég til atlögu bakdira megin þar sem ég fer yfirleitt inn og þá virkar bara ekki kortið. Því labba ég mér fram fyrir og ætla að fara inn aðalinnganginn en aftur virkar ekki kortið mitt. (Veit núna að ég gleymdi að stimpla # eftir númerið)! En þarna stend ég og kemst ekki inn. Svo kemur annar nemandi og hann man bara ekki sitt númer. Svo við berjum á hurðinni í svolitla stund en viti menn það kemur þriðji nemandinn og gengur bara inn við hliðina þar sem var bara opið :p

Dæmi 2
Er stödd í vinnunni eitthvað mikið að gera hjá mér og búin að vera að þeytast um allan skólann. Svo hringir einn í viðbót og ég þarf að fara út í Gamla Skóla til að redda einhverju. Ég auðvitað þýt upp og er komin hálfa leið út í bíl (komin niður tröppurnar og alles) þegar ég fatta að ég er ekki í skónum mínum. Blaut í fæturnar kem ég inn á skristofu til að sækja skóna, legg svo aftur afstað og í þetta skipti er ég komin alveg að bílnum þegar ég fatta að ég er ekki með lyklana þannig að ég þurfti að fara 3 ferðir út í bíl til að komast af stað!!

Sem sagt alveg utan við mig. Kenni of miklum lestri um ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?