laugardagur, júní 23, 2007
Jón eða séra Jón
Ég var bara að átta mig á því í gær að Evrópubikar í frjálsum er um þessa helgina. Þar sem ég hef nú heilmikinn áhuga á frjálsum þá fór ég og kíkti á hverjir væru nú þess heiður aðnjótandi að vera í landsliðinu. Ég get ekki annað en sagt það að ég varð ansi hugsi þegar ég sá hver var valin í minni grein. Ég bara bjóst við því að þeir hefðu fengið Ásdísi eða Sigrúnu til að kasta þrátt fyrir meiðsli. En svo var greinilega ekki og ég vildi að ég hefði vitað af því fyrr, því þá hefði ég nú mætt á eitthvert mótið þó svo að ég hafi ekki stefnt á það að mæta ekki nema hafa trú á að kasta að minnsta kosti 48m.
Ég hef svo sannarlega ekkert á móti Valdísi sem er mjög efnilegur spjótkastari sem ég óska innilega til hamingju með landsliðssætið. En ég get ekki neitað því að ég velti því fyrir mér hvort það hafi ekki komið til greina að hafa samband við mig. Ég veit að ég er ekkert búin að keppa í ár og keppti lítið í fyrra vegna veikinda, og því kannski eðlilegt að velja einhvern sem er búinn að keppa. En ég get lofað ykkur því að þó að ég hafi ekki keppt og er bara búin að æfa markvist síðustu 2 mánuðina þá er ég alveg sannfærð um það eftir þær kastaæfingar sem ég hef tekið þetta vorið að ég kæmist ekki hjá því að kasta +44m. Ég er ekkert búin að líta á keppenda listann í spjótinu og því gæti það vel verið að það skipti ekki neinu máli fyrir liðið hvort keppandinn kastar 46 eða 42 m og ef svo er þá getur það verið góður kostur að gefa Valdísi möguleika á að fá þessa reynslu.
Ég veit ekki hvort að það sé stefna hjá Landsliðsnefndinni að velja bara fólk í liðið sem er búið að keppa á árinu, en ég veit að það eru ansi mörg dæmi um það frá fyrri árum að einstaklingar hafa verið valdir eftir að hafa ekki keppt.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna og vona að krökkunum gangi sem best í Baunalandinu.
Ég hef svo sannarlega ekkert á móti Valdísi sem er mjög efnilegur spjótkastari sem ég óska innilega til hamingju með landsliðssætið. En ég get ekki neitað því að ég velti því fyrir mér hvort það hafi ekki komið til greina að hafa samband við mig. Ég veit að ég er ekkert búin að keppa í ár og keppti lítið í fyrra vegna veikinda, og því kannski eðlilegt að velja einhvern sem er búinn að keppa. En ég get lofað ykkur því að þó að ég hafi ekki keppt og er bara búin að æfa markvist síðustu 2 mánuðina þá er ég alveg sannfærð um það eftir þær kastaæfingar sem ég hef tekið þetta vorið að ég kæmist ekki hjá því að kasta +44m. Ég er ekkert búin að líta á keppenda listann í spjótinu og því gæti það vel verið að það skipti ekki neinu máli fyrir liðið hvort keppandinn kastar 46 eða 42 m og ef svo er þá getur það verið góður kostur að gefa Valdísi möguleika á að fá þessa reynslu.
Ég veit ekki hvort að það sé stefna hjá Landsliðsnefndinni að velja bara fólk í liðið sem er búið að keppa á árinu, en ég veit að það eru ansi mörg dæmi um það frá fyrri árum að einstaklingar hafa verið valdir eftir að hafa ekki keppt.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna og vona að krökkunum gangi sem best í Baunalandinu.
föstudagur, júní 22, 2007
Til gamans
Rakst á einhverskonar persónuleika próf sem gaf mér þessar niðurstöðu.
Hvað haldið þið?
Annað fólk skynjar þig sem varkára, hagsýna vitsmunaveru. Þú þykir snjöll, hæfileikarík en hógvær persóna. Ekki manneskja sem eignast vini of auðveldlega en ert mjög trygg vinum þínum og ætlast til sama trygglyndis til baka. Þeir sem kynnast þér virkilega vel átta sig á því að það þarf bísna mikið til að glata trausti þínu, en ef það gerist tekur það langan tíma að gróa og gerist jafnvel aldrei.
Hvað haldið þið?
miðvikudagur, júní 20, 2007
Komin á klakan!
Já ég er komin aftur á klakan eftir vel heppnaða ferð til Danmekur með fjölskyldunni.
Ýmislegt gert þar og mikið borðað af góðum mat.
Svo er hversdagurinn tekinn við hérna á Hvanneyri, og ekki mikið meira af sumarfríi sem ég tek þetta árið. Bara svona einn og einn dag hér og þar.
Annars var svoddan bongó blíða hérna á mánudaginn að ég bara gat varla hamið mig á æfingu. En var bara að kasta á grasi og tók nokkrar drillur á flatbotna skóm held bara að ég fari nú í gaddana fljótlega því nokkur af köstunum voru bara að fara nokkuð langt. Ekki neinir 50 m í spilinum eins og er en held að ég eigi alveg 46-48m í mér.
Jæja nú verð ég að fara að snúa mér aftur að því sem ég er að gera hérna og fæ borgað fyrir.
l8ter Vigdís
Ýmislegt gert þar og mikið borðað af góðum mat.
Svo er hversdagurinn tekinn við hérna á Hvanneyri, og ekki mikið meira af sumarfríi sem ég tek þetta árið. Bara svona einn og einn dag hér og þar.
Annars var svoddan bongó blíða hérna á mánudaginn að ég bara gat varla hamið mig á æfingu. En var bara að kasta á grasi og tók nokkrar drillur á flatbotna skóm held bara að ég fari nú í gaddana fljótlega því nokkur af köstunum voru bara að fara nokkuð langt. Ekki neinir 50 m í spilinum eins og er en held að ég eigi alveg 46-48m í mér.
Jæja nú verð ég að fara að snúa mér aftur að því sem ég er að gera hérna og fæ borgað fyrir.
l8ter Vigdís
sunnudagur, júní 03, 2007
Hænurnar fluttar!
Já núna eru hænurnar fluttar inn í nýja húsið.
Svona leit þetta út þegar Höllin var tilbúin til innflutnings.
Við fengum góða hjálp við flutningana.
Hænurnar voru nú svolítið mis æstar yfir þessu raski.
En þessum unga virðist allavega líða vel.
Svona leit þetta út þegar Höllin var tilbúin til innflutnings.
Við fengum góða hjálp við flutningana.
Hænurnar voru nú svolítið mis æstar yfir þessu raski.
En þessum unga virðist allavega líða vel.