fimmtudagur, nóvember 15, 2007
Miðað við ruglið í kringum þig undanfarið, ertu óvenju skýr í hausnum. Gáfulegt væri af öðrum að bjóða þér í sitt lið, í boð eða biðja þína.
Svona hljóðar stjprnuspáin mín í dag. En ef ég er óvenju skýr í hausnum í dag afhverju bullaði ég bara á 40% af prófinu sem ég var í? Hvernig hefði ástandnið eiginlega verið ef ég hefði ekki verið óvenju skýr.
Ég bíð enn eftir að einhver hafi samband við mig en ég verð eflaust ekki að miklu liði fyrr en eftir hádegi á Sunnudaginn þegar ég verð búin með munnlegaprófið sem ég þarf að gera vel í til að redda 40% bullinu mínu! En svo tekur við alveg heillar viku pása frá skólanum!!!
Það er svo margt sem ég ætla að gera í þessari viku að ég efast um að ég hafi nokkurn tíma til að mæta í vinnuna. :p
En nú ætla ég að fara að verða virkari að skrifa hérna... hef ég einhvern tíma sagt þetta áður?
Þannig að ég er komin með fastann þátt sem byrjar núna.
Maður vikunnar þessa vikuna er : Bói
Minning vikunnar er (Svona setning eða einhver minning sem kemur upp í huga mér í vikunni.): "Þeir gleymdu trénu!" Búin að rifja þessa minningu upp núna nokkrum sinnum þegar ég keyri fram hjá Húsasmiðjunni í Grafarholtinu.
Ekki meira núna.
VG
föstudagur, nóvember 09, 2007
Virkjanir í neðrihluta Þjórsár!
Jæja nú ætla ég að setja inn það sem mér býr í brjósi um þetta.
Það eru ansi skiptar skoðanir hjá fólki hvort réttlætanlegt sé að fara í þessa virkjun eða ekki. Ég er ein af þeim sem er á móti þessum virkjunum, en það er ekki það sem ég ætla að ræða því það eru bæði til rök með og á móti virkjununum.
Málið er að í umfjöllun fjölmiðla um þessar virkjanir þá er í þeim tilvikum þar sem talað er við heimamenn sem hefur nokkuð oft verið gert þá er í flestum tilvikum annaðhvort talað við Gnúpverja eða Flóamenn. Ekki það að það sé eitthvað slæmt, en mér finnst mér voðalega skrítið að það sé ekki talað við Skeiðamenn. Því það er vitað að Gnúpverjar eru margir hverjir nú þegar búnir að selja vatnsréttindi sín í Þjórsá þegar Títan félagið stóð í virkjunarmálum og ekki mikið af landi sem ætti að fara undir lón í flóanum.
Mér finnst líka mjög skrítið að það sé almennt talað um það að Landsvirkjun sé að semja við landeigendur um vatnsréttindi. Ég veit að það er allavega að hluta til ekki rétt. Allavega hafa þeir ekki rætt við foreldra mína. Nú þegar hafa þrír aðilar neitað samningum við Landsvirkjun og segir Landsvirkjun að einhverjir hafi þegar skrifað undir samninga og að einir 12-15 samningar séu tilbúnir og eigi bara eftir að skrifa undir þá. Mér finnst rosalega skrítið að búið sé að skrifa undir samninga við suma en ekki einu sinni búið að hefja viðræður við aðra. Manni dettur í hug að þeir séu bara farnir að tala við þá sem þeir vita að eru viljugir í að semja við þá, til að mynda einhvern þrýstihóp á þá sem eru ekki sama sinnis.
Annað sem kemur þessu bara að hluta til við þá skil ég ekki afhverju þegar svona mikil mannvirki sem stíflur og allt það sem að því kemur eru byggðar að það þurfi ekki að borga fasteignagjöld af þessu. Þannig að þegar það eru tvö sveitafélög sem eiga land að á sem virkjað er í þá fær sveitafélagið þar sem stöðvar húsin eru byggð öll fasteignagjöld sem fást út úr þessu, þó svo að tæknilega séð gæti það verið svo að mesta raskið og byggingar væru í hinu sveitafélaginu.
Jæja best að snúa sér aftur að próflestrinum.
Það eru ansi skiptar skoðanir hjá fólki hvort réttlætanlegt sé að fara í þessa virkjun eða ekki. Ég er ein af þeim sem er á móti þessum virkjunum, en það er ekki það sem ég ætla að ræða því það eru bæði til rök með og á móti virkjununum.
Málið er að í umfjöllun fjölmiðla um þessar virkjanir þá er í þeim tilvikum þar sem talað er við heimamenn sem hefur nokkuð oft verið gert þá er í flestum tilvikum annaðhvort talað við Gnúpverja eða Flóamenn. Ekki það að það sé eitthvað slæmt, en mér finnst mér voðalega skrítið að það sé ekki talað við Skeiðamenn. Því það er vitað að Gnúpverjar eru margir hverjir nú þegar búnir að selja vatnsréttindi sín í Þjórsá þegar Títan félagið stóð í virkjunarmálum og ekki mikið af landi sem ætti að fara undir lón í flóanum.
Mér finnst líka mjög skrítið að það sé almennt talað um það að Landsvirkjun sé að semja við landeigendur um vatnsréttindi. Ég veit að það er allavega að hluta til ekki rétt. Allavega hafa þeir ekki rætt við foreldra mína. Nú þegar hafa þrír aðilar neitað samningum við Landsvirkjun og segir Landsvirkjun að einhverjir hafi þegar skrifað undir samninga og að einir 12-15 samningar séu tilbúnir og eigi bara eftir að skrifa undir þá. Mér finnst rosalega skrítið að búið sé að skrifa undir samninga við suma en ekki einu sinni búið að hefja viðræður við aðra. Manni dettur í hug að þeir séu bara farnir að tala við þá sem þeir vita að eru viljugir í að semja við þá, til að mynda einhvern þrýstihóp á þá sem eru ekki sama sinnis.
Annað sem kemur þessu bara að hluta til við þá skil ég ekki afhverju þegar svona mikil mannvirki sem stíflur og allt það sem að því kemur eru byggðar að það þurfi ekki að borga fasteignagjöld af þessu. Þannig að þegar það eru tvö sveitafélög sem eiga land að á sem virkjað er í þá fær sveitafélagið þar sem stöðvar húsin eru byggð öll fasteignagjöld sem fást út úr þessu, þó svo að tæknilega séð gæti það verið svo að mesta raskið og byggingar væru í hinu sveitafélaginu.
Jæja best að snúa sér aftur að próflestrinum.
föstudagur, nóvember 02, 2007
Long time...
Jæja, annað hvort er að setja eitthvað hérna inn eða hætta því bara.
En eitt og annað verið á minni könnu á síðustu misserum.
- Komin á nýjann bíl. Skömm frá því að segja að ég er bara ekki búin að taka mynd af honum enn. En er ferlega ánægð með að vera komin á lítinn dísel bíl miðað við allann aksturinn.
- Er búin með stærðfræði kennsluna jibbí!!! Nokkur föll en þau stóðu sig samt flest mjög vel.
- Er búin að skrá mig í námskeið á aðventuönninni þannig að það verður ekki eins langt jólafrí eins og síðasta vetur. Verð eflaust eitthvað minna á Hvanneyri á meðan, þar sem að ég á eiginlega allt sumarfríið mitt eftir. Mæti samt til að kenna æfingatímana í tölfræðinni einu sinni í viku þannig að eitthvað verð ég nú að þvælast á Hve.
- Eitthvað hefur nú farið lítið fyrir æfingum hjá mér síðasta hálfa mánuðinn og stefni ég á að bæta það eins fljótt og hægt er. Er bara búin að vera lasin, með hita, hor og hósta. Á meðan að maður gefur sér ekki tíma til að stoppa þá er maður lengur að jafna sig.
- Ég var á dögunum valin í landsliðshóp FRÍ. Bara gaman af því. Og í leiðinni var ég boðuð á æfingu, sem minnir mig á það að ég þarf að skrifa þeim bréf, en þessi æfing verður í miðjum prófum sem eru að byrja í næstu viku.
- Það er komið svolítið prófskap í mig núna þessa dagana. Sem lýsir sér í því að ég hef meiri áhuga á að taka til heima hjá mér en að læra.
Jæja, ætla ekki að tjá mig meira í augnablikinu. En það er samt eitt sem ég þarf endilega að fara að tjá mig um, en læt það bíða þar sem það er alveg efni í langann póst.
Kv. Vigdís
En eitt og annað verið á minni könnu á síðustu misserum.
- Komin á nýjann bíl. Skömm frá því að segja að ég er bara ekki búin að taka mynd af honum enn. En er ferlega ánægð með að vera komin á lítinn dísel bíl miðað við allann aksturinn.
- Er búin með stærðfræði kennsluna jibbí!!! Nokkur föll en þau stóðu sig samt flest mjög vel.
- Er búin að skrá mig í námskeið á aðventuönninni þannig að það verður ekki eins langt jólafrí eins og síðasta vetur. Verð eflaust eitthvað minna á Hvanneyri á meðan, þar sem að ég á eiginlega allt sumarfríið mitt eftir. Mæti samt til að kenna æfingatímana í tölfræðinni einu sinni í viku þannig að eitthvað verð ég nú að þvælast á Hve.
- Eitthvað hefur nú farið lítið fyrir æfingum hjá mér síðasta hálfa mánuðinn og stefni ég á að bæta það eins fljótt og hægt er. Er bara búin að vera lasin, með hita, hor og hósta. Á meðan að maður gefur sér ekki tíma til að stoppa þá er maður lengur að jafna sig.
- Ég var á dögunum valin í landsliðshóp FRÍ. Bara gaman af því. Og í leiðinni var ég boðuð á æfingu, sem minnir mig á það að ég þarf að skrifa þeim bréf, en þessi æfing verður í miðjum prófum sem eru að byrja í næstu viku.
- Það er komið svolítið prófskap í mig núna þessa dagana. Sem lýsir sér í því að ég hef meiri áhuga á að taka til heima hjá mér en að læra.
Jæja, ætla ekki að tjá mig meira í augnablikinu. En það er samt eitt sem ég þarf endilega að fara að tjá mig um, en læt það bíða þar sem það er alveg efni í langann póst.
Kv. Vigdís