<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Myndir 

Jæja nú er ég búin að setja helling af myndum inn á myndasíðuna mína.
Held að þessi sé í uppáhaldi.


mánudagur, júlí 24, 2006

VÁ!!! 

Það er nú orðið svolítið langt síðan að ég skrifaði hérna síðast og ansi margt hef ég nú gert.
Fyrri vikan í fyrra sumarfríinu mínu var tekin frekar rólega heima í sveitinni. Skrapp reyndar einn dag í Skaftafell og Jökulsárlón og annan dag gekk ég á Esjuna með góðum vinum, en annars bara chillað heima.
Í síðari vikunni gerði ég nú bara ansi margt.
Á mánudaginn brunaði ég með rútu inn í Landmannalaugar. Og gekk upp á hina ýmsu tinda þar.

Ótrúlega fallegt í Laugunum.
Á þriðjudaginn var svo haldið af stað Laugarveginn. Ekki var nú skiggni neitt sérstaklega gott fyrsta daginn en í Hrafntinnusker fór ég í rigninu. Kíkti aðeins á íshellana og hverana þar.
Á miðvikudaginn fór ég síðan niður í Álftavatn rosalega sem landslagið breyttist á þeirri leið. Alveg frá því að vera að ganga í auðn og snjó og niður í algjöra vin.
Enda notaði ég tækifærið og gekk frá Álftavatni í Torfahlaup og upp á eitt fjall eða svo.
Á fimmtudaginn var síðan sandurinn genginn í steikjandi sól, og ber ég þess ummerki enn. Og gisti ég í Emstrum, eftir að hafa skoðað Markafljótsgljúfrin. Hafði forvitnin yfirhöndina gegn lofthræðslunni í þetta skiptið og náði ég að sjá niður í botn. Þó svo að ég hafi nú þurft að leggjast á magann og skríða fram á brún með þvílíkan hjartslátt.
Á föstudaginn var Laugarvegurinn kláraður og endað niður í Þórsmörk.
Þegar ég kom síðan heim var göngufatnaðurinn settur í þvottavélina því strax eldsnemma næsta morgun var haldið í næstu göngu. Og var nú gengið yfir Fimmvörðuháls með góðum hópi af vinum og vandamönnum. Mikið var nú léttara að ganga með um það bil 4 kg á bakinu í stað 20 kg.
En ég held ég fari ekki í fleiri göngur alveg allra næstu daga. En stefni á að taka nokkrar góðar æfingar fyrir meistaramót. Sem verður næstu helgi.
En ég held að ég verði í marga mánuði að meðtaka allt sem maður sá og upplifði í þessari göngu.
En þetta auk margs annars lærði ég af þessari reynslu.

Ekki "gleyma" einangrunardýnunni heima.
Alger misskylningur að burðast með vindsæng.
Ekki geyma súkkulaðið í vasanum á utanyfirjakkanum þegar þú ert að þurka hann í hita.
Og als ekki geima kveikjarann í sama vasa og súkkulaðið í hita!!
Muna að hafa sólvörn með sér.... og nota hana líka!!

Ég ætla síðan að koma inn einhverjum myndum fljótlega.

föstudagur, júlí 07, 2006

Nú er langþráða sumarfríið mitt alveg að fara að skella á.
þarf reyndar að vinna aðeins í fyrramálið þannig að eftir það tekur við tveggja vikna frí.
Eins og alltaf þegar ég er að fara í frí þá er ég löngu búin að skipuleggja allt... NOT.... og það litla sem ég var búin að skipuleggja virðist mér ekki verða framkvæmt. En það er bara svo margt annað sem ég ætlaði að gera í fríinu en var ekki búin að skipuleggja að mér mun alveg örugglega ekki leiðast.
Eitt er víst, frí verður það. Og liggur leiðin fyrst heim í sveitina. Hvað svo sem síðar verður gert.
Mjög líklega verður lítið um það að ég geti hjálpað til í heyskapnum þar sem að hann verður líklega bara búinn áður en að ég kem heim á morgun eða hinn. Þvílíkt skipulagsleysi!!

Annars er ég farin að hafa nokkrar áhyggjur af því hvað ég er ekkert búin að keppa á þessu ári!!
Það hafa bara ekki verið nein mót þegar ég hef haft tækifæri til þess að nýta mér þau. Enda er sjúkrasaga mín þetta árið orðin nokkuð löng. Þegar eitt er búið þá tekur annað við. Staðan núna er sú að eftir alveg súper góða æfingu á mánudaginn þar sem ég var að finna mig betur en ég hef gert í nokkur ár, þá vaknaði ég á þriðjudaginn með þvílíkann verk í vinstri sköflungnum. Einmitt þar sem ég var með álagsbrotið fyrir nokkrum árum. Ekki alveg það sem ég vildi. Og þar sem ég hef ekki góða reynslu af því að æfa í gengum slíkann verk þá hef ég ósköp lítið getað gert síðan. Er farin að finna aðeins minna fyrir þessu núna þannig að ég vonast til að verða orðin nógu góð til að kasta í næstu viku, og fara í nokkra göngutúra í fríinu mínu.

Annars þarf ég að fara að klára nokkur verk fyrir frí.

mánudagur, júlí 03, 2006

Gott vont! 

Rosalega finnst mér ég vera ein í heiminum núna.
Það eru bara allir sem vinna á sömu skrifstofu og ég komnir í sumarfrí. Ég fer síðan ekki í sumarfrí fyrr en í næstu viku.
Verð nú að viðurkenna það að þetta er þægilegt að því leiti að ég er búin að afkasta ansi miklu núna í morgun, en... það liggur við að mér leiðist. Það er til dæmis skrítið að fara á kaffistofuna ein. En húsvörðurinn leit nú við áðan svo ég er nú ekki búin að vera alveg ein í allan dag.

En svo ég segi nú aðeins af því hvað ég er búin að vera að bralla þá var föstudagurinn tekinn snemma og hætti ég í vinnunni klukkan 15:00 og tók þá við helgi sjónvarpsglápsins. Sleppti því reyndar að horfa á Ítalíu - Úkraínu og eldaði mat fyrir alla vikuna. Annars horfði ég á alla aðra leiki á HM. SSStuð á Kollubar.

Svona til að friða samviskuna aðeins skrapp ég upp á Hafnarfjall á laugardagsmorguninn og leið mér því ekkert smá vel í sófanum að horfa á leikina.

Jæja nú er bara að hækka í útvarpinu og halda áfram að vinna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?