þriðjudagur, desember 26, 2006
Takk!
Elsku Afi minn!
Mynningarnar eru svo margar og það er svo margt sem hann hefur kennt okkur á sinn einstaka og skemmtilega hátt.
Það er erfitt að kveðja, en það er vegna þess að maður hefur fengið að njóta.
Takk Afi fyrir svo ótal margt.
mánudagur, desember 25, 2006
GLEÐILEG JÓL!
sunnudagur, desember 17, 2006
Jólin eru bara alveg að koma!!
Ég held að ég hafi bara aldrei tekið jólagjafainnkaupin með jafn miklu trompi og núna. Í heidlina tók verslunin 3 klst og 40 mín og voru verslaðar nokkrar afmælisgjafir í leiðinni.
Annars er alveg óþolandi að þurfa að fara í Reykjavíkina á þessum tíma árs. Ekkert mál svosem að vera í Reykjavík en það er alveg hellings vinna að þrýfa bílinn á eftir. Þvílík salt- og tjörudrulla.
Annars var ég í sveitinni seinnipart laugardagsins og fyrripart sunnudags. Það var aðeins þrifið og bakað en meira borðað og svo fórum við á aðventutónleika í Skálholti á laugardagskvöld. Aðeins að ná í sig stemmingu. Held samt þjálfunin á litla organistanum heima í stofu hafi nú verið alveg jafn skemmtileg.
Ég fór líka aðeins í heimsókn í Vorsabæ og leit eftir Fríðu Rún og Svönu Hlín. Þær eru nú alveg indislegar en ég held samt ég vildi ekkert endilega standa í því að eiga tvíbura.
Ekki meira núna.
Kv. Vigdís
Ég held að ég hafi bara aldrei tekið jólagjafainnkaupin með jafn miklu trompi og núna. Í heidlina tók verslunin 3 klst og 40 mín og voru verslaðar nokkrar afmælisgjafir í leiðinni.
Annars er alveg óþolandi að þurfa að fara í Reykjavíkina á þessum tíma árs. Ekkert mál svosem að vera í Reykjavík en það er alveg hellings vinna að þrýfa bílinn á eftir. Þvílík salt- og tjörudrulla.
Annars var ég í sveitinni seinnipart laugardagsins og fyrripart sunnudags. Það var aðeins þrifið og bakað en meira borðað og svo fórum við á aðventutónleika í Skálholti á laugardagskvöld. Aðeins að ná í sig stemmingu. Held samt þjálfunin á litla organistanum heima í stofu hafi nú verið alveg jafn skemmtileg.
Ég fór líka aðeins í heimsókn í Vorsabæ og leit eftir Fríðu Rún og Svönu Hlín. Þær eru nú alveg indislegar en ég held samt ég vildi ekkert endilega standa í því að eiga tvíbura.
Ekki meira núna.
Kv. Vigdís
þriðjudagur, desember 12, 2006
Mér finnst alveg snilld að það hafi verið hægt að nota sundlaugina hérna á Hvanneyri upp á síðkastið. Notkunin er kannski ekki akkúrat eins og sundlaugar eru venjulega notaðar. Hún var sem sagt notuð sem skautasvell. :)
Spurning um að kalla þetta fjölnota mannvirki!
Spurning um að kalla þetta fjölnota mannvirki!
laugardagur, desember 09, 2006
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag!
Ég er hef mikið verið að hugsa um lífið og tilveruna upp á síðkastið. Er einhver tilgangur með því? Af hverju gengur sumum vel í öllu og örðum miður. Afhverju eru sumir alltaf hamingjusamir og aðrir ekki.
Eru örlög okkar ráðin þegar við fæðumst eða hefur það sem við gerum áhrif á hvað á eftir kemur. Ef svo er hvernig hefði líf mitt eiginlega þróast ef ég hefði ekki verið í frjálsum? Hvað ef ég hefði ekki ákveðið að fara út í nám? Og það eru svo ansi margar svona spurningar sem koma upp.
Nokkuð oft hef ég fengið að heyra að "Hver er sinnar gæfu smiður"! En hvað þýðir það eiginlega. Þýðir það að maður verði að taka þátt í lottó til að vinna eða ... mér finnst allavega ég ekki hafa verið neitt sérlega laghentur smiður að þessu leiti upp á síðkastið. Ég hefði kannski frekar átt að taka þátt í Víkingalottóinu? :S
Svo er það hamingjan. Er hún ekki bara hugarfar, eða aftstaða til lífsins. Getur maður ekki bara ákveðið að vera hamingjusamur. Allavega lítur það oft út þannig. Sumt fólk er alltaf hamingjusamt, sama hvað á gengur og lítur alltaf á björtu hliðarnar.
En þetta eru bara svona smá pælingar sem hafa verið að veltast fyrir mér og ég er bara ekki endilega að komast að neinni ákveðinni niðursöðu!!
En allavega stefni ég að því að brosa framan í heiminn vera hamingjusöm og smíða mér helling af gæfu. Spurningin er svo bara hvort að ég hafi nokkuð með þetta að gera!!
Eru örlög okkar ráðin þegar við fæðumst eða hefur það sem við gerum áhrif á hvað á eftir kemur. Ef svo er hvernig hefði líf mitt eiginlega þróast ef ég hefði ekki verið í frjálsum? Hvað ef ég hefði ekki ákveðið að fara út í nám? Og það eru svo ansi margar svona spurningar sem koma upp.
Nokkuð oft hef ég fengið að heyra að "Hver er sinnar gæfu smiður"! En hvað þýðir það eiginlega. Þýðir það að maður verði að taka þátt í lottó til að vinna eða ... mér finnst allavega ég ekki hafa verið neitt sérlega laghentur smiður að þessu leiti upp á síðkastið. Ég hefði kannski frekar átt að taka þátt í Víkingalottóinu? :S
Svo er það hamingjan. Er hún ekki bara hugarfar, eða aftstaða til lífsins. Getur maður ekki bara ákveðið að vera hamingjusamur. Allavega lítur það oft út þannig. Sumt fólk er alltaf hamingjusamt, sama hvað á gengur og lítur alltaf á björtu hliðarnar.
En þetta eru bara svona smá pælingar sem hafa verið að veltast fyrir mér og ég er bara ekki endilega að komast að neinni ákveðinni niðursöðu!!
En allavega stefni ég að því að brosa framan í heiminn vera hamingjusöm og smíða mér helling af gæfu. Spurningin er svo bara hvort að ég hafi nokkuð með þetta að gera!!
mánudagur, desember 04, 2006
Nú er aldeilis búið að vera langt síðan ég bloggaði. Hef bara ekki haft neitt blogg í mér.
Er búin að vera að reyna að koma mér af stað í æfingunum og það hefur bara gengið nokkuð vel. Svolítið öðruvísi æfingar, allavega til að byrja með. Hef mest verið að reyna að koma pústinu í form áður en ég byrja að gera eitthvað annað. En þar sem að tíminn hefur svo sem ekki verið neitt afskaplega mikill þá er ég feiknalega stolt af því að hafa tekið 13 æfingar í síðustu viku. Flest allar stuttar en æfing er æfing.
Svo er ég búin að fá síðari einkunnina mína þessa önnina og ... ok sátt við hana miðað við hvernig prófið fór.
Annars var ég ein heima í sveitinni um helgina. Bara mjög róleg helgi og svo róleg að ég gerði bara ekki neitt af því sem ég ætlaði að gera fyrir utan æfingarnar. Öll forritunar verkefni fyrir vinnuna fengu bara að vera kyrr í tölvunni Dagskrá helgarinnar var sem sagt, æfa, sofa, sinna tíkinni hænunum og öndunum æfa meira og sofa svo aðeins meira.
LJÚFT
Síðan verð ég aftur ein í sveitinni um næstu helgi. Óttalegt flandur er þetta á fólkinu.
Annars verður maður bara að fara að skreyta!! Fæ nú reyndar svolítið í magann af að sjá mikið af rauðum ljósum í gluggum :-S
Er búin að vera að reyna að koma mér af stað í æfingunum og það hefur bara gengið nokkuð vel. Svolítið öðruvísi æfingar, allavega til að byrja með. Hef mest verið að reyna að koma pústinu í form áður en ég byrja að gera eitthvað annað. En þar sem að tíminn hefur svo sem ekki verið neitt afskaplega mikill þá er ég feiknalega stolt af því að hafa tekið 13 æfingar í síðustu viku. Flest allar stuttar en æfing er æfing.
Svo er ég búin að fá síðari einkunnina mína þessa önnina og ... ok sátt við hana miðað við hvernig prófið fór.
Annars var ég ein heima í sveitinni um helgina. Bara mjög róleg helgi og svo róleg að ég gerði bara ekki neitt af því sem ég ætlaði að gera fyrir utan æfingarnar. Öll forritunar verkefni fyrir vinnuna fengu bara að vera kyrr í tölvunni Dagskrá helgarinnar var sem sagt, æfa, sofa, sinna tíkinni hænunum og öndunum æfa meira og sofa svo aðeins meira.
LJÚFT
Síðan verð ég aftur ein í sveitinni um næstu helgi. Óttalegt flandur er þetta á fólkinu.
Annars verður maður bara að fara að skreyta!! Fæ nú reyndar svolítið í magann af að sjá mikið af rauðum ljósum í gluggum :-S