laugardagur, ágúst 25, 2007
sunnudagur, ágúst 19, 2007
KAFFI!
Þó svo að ég drekki í alveg mjög litlu mæli kaffi þá er ég bara það forvitin að ég tók eitthvað kaffipróf! Niðurstaðan er þessi.
Og hvað þýðir það nú?
Jú
Þá veit ég það!
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Og hvað þýðir það nú?
Jú
Espresso!
Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.
Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Þá veit ég það!
fimmtudagur, ágúst 09, 2007
Morgunstund gefur gull í mund!
Jæja hvað er meira hressandi en að byrja daginn á því að leita að símanum. Ég get ekki sagt að ég hlakki mikið til að taka til eftir þá aðgerð þegar ég kem heim seinni partinn. Þar að auki þá gafst ég bara upp á leitinni og fór í vinnuna og þar lá auðvitað síminn og hló að mér!
Annars er ég bara drullu veik enn, og er búin að vera í meira en viku. Ekki sátt! Ekki seinna vænna en að hrista þetta af sér og það ekki mikið seinna en í dag.
Ein orðin þokkalega pirruð!
Annars er ég bara drullu veik enn, og er búin að vera í meira en viku. Ekki sátt! Ekki seinna vænna en að hrista þetta af sér og það ekki mikið seinna en í dag.
Ein orðin þokkalega pirruð!
föstudagur, ágúst 03, 2007
Stjörnuspáin!
Í dag segir stjörnuspáin mín þetta:
Ég veit alveg hvert ég myndi fara ef ég væri ekki veik svo ég vona bara að snillingurinn leiti mig uppi!
Umhverfið hefur enn meiri áhrif á sálarlífið en vanalega. Farðu þangað sem snillingur gæti veitt þér innblástur.
Ég veit alveg hvert ég myndi fara ef ég væri ekki veik svo ég vona bara að snillingurinn leiti mig uppi!
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
2. Ágúst 2007
Það er eitt ár síðan!
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Að afstöðnu meistaramóti
Jæja ég skellti mér á Krókin um helgina og keppti á MÍ.
Náði mér í einn titil eða svo, en var langt frá því að vera sátt við árangurinn. Ýmsir hafa bent mér á að það hafi verið kalt og mikill mótvindur, en ég er samt mjög ósátt við árangurinn. Ástæðan fyrir því hvað ég kastaði stutt er nefnilega bara sú að ég er bara ekki í formi. Hvorki líkamlegu né andlegu. Líkamlega var mótvindurinn að trufla mig og andlega gleymdi ég að hugsa um eitthvað annað en að reyna að komast atrennuna. Gleymdi sem sagt alveg að kasta.
Ég vona að ég geti staðið mig betur í því að æfa í vetur svo að ég verði ekki svona næsta sumar.
Fyrir utan þetta þá var mótið alveg mjög gott. Örlítil seinkun á tímaseðli í einstökum greinum en önnur framkvæmd alveg til fyrirmyndar, og grillið í Varmahlíð var bara snilld.
Næsta helgi er síðan Verslunarmannahelgin. Mig mest langar til að forðast alla umferð, en líklega tekst mér það ekki því ég stefni á að fara á Skeiðin og gera bara mest lítið.
Hvað ætlið þið að gera um helgina?
Náði mér í einn titil eða svo, en var langt frá því að vera sátt við árangurinn. Ýmsir hafa bent mér á að það hafi verið kalt og mikill mótvindur, en ég er samt mjög ósátt við árangurinn. Ástæðan fyrir því hvað ég kastaði stutt er nefnilega bara sú að ég er bara ekki í formi. Hvorki líkamlegu né andlegu. Líkamlega var mótvindurinn að trufla mig og andlega gleymdi ég að hugsa um eitthvað annað en að reyna að komast atrennuna. Gleymdi sem sagt alveg að kasta.
Ég vona að ég geti staðið mig betur í því að æfa í vetur svo að ég verði ekki svona næsta sumar.
Fyrir utan þetta þá var mótið alveg mjög gott. Örlítil seinkun á tímaseðli í einstökum greinum en önnur framkvæmd alveg til fyrirmyndar, og grillið í Varmahlíð var bara snilld.
Næsta helgi er síðan Verslunarmannahelgin. Mig mest langar til að forðast alla umferð, en líklega tekst mér það ekki því ég stefni á að fara á Skeiðin og gera bara mest lítið.
Hvað ætlið þið að gera um helgina?