föstudagur, september 29, 2006
Helgin
Það er bara komin helgi. Mér líður nú ekki alveg þannig en samt segir dagatalið það.
Það sem er á dagskrá hjá mér er:
Gönguferð með starfmannafélaginu.
Blakæfing.
Fara yfir hrúgu af verkefnum.
Vinna í verkefni fyrir skólann.
Lesa ca. 200 blaðsíður.
Vonandi gengur þetta eftir.
En núna er ég að fara að borða... það er ekki margt sem mér finnst betra en heit lifrapylsa með kartöflum og rófu.
Það sem er á dagskrá hjá mér er:
Gönguferð með starfmannafélaginu.
Blakæfing.
Fara yfir hrúgu af verkefnum.
Vinna í verkefni fyrir skólann.
Lesa ca. 200 blaðsíður.
Vonandi gengur þetta eftir.
En núna er ég að fara að borða... það er ekki margt sem mér finnst betra en heit lifrapylsa með kartöflum og rófu.
miðvikudagur, september 27, 2006
Að lifa sig inn í hlutina.
Hversu mikið getur maður lifað sig inn í það sem maður er að fást við.
Ég er búin að vera að vinna í módel vinnu í tölvunarfræðinni og mikið búin að vera að pæla.
Í morgun var ég svo afskaplega mikið sofandi þegar vekjaraklukkan hringdi og var alveg í miðjum draumi. Og hélt bara áfram að dreyma þegar hún hringdi. Vekjara klukkan var sem sagt orðin að einum processi sem vantaði input. Auðvitað fékk hún sitt input og þagnaði og eftir smá stund vantaði henni aftur input. Ég gat ekki annað en hlegið að þessu þegar ég vaknaði loksins og var búin að snoosa í u.þ.b. 30 mín.
Segiði svo að það virki ekki að sofa á námsbókunum ;)
Ég er búin að vera að vinna í módel vinnu í tölvunarfræðinni og mikið búin að vera að pæla.
Í morgun var ég svo afskaplega mikið sofandi þegar vekjaraklukkan hringdi og var alveg í miðjum draumi. Og hélt bara áfram að dreyma þegar hún hringdi. Vekjara klukkan var sem sagt orðin að einum processi sem vantaði input. Auðvitað fékk hún sitt input og þagnaði og eftir smá stund vantaði henni aftur input. Ég gat ekki annað en hlegið að þessu þegar ég vaknaði loksins og var búin að snoosa í u.þ.b. 30 mín.
Segiði svo að það virki ekki að sofa á námsbókunum ;)
þriðjudagur, september 19, 2006
Þetta er nú meiri ódugnaðurinn.
Ég er alveg hætt að vera dugleg að skrifa hérna inn. Skil bara ekkert í því hvað tíminn líður hratt.
Margt búið að gera síðan síðast.
* Skírnin var mjög skemmtileg.
* Réttirnar ekki síðri.
* Réttasúpan alveg snilld.
* Skólinn búinn að vera sóttur að krafti.
* Á bara eftir að kenna i stuttan tíma í viðbót.
* Rockstar búið.
* Búin að fara til tannlæknis!!
En vá hvað ég hef nú haft lítinn tíma til að gera margt sem mig langar að gera.
Ég mæli eindregið með því við fólk sem hefur ekki áhuga á að eiga líf að vera í fullri vinnu og í skóla með ;) Þá lærir maður að meta lífið sem maður á.
Annars er ég alveg að fara að byra að hreyfa mig eitthvað. Veit ekki alveg hvenær ég ætla að koma því fyrir í stundaskránni en held að helst sé lausann tíma að finna um 6 á morgnana. Held samt að ég eigi eftir að eiga auðveldara með að finna tíma eftir 12 október þegar ég her búin með kennsluna.
Jæja ekki meira að þessu þrugli. Þarf að fara að fara að sanna mengi af complete lattice.
Margt búið að gera síðan síðast.
* Skírnin var mjög skemmtileg.
* Réttirnar ekki síðri.
* Réttasúpan alveg snilld.
* Skólinn búinn að vera sóttur að krafti.
* Á bara eftir að kenna i stuttan tíma í viðbót.
* Rockstar búið.
* Búin að fara til tannlæknis!!
En vá hvað ég hef nú haft lítinn tíma til að gera margt sem mig langar að gera.
Ég mæli eindregið með því við fólk sem hefur ekki áhuga á að eiga líf að vera í fullri vinnu og í skóla með ;) Þá lærir maður að meta lífið sem maður á.
Annars er ég alveg að fara að byra að hreyfa mig eitthvað. Veit ekki alveg hvenær ég ætla að koma því fyrir í stundaskránni en held að helst sé lausann tíma að finna um 6 á morgnana. Held samt að ég eigi eftir að eiga auðveldara með að finna tíma eftir 12 október þegar ég her búin með kennsluna.
Jæja ekki meira að þessu þrugli. Þarf að fara að fara að sanna mengi af complete lattice.
fimmtudagur, september 07, 2006
Nýr mánuður
Jæja það er nú komin tími á að skrifa eitthvað hérna.
Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér síðan að ég skrifaði síðast. Allt komið á fullt í skólanum og kennslunni. Alveg ótrúlegt hvað það er alltaf mikið að gera á haustinn. En ég nenni nú ekki að vera mikið að röfla um það þar sem það er ansi margt skemmtilegt á dagskránni á næstunni.
Á sunnudaginn á að skíra Auðunn Pál og það verður hellings veisla, eða það held ég allavega.
Helgina þar á eftir verður go-kart með tölvunarfræðingum og réttirnar
Annars er líf mitt svo afskaplega upptekið af vinnu og námi að það gerist bara ekkert frásagnarvert og núna þarf ég að fara að halda áfram að stúdera R, Linux, Concurrensy Workbench og calculus communication systems.
Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér síðan að ég skrifaði síðast. Allt komið á fullt í skólanum og kennslunni. Alveg ótrúlegt hvað það er alltaf mikið að gera á haustinn. En ég nenni nú ekki að vera mikið að röfla um það þar sem það er ansi margt skemmtilegt á dagskránni á næstunni.
Á sunnudaginn á að skíra Auðunn Pál og það verður hellings veisla, eða það held ég allavega.
Helgina þar á eftir verður go-kart með tölvunarfræðingum og réttirnar
Annars er líf mitt svo afskaplega upptekið af vinnu og námi að það gerist bara ekkert frásagnarvert og núna þarf ég að fara að halda áfram að stúdera R, Linux, Concurrensy Workbench og calculus communication systems.