<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, október 29, 2006

:) 

Myndavélin er fundin.
Ég er svo fegin.

Takk allir sem eru búinir að leita hjá sér.

Kv. Vigdís

miðvikudagur, október 25, 2006

:( 

Varúð.... ég er bara í nokkuð fúlu skapi.
Ég finn nefnilega hvergi myndavélina mína.
Hef einhvern veginn á tilfinningunni að hún eigi eftir að koma fram en ég er allavega hundfúl yfir þessu núna.

Þegar ég týni einhverju þá byrja ég alltaf á því að hugsa hvar ég notaði hana síðast... humm það var í Þórsmörk fyrir hálfum mánuði og síðan hef ég ekki orðið hennar vör.

Hér með lýsi ég semsagt eftir myndavélinni minni. Hún lítur ca svona út. Og er með rauðum límmiða sem stendur á 6.0 og eitthvað meira.




Annars er ég bara þreytt núna. Á alveg eftir að skrifa einhvern kafla í greinina mína í Aðferðafræðinni sem ég á að skila á föstudaginn en hópverkefnið sem er með sama skiladag er mun lengra á veg komið og mín tilfinning er sú að það ætti að klárast á nokkuð skömmum tíma. Og er stefnt að því að klára það á morgun.... uss ætla að taka mér svolítið meiri tíma frá vinnunni fyrir það. Svo finnst mér prófin vera að nálgast óhugnanlega hratt.

Svo það er best að koma sér að verki.

fimmtudagur, október 19, 2006

eitthvað eitthvað!! 

Síðustu fréttir,

Fór í Þórsmörk um helgina. Alltaf gaman þar og það er alveg einstakt hvað þessi staður er alltaf heillandi. Sama hvernig veðrið er.
Fer ekkert meira út í það.

Ég fór líka í bíó um daginn (eða kvöldið). Á alveg einstaklega leiðinlega mynd. Hún var svo leiðinleg að ég öfundaði Gest bróður einstaklega að vera með síma með Suduko leik!! Ef ég hefði haft eitthvað, bara eitthvað, annað að gera þá hefði ég gert það.

Skólinn er alveg á milljandi fullu. Skipulagshæfileikarnir mínir eru alveg að brenna yfirum. Sérstaklega þegar einbeitingin er stundum af skornum skammti og skipulagið því í stöðugri breytingu.

Annars er eitt verkefni í skólanum verulega að taka á þolinmæði mína. Alveg ótrúlegt að í hvert skipti sem ég þarf að gera samsvarandi verkefni þá verð ég einstaklega pirruð og uppstökk með eindæmum, sem bitnar þar að auki aðalega á blásaklausum aðilum sem ég vil als ekkert illt.

Til að kom með eitthvað verulega jákvætt í lokin.
Ég er búin með kennsluna þetta árið. Jibbí!!

Kv. Vigdís

föstudagur, október 13, 2006

Malarflutningar 

Hvað er málið með þessa malarfluttningabíla. Mjög margir af þeim finnst mér bara eigi als ekki að hafa leifi til að vera í umferðinni. Hvers eigum við hin að gjalda að þurfa að hanga á eftir þeim í talsverði fjarðlægð og komast ekki fram úr því að mölin svoleiðis þyrlast yfir mann eins og í sandblæstri. Eru ekki einhverjar reglur um að fergja malar farma. Allavega get ég alveg fyrirgefið þeim að koma með möl inn á vegina þar sem þeir eru að koma frá námunum, þó svo að það væri mikill munur að sleppa við það, en að eiga von á grjóthruni af pöllunum hjá þeim hvar sem er get ég ekki fyrirgefið.

En miðað við allt og allt þá er ég bara rosalega hissa á því að stóri steinninn sem lenti á framrúðunni hjá mér skuli ekki hafa smallað henni. Ég bara sá hann koma og beið bara eftir að fá rúðuna yfir mig.

Jæja ég bara varð að koma þessu frá mér.

Kv. Vigdís

fimmtudagur, október 12, 2006

Vá hvað sumir hlutir eiga ekki saman. 

Ég hitti mann í gær. Rosalega virðulegur í jakkafötum með bindi og alles. En það var eitt við hann sem gerði hann ansi broslegann. Hann var með plástur. Og það ekki svona venjulegann plástur heldur svona barnaplástur með einhverjum teiknimyndum á.

Ég náði alveg að halda virðulega svipnum en það heil mikla einbeytingu.

fimmtudagur, október 05, 2006

Það er kominn október.... 

sem þýðir bara það að nú hefjast æfingarnar!!
Ég er búin að fara á 3 alvöru æfingar og blakæfingu í þessum mánuði. Í gær lyfti ég í fyrsta sinn í nokkurn tíma og ég finn það hvernig strengirnir eru að byrja að taka í. Þetta er svo góð-vond tilfinning. Alltaf frekar óþæginlegt að vera með strengi en maður nýtur þess því að þá veit maður að eitthvað hafi verið tekið á.

Annars gekk bara meirihlutinn af því sem ég ætlaði að gera um síðustu helgi. Í rauninni allt nema lesturinn. Það þýðir bara það að ég þarf að lesa meira á næstunni.

En í dag eru síðustu tímarnir sem ég þarf að kenna á þessu ári. Ég get ekki annað en sagt að ég verð óskaplega fegin þegar það verður búið. Ekki það að mér finnist leiðinlegt að kenna. Síður en svo. Það fer bara svo óskaplega mikill tími í að fara yfir verkefni, og tími er eitthvað sem ég hef ekki allt of mikið af...

Sem minnir mig á það að nú þarf ég að fara að gera eitthvað að viti.

Bis später.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?