fimmtudagur, júlí 26, 2007
Aðgát skal höfð í nærveru sálar!
Samskipti fólks á netinu og í SMS er heilmikið búin að vera í umræðunni núna upp á síðkastið og þá einkum í tengslum við "Lúkasar málið". Það er alveg með ólíkindum hvað fólk hefur látið frá sér með þessum hætti og það jafnvel án þess að láta nafn síns getið. Í sumum tilfellum hefði það aldrei látið þetta út úr sér ef það treysti því ekki að geta farið huldu höfði.
Misnotkun á þessum miðlum varðar við lög?
Þetta er afskaplega vand með farinn samskiptamiðill. Það er bara þannig að þegar við tölum við fólk þá fer skilningur okkar á því sem sagt er heilmikið eftir því hvernig þeir eru sagðir. Mismunandi áherslur eða tónn getur gjörbreytt þýðingu orðanna. Í þessum samskiptum þurfa menn þess vegna að geta sér til hvaða tónn á að fylgja. Þetta getur orðið ansi snúið einkum ef fólk þekkist ekki, er að hafa samskipti undir dulnefni eða nafnlaust. Út frá mismunandi túlkun getur spunnist hinn mesti misskilningur, og orð sem eru sögð í góðri meiningu geta verið túlkuð sem hin mesta svívirða, og valdið sárindum.
Hvað er misnotkun?
Ég fyrir mitt leiti tel að misnotkun geti verið á ansi margan hátt. Augljósasta misnotkunin eru hótanir um eitt eða annað. En þessi miðill gefur líka kost á ansi miklu andlegu ofbeldi, svo sem einelti. Það er nokkuð ljóst að menn geta farið til lögreglunnar í hótunar málum, sem getur leitað uppi þá sem koma fram undir dulnefni eða nafnlaust og tekið á málinu á viðeigandi hátt. En er hægt að gera það með hitt? Getur fólk á einhvern hátt varist slíku?
Ég er ekki með neitt svar við þessu, nema þá að hætta að nota þessa miðla, sem er kannski ekki alveg það sem menn helst vilja gera, því þessir miðlar geta og eru í flestum tilfellum til mikils gagns og gamans.
Það eina sem ég get í rauninni sagt er að "aðgát skal höfð í nærveru sálar!"
Úff ég bara þurfti aðeins að tjá mig um þetta.
Kv. Vigdís
Misnotkun á þessum miðlum varðar við lög?
Þetta er afskaplega vand með farinn samskiptamiðill. Það er bara þannig að þegar við tölum við fólk þá fer skilningur okkar á því sem sagt er heilmikið eftir því hvernig þeir eru sagðir. Mismunandi áherslur eða tónn getur gjörbreytt þýðingu orðanna. Í þessum samskiptum þurfa menn þess vegna að geta sér til hvaða tónn á að fylgja. Þetta getur orðið ansi snúið einkum ef fólk þekkist ekki, er að hafa samskipti undir dulnefni eða nafnlaust. Út frá mismunandi túlkun getur spunnist hinn mesti misskilningur, og orð sem eru sögð í góðri meiningu geta verið túlkuð sem hin mesta svívirða, og valdið sárindum.
Hvað er misnotkun?
Ég fyrir mitt leiti tel að misnotkun geti verið á ansi margan hátt. Augljósasta misnotkunin eru hótanir um eitt eða annað. En þessi miðill gefur líka kost á ansi miklu andlegu ofbeldi, svo sem einelti. Það er nokkuð ljóst að menn geta farið til lögreglunnar í hótunar málum, sem getur leitað uppi þá sem koma fram undir dulnefni eða nafnlaust og tekið á málinu á viðeigandi hátt. En er hægt að gera það með hitt? Getur fólk á einhvern hátt varist slíku?
Ég er ekki með neitt svar við þessu, nema þá að hætta að nota þessa miðla, sem er kannski ekki alveg það sem menn helst vilja gera, því þessir miðlar geta og eru í flestum tilfellum til mikils gagns og gamans.
Það eina sem ég get í rauninni sagt er að "aðgát skal höfð í nærveru sálar!"
Úff ég bara þurfti aðeins að tjá mig um þetta.
Kv. Vigdís
þriðjudagur, júlí 10, 2007
Búin að fá málið aftur!
Jæja best að ég tjái mig aðeins meira um þetta landsmót.
Það var langt fyrir neðan mínar væntingar. Aðstæður voru þannig að það hefði verið hægt að gera svo magnað landsmót. Þó svo að tjaldbúðirnar hefðu líklega alltaf orðið hálf tómar svona á höfuðborgarsvæðinu.
Af hverju var verið að dreifa greinunum svona út um allt á meðan að Fífan var tóm allann tímann?
Af hverju var ekki gefin út almennileg dagskrá?
Held að það hafi spilað ansi stórann þátt í því hvað stemmingin var lítil að upplýsingaflæðið frá mótshöldurum til annarra var nánast ekkert eftir að fólk var mætt á svæðið. Allar upplýsingarnar voru dreifðar um innternetið og hvernig átti maður að vita að maður þyrfti að leita að þessum upplýsingum og prenta þær út áður en maður mætti á svæðið. Ekki datt mér það allavega í hug, og enn síður datt mér í hug að það væri gáfulegt að taka tölvuna með mér.
Það er grundvöllur þess að áhorfendur mæti á svæðið að vita hvað er um að vera hvar og hvenær.
Tvö atriði á dagskránni voru þræl vel auglýst og voru þau atriði vel utan við það sem ég myndi telja aðalatriði landsmóta en aðsóknin var góð þar.
Ég fyrir mitt leiti hafði þræl gaman af nördalandsleiknum og var hann vel tímasettur, þegar annað var ekki í gangi og ágætis "kvöldvaka".
Heimsmetssetning í vatnsbyssukeppni var aftur á móti als ekki eins sniðug að mínu mati. Fyrst af öllu var fáránlegt að heyra þulinn þar yfirnæfa allt á frjálsíþróttavellinum. Eins gott að 1500m hlaupararnir hlustuðu ekki á þulinn sem lét orðin "Stopp! Stopp! Þið þarna hjá grindverkinu Stopp!" glymja yfir allt. Svo bara heyrðist als ekkert í frjálsíþróttaþulinum þegar hin og þessi cover tónlistamenn ómuðu um völlinn. Ég heyrði ekki einu sinni þegar eitt boðhlaupið var ræst.
Fyrir utan truflunina sem þetta olli á frjálsíþróttakeppnina þá var það ekki hreyfingunni til sóma hvernig vatnsbyssukeppnissvæðið leit út eftir. Alla vega var það ekki "Hreint land, fagurt land!" Popp úti um allt innanum plastpoka og leifar af pappakössum og byssum.
En það sem fór einna mest fyrir brjósitð á mér eru mótsslitin.
Það var fyrir það fyrsta ekki alveg á hreinu hjá mörgum hvenær þau ættu að byrja. Það gæti verið ástæða fyrir því að aðeins örfáir mættu.
Síðan hófust verðlaunaveitingarnar. Skipulagið var þannig að þulurinn kallaði u.þ.b. 6 aðila upp í einu. Sumir mættu og aðrir ekki, bikurunum var dreift á fólk og þulurinn var als ekki í takkt við það sem var að fara fram inni á vellinum, þannig að maður vissi bara ekki fyrir hvað hver var að fá verðlaun. Síðan voru menn bara reknir útaf vellinum. Hvað lá eiginlega svona mikið á í þessu blíðu veðri? Í mínum augum eru mótsslitin ansi mikilvægur partur af landsmótum.
Tilhvers er fólkið að keppast við að vinna inn eitt stig í viðbót hér eða þar ef heildarúrslitin skipta svona litlu máli? (Svo mætti Gunnar Birgisson bara í hvunndagsfötunum til að veita verðlaunin :s)
Ég get ekki bara sagt frá því sem ég tel neikvætt við þetta mót og verð því að minnast á það að ansi margt var þræl vel framkvæmt. Þar sem ég var mest á frjálsíþróttavellinum þá varð ég mest vör við það sem fram fór þar. Framkvæmd þar innan vallar var öll til fyrirmyndar. Það var ekki dómurunum um að kenna að tímaseðillinn var ansi furðulegur.
Mér skilst að aðrir stakir atburðir hafi líka verið vel framkvæmdir, en það var heildar skipulagið sem var hrein hörmung.
Aðstaðan var alveg dúndur góð á öllum stöðum sem ég mætti á, og á Kópavogsbær heiður skilinn fyrir það.
Jæja þetta er orðin ansi mikil langloka hjá mér en ég verð bara að nefna það að ég var að fatta það bara núna í dag að ég var að vinna spjótkastið á landsmótinu í fimmta skiptið í röð. Er bara ansi stollt af því, en líka svolítið hissa. ( Er ég orðin svona helv... gömul?)
Ekki meira núna.
Kv. Vigdís
Það var langt fyrir neðan mínar væntingar. Aðstæður voru þannig að það hefði verið hægt að gera svo magnað landsmót. Þó svo að tjaldbúðirnar hefðu líklega alltaf orðið hálf tómar svona á höfuðborgarsvæðinu.
Af hverju var verið að dreifa greinunum svona út um allt á meðan að Fífan var tóm allann tímann?
Af hverju var ekki gefin út almennileg dagskrá?
Held að það hafi spilað ansi stórann þátt í því hvað stemmingin var lítil að upplýsingaflæðið frá mótshöldurum til annarra var nánast ekkert eftir að fólk var mætt á svæðið. Allar upplýsingarnar voru dreifðar um innternetið og hvernig átti maður að vita að maður þyrfti að leita að þessum upplýsingum og prenta þær út áður en maður mætti á svæðið. Ekki datt mér það allavega í hug, og enn síður datt mér í hug að það væri gáfulegt að taka tölvuna með mér.
Það er grundvöllur þess að áhorfendur mæti á svæðið að vita hvað er um að vera hvar og hvenær.
Tvö atriði á dagskránni voru þræl vel auglýst og voru þau atriði vel utan við það sem ég myndi telja aðalatriði landsmóta en aðsóknin var góð þar.
Ég fyrir mitt leiti hafði þræl gaman af nördalandsleiknum og var hann vel tímasettur, þegar annað var ekki í gangi og ágætis "kvöldvaka".
Heimsmetssetning í vatnsbyssukeppni var aftur á móti als ekki eins sniðug að mínu mati. Fyrst af öllu var fáránlegt að heyra þulinn þar yfirnæfa allt á frjálsíþróttavellinum. Eins gott að 1500m hlaupararnir hlustuðu ekki á þulinn sem lét orðin "Stopp! Stopp! Þið þarna hjá grindverkinu Stopp!" glymja yfir allt. Svo bara heyrðist als ekkert í frjálsíþróttaþulinum þegar hin og þessi cover tónlistamenn ómuðu um völlinn. Ég heyrði ekki einu sinni þegar eitt boðhlaupið var ræst.
Fyrir utan truflunina sem þetta olli á frjálsíþróttakeppnina þá var það ekki hreyfingunni til sóma hvernig vatnsbyssukeppnissvæðið leit út eftir. Alla vega var það ekki "Hreint land, fagurt land!" Popp úti um allt innanum plastpoka og leifar af pappakössum og byssum.
En það sem fór einna mest fyrir brjósitð á mér eru mótsslitin.
Það var fyrir það fyrsta ekki alveg á hreinu hjá mörgum hvenær þau ættu að byrja. Það gæti verið ástæða fyrir því að aðeins örfáir mættu.
Síðan hófust verðlaunaveitingarnar. Skipulagið var þannig að þulurinn kallaði u.þ.b. 6 aðila upp í einu. Sumir mættu og aðrir ekki, bikurunum var dreift á fólk og þulurinn var als ekki í takkt við það sem var að fara fram inni á vellinum, þannig að maður vissi bara ekki fyrir hvað hver var að fá verðlaun. Síðan voru menn bara reknir útaf vellinum. Hvað lá eiginlega svona mikið á í þessu blíðu veðri? Í mínum augum eru mótsslitin ansi mikilvægur partur af landsmótum.
Tilhvers er fólkið að keppast við að vinna inn eitt stig í viðbót hér eða þar ef heildarúrslitin skipta svona litlu máli? (Svo mætti Gunnar Birgisson bara í hvunndagsfötunum til að veita verðlaunin :s)
Ég get ekki bara sagt frá því sem ég tel neikvætt við þetta mót og verð því að minnast á það að ansi margt var þræl vel framkvæmt. Þar sem ég var mest á frjálsíþróttavellinum þá varð ég mest vör við það sem fram fór þar. Framkvæmd þar innan vallar var öll til fyrirmyndar. Það var ekki dómurunum um að kenna að tímaseðillinn var ansi furðulegur.
Mér skilst að aðrir stakir atburðir hafi líka verið vel framkvæmdir, en það var heildar skipulagið sem var hrein hörmung.
Aðstaðan var alveg dúndur góð á öllum stöðum sem ég mætti á, og á Kópavogsbær heiður skilinn fyrir það.
Jæja þetta er orðin ansi mikil langloka hjá mér en ég verð bara að nefna það að ég var að fatta það bara núna í dag að ég var að vinna spjótkastið á landsmótinu í fimmta skiptið í röð. Er bara ansi stollt af því, en líka svolítið hissa. ( Er ég orðin svona helv... gömul?)
Ekki meira núna.
Kv. Vigdís
sunnudagur, júlí 08, 2007
Risa hvað?
Jæja þá er 25. Landsmót UMFÍ lokið.
Það var bara alveg þræl gaman þar. Mér tókst að ná öðru af mínum takmörkum. Ég náði að kasta 47,12 m í spjótinu, en ég var greinilega bara alveg búin á því þegar kom að kringlunni. Uss!
Svo var tjaldbúða stemmingin bara alveg ágæt þó svo að það hefði ekki sakað að hafa aðeins fleiri þátttakendur í henni.
Það er nokkuð ljóst að HSK á alveg lang-flottasta formanninn, eins og sást í starfshlaupinu. Gísli Páll sigraði það nefnilega alveg hrikalega flottur í gula gallanum :) Alveg í stíl við veðrið sem lék við okkur um helgina.
Annars er ég bara orðlaus yfir sumu af því sem framfór á þessu móti, gæti verið að ég fái málið síðar.
Jæja þá er ég búin að keppa á fyrsta mótinu mínu þetta árið og það er aldrei að vita nema að ég keppi aftur á þessu ári.
Ekki meira að sinni frá spjótkastaranum :p
Það var bara alveg þræl gaman þar. Mér tókst að ná öðru af mínum takmörkum. Ég náði að kasta 47,12 m í spjótinu, en ég var greinilega bara alveg búin á því þegar kom að kringlunni. Uss!
Svo var tjaldbúða stemmingin bara alveg ágæt þó svo að það hefði ekki sakað að hafa aðeins fleiri þátttakendur í henni.
Það er nokkuð ljóst að HSK á alveg lang-flottasta formanninn, eins og sást í starfshlaupinu. Gísli Páll sigraði það nefnilega alveg hrikalega flottur í gula gallanum :) Alveg í stíl við veðrið sem lék við okkur um helgina.
Annars er ég bara orðlaus yfir sumu af því sem framfór á þessu móti, gæti verið að ég fái málið síðar.
Jæja þá er ég búin að keppa á fyrsta mótinu mínu þetta árið og það er aldrei að vita nema að ég keppi aftur á þessu ári.
Ekki meira að sinni frá spjótkastaranum :p
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Risa Landsmót
Jæja nú er bara seinni hluti sumarfrísins að byrja. Ætla nefnilega að taka mér frí á morgun og hinn til að skella mér á Landsmót. Ég verð eiginlega að segja að það er frekar furðulega tilfinning að vera að fara að keppa á Landsmóti og ég er bara ekkert búin að keppa í sumar. Síðan er líka mjög skrítið að fara að keppa á svona móti og hvorki Ásdís né Sigrún ætla að keppa í spjótinu. Eins og það var nú gaman á Króknum síðast. En það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman. Síðan ætla ég líka að keppa í kringlukasti, hef nú aldrei æft það neitt sérstaklega svo ég er afar óstabíl í því en ef ég kasta 34m í kringlu og 46m í spjóti þá verð ég sátt.
En í þetta skiptið er ég ekki að fara að keppa í neinum öðrum greinum. Ég er greinilega ekki búið að planta nógu mikið af trjám upp á síðkastið til að þeir treysti mér í gróðursetninguna eins og síðast.
Jæja nú þarf ég að fara að hafa mig til.
Audios
En í þetta skiptið er ég ekki að fara að keppa í neinum öðrum greinum. Ég er greinilega ekki búið að planta nógu mikið af trjám upp á síðkastið til að þeir treysti mér í gróðursetninguna eins og síðast.
Jæja nú þarf ég að fara að hafa mig til.
Audios