miðvikudagur, apríl 28, 2004
Ömurlegt
Jæja ég er bara búin að vera ömurlega veik núna seinustu daga. Bara verið ein heima aumingi með hor og slef. Ég ákvað þó í morgun að til þess að bjarga geðheilsunni þá bara væri "must" að mæta í vinnuna. En ekki er maður nú hress, þó maður sé orðin hitalaus að mestu.
Ég er semsagt búin að vera heima hjá mér seinustu daga og ekkert getað notið góða veðrusins sem er búið að vera hérna. Þvílíkur bummer. En er þess í stað búin að horfa á allar mögulegar og ómögulegar myndir sem ég átti í íbúðinni. En þegar ég var komin að því að byrja að lesa símaskrána þá ákvað ég að þetta gengi bara ekki lengur og kom mér í vinnuna. Enda var alltaf verið að trufla mig við að láta mér leiðast. Ómissandi fólk fær bara ekki neinn frið til að vera veikt.
En segjum bara að ég sé öll að hressast og verði orðin þetta líka hress á morgun eða hinn.
Ég er semsagt búin að vera heima hjá mér seinustu daga og ekkert getað notið góða veðrusins sem er búið að vera hérna. Þvílíkur bummer. En er þess í stað búin að horfa á allar mögulegar og ómögulegar myndir sem ég átti í íbúðinni. En þegar ég var komin að því að byrja að lesa símaskrána þá ákvað ég að þetta gengi bara ekki lengur og kom mér í vinnuna. Enda var alltaf verið að trufla mig við að láta mér leiðast. Ómissandi fólk fær bara ekki neinn frið til að vera veikt.
En segjum bara að ég sé öll að hressast og verði orðin þetta líka hress á morgun eða hinn.
föstudagur, apríl 23, 2004
Gleðilegt Sumar
Jæja það er bara komið samkvæmt dagatalinu. Ég kalla þetta nú vor en ég er alveg viss um það núna að það er komið vor. Veðrið er búið að vera alveg indislegt núna seinustu daga. Og er ég búin að nota þá til ýmissa hluta. Síðasta vetrardag var heljarinnar grillpartý í fjárhúsunum og skellti ég mér þangað og sé ekki eftir því. Alveg snilldar nautasteik sem ég fékk þar. Var svo að spá í að skella mér með hinum á Geirmund í Borgarnesi en sofnaði bara fyrir framan sjónvarpið og svaf til morguns og lengur en ég ætlði. Fór þá að líta á Öldungana í blakinu á Akranesi, bara gaman af því.
Annars er ég bara búin að ná mér í einhverja pest núna og ef fólkið væri ekki að skila BS ritgerðunum í dag, færi ég heim og tæki veikindadag. En í stað þess verð ég að lympast hérna ef einhverjum skildi hlotnast að þurfa á hjálp að halda, eins og ég vænti að það eigi nokkrir eftir að koma og þurfa á útprenntun á halda. En ég verð að viðurkenna að ég væri ekki til í dag eins og miðvikudaginn, en ég var bara á fullu allan daginn og fékk ekki einu sinni frið til að taka nema 15 mín í hádegismat. Þvílíkt sem sumir halda alltaf að þeir séu einir í heiminum.
Fyrir utan allt þetta þá er ég að skipuleggja keppnisferð í lok júní til Þýskalands og Svíþjóðar. Helv... gaman. Á bara eftir að púsla ferðunum saman.
En GLEÐILEGT SUMAR og vonandi heldur það áfram að vera eins gott og það byrjaði.
Annars er ég bara búin að ná mér í einhverja pest núna og ef fólkið væri ekki að skila BS ritgerðunum í dag, færi ég heim og tæki veikindadag. En í stað þess verð ég að lympast hérna ef einhverjum skildi hlotnast að þurfa á hjálp að halda, eins og ég vænti að það eigi nokkrir eftir að koma og þurfa á útprenntun á halda. En ég verð að viðurkenna að ég væri ekki til í dag eins og miðvikudaginn, en ég var bara á fullu allan daginn og fékk ekki einu sinni frið til að taka nema 15 mín í hádegismat. Þvílíkt sem sumir halda alltaf að þeir séu einir í heiminum.
Fyrir utan allt þetta þá er ég að skipuleggja keppnisferð í lok júní til Þýskalands og Svíþjóðar. Helv... gaman. Á bara eftir að púsla ferðunum saman.
En GLEÐILEGT SUMAR og vonandi heldur það áfram að vera eins gott og það byrjaði.
mánudagur, apríl 19, 2004
Venjulegur mánudagur
Jæja nú er bara venjulegur mánudagur. Er að verða komin í takt við hlutina á klakanum aftur. Skellti mér á morgunæfingu í morgun til að hnikkja enn betur á því. Ég var alveg búin að gleyma því hvað það er nú kallt að fara svona út á morgnanna. En með nokkrum fatalögum þá gengur þetta alveg. Það var sem sagt tekin liðkandi æfing í morgun. Upphitun + 6x100 með 2 mín á milli. Svo ætla ég að taka aðra æfinu í kvöld sem á að innihalda lyftingar og nokkuð af atrennuhlaupum.
Annars er ég ósköp fegin að það eru bara 4 dagar í þessari vinnuviku. Annað hefði bara verið of mikið.
Ekki meira í bili frá þeirri heimkomnu.
Annars er ég ósköp fegin að það eru bara 4 dagar í þessari vinnuviku. Annað hefði bara verið of mikið.
Ekki meira í bili frá þeirri heimkomnu.
laugardagur, apríl 17, 2004
Komin heim
Jæja nú er maður bara komin heim á klakan aftur. Búin að sofa svona það mesta úr mér og verð að þrauka til kvölds með að sofa meira til að rétta sólahringin af. Annars var þetta nú ein skrautlegasta heimferð sem ég hef bara lent í. Mér gekk að sjálfsögðu bara blússandi fínt í gegnum þetta allt. En 6 aðilar misstu af fluginu frá Atlanta til Baltemore og 1 af fluginu til Keflavíkur. Ekki neitt gaman af því. Vonandi komast bara alliir heilir heim á endanum. En þeir sem urðu eftir í Atlanta fengu annað flug í tíma til að komast í flugið heim.
Fyrir utan þetta var ferðin alveg brilliant. Verslaði heilan helling á næstum engan pening og er satt að segja hálf farin að sjá eftir því að hafa bara ekki keyft mér nýja tösku og verslað meira. En ég get nú verið alveg óþolandi sparsöm á stundum. Ég átti bara ekki roð í marga af strákunum þarna. En það þýðir nú líka bara minna sjokk við að sjá Kreditkortareikninginn.
Jaeja ætli maður ætti ekki að fara að reyna að ganga eitthvað um núna og reyna að losna við þessa vökvasöfnun sem varð í fótunum á mér á leiðinn. Hef bara aldrei orðið svona slæm.
Rosalega var nú annars gott að leggja sig í rúminu sína áðan ;)
Fyrir utan þetta var ferðin alveg brilliant. Verslaði heilan helling á næstum engan pening og er satt að segja hálf farin að sjá eftir því að hafa bara ekki keyft mér nýja tösku og verslað meira. En ég get nú verið alveg óþolandi sparsöm á stundum. Ég átti bara ekki roð í marga af strákunum þarna. En það þýðir nú líka bara minna sjokk við að sjá Kreditkortareikninginn.
Jaeja ætli maður ætti ekki að fara að reyna að ganga eitthvað um núna og reyna að losna við þessa vökvasöfnun sem varð í fótunum á mér á leiðinn. Hef bara aldrei orðið svona slæm.
Rosalega var nú annars gott að leggja sig í rúminu sína áðan ;)
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Vuuuu! Timinn lidur hratt herna
Jaeja nu er eg buin ad vera afar lot vid ad skrifa en thad hefur allt sinar astaedur. Mikid um ad vera herna og vel tekid a thvi a aefingum.
Er reyndar fridagur i dag og timinn nyttur til thess ad skreppa a netid svona i byrjun dags. Reyndar eitthvad annad plan i gangi en veit ekki alveg hvad thad er. Thvi nokkud ad thvi sem var planad er ekki opid thar sem thad er vist ekki ordid nogu hlytt herna!!! Skritnir thessir Kanar.
Og nu er svo komid ad eg a bara 4 daga eftir herna uti og vaeri eg alveg til i ad vera herna svoltid lengur.
En thad er grill i kvold hja Coach Cook eda fyrrverandi Hopkins. Gaman gaman
Ekki meira nuna fra US og eg fer alveg ad koma heim (fyrir tha sem ofunda mig hvad mest ;( )
Er reyndar fridagur i dag og timinn nyttur til thess ad skreppa a netid svona i byrjun dags. Reyndar eitthvad annad plan i gangi en veit ekki alveg hvad thad er. Thvi nokkud ad thvi sem var planad er ekki opid thar sem thad er vist ekki ordid nogu hlytt herna!!! Skritnir thessir Kanar.
Og nu er svo komid ad eg a bara 4 daga eftir herna uti og vaeri eg alveg til i ad vera herna svoltid lengur.
En thad er grill i kvold hja Coach Cook eda fyrrverandi Hopkins. Gaman gaman
Ekki meira nuna fra US og eg fer alveg ad koma heim (fyrir tha sem ofunda mig hvad mest ;( )
mánudagur, apríl 05, 2004
I sumar og saelu
Jaeja nu er eg komin i sumarid og saeluna herna i US. og thess vegna eru engir islenskir stafir.
Eg er buin ad taka 3 godar aefingar sidan eg kom hingad. Og thvilikur luxus ad thurfa ekki ad vera ad klaeda sig i morg log af fotum til ad fara ut.
Svo er min bara buin ad vera ad leidbeina folki herna i budir og audvitad keypti eg mer eitthvad i leidinni. Thetta lika fina ur sem er naestum thvi of lett, solgleraugu og faedubotarefni. Bara buin ad sita a mer ad kaupa hitt og thetta.
Jaeja laet heyra fra mer meira thegar lidur a ferdina.
Kvedja fra amerikunni
Eg er buin ad taka 3 godar aefingar sidan eg kom hingad. Og thvilikur luxus ad thurfa ekki ad vera ad klaeda sig i morg log af fotum til ad fara ut.
Svo er min bara buin ad vera ad leidbeina folki herna i budir og audvitad keypti eg mer eitthvad i leidinni. Thetta lika fina ur sem er naestum thvi of lett, solgleraugu og faedubotarefni. Bara buin ad sita a mer ad kaupa hitt og thetta.
Jaeja laet heyra fra mer meira thegar lidur a ferdina.
Kvedja fra amerikunni
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Úllalla!
Það er bara þannig að á morgun er ég að fara. Búin að pakka öllu sem mér hefur dottið í hug að pakka. Á örugglega eftir að gleyma einhverju, er það ekki alltaf þannig.
Ég veit ekki hvað ég á eftir að vera dugleg að skrifa meðan ég er þarna úti en það kemur bara í ljós.
Annars er það að frétta héðan af Hvanneyri að það er greinilega komið að burði. Í gær átti Magga strák 4 vikum fyrir tíman og hún og snáði eru öll að hressast en hún var sett af stað vegna meðgöngueitrunar. Strákurinn var tæpar 12 merkur og 52 sm, hvað hefði hann orðið eiginlega eftir 4 vikur.
Í morgun átti svo Þórunn og Torfi strák. Hún var komin fram yfir tímann 53 sm og tæpar 15 merkur.
Ekkert smá í gangi hérna í kjafta sögum, en ég hef ekki tíma til að segja þær hérna.
Till later.
1 dagur eftir eða 24 klst og 30 mín
Ég veit ekki hvað ég á eftir að vera dugleg að skrifa meðan ég er þarna úti en það kemur bara í ljós.
Annars er það að frétta héðan af Hvanneyri að það er greinilega komið að burði. Í gær átti Magga strák 4 vikum fyrir tíman og hún og snáði eru öll að hressast en hún var sett af stað vegna meðgöngueitrunar. Strákurinn var tæpar 12 merkur og 52 sm, hvað hefði hann orðið eiginlega eftir 4 vikur.
Í morgun átti svo Þórunn og Torfi strák. Hún var komin fram yfir tímann 53 sm og tæpar 15 merkur.
Ekkert smá í gangi hérna í kjafta sögum, en ég hef ekki tíma til að segja þær hérna.
Till later.
1 dagur eftir eða 24 klst og 30 mín