mánudagur, júní 27, 2005
Margt búið að vera um að vera.
Já um síðust helgi var Bikar helgi. Vil bara byrja á að segja til hamingju FH og HSÞ fyrir sigurinn.
HSK var að keppa í 2. deild og fór sú keppni fram á Sauðárkróki í mis miklu roki og rigningu. Ekkert samt verulega slæmt.
Fyrsta keppnisgrein hjá mér var kúluvarp. Ég vegna vana til að offetta olnboga í kúluvarpi var verulega mikið teipuð en kastaði samt mjög stutt. Enda ekki við öðru að búast þar sem ég hafði ekki kastað kúlu síðan á bikar 2003. Efit það var olboginn ekki góður þrátt fyrir varúðarráðstafanir en ég náði nú samt að kasta kringlu bara skít sæmilega (miðað við mig!!) En í spjótinu var ég orðin það slæm í olnboganum að ég gat ekki klórað mér í nefinu, þannig að ég endaði með því að kasta bara með 5 skrefum. Bara nokkuð sátt við að kasta 47 metra þannig og eftir að hafa verið að keppa í 2 greinum á undan. Við stelpurnar urðum bikarmeistarar en samtals urðum við í 2. sæti. Bara mjög sátt við það þar sem meðalaldur keppenda fyrir utan mig var um 17 ár. (S.s. nokkuð ungt lið á ferð.)
Í gær brunaði ég síðan heim frá Hvanneyri. Mín er nefnilega komin í sumarfrí!!!
Í gær kvöldi var síðan heilmikið borðað af góðum mat og Gestur, Auðunn og Gunna og fjölsyldur komu í mat. Þræl skemmtilegt kvöld.
Síðan verður Héraðsmótið í kvöld og á morgun og er veðrið orðið bara hefðbundið fyrir þetta mót!!
HSK var að keppa í 2. deild og fór sú keppni fram á Sauðárkróki í mis miklu roki og rigningu. Ekkert samt verulega slæmt.
Fyrsta keppnisgrein hjá mér var kúluvarp. Ég vegna vana til að offetta olnboga í kúluvarpi var verulega mikið teipuð en kastaði samt mjög stutt. Enda ekki við öðru að búast þar sem ég hafði ekki kastað kúlu síðan á bikar 2003. Efit það var olboginn ekki góður þrátt fyrir varúðarráðstafanir en ég náði nú samt að kasta kringlu bara skít sæmilega (miðað við mig!!) En í spjótinu var ég orðin það slæm í olnboganum að ég gat ekki klórað mér í nefinu, þannig að ég endaði með því að kasta bara með 5 skrefum. Bara nokkuð sátt við að kasta 47 metra þannig og eftir að hafa verið að keppa í 2 greinum á undan. Við stelpurnar urðum bikarmeistarar en samtals urðum við í 2. sæti. Bara mjög sátt við það þar sem meðalaldur keppenda fyrir utan mig var um 17 ár. (S.s. nokkuð ungt lið á ferð.)
Í gær brunaði ég síðan heim frá Hvanneyri. Mín er nefnilega komin í sumarfrí!!!
Í gær kvöldi var síðan heilmikið borðað af góðum mat og Gestur, Auðunn og Gunna og fjölsyldur komu í mat. Þræl skemmtilegt kvöld.
Síðan verður Héraðsmótið í kvöld og á morgun og er veðrið orðið bara hefðbundið fyrir þetta mót!!
fimmtudagur, júní 23, 2005
Mót eða.... ?
Jæja nú ætla ég að fara að kvarta. Málið er að í frjálsíþróttaheiminum hefur verið heilmikið rætt um að fólk hafi lítið verið að keppa í vor. Ég held að ég sé vel farin að skilja fólk sem vill ekki keppa á þessum "mótum" sem eru í boði. Mér er bara spurn hvernær hættir mót að vera mót??? Ég er 2x búin að lenda í því að keppa í vor/sumar á móti sem er svo ólölegt að ég skammast mín hálfpartin fyrir að hafa tekið þátt í þeim. Dæmi um hluti sem eru ekki í lagi: Ekki neinn merktur geiri; allir keppa saman, karlar og konur; málbandið er of stutt og ef köstin eru lengri en 50 metrar er bara merktur punktur og lagt saman. Þetta er fyrir utan öll smáatriði.
Síðan þegar maður fer að tala um upplýsingar til keppenda þá eru þær nánast engar. Á fyrra mótinu sem ég er að tala um tók ég mér frí seinni hluta vinnudagsins og mætti ég á svæðið mjög tímanlega ef ske kynni að spjótið yrði fyrst. Þar fann ég ekki nokkurn mann sem gat sagt mér hvenær spjótið yrði, ekki einu sinni röð greina. Byrjaði spjótið 3 klst eftir að ég kom þangað. Og það var ekki hlýtt úti, þannig að ekki gat ég búist við neinum góðum árangri þarna. Á síðara mótinu þá ákveð ég að vera ekkert að stressa mig og mæti bara eftir vinnu. Þegar ég mæti á svæðið og fer að spyrja um röð greina er ég spurð hvort ég ætli að keppa. Þegar ég segi svo, er mér sagt við byrjum eftir 10 mín. Þeir sem þekkja til vita hversu mikið bull það er að keppa við þessar aðstæður. Ég verð bara að segja að ég er bara sátt við að hafa ekki meitt mig á þessu bulli.
Að síðustu vil ég þakka þeim kærlega fyrir sem nenna að halda mót, því án þeirra getur enginn keppt.
Síðan þegar maður fer að tala um upplýsingar til keppenda þá eru þær nánast engar. Á fyrra mótinu sem ég er að tala um tók ég mér frí seinni hluta vinnudagsins og mætti ég á svæðið mjög tímanlega ef ske kynni að spjótið yrði fyrst. Þar fann ég ekki nokkurn mann sem gat sagt mér hvenær spjótið yrði, ekki einu sinni röð greina. Byrjaði spjótið 3 klst eftir að ég kom þangað. Og það var ekki hlýtt úti, þannig að ekki gat ég búist við neinum góðum árangri þarna. Á síðara mótinu þá ákveð ég að vera ekkert að stressa mig og mæti bara eftir vinnu. Þegar ég mæti á svæðið og fer að spyrja um röð greina er ég spurð hvort ég ætli að keppa. Þegar ég segi svo, er mér sagt við byrjum eftir 10 mín. Þeir sem þekkja til vita hversu mikið bull það er að keppa við þessar aðstæður. Ég verð bara að segja að ég er bara sátt við að hafa ekki meitt mig á þessu bulli.
Að síðustu vil ég þakka þeim kærlega fyrir sem nenna að halda mót, því án þeirra getur enginn keppt.
mánudagur, júní 20, 2005
Helgin er liðin ...
og það er ekkert smá sem var framkvæmt. Á fimmtudagskvöld og á laugardaginn var dritað niður alveg heljarins helling af sumarblómum og illgresi fjarlægt úr beðum. Á föstudaginn fór mest allur dagurinn í að sjá um kaffi uppi í Brautarholti. Sunnudagurinn var síðan notaður í að jafna sig aðeins eftir átökin.
Annars verð ég bara að óska samstarfsmanni mínum honum Bjarna Guðmunds innilega til hamingju með Fálkaorðuna. Hann átti þessa viðurkenningu mjög svo skilið enda er þarna á ferðinni einstakur maður og mikill snillingur.
Annars verð ég bara að óska samstarfsmanni mínum honum Bjarna Guðmunds innilega til hamingju með Fálkaorðuna. Hann átti þessa viðurkenningu mjög svo skilið enda er þarna á ferðinni einstakur maður og mikill snillingur.
miðvikudagur, júní 15, 2005
15. júní
Til hamingju með afmælið Pabbi!!
þriðjudagur, júní 14, 2005
14. júní
Til hamingju með afmælið Mamma!!
mánudagur, júní 13, 2005
Mánudagur
Helgin er liðin og ég aftur mætt í vinnuna.
Eins og ég vissi þá er það allra meina bót að fara í sveitina. Enda held ég að verkirnir í öklunum og hnjánum hafi bara verið þreytuverkir og þeir verkir eru allir farnir. En ég enn smá stíf í bakinu, samt miklu betri en fyrir helgi.
En það var ansi margt sem vanns um helgina. Við gróðursettum ansi mikið af sumarblómum, og tókum til hendinni við ýmislegt í garðinum á laugardaginn. En á sunnudaginn voru kýrnar settar út í fyrsta skipti þetta árið. Alltaf mikið stuð og mikið gaman þegar það er gert. En þetta gekk bara mjög vel fyrir sig í þetta skiptið. Enda var hliðið inn á túnið fært þannig að það er styttra væri fyrir þær að fara þangað sem þær geta síður farið sér á voða.
En það var nú ýmislegt sem ég náði ekki að framkvæma af því sem ég var búin að skipuleggja. Var tildæmis bara æft heima en ekki farið á Laugarvatn til þess. Og ekki komst ég til þess að klappa hestunum eins og ég ætlaði, en maður verður að geyma eitthvað þangað til um næstu helgi!!
Eins og ég vissi þá er það allra meina bót að fara í sveitina. Enda held ég að verkirnir í öklunum og hnjánum hafi bara verið þreytuverkir og þeir verkir eru allir farnir. En ég enn smá stíf í bakinu, samt miklu betri en fyrir helgi.
En það var ansi margt sem vanns um helgina. Við gróðursettum ansi mikið af sumarblómum, og tókum til hendinni við ýmislegt í garðinum á laugardaginn. En á sunnudaginn voru kýrnar settar út í fyrsta skipti þetta árið. Alltaf mikið stuð og mikið gaman þegar það er gert. En þetta gekk bara mjög vel fyrir sig í þetta skiptið. Enda var hliðið inn á túnið fært þannig að það er styttra væri fyrir þær að fara þangað sem þær geta síður farið sér á voða.
En það var nú ýmislegt sem ég náði ekki að framkvæma af því sem ég var búin að skipuleggja. Var tildæmis bara æft heima en ekki farið á Laugarvatn til þess. Og ekki komst ég til þess að klappa hestunum eins og ég ætlaði, en maður verður að geyma eitthvað þangað til um næstu helgi!!
laugardagur, júní 11, 2005
Home sweet home
Jæja nú er ég bara komin heim í sveitina. Ekkert smá ljúft. Það er nefnilega ansi langt síðan að ég kom hingað síðast, og ekki er veðrið að skemma fyrir. Annars er þessi vika búin að vera ansi erfið. Bakið stíft og jafnvel stífara hvað sem ég reyni að vinna í því að losa um það. Síðan er ég aum á hinum og þessum stöðum og allt ómögulegt. En ... ég er komin heim í sveitina og þá lagast þetta allt ... vonandi.
Það er nefnilega svo margt sem ég er búin að plana að gera. Það er bara spuring um það hvað mikið af því verður framkvæmt.
Það er nefnilega svo margt sem ég er búin að plana að gera. Það er bara spuring um það hvað mikið af því verður framkvæmt.
sunnudagur, júní 05, 2005
Komin heim.
Jæja ég er komin heim.
Keppnin hjá mér gekk bara þokkalega. Og náði 3 köstum yfir 50 m sem ég er bara nokkuð sátt miðað við hvað stutt er liðið á tímabilið og lengsta kastið var 52,68 m. Svo ég fari nú út í að grafa aðeins niður í þetta þá var margt í tækninni hjá mér sem var að klikka inn og ég hef ekki fundið í nokkuð mörg ár, en annað var bara ekki að koma. Var aðeins mýkri í bakinu en ég hef verið núna að undanförnu, enda erfitt annað í 33 stiga hita. En það sem var mest að pirra mig í keppninni var að ég var ekki alveg að ná rétta taktinum í atrennunni. En ég get vonandi lagað það á næstu kast æfingu. Sem sagt ég var þokkalega sátt við minn árangur þarna.
Annars var dvölin þarna bara hin skemmtilegasta. Náði að fylgjast örlítið með öðrum greinum en frjálsum.
Umhverfið var alveg rosalega fallegt en þvílík mengun og bíla kjaftæði. Á endanum var maður bara farin að labba allt sem maður vildi fara, frekar en að fara með bíl því það tók styttri tíma. Þannig að eftir keppnina var maður farin að þramma eina 10 - 15 km á dag.
Heimferðin var síðan alveg sér kafli útaf fyrir sig. Þetta byrjaði með krókóttu vegunum þarna eftir ánni á milli fjallana. Mjög fallegt en krafðist mikillar einbeitni af minni hálfu. Ég náði að vera nokkuð framalega í rútunni en þrátt fyrir það að reyna af fremsta megni að horfa alltaf á veginn þá var ég gjörsamlega með æluna uppi í koki í rúma 2 tíma. Það var ekki fyrr en við vorum að verða komin á flugvöllinn sem þetta lagaðist með beinni vegum. Síðan vorum við auðvita, allt of sein í flugið eins og ég bjóst alltaf við að myndi verða. En við fórum bara einni klst fram úr fyrstu áætlun. Sem mér fannst bara vel að verki verið. Flugið til Keflavíkur tók síðan alveg fjóra og hálfann tíma, og þá tók við rúta á ÍSÍ. Og þegar ég kom síðan á Hvanneyri í morgun var klukkan rétt að verða 6. Og mikið var nú gott að komast í rúmið sitt.
Ég vaknaði síðan um klukkan 11 í morgun eftir stuttan en góðan svefn og er búin að skokka úr mér ferða þreytuna og njóta þess að baða mig í sólinni í sundlauginni. Þannig að ég ætti að vera þokkalega vinnuhæf á morgun.
Vona bara að ég vakni við vekjaraklukkuna!!!
Keppnin hjá mér gekk bara þokkalega. Og náði 3 köstum yfir 50 m sem ég er bara nokkuð sátt miðað við hvað stutt er liðið á tímabilið og lengsta kastið var 52,68 m. Svo ég fari nú út í að grafa aðeins niður í þetta þá var margt í tækninni hjá mér sem var að klikka inn og ég hef ekki fundið í nokkuð mörg ár, en annað var bara ekki að koma. Var aðeins mýkri í bakinu en ég hef verið núna að undanförnu, enda erfitt annað í 33 stiga hita. En það sem var mest að pirra mig í keppninni var að ég var ekki alveg að ná rétta taktinum í atrennunni. En ég get vonandi lagað það á næstu kast æfingu. Sem sagt ég var þokkalega sátt við minn árangur þarna.
Annars var dvölin þarna bara hin skemmtilegasta. Náði að fylgjast örlítið með öðrum greinum en frjálsum.
Umhverfið var alveg rosalega fallegt en þvílík mengun og bíla kjaftæði. Á endanum var maður bara farin að labba allt sem maður vildi fara, frekar en að fara með bíl því það tók styttri tíma. Þannig að eftir keppnina var maður farin að þramma eina 10 - 15 km á dag.
Heimferðin var síðan alveg sér kafli útaf fyrir sig. Þetta byrjaði með krókóttu vegunum þarna eftir ánni á milli fjallana. Mjög fallegt en krafðist mikillar einbeitni af minni hálfu. Ég náði að vera nokkuð framalega í rútunni en þrátt fyrir það að reyna af fremsta megni að horfa alltaf á veginn þá var ég gjörsamlega með æluna uppi í koki í rúma 2 tíma. Það var ekki fyrr en við vorum að verða komin á flugvöllinn sem þetta lagaðist með beinni vegum. Síðan vorum við auðvita, allt of sein í flugið eins og ég bjóst alltaf við að myndi verða. En við fórum bara einni klst fram úr fyrstu áætlun. Sem mér fannst bara vel að verki verið. Flugið til Keflavíkur tók síðan alveg fjóra og hálfann tíma, og þá tók við rúta á ÍSÍ. Og þegar ég kom síðan á Hvanneyri í morgun var klukkan rétt að verða 6. Og mikið var nú gott að komast í rúmið sitt.
Ég vaknaði síðan um klukkan 11 í morgun eftir stuttan en góðan svefn og er búin að skokka úr mér ferða þreytuna og njóta þess að baða mig í sólinni í sundlauginni. Þannig að ég ætti að vera þokkalega vinnuhæf á morgun.
Vona bara að ég vakni við vekjaraklukkuna!!!
miðvikudagur, júní 01, 2005
Andorra
Jaeja nu er eg komin til Andorra. Ekkert sma fallegt herna. Gedveik fjoll a allar hendur. Thad er buid ad vera mjog gott vedur. Bara sma rigning herna a manudaginn. Fysti keppnisdagurinn var sidan i gaer, thridjudag. Eg keppi sidan a morgun fimmtudag. Er bara thokkalega jakvaed fyrir keppnina. Er reyndar thokkalega stif i bakinu en ekkert verra en hefur verid ad undanfornu.
En thad er ekkert annad ad fretta hedan.
Laet heyra fra mer eftir keppnina.
Stefnan er sett langt.
En thad er ekkert annad ad fretta hedan.
Laet heyra fra mer eftir keppnina.
Stefnan er sett langt.