<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Af hverju beið ég svona legni? 

Já ég held að ég verði að viðurkenna að ég geti stundum verið svolítið fordómafull. Svona af því hvað það kom skemmtilega á óvart hvað ég hafði rangt fyrir mér þá verð ég bara að segja ykkur frá seinustu fordómum mínum.

Málið er að fyrir nokkrum mánuðum... kannski orðið ár!! þá var svo mikil rigning að það fór að leka úr loftinu í stofunni hjá mér. Þar sem að ég bý í gömlu húsi þá er þetta svo sem ekkert nýtt. Það leka líka nokkrir gluggar. En akkúrat þegar þetta var þá byrjaði peran í öðru ljósastæðinu að blikka og braka !!! Ég rafmagns hrædda manneskjan var ekki lengi að slökka ljósið. Síðan eftir það þá er ég búin að prufa þetta alltaf öðru hvoru og alltaf er þetta eins.
Loksins ákvað ég svo að fara að kanna þetta eitthvað meira. Eftir að hafa skrúfað sundur og saman þá fann ég ekki neitt að .... og enn brakaði og blikkaði í ljósinu. En eftir að hafa bölvað og fussað yfir þessu gamla drasli í talsverðann tíma og var alveg að gefast upp á þessu, kviknaði allt í einu á perunni hjá mér!!! Peran var bara ekki nógu vel skrúfuð í.

Vegna fordóma minna gangvart rafmagnslögnum íbúðarinnar er ég sem sagt búin að leggja líf mitt í mikla hættu við rafmagns fikt og vera í hálfmyrkvaðri stofunni í marga mánuði.

Kv. Vigdís

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Að kunna að segja NEI 

Held að það sé eitthvað sem ég á mjög erfitt með að læra. En það væri nú munur að geta sagt nei við fólk.
Dagarnir eru nefnilega alveg full setnir núna.

Í dag er Æfing, Vina greiði, Viskukýrin
Á morgun Æfing, smá tölvuvesen, svo er smá stund þannig að ætli ég kíki ekki aðeins á IDOL kvöld á Kollubar.
laugardagur. Smá skreppur og dútl fyrir Háskólakynningu, klipping, Héraðsþing, vonandi kemst ég líka á æfingu.
En ég er bara ekki búin að setja neitt á sunnudaginn nema blakæfingu uppi á Kleppi seinnipartinn.
Svona heldur þetta síðan áfram.
Er ekki enn búin að finna tíma til að skipuleggja með öðrum skemmtiatriði fyrir Ársfund/Árshátíð LBHI en ætli maður taki ekki bara Íslendinginn á þetta og segi bara að þetta reddist.

Sem sagt ég skil ekkert í því að ég sé að eyða tímanum í að skrifa hérna....

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Hefur þú einhvern tíma 

( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(X) verið ástfangin/n
(X) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(X) verið rekin/n ... Mér finnst það samt ekki. Það var verið að sameina stofnanir.
(X) lent í slagsmálum (eða þurft að stía í sundur) ... Já nokkrum sinnum.
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum ... borgar sig aldrei að læðast þá taka allir eftir því að þú ert að fara. Ganga bara venjulega um...

(X) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki.
( ) verið handtekin/n ... en hef samt fengið lesturinn hérna " you have the right to remain sinlent..."

( ) farið á blint stefnumót
(X) logið að vini/vinkonu ... bara hvít lýgi. Spurning hvort að þessi kross sé bara lygi.

(X) skrópað í skólanum
(X) horft á einhvern deyja... hef horft á nokkur dýr.
( ) farið til Canada ... en ég hef séð yfir til Canada.
(X ) farið til Mexico
(X) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(X) farið á skíði (sem sagt í snjó)
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu ....
(X) farið á tónleika
(X) tekið verkjalyf
(X) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna ..
(X) legið á bakinu úti og horft á skýin
(X) búið til snjóengil
( ) haldið kaffiboð ... held ég muni aldrei halda virkileg kaffiboð þar sem ég drekk ekki kaffi en alskona annarskonar boð.

(X) flogið flugdreka
(X) byggt sandkastala
(X) hoppað í pollum
(X) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(X) rennt þér á sleða
(X) svindlað í leik ... hvað maður reyndi ekki til að vinna Gest bróður hérna einu sinni ;)

(X) verið einmana
(X) sofnað í skólanum
( ) notað falsað skilríki
(X) horft á sólarlagið
(X) fundið jarðskjálfta
(X) sofið undir berum himni
(X) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(X) verið misskilin/n ... ójá, held stundum að ég sé mjög misskilin.
(X) klappað hreindýri/geit/kengúru ... já ekki kengúru
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi ... ekki viljandi.
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi .... hef lent í árekstri en ekki nein slys á fólki.
( ) verið með spangir/góm
(X) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(X) fengið deja vu
(X) dansað í tunglskininu
(X) fundist þú líta vel út
(X) verið vitni að glæp
(X) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum
(X) leikið þér berfætt/ur í drullunni ....
(X) verið týnd/ur
( ) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
(X) grátið þig í svefn .... shit já.
(X) farið í löggu og bófa leik
(X) litað nýlega með vaxlitum ....
(X) sungið í karaókí ... ó, já!!
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(X) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
( ) hringt símahrekk
(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(X) stungið út tungunni til að ná snjókorni ...
(X) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(X) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(X) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(X) farið á rúlluskauta/línuskauta ... fékk marga marbletti eftir smá túr.
(X) hefur einhver óska þinna ræst ... já sem betur fer
( ) farið í fallhlífastökk
(X) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(X) pissað úti
(X) Verið yfir þig ástfangin(n)
( ) Sofið hjá einhverjum bara eitt kvöld


Ef þið lesið þetta endilega setjið eitt svona inn á síðuna ykkar.
Annars vona ég að þið hafið gagn og gaman af...

mánudagur, febrúar 20, 2006

Helgin 

Já helgin er bara búin :(
Væri alveg til í að þurfa ekki að vera í vinnunni núna. Slappa bara aðeins meira af. En ...
Helgin var að mestu notuð í það að vinna upp tapaðann svefn. Hef verið að sofa svo illa vegna hóstans. Og hvar er betra að gera það en í heima í sveitinni. Ætlaði reyndar eitthvað að fylgjast með vetrar OL, en í flestum tilfellum hafði svefninn vinninginn. Annars var ekkert smá gaman að koma heim. Skömm frá því að segja að ég var ekkert búin að heilsa upp á hana Iðu mína síðan að hún lenti í slysinu. En hún var nú ósköp lík sjálfri sér. Hún er alltaf svo kát þegar hún sér mann. Rosalega verður nú gaman þegar rökuðu svæðinn verða orðið eðlileg.

Annars skrapp ég á laugardaginn í Rvk. Horfði á MÍ og smá hitting með Athens krökkunum svona í tilefni þess að Guðrún var á landinu. Alltaf gaman að hitta þennan hóp. Horfið svo á Söngvakeppnina. Verð bara að segja í þessu sambandi að þessar síma kosningar eru bara komnar út í einhverja vitleysu. Væri ekki betra að láta þessa peninga renna til einhvers góðs málefnis heldur en að einhverjir ríkir kallar úti í bæ fái þennan pening.

Annars er takmark þessarar viku að æfa alveg hrikalega og sofa vel. Svona til að rífa mann upp úr veikinda leiðindunum. En ég held jafnvel að lyfin sem ég er á núna séu bara hreinlega farin að virka ;)

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Er maður á réttri hillu eða ... 

You scored as Mathematics. You should be a Math major! Like Pythagoras, you are analytical, rational, and when are always ready to tackle the problem head-on!

Mathematics

100%

Engineering

100%

Biology

83%

Philosophy

83%

Dance

83%

English

67%

Sociology

67%

Psychology

67%

Art

58%

Journalism

50%

Linguistics

50%

Theater

50%

Chemistry

42%

Anthropology

25%

Hvar liggur þitt áhugasvið?
created with QuizFarm.com


Lét þetta hérna þar sem ég var hvort sem er búin að taka þetta próf!
Skil samt ekki alveg hvað Enskan er hátt skrifuð?

16. febrúar 2006 

Vá hvað ég er orðin leið á veikindum. Ég er búin með lyfja skammtinn og var orðin bara þokkalega góð, en síðan er mér bara aftur farið að versna núna. Ég bara skil ekki hvað þessar pestir eru að leggja mig í einelti núna.

Annars er það jákvætt að þumallinn er bara orðin nokkuð góður.
Og þolið sem datt aðeins niður meðan á síðustu veikindum stóð er bara allt að koma aftur.

Svo til að kóróna allt saman þá fór ég í gær og keypti mér nýja dýnu í rúmið mitt. Þurfti ansi mikinn sannfæringarkraft til að sannfæra mig um að fara framúr í morgun.

ekki meira frá Vigdísi síveiku

mánudagur, febrúar 13, 2006

Valtari.... 

Hver sem ók yfir mig á valtara núna um helgina er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram!!
Jæja það getur nú svo sem verið að þetta sé vegna þess að ég var að keppa í blaki á laugardaginn og ekki enn búin að koma mér á fullt eftir veikindin. Er með strengi svo til alstaðar fyrir utan lappirnar. En stregnirnir eru svo sem ekkert fyrir utan verkinn sem ég er með í þumalputtanum. Það er sem sagt ekki gott fyrir þumalputta að láta samherja hlaupa á þá. Eða ef menn líta á þetta frá öðru sjónarhorni þá verð ég að fara að hætta að gefa fólki á hann með þumlinum einum.

Restin af helginn var notuð í það að liggja upp í sófa horfa á vetrarólympíuleikana.

Smá pæling í lokin.
Hafið þið reynt að opna krukku án þess að nota annan þumalinn?

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Læt þennan fljóta. 

Eftirfarandi frásögn sýnir að það er vanda verk að velja góð nöfn.

Bekkjarafmælið

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Prófið þetta! 

Hver þekkir mig?

föstudagur, febrúar 03, 2006

Öll að koma til 

Já ég er bara öll að koma til núna. Ég gafst upp að lokum og fór til læknis. Þá greindi hann mig með barkabólgu og setti mig á penicillin. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það, þó svo að það hafi farið þannig seinast þegar ég fór á svona ógeðs lyf að ég fékk sveppasýkingu í meltingafærin sem ég var marga mánuði að vinna mig út úr. Verð bara að passa mig á því að borða mikið af AB mjólk og Acidophillus á næstunni til að reyna að forðast þetta.

Annars er svo margt búið að gerast upp á síðkastið að ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja.
En ætli ég nefni ekki fyrst að það fór betur en á horfðist þegar það kom bíll á flegiferð og aftan á dekkið á traktórnum hjá pabba. Traktórinn snérist í 180 gráður dekkið affelgaðist og felgan beiglaðist. Bíllinn er alveg ónýtur. En sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki. Það sá einna helst á mömmu til að byrja með en hún flaug svo hrottalega á hausinn þegar hún fór að kanna aðstæður. En auðvitað eru menn aumir á ýmsum stöðum eftir svona.
Síðan var keyrt á hana Iðu.



En hún lifði það af og er væntanleg heim af sjúkrahúsinu eftir aðgerð á morgun.

held að þetta séu nægar fréttir í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?