<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Hipp Hipp Húrra! 

Já ekkert smá flott hjá henni Þórey. Ég var gjörslamlega að fara á límingunum af spenningi. Og ekki var verra að fá heimsmet eftir alla þessa spennu.

Af mér er það að frétta að ég er bara búin að vera að slappa af fyrir framan imbann, stússast aðeins hérna í sveitinni og ekki búin að vera dugleg að skrifa hérna á bloggið.

Og núna í dag á ólympíuleikunum er forkeppnin í spjótkasti kvenna og vona ég að það komi eitthvað frá því í sjónvarpinu. Er samt ekki mjög bjartsýn þar sem að það eru ekki neina frjálsar á dagskrá sjónvarpsins og það er yfirleitt bara eitt kast sýnt af forkeppninni í samantektunum. Ætli ég verði þá ekki bara límd við tölvuna að bíða eftir úrslitum.

Annars þá var kallað í mig úr vinnunni og ég þarf að mæta á fund í dag í miðju sumarfríinu mínu. Vona bara að ég verði ekki beðin um að mæta aftur svona í sumarfríinu.

En enn og aftru til hamingju Þórey.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Kúluvarpskeppni á Ólympíuleikunum 

Já nú er kúlan búin í Athenu. Ekkert smá sem ég naut þess að horfa á þessa keppni. Til tilbreytingar þá gat maður séð öll köstin í úrslita keppninni, ekki bara eitt kast frá hverjum verðlaunahafanum. Svona á þetta auðvitað að vera. Að hver og ein grein geti fengið að njóta sín. Þetta var alveg feyknalega jöfn keppni hjá körlunum en ekki fekk ég nú að sjá hann vin minn hann Reese kasta þar eins og ég vonaðist til.
Kvenna keppnin var nú ekki eins jöfn en skemmtileg samt.
Annars er meira hvað það er búið að vera gaman að horfa á Ólympíuleikana í sjónvarpinu. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur haft gaman af því að horfa á hinar ýmsu greinar og maður getur jafnvel orðið feikilega spenntur fyrir ótrúlegustu greinum.
Jæja, ætla að fara að koma mér út í góða veðrið.



sunnudagur, ágúst 15, 2004

Ljúft! 

Mikið er þetta ljúft líf. Er bara búin að vera að horfa á sjónvarpið og skreppandi út í góða veðrið núna seinustu daga. Ég er sko að fíla það að vera komin í frí. Þó svo að það sé bara ekki komnir nema 2 dagar í fríinu þá er ég sko komin í frí gírinn. Ekkert smá gott að geta bara farið á æfingu nákvæmlega þegar manni sýnist. Tók til að mynda 3 stuttar en skemmtilegar æfingar í gær í góða veðrinu, og held meira að segja að ég hafi náð mér í strengi. Þannig að þetta hefur líklega tekið eitthvað í, en ekki fann ég svo mikið fyrir því meðan að á því stóð.
Jæja nú þarf ég að gara að gera ekki neitt.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Þvílíkt snilldar veður ;) 

Ég get bara ekki líst því hvað ég er sátt við þetta veður. Og ekki var það verra þegar rektor bað mig blessaða um að hætt að vinna kl. 2.30 í gær. Þannig að ég fór bara snemma á æfingu og lá svo í vaðlauginni í Borgarnesi í hellings tíma. Er ekki frá því að ég gæti hafa náð mér í svoltin lit. En þessi hiti hefur aukaverkanir. Ég var orðin svo dofin í gær að ég hafði bara ekki list á því að versla í matinn. Keyfti reyndar melónu og át hana, en var ekki alveg sátt við sjálfa mig í morgun þegar ég hafði ekkert að borða í morgunmat. En fann nú einhver egg í ísskapnum og borðaði þau. Það verður bara ad duga þar til Kertaljósið opnar.
Síðan er ég ekkert smá farin að hlakka til að komast í langþráð sumarfrí.


þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Engin rigning ?? 

Jæja vitið þið hvað, ég fór og keppti í gær og það var ekki rigning. Hvað ætli sé langt síðan það gerðist??? Ég sannaði það líka fyrir sjálfri mér að ég er enn alveg í fullu fjöri í sportinu því ég keppti á tveimur mótum með klukkutíma millibili og kastaði yfir 50 m á þeim báðum. Og allt þetta eftir að hafa unnið fullan vinnudag áður. Geri aðrir betur. Verð nú samt að viðurkenna að ég er ansi stíf í bakinu í dag. En 9. ágúst er liðinn og ég er ekki búin að kasta 56 m þannig að ég verð bara heima í sveitinni í fríiunu mínu að horfa á Ólympíuleikana. Rosalega verður það nú gaman. Það eru allir velkomnir að koma og horfa með mér ef þeir eiga leið um suðurlandið. Annars stóðu stelpurnar sig líka vel í gær og köstuðu þræl vel. Sigrún bætti sig... til hamingju, en við verðum nú að fara að koma þér yfir 50 m. Það er svo ansi stutt í það!!!

En annars þá hélt bikarkeppnin áfram á laugardag. Rosalega spennandi keppni en ferlega leiðinlegt veður. Ég tók þátt í miklum list dansi bæði með sleggju og kringlu. Ég verð nú að segja það að ég bara skil ekki alveg hvernig á að kasta sleggju. En ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því heldur. Ætli maður verði ekki að æfa þetta eitthvað til að ná einhverjum áttum. Eins með kringluna þá skil ég þá grein aðeins betur. En veit að maður verður að æfa sig til að kasta langt. En mér tókst nú að kasta 34,90 m sem er alveg þokkalegt að mínu mati. En ég þurfti mikið að flýta mér af svæðinu þegar mótinu lauk þannig að ég gat ekki óskað sigurvegurunum til hamingju eins vel og ég vildi. Þannig að
TIL HAMINGJU FH OG
TIL HAMINGJU KARLA LIÐ UMSS


Jæja ekki meira í bili.
Takmarkið er að kasta lengra, og það sem fyrst.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Hvað er þetta með þessa rigninu? 

Það er sama hvert ég fer til að keppa það er alltaf rigning. S.s. það eru einhver álög á mér núna. Hvernig ætli ég geti losnað við þau?????
Það var nefnilega aleg haug mígandi rigning í gær þegar ég var að keppa í Bikarnum í Krikanum, auk þess var vindurinn alveg ómögulegur. Hann var þannig að hann var slæmur hvorumegin sem við köstuðum. Þannig að markmið dagsins var að vinna spjótið og slasa sig ekki. Það tókst og við nefnum engar tölur. Eftir keppnina í gær brunaði ég austur fyrir fjall. Heim!! Og lagðist í heitapottinn með nuddi og alles og það er langt síðan að það hefur verið svona hrikalega nauðsynlegt.
Ég vona að í dag verði ekki eins mikil rigning. Því ég er að fara að keppa í kastgreinum sem ég er bara ekki neitt búin að æfa. Jæja ég er nú búin að taka 2 æfingar í kringlu á Landsmótinu, en sleggjuna hef ég ekki snert síðan í bikar í fyrra. Þannig að það verður bara sett í gleði gírinn og svo gerir maður sitt besta. :)

Svo er síðasta tækifærið til að ná Ólympíulágmarkinu að þessu sinni á mánudaginn og eru bæði Ármenningar og Hafnfirðingar búinir að auglýsa mót. Mér líkar nú betur við að keppa í Krikanum. Það er alltaf einhvern vegin meiri stemming í mér þar. En ætli maður spái ekki aðeins í vindáttinni!!

Allir á völlinn. Því það er mikil og spennandi keppni fyrir höndum.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Mér finnst rigningin góð eða EKKI 

Ég er komin heim eftir allt bröltið. Ég fór með Auðunni og Glódísi norður á Sauðárkrók á föstudaginn. Kefti á laugardaginn. Í helli dembu. En mikið gott fólk á Sauðárkróki og maður fæ alveg að finna það að maður er velkomin þangað í heimsókn. Fór síðan eftir það á Hvanneyri og reyndi að fara snemma að sofa, reif mig síðan upp um kl. 4 um nóttina og brunaði í Keflavík og flaug til Köben og tók næstu lest til Malmö. Síðan var bara chillað það sem eftir var dagsins og kefti síðan á mánudeginum. Þetta var alveg bráð skemmtileg keppni fyrir utan rigninguna. Fann mig mjög vel í upphituninni og hélt að ég myndinu ná að hitta á það í þessari keppni. En það kom nú ekki. En lengsta kastið var 52,18 m og náði þriðja sæti. Er bara sátt við þetta miðað við gang mála. Til að minda missti ég takið á spjótinu í lengstakastinu.

Skipulagið næstu daga er að í dag ætla ég að skella mér í Laugardalinn. Er að velta fyrir mér hvort ég geti keft á innanfélagsmóti Ármanns eða hvort það verður bara æfing?? Síðan verður slakað á fram að bikar sem verður á föstudag og laugardag í Hafnarfirðinum.

Ég vil kasta langt!
Ég ætla að kasta langt!
Ég skal kasta langt!
Ég get kastað langt!

Markmiðin eru á hreinu

This page is powered by Blogger. Isn't yours?