<$BlogRSDURL$>

föstudagur, október 29, 2004

Föstudagur eða föstudagur!! 

Já það er sko ekkert smá mikill föstudagur í mér núna. Það sem er öðruvísi við þennan föstudag en marga undanfarna föstudaga er að ég er bara ekki búin að skipuleggja helgina til mergjar. Ótrúlegt en satt!
Ætli ég skreppi ekki í sveitina í kvöld. Kannski stússist eitthvað í Höfuðborginni í leiðinn. En það eina sem er fast ákveðið er að ég ætla að vera komin hingað á Hvanneyri kl. 9 á sunnudagskvöld.
Það sem mér helst dettur í hug að gera er að sofa og slappa af, sem lýsir kannski best ástandinu sem er á mér núna. S.s. afar þreytt. En ætli maður skelli sér ekki eitthvað á æfingu líka. Svona svo ég geti slappað betur af.
Síðan er auðvitað Idol í kvöld. Kannski að maður geti horft á það einhverstaðar??
Sem sagt, bara "chill" frammundan, eða ég læt mér allavega dreyma um það!!

fimmtudagur, október 28, 2004

Eitt og annað 

Já það er nú eitt og annað sem ég ætla að tjá mig um núna.
Það fyrsta.
Til hamingju með dótturina Kristjana og Freyr. En Freyr fékk eina 14. marka og 52 sm stelpu í afmælisgjöf í gærmorgun.
Annað.
Ég komst að því á þriðjudagskvöldið að ég get eiginlega ekki verið í bíl sem er keyrður á of litlum hraða. Það var þannig að ég var á leiðinni á blakæfingu og við skiptumst á að keyra hérna nokkar. Sú sem var að keyra núna fór aldrei hraðar en á 70 km/klst. Mér leið svo illa að ég var alveg við það að hoppa út og labba heim. Skil bara ekki alveg hvaðan þetta kemur, vegna þess að ég var ekki nokkurn hlut að flýta mér.
Þriðja.
Það var ekkert smá fallegt úti í gærkvöldi og nótt. Ég skrapp nefnilega hérna út á hól og var að fylgjast með tunglmyrkvanum. Gafst reyndar upp þegar tunglið var hálf myrkvað, en naut þess sko til hins ítrasta (eða er það ýtrasta) að slappa af úti.
Fjórða.
Dagurinn í dag á að ég held eftir að vera nokkuð strembinn. Sérstaklega þar sem ég var að þessu næturbrölti í nótt. Fyrst er það vinnan, síðan æfing, eftir það stærðfræði hjálp, og einhverstaðar þarna inni á milli þarf ég að versla til að geta hafa eitthað til að borða.

Held ég sé búin með tjáningar brúsann í þetta skiptið.

þriðjudagur, október 26, 2004

Helgin búin og gott betur en það! 

Já helgin er búin. Og svona var hún.
Föstudagskvöldið fór ég á Borgarfjarðar Ædol. Þar sem risinn hann Sindri sigraði með glæsibrag. Sleppti því að fara á próflokajamm í Búðarkletti en fór bara heim og slappaði af. Laugardagurinn fór síðan að mestuleiti í að keppa í blaki. Bara gaman af því nema að ein stelpan í liðinu fór í fílu. Ótrúlegt hvað ég var viss um það að fullorðið fólk færi ekki í svona fílu eins og smá krakkar. Brunaði síðna heim í sveitina um kvöldið. Stússaðist ýmislegt þar. Setti niður haustlauka. Talaði við vinnumanninn sem virðist bara geta orðið nokkuð gagnlegur. Fór svo upp á Hvanneyri á sunnudagskvöldið. Kom reyndar við hjá Gunnu frænku á leiðinni og spjallaði alveg helling. En sú frábæra frænka mín ætlar að gefa mér alveg ótrúlega flott bútasaumsteppi. Fyrir að komast ekki á Ólympíuleikana, eða hún ætlaði að gefa mér það ef ég kæmist, en breytti því svo þegar ég komst ekki og ætlar samt að gefa mér það. Veit bara ekki alveg hvað ég geri fyrir hana í staðin. En það verður að vera ansi gott.
Tók síðan hörku æfingu í gærkvöldi, og eftir hana fór ég að hjálpa nokkrum Bifrestingum í stærðfræði þar til rúmlega ellefu þannig að mín er bara slatti þreytt í dag og á eftir að fara á þrekæfingu og blakæfingu í dag, þannig að ég er nokkuð viss um að geta sofið vel í nótt.

föstudagur, október 22, 2004

Mikill léttir 

Já ég er búin að skila af mér einkununum í stærðfræði. Þarf þess vegna ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim áfanga fyrr en ég bý til endurtektarpróf. En þau fara fram í janúar.
En eitt tekur við að öðru. Allt á fullu hérna að undirbúa það að seinni stuttönnin er að byrja. Þannig að það þarf að koma öllum nýju áföngunum inn á kennsluvefinn. Þetta þarf að vera komið inn áður en kennsla hefst en ég er ekki enn komin með allar upplýsingarnar frá hærra settum hérna um það hverjir eru að fara í þessa áfanga þannig að þetta verður eflaust gert rétt áður en fyrstu tímar hefjast á mánudaginn. Alltaf gaman að vinna undir svolítilli pressu.
Annars er föstudagur og þessi vika bara að verða búin. Helgin orðin nokkuð þéttbókuð eins og oft áður.
Í kvöld er Borgarfjarðar Ædol í Brún og er stefnan sett þangað eftir æfingu og mat. Eins gott að koma nógu snemma, því seinast rétt komst ég inn áður en allt var orðið fullt.
Á morgun er síðan blakmót í Garðabænum. Tekur það væntanlega svo til allan daginn.
En eftir það ætla ég heim í suðurlands sveitina að slappa aðeins af og skoða nýja vinnumanninn sem var að koma.

miðvikudagur, október 20, 2004

Smá logn! 

Já það var ekki alveg eins brjálað að gera í gær og í fyrradag. Þannig að ég held ég ætti að hafa þetta af. Ég var mikið að spá í að pannta bara pláss á Kleppi svona til öryggis. Maður verður svo ferlega ruglaður við það að vinna svona mikið. Síðan fer svefnin allur í rugl þegar maður er að hafa allar þessar áhyggjur. Ég vaknaði til dæmis á sunnudags nóttina eftir að hafa verið að berjast í spænsku prófi heillengi. Og það var svakalega erfitt. Sérstaklega þar sem ég kann ekki baun í spænsku en þetta var samt alveg hrikalega alvarlegt mál. Og ég alveg á bömmer yfir þessu. Þannig að ég byrjaði bara að teikna einhverjar myndir. Ótrúlegt en satt þá voru þessar myndir alveg þræl góðar. En það er einmitt eitt af því sem ég get bara gert í draumi ;)
Annars þarf ég að fara að skreppa núna og pína "litlu" nemendurnar mína með prófinu sínu...

þriðjudagur, október 19, 2004

Allt brjálað!! 

Jesús hvað það getur verið brjálað að gera hérna. S.s. í gær fór allt í svokallað hass hérna. Þannig að ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafa áhyggjur af því að keyra á sumardekkjunum niður í Borgarnes á æfinu. Ég var búin í vinnunni um klukkan 22:00 í gær. Um klukkan 19 þar sem ég sat fyrir framan eina leiðindartölvu fattaði ég að á átti alveg eftir að fara yfir verkefni sem ég varð að skila í dag, þannig að ég saltaði restin af tölvunum sem eru bara enn í hassi, en ég er búin að fara yfir verkefnin. Ég get svo svarið það að ég ætla svo að njóta þess þegar kennslan er búin.
Annars er ég bara ekki sátt við þetta veður. Bara skafrenningur og skaflar núna og í gær var bara bilur. Ekki sátt ekki sátt. Og það á að vera brjálað rok langt fram á kvöld. En ætli ég verði nú ekki samt að reyna að dóla mér á sumardekkjunum niður í Borgarnes í dag, þar sem að ísskápurinn er orðinn tómur og það gengur ekki að missa af æfingu tvo daga í röð!!

föstudagur, október 15, 2004

Jibbí!!! 

Síðasta kennslu stundin er búin. Lét reyndar plata mig til að hafa upprifjunartíma á þriðjudaginn,(daginn fyrir próf)en samt.......
Bara einn fundur eftir og svo tekur helgarfríið við.


:)

fimmtudagur, október 14, 2004

Síðustu fréttir 

Jæja ekki mikið að gerast hérna.
Búin að vera að taka vel á því í klefanum og er öll að koma til. Þarf reyndar að taka mig verulega á í morgunæfingunum. Ekki búin að standa mig nógu vel í að koma mér fram úr á morgnana. Endalaus þreyta þetta. Lagast vonandi í næstu viku.
Annars er það að frétta að það er einkar mikið að gerast á morgun.
1 :Allir starfsmenn stofnananna sem eru að fara að sameinast eru boðaðir á fund í Höfuðstaðnum. Þannig að nú hljóta málin eitthvað að fara að skírast með framtíðina. Óþolandi svona að maður er bara hafður í lausu lofti, og kjaftasögurnar flæða um eins og þeim sé borgað fyrir það.
2: Seinasti kennsludagurinn minn í þessari törn.
3: Heilmikið plan fyrir helgina. Sem inniheldur ýmsa staði í Reykjavík, Skeiðin, Hvanneyri og margt þar á milli.




þriðjudagur, október 12, 2004

Ekkert smá þægilegt. 

Dagurinn í gær var ekkert smá góður. Var reyndar alveg hellingur að gera í vinnunni, en það er nú bara eins og það er. En þegar ég var alveg á kafi í einni af nemenda tölvunu að vírus hreinsa þá hringir mamma mín. Og heyrðu þá var hún bara komin í heimsókn. Og vitiði hvað hún tók með sér......... sófann minn elskulega. Ekkert smá sátt við það. Það lá við að ég legðist bara upp í sófann og færi bara ekkert aftur í vinnuna. En svo sá ég auðvitað að mér og fór aftur. En ég lagðist sko í sófann eftir æfingu, og var nú ekki lengi að sofna þar. S.s. algjör snilldar sófi. Allt annað en hinn sófinn minn sem er bara óþægilegur.


mánudagur, október 11, 2004

Afslöppuð helgi afstaðin. 

Já það var ekkert smá sem ég slappaði af um helgina.
Á laugardaginn skrapp ég í Reykjavíkina og eyddi slatta af peningum.
Á sunnudaginn lá ég að mestu uppi í sófa og glápti á sjónvarpið. Á milli þess að ég dottaði uppi í sófa. En ég fór tók nú reyndar skemmtilega brennslu æfingu líka. Svona svo ég hefið aðeins betri samvisku af því að slappa af.
Annars var ég ekki búin að segja ykkur frá Karókí dómum mínum. En það er varla hægt að segja að þarna hafi verið upprennandi söng menn á ferðinni. En eins og ég lofaði þá ætlaði ég að taka við mútum. Ég reyndi mitt besta, og þeir einu sem höfðu einhverja tilburði til að múta okkur dómurunum fengu verðlaun.... urðum reyndar að búa til sér tilefni til að verðlauna þá en þeir fengu verðlaun fyrir að vera flottustu flytjendurnir. Annars breyttist þessi karókí keppni auðvitað upp í tóma vitleysu þegar á leið. Eins og við var að búast þegar slíkt fer fram á Venus.
S.s. ekki margir sem mættu í tíma hjá mér á föstudagsmorgun.... he. he. Sumur vor reyndar búnir að tilkynna mér að ef þeir kæmu væri það venga þess að þeir væru ekki farnir að sofa. Sem betur fór komu engir slíkir.
Eitt enn.
Kennsluspretti mínum líkur í þessari viku.
Mikið verður ljúft að vera bara í fullri vinnu. Ekki með neina viðbót.

miðvikudagur, október 06, 2004

Karókí! 

Já ég fékk ekki neitt smá kvíða kast áðann. Ég var búin að frétta af því að það ætti að fara fram Karókí keppni annað kvöld á Venus. Nokkrir höfðu nefnt það við mig hvort að kennararnir ætluðu ekki að senda fulltrúa. Jarí jarí síðan droppuðu aðstandendur að keppninni inn hjá mér áðan. Ég auðvitað alveg viss um að núna væru þau búin að tala við alla kennarana og enginn hafi fengist til að vera með, þannig að ég bara yrði að singja. Ekki neitt fyrir mig sem er mjög lítið fyrir að singja fyrir aðra en sjálfa mig. En þvílíkur léttir. Þau voru bara að biðja mig um að vera með í dómnefndinni. Sem er bara lítið mál. Bara mæta á staðinn og segja sína skoðun. Og það besta er alveg frí frá því að þurfa að troða upp sjálf. :)
Þannig að ef menn ælta að reyna að múta dómaranum þá endilega talið við mig ;)


mánudagur, október 04, 2004

Dugnaðurinn!! 

Já það var ekkert smá sem ég kom í framkvæmd um helgina.
Ég ákvað að sleppa öllu idoli á föstudagskvöldið og renndi heim á Skeiðin og slappaði af.
Á laugardaginn var dagurinn tekinn nokkuð snemma og fór ég aðeins út í garð að búta niður niðursöguð tré. Síðan strax eftir hádegi fórum við og sóttum kvígurnar sem enn voru uppi í engjum. Þær voru eins og hugur manns og urðu bara móðgaðar þegar við settum sumar af þeim aftur út á tún. Þær vildu sem sagt bara vera inni í fjósi. Svo ákvað ég að ég væri nú ekki búin að gera alveg nóg þannig að ég skrapp út í hross og klappaði þeim svoltið og tók nokkrar myndir. (Set þær hingað inn fljótlega.) Og endaði svo góðan dag á því að hlaupa langt og slappa svo af í sófanum.
Á sunnudaginn var svo aldeilis tekið á því en þá var tókum við öll trén sem við erum búin að saga niður í garðinum og settum þau í kurlara. Og þetta var nú ekkert smá magn. Úr þessu urðu 9 stórsekkir af kurli.
Eftir smá afslöppun eftir átökun fór ég aftur upp á Hvanneyri. Kom reyndar við í hesthúsinu, að kíkja á sjúklingana. Og eru þeir nú allir að braggast. Allavega eru rifbeinin hætt að vera jafn áberandi.

Þetta var sem sagt það sem ég var að dunda mér við um helgina.
Í morgun skellti ég mér síðan á morgunæfingu. (Létt skokk og 10x100 m með 1,5 mín á milli.) Ekkert smá hressandi. Ég gerði þetta því ég var nú svoltið lemstruð eftir átök gærdagsins og ætla að taka vel á því á æfingunni í kvöld. Þannig að ég taldi best að mýkja sig aðeins upp fyrir átökin.


föstudagur, október 01, 2004

Það er að koma helgi. 

Jæja mikið er nú gott að það sé að koma helgi. Ekkert smá sem maður lifir fyrir þær. Annars horfi ég í hillingum til 15. október, en þá er síðasti tíminn í stærðfræðinni sem ég er að kenna. Það er bara svo mikið að gera hjá mér í tölvuumsjóninni að ég bara hef ekki tíma til að sinna því eins og ég vildi.
Annars er víst Idol í kvöld og ætli maður verði nú ekki að fylgjast með þessu frá byrjun núna. Sá bara nokkur kvöld í fyrra. Þannig að ég þarf að fara að finna einhvern með stöð 2 til að horfa á þetta með. ;)


This page is powered by Blogger. Isn't yours?