<$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 28, 2005

Rosalega þoli ég ekki veikindi. 

Já ég er bara búin að vera hálf slöpp núna síðan á miðvikudag. Búin að hafa mig afskaplega hæga, því ef ég hef eitthvað hreýft mig þá bara næ ég varla andanum fyrir hósta. Ég reyndar verð svo afskaplega skap stirð þegar svona stendur á að ég sprakk bara á laugardaginn og fór út og hljóp í 30 mín. Held ég hafi nú heilsufarslega ekki haft mjög gott af því en andlega hafði það mikil áhrif til batnaðar.

Stefnan er síðan sett á það núna að láta sér batna. Því ekki gengur að vera aumingi með hor í langan tíma.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Helgin er búin og gott betur. 

Já það var hellings þvælingur á mér um helgina. Á laugardaginn fórum við Hvannirnar og kepptum í blaki í Ólafsvík. Var alveg orðin þreytt þegar ég kom heim og var því bara vídeogláp um kvöldið. Á sunnudaginn brunaði ég síðan á Selfoss í smá kaffi með afa sem er alltaf að verða eldri. En ótrúlegt en satt þá verður hann 92 á fimmtudaginn. Hann er samt alltaf jafn hress og líkur sjálfum sér.

Núna eru bara 3 vikur þar til að ég fer til Kanarí og það er ótrúlega mikill munur að vita af því að maður sé alveg að fara í frí þegar það er svona mikið að gera. Get varla beðið.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Spurning um að sofa eða ekki? 

Já ég get nú bara sagt það að það er langt síðan að ég svaf jafn legni og ég gerði í nótt. Ég sofnaði um klukkan 9 í gær og svaf þar til að klukkan hringdi í morgun eða klukkan 7. þetta gera 10 tíma. Ekkert smá sem ég var síðan fersk í morgun og veðrið ekki til að skemma fyrir. Ég veit samt enn alveg hvar hin mikli hausverkur var á miðvikudaginn en það eru bara rétt svona leifar til að minna mann á.
Skipulag helgarinnar er síðan það að farið verður á morgun eða í fyrramálið með fylktu liði héðan frá Hvanneyri til að keppa í blaki í Ólafsvík.( Eða segir maður á Ólafsvík eða að!!) En það verða hvorki meira né minna en tvö lið frá Hvönnum á því móti. Gaman gaman. Því seinast þegar ég keppti á þessu móti þá vorum við bara 6 og ein puttabrotnaði í fyrsta leik... Hlakka svoltið mikið til þar sem þetta eru bara skemmtilegar samkomur.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Hausverkur 

Úff, ekki er geðveikin neitt að lagast hérna á Hvanneyri. Ég var í gær í 8 klst að vinna í Gamla Skólanum sem væri ekki tiltöku mál ef ekki væri verið að lakka eitthvað helv.... gólf í kjallaranum og það bara var gjörsamlega ólíft um allt hús.
Og núna er ég virkilega að finna fyrir því. Er sem sagt með hausverk dauðans. En allt of mikið að gera í vinnunni til að fara bara heim.... Samviskusemin á líklega eftir að drepa mann einhvern daginn.

Annars var ég svo búin á því eftir vinnu í gær s.s. klukkan 7 í gær að ég lagðist bara upp í sófa og stóð ekki þaðan upp fyrr en ég fór í bælið. Það verður sem sagt tekið vel á því á æfingu á eftir, ef ég verð æfingarhæf vegna hausverks......

mánudagur, febrúar 14, 2005

Geðveiki! 

Já það er bara allt búið að vera geðveikt að gera hérna. Hef varla haft tíma til að anda í vinnunni. Rosalega sem ég er farin að hlakka til að fara í frí um páskana. Held jafnvel að maður þurfi að fara að taka sig á, til að vera bara ekki sofandi allt fríið ;)
En um helgina var ég búin að skipuleggja alveg helling, en síðan gekk auðvitað bara mjög lítið af því upp. T.d. þá ætlaði ég að skreppa í klippingu og skella mér svo í Egilshöllina að horfa á MÍ í frjálsum, en vitiði hvað þessi helv.... klipping tók tvo og hálfan tíma. Þannig að mótið var bara búið þegar ég var búin. Ekkert smá svekt. Síðan var auðvitað mjög lítið skyggni á leiðinni yfir heiðina þannig að ég var ekki komin heim fyrr en um 5 leitið. Og það sem eftir leið helgarinnar var ég að koma tölvunni heima í stand. S.s bæta í hana hörðumdisk, strauja hana og setja hana upp aftur. Hún var bara orðin full af einhverri vitleysu. Vonandi gengur vel hjá mömmu að venjast xp.
Eftir allt þetta var síðan alveg hrikalega erfitt að vakna í morgun. Klukkan var orðin 7:30 þegar ég loks druslaði mér framúr. En ég var samt komin í vinnuna 15 mín síðar, þannig að ég hefði mögulega getað sofið 15 mín í viðbót .....
En annars voru frjálsíþróttamenn bara að gera nokkuð góða hluti um helgina. Gauti 3. í 1500 á sænska meistaramótinu, Sunna í 1. í langstökkinu á sama móti og Silja að bæta sig hrikalega ;)
Til hamingju krakkar.
Back to insanity

mánudagur, febrúar 07, 2005

Helgin 

Já það var ýmislegt sem ég gerði um helgina, þó svo að margt af skipulaginu hafi ekki gengið.
Byrjaði á Idoli í Hveragerði á föstudagskvöldið.
Síðan var haldið í sveitina og mikið horft á handbolta, og eins þá var ég að gerast ansi myndaleg og er núna sem stendur að hekla dúk.
Það fór nokkuð lítið fyrir æfingum og klippingu, en ég klikkaði ekki á bolluátinu. Ég verð þá bara að koma mér í klippingu síðar og vera extra dugleg að æfa í vikunni ;) Ég hreyfði mig nú svolítið, en þar sem ég var nú ekki búin að taka hvíldardag í 10 daga þá fannst mér ég bara eiga það inni að hvíla svoltið.
Er ekki hvíldin 30% af æfingunum ??


föstudagur, febrúar 04, 2005

Að koma helgi 

Já það er bara strax að koma aftur helgi.
Á dagskránni hjá mér fyrir helgina er að
* Horfa á Idolið.
* Taka góðar æfingar.
* Horfa á handbolta í sjónvarpinu.
* Fara í klippingur.
* Borða nokkrar bollur í tilefni bolludagsins á mánudaginn.

Annars varð ég ekkert smá hissa í gær þegar ég leit út um gluggan. Þá var bara komin jólasnjór. S.s. bara þessi líka mikla snjókoma og bara alveg beint niður. Gerist ekki oft hérna á Íslandi. En mér varð nú samt spurn hvort að veðrið gæti ekki farið að ákveða sig hvort það vildi hafa snjó eða ekki.
Annars er bara vinna og aftur vinna þannig að ætli ég þurfi ekki að fara að halda áfram.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?