föstudagur, maí 27, 2005
Geðveik vika!!
Það er ekki vegna leti sem ég er ekki búin að skrifa núna þessa vikuna. Það er nefnilega búið að vera meira en lítið um að vera.
Mánduagur: Vakna og allt tölvukerfið á svæðinu er sambandslaust. Það þurfti ýmsar líkamsæfingar, heilabrot og loftfimleika til að finna út hvað þar var í gangi. Og hörku æfing eftir vinnu.
Þriðjudagur: Menn eru farnir að átta sig á því hérna að það á að fara að útskrifa á föstudaginn og margt eftir að gera. Fundur í Reykjavík eftir vinnu og þess vegna var æfingin tekin fyrir vinnu.
Miðvikudagur: Nú fer að styttast í útskrift og það þarf að vera 100% pottþétt að allar þýðingar á áföngum séu réttar og allir áfangar séu örugglega rétt skrifaðir inn í skólaforritið. Hrikalega góð æfing eftir vinnu.
Fimmtudagur: Nú er verið að ganga frá síðustu hnútunum. Allt prenntað út og ..... auðvitað klárast rétti pappírinn. Þannig að ég hendist út um allar trissur að redda okkur fyrir horn. Frekar róleg æfing eftir vinnu.... þ.e. kl. 20:00. Ofan í allt þetta kemur í ljós að ég þarf að redda einhverjum pappírum sem eiga að fara upp á ÍSÍ og nokkrir aðilar þurfa að undirskrifa. Þar á meðal ég. Fæ mömmu mína til að ganga í málið. Takk mamma þú ert best.
Föstudagur: Nú er allt tilbúið fyrir útskrift. Nema það á eftir að prenta út þar sem að hafa orðið á mistök. Útskriftin hefst síðan klukkan 14:00 í Reykholti. Ég þarf að vera á staðnum til að taka ýmsar myndir og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. En þarf samt að vera komin í Rvk. fyrir klukkan 17:00 til að kvitta á þetta helv.... blað. Laumast í burtu úr athöfninni um 15:30 bruna á allt of miklum hraða niður á Hvanneyri og er búin að hlaða myndunum niður og senda á nokkra aðila þegar ég fer frá Hvanneyri klukkan 16:10. Er sem sagt 15 mín og sein miðað við áætlunina mína. Það er nefnilega föstudagur og allt of mikið af bílum. En með því að keyra ansi hratt næ ég því að vera komin upp á ÍSÍ rétt um klukkan 17:00
Þannig að þetta hafðist allt saman, en ég er alveg drullu þreytt eftir allt þetta stress og ég er óskaplega fegin að vera í frí úr vinnunni í næstu viku. Það er nefnilega alveg að koma að Smáþjóðaleikunum. En þangað verður haldið á sunnudags morgun.
Andorra watch out! The Icelanders are comming!
Mánduagur: Vakna og allt tölvukerfið á svæðinu er sambandslaust. Það þurfti ýmsar líkamsæfingar, heilabrot og loftfimleika til að finna út hvað þar var í gangi. Og hörku æfing eftir vinnu.
Þriðjudagur: Menn eru farnir að átta sig á því hérna að það á að fara að útskrifa á föstudaginn og margt eftir að gera. Fundur í Reykjavík eftir vinnu og þess vegna var æfingin tekin fyrir vinnu.
Miðvikudagur: Nú fer að styttast í útskrift og það þarf að vera 100% pottþétt að allar þýðingar á áföngum séu réttar og allir áfangar séu örugglega rétt skrifaðir inn í skólaforritið. Hrikalega góð æfing eftir vinnu.
Fimmtudagur: Nú er verið að ganga frá síðustu hnútunum. Allt prenntað út og ..... auðvitað klárast rétti pappírinn. Þannig að ég hendist út um allar trissur að redda okkur fyrir horn. Frekar róleg æfing eftir vinnu.... þ.e. kl. 20:00. Ofan í allt þetta kemur í ljós að ég þarf að redda einhverjum pappírum sem eiga að fara upp á ÍSÍ og nokkrir aðilar þurfa að undirskrifa. Þar á meðal ég. Fæ mömmu mína til að ganga í málið. Takk mamma þú ert best.
Föstudagur: Nú er allt tilbúið fyrir útskrift. Nema það á eftir að prenta út þar sem að hafa orðið á mistök. Útskriftin hefst síðan klukkan 14:00 í Reykholti. Ég þarf að vera á staðnum til að taka ýmsar myndir og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. En þarf samt að vera komin í Rvk. fyrir klukkan 17:00 til að kvitta á þetta helv.... blað. Laumast í burtu úr athöfninni um 15:30 bruna á allt of miklum hraða niður á Hvanneyri og er búin að hlaða myndunum niður og senda á nokkra aðila þegar ég fer frá Hvanneyri klukkan 16:10. Er sem sagt 15 mín og sein miðað við áætlunina mína. Það er nefnilega föstudagur og allt of mikið af bílum. En með því að keyra ansi hratt næ ég því að vera komin upp á ÍSÍ rétt um klukkan 17:00
Þannig að þetta hafðist allt saman, en ég er alveg drullu þreytt eftir allt þetta stress og ég er óskaplega fegin að vera í frí úr vinnunni í næstu viku. Það er nefnilega alveg að koma að Smáþjóðaleikunum. En þangað verður haldið á sunnudags morgun.
Andorra watch out! The Icelanders are comming!
mánudagur, maí 23, 2005
Ohh my gooood!!!
Þessi helgi var bara þvílík snilld. Á föstudaginn brunaði ég með hraði heim í sveitina og fór í klippingu á næsta bæ. Kominn tími til. Síðan var afslöppun.
Á laugardaginn var síðan brunað á Laugarvatn. Þar var ýmislegt gert og annað bara talað um að gera.
Dæmi um það sem var talað um að gera sumir framkvæmdu eitt og aðrir annað.
Diskó dans.
Stigapartý.
Vistarpartý.
Táskoðun.
Kökuát.
Veislumatur.
Rokkhlaup.
Hjóun.
Júllun.
Strippl.
Halda manni uppi á löppunum í stiganum.
Gufubaðsferð.
Sundlaugarferð.
Þinkusúpa hjá Pálma og Erlu.
Og svo margt margt fleira...
Ég var síðan ansi mikið þreytt á sunnudag. En bara hress þar til að ég sofnaði snemma.
Á laugardaginn var síðan brunað á Laugarvatn. Þar var ýmislegt gert og annað bara talað um að gera.
Dæmi um það sem var talað um að gera sumir framkvæmdu eitt og aðrir annað.
Diskó dans.
Stigapartý.
Vistarpartý.
Táskoðun.
Kökuát.
Veislumatur.
Rokkhlaup.
Hjóun.
Júllun.
Strippl.
Halda manni uppi á löppunum í stiganum.
Gufubaðsferð.
Sundlaugarferð.
Þinkusúpa hjá Pálma og Erlu.
Og svo margt margt fleira...
Ég var síðan ansi mikið þreytt á sunnudag. En bara hress þar til að ég sofnaði snemma.
föstudagur, maí 20, 2005
Föstudagur,
Vá hvað vikan var fljót að líða.
Ekki fór Söngvakeppnin eins og vildum. Ég var nú samt hrædd um að eitthvað þessu líkt myndi gerast. En annars var Evrovisionpartýið bara þræl skemmtilegt. Allir að halda með einhverjum og keppast við. Ég verð bara að játa það að ég held að ég hafi bara verið minnst inn í því hverjir myndu komast áfram. Ég nefnilega nefnt það að ég ætlaði að halda með Svíþjóð ..... þeir voru bara alls ekki í undankeppninni. Ég komst ekki að því fyrr en seinna. Bömmer.
Annars eru bara allir búinir að yfirgefa mig hérna á skrifstofunni þannig að það er smá vinnufriður núna. Ætla að rumpa því af sem ég ætla að gera og bruna síðan heim í sveitin. Því stefnan er sett þangað í dag því að á morgun á að
Ekki fór Söngvakeppnin eins og vildum. Ég var nú samt hrædd um að eitthvað þessu líkt myndi gerast. En annars var Evrovisionpartýið bara þræl skemmtilegt. Allir að halda með einhverjum og keppast við. Ég verð bara að játa það að ég held að ég hafi bara verið minnst inn í því hverjir myndu komast áfram. Ég nefnilega nefnt það að ég ætlaði að halda með Svíþjóð ..... þeir voru bara alls ekki í undankeppninni. Ég komst ekki að því fyrr en seinna. Bömmer.
Annars eru bara allir búinir að yfirgefa mig hérna á skrifstofunni þannig að það er smá vinnufriður núna. Ætla að rumpa því af sem ég ætla að gera og bruna síðan heim í sveitin. Því stefnan er sett þangað í dag því að á morgun á að
JÚBELERA
fimmtudagur, maí 19, 2005
Eurovision!!
Jæja nú er bara að koma að því. Eurovision er bara í kvöld. Held að maður verði bara að horfa á þetta. Ég held samt að ég hafi sjaldan verið eins lítið búin að spá í þetta. Hef að ég held bara heyrt um helminginn af lögunum og því örugglega ekki búin að mynda mér skoðun um það hver er að komast áfram eða að vinna. Ég veit heldur ekki hvort að ég muni horfa á úrslita kvöldið þar sem ég verð að halda upp á 10 ára útskriftarafmæli. En ætli það verði nú ekki einhverstaðar einhver imbi sem menn munu reyna að horfa á eða ekki!!
Auðvitað er búið að spá því að Selma vinni forkeppnina í kvöld, en maður veit auðvitað aldrei hvað verður. Það er alltaf svo mikil "pólitík" í þessu. Þar að auki eru svo margar spár og bara talað um þær spár sem eru jákvæðar fyrir okkar hönd!!
Ég er allavega ekki viss um að BT eða Olís verði mjög ánægðir ef Selma vinnur. Búnir að lofa að endurgreiða grill og sjónvörp og ég veit ekki hvað ef hún vinnur. Kannski eru þetta bara spennufíklar sem vilja gera þetta enn meira spennandi fyrir sig, eða fá ástæðu til að gleðjast þó að okkar fólki gangi ekki vel!!
Auðvitað er búið að spá því að Selma vinni forkeppnina í kvöld, en maður veit auðvitað aldrei hvað verður. Það er alltaf svo mikil "pólitík" í þessu. Þar að auki eru svo margar spár og bara talað um þær spár sem eru jákvæðar fyrir okkar hönd!!
Ég er allavega ekki viss um að BT eða Olís verði mjög ánægðir ef Selma vinnur. Búnir að lofa að endurgreiða grill og sjónvörp og ég veit ekki hvað ef hún vinnur. Kannski eru þetta bara spennufíklar sem vilja gera þetta enn meira spennandi fyrir sig, eða fá ástæðu til að gleðjast þó að okkar fólki gangi ekki vel!!
sunnudagur, maí 15, 2005
Heima í sveitinni
Já ekkert smá sem ég hef það gott núna. Bara heima í sveitinni. En það er ýmislegt sem ég er búin að bralla síðan að ég skrifaði síðast.
Á föstudaginn hætti ég bara snemma í vinnunni. Brunaði niður í Borgarnes og lét skipta yfir á sumardekkin á bílnum mínum. Var alveg búin að trassa það að gera það. Síðan hélt ég bara áfram og fór á Laugarvatn. Brunaði bara yfir Mosfellsheiðina og Gjábakkaveginn. Var bara óvenju hress eftir þessa ferð. Ég verð nefnilega yfirleitt bílveik þegar ég fer þarna um. Hvort heldur sem ég keyri sjálf eða er farþegi. Á Laugarvatni var ég síðan á landsliðsæfingabúðum fram á laugardag. Alveg stór vel heppnaðar æfingarbúðir og ýmislegt brallað á milli æfinga. Hefði auðvitað mátt vera betri mæting en það er auðvitað ýmislegt sem fólk þarf að gera.
Á laugardagskvöldið fór ég síðan heim í sveitina og er búin að vera þar síðan. Slappa af í heitapottinum og borða góðan mömmumat. Hann klikkar ekki.
Það besta við þessa helgi er síðan það að það er helgidagur líka á morgun. Engin smá snilld.
Á föstudaginn hætti ég bara snemma í vinnunni. Brunaði niður í Borgarnes og lét skipta yfir á sumardekkin á bílnum mínum. Var alveg búin að trassa það að gera það. Síðan hélt ég bara áfram og fór á Laugarvatn. Brunaði bara yfir Mosfellsheiðina og Gjábakkaveginn. Var bara óvenju hress eftir þessa ferð. Ég verð nefnilega yfirleitt bílveik þegar ég fer þarna um. Hvort heldur sem ég keyri sjálf eða er farþegi. Á Laugarvatni var ég síðan á landsliðsæfingabúðum fram á laugardag. Alveg stór vel heppnaðar æfingarbúðir og ýmislegt brallað á milli æfinga. Hefði auðvitað mátt vera betri mæting en það er auðvitað ýmislegt sem fólk þarf að gera.
Á laugardagskvöldið fór ég síðan heim í sveitina og er búin að vera þar síðan. Slappa af í heitapottinum og borða góðan mömmumat. Hann klikkar ekki.
Það besta við þessa helgi er síðan það að það er helgidagur líka á morgun. Engin smá snilld.
fimmtudagur, maí 12, 2005
Piiiiiiirrrrrrrrrrrrr!!!!!
Rosalega get ég orðið pirruð á vírusum. Heyrðu helduru ekki að einhver halv.... (eða bara samstarfsmaður minn.) Hafi ekki verið að setja inn forrit hjá mér í gær. Ekkert nem gott eitt sem maðurinn átti við með því. En svo þegar ég kem að tölvunni minni í morgun þá er hún bara í einni stöppu. Og þá meina ég það að ég rétt náði að redda svona því allra nauðsynlegasta út af tölvunni og svo er ég bara búin að vera að strauja og setja hana upp aftur í allan dag.
Ef það er eitthvað sem ég hata meira en vírusar þá eru það fiktarar sem fikta í hlutum, en ganga ekki frá eftir sig og skilja svo ekkert hvernig hlutirnir geta gerst.
Ef það er eitthvað sem ég hata meira en vírusar þá eru það fiktarar sem fikta í hlutum, en ganga ekki frá eftir sig og skilja svo ekkert hvernig hlutirnir geta gerst.
miðvikudagur, maí 11, 2005
Nýr Hvanneyringur fæddur
eða segir maður skorinn þegar börn eru tekin með Keisaraskurði?
Allavega þá er komin í heimin 14 marka stelpa hjá Sissí og Ragnari. Sissí var svo stressuð að það þurfti að svæfa hana. Alveg get ég ýminda mér það þar sem að hún vekur allt hverfið ef hún gefur óvart skipun um að prenta eitthvað sem hún hafði ekki ætlað að prenta. En til hamingju með dótturina.
Annars er það að frétta af mér að ég er búin að vera ýkt dugleg á æfingum og er öll að koma til eftir æluna. Síðan er auðvitað allt brjálað að gera á Skólaskrifstofunni þar sem ég vinn þar sem að það fer óðum að líða að útskrift. Þannig að þetta verður að duga í bili.
Allavega þá er komin í heimin 14 marka stelpa hjá Sissí og Ragnari. Sissí var svo stressuð að það þurfti að svæfa hana. Alveg get ég ýminda mér það þar sem að hún vekur allt hverfið ef hún gefur óvart skipun um að prenta eitthvað sem hún hafði ekki ætlað að prenta. En til hamingju með dótturina.
Annars er það að frétta af mér að ég er búin að vera ýkt dugleg á æfingum og er öll að koma til eftir æluna. Síðan er auðvitað allt brjálað að gera á Skólaskrifstofunni þar sem ég vinn þar sem að það fer óðum að líða að útskrift. Þannig að þetta verður að duga í bili.
mánudagur, maí 09, 2005
Rakin snilld!
Núna er helgin liðin og ekki spurning að helgarnar gerast ekki betri. Reyndar var ég orðin afar smeik um að komast ekki um helgina því að á miðvikudagskvöldið lagðist ég bara í ælupest og ældi úr mér allt vit í meira en sólarhring. Ekki réttlátt að nota frídaginn í þetta. En ég mætti síðan alveg drulluslöpp og enn óglatt í vinnuna á föstudaginn. Svo bráði af mér og ég brunaði í bæinn og fékk síðan far úr bænum í Þórsmörk, þar sem viðtók þvílíkt frábær helgi með stórfjölskyldunni. Alveg glæsilegt veður alla helgina. Það var mikið sem gekk undan okkur á laugardaginn enda voru menn komnir upp í stiga og með pensil og hamar í hönd strax um klukkan 8. Og svo var unnið með nokkrum matarpásum þar til klukkan var orðin ég veit ekki hvað. Þá var útbúinn dýrindis grillmatur og tilheyrandi. En eftir það var líka þessi feiknalega Tröllaferð farin sem börnin fengu aldeilis að "njóta". Þessu gleymir maður ekki í bráð.
Á sunnudeginum voru menn aðeins rólegri í tíðinni. Menn svoltið lúnir og stýfir eftir átök laugardagsins, en þó var nú klárað að gera það sem þurfti að gera. En síðan varð auðvitað að fara í nokkra leiki, þrautir og gönguferð.
Sem sagt alveg snilldar helgi og ég er alltaf að komast betur og betur að því að ég á alveg snilldar fjölskyldu og ég hálf vorkenni fólki sem á ekki svona fjölskyldu.
Helginni lauk síðan á því að þegar ég loksins komst í síma samband í gær þá voru skilaboð inni á talhólfinu mínu um það að ég væri valin til að fara á Smáþjóðaleikana í Andorra.
Þannig að helgin var alveg frábær í allastaði.
Set inn myndir sem ég tók um helgina fljótlega.
Á sunnudeginum voru menn aðeins rólegri í tíðinni. Menn svoltið lúnir og stýfir eftir átök laugardagsins, en þó var nú klárað að gera það sem þurfti að gera. En síðan varð auðvitað að fara í nokkra leiki, þrautir og gönguferð.
Sem sagt alveg snilldar helgi og ég er alltaf að komast betur og betur að því að ég á alveg snilldar fjölskyldu og ég hálf vorkenni fólki sem á ekki svona fjölskyldu.
Helginni lauk síðan á því að þegar ég loksins komst í síma samband í gær þá voru skilaboð inni á talhólfinu mínu um það að ég væri valin til að fara á Smáþjóðaleikana í Andorra.
Þannig að helgin var alveg frábær í allastaði.
Set inn myndir sem ég tók um helgina fljótlega.
þriðjudagur, maí 03, 2005
Þetta gengur auðvitað ekki,
Ég verð bara að fara að setja eitthvað hérna inn. En málið er að það er bara voðalega lítið að frétta af mér.
En annars þá varð ég hálf fyrir áfalli á laugardaginn þegar ég heyrði í fréttunum að þeir hefðu fundið týnda Braselíumanninn í fjörunni á Stokkseyri, því að á föstudaginn var ég einmitt á labbi þar. Það hefði nú verið óskemmtilegt að rekast á hann þar í skemmtigöngunni. En ég var einmitt á Stokkseyri á stofnfundi starfsmannafélags LBHI og gerðist bara svo fræg að ég var kosin í stjórn. Hefði nú alveg vilja sleppa við þetta en svona er þetta bara. Og þar sem að Sverrir Heiðar var líka kostinn í stjórn þá verður nú örugglega staðið fyrir einhverri skemmtilegri hreyfingu.
Annars er skipulag helgarinnar allt að smella saman. Ég á bara eftir að finna mér far inn í Þórsmörk. Því að um helgina á að taka aðeins til hendinni þar, með stórfjölskyldunni. Ef það verður ekki skemmtilegt verð ég illa svikin.
En annars þá varð ég hálf fyrir áfalli á laugardaginn þegar ég heyrði í fréttunum að þeir hefðu fundið týnda Braselíumanninn í fjörunni á Stokkseyri, því að á föstudaginn var ég einmitt á labbi þar. Það hefði nú verið óskemmtilegt að rekast á hann þar í skemmtigöngunni. En ég var einmitt á Stokkseyri á stofnfundi starfsmannafélags LBHI og gerðist bara svo fræg að ég var kosin í stjórn. Hefði nú alveg vilja sleppa við þetta en svona er þetta bara. Og þar sem að Sverrir Heiðar var líka kostinn í stjórn þá verður nú örugglega staðið fyrir einhverri skemmtilegri hreyfingu.
Annars er skipulag helgarinnar allt að smella saman. Ég á bara eftir að finna mér far inn í Þórsmörk. Því að um helgina á að taka aðeins til hendinni þar, með stórfjölskyldunni. Ef það verður ekki skemmtilegt verð ég illa svikin.