föstudagur, september 30, 2005
Afstaðið og frammundan!
Jæja það er bara heilmikið búið að vera að gera núna seinustu daga, og margt á dagskránni á næstunni.
Í gær var heljarinnar fjárhúspartý hérna á Hvanneyri, í tilefni þess að allir nemendur staðarinns eru mættir. Það sést þetta líka á fólki í dag hvað það var gaman. Ég aftur á móti ákvað að vera afspyrnu góð við sjálfa mig og tók extra tíma í heitapottinum eftir æfingu og svo var bara lagst í sófan og ekki tókst mér nú að vera vakandi þar í langan tíma... góður sófi!!
Í dag er svo stefnan sett á Skeiðin. Ekkert svosem merkilegt sem er á dagskránni, en hugsaði bara að ef ég fer ekki núna að hitta hvolpinn þá væri hún varla hvolpur næst þegar ég hitti hana. Auk þess sem að það er alltaf gott að komast HEIM!!
Skrítið annars hvernig þetta orð, heim, getur orðið ruglandi. Ég fer til dæmis heim þegar ég fer á Skeiðin og svo fer ég aftur heim þegar ég fer á Hvanneyri!! Þannig að kunnugir eiga í mestu vandræðum með að fatta hvað er í gangi ;)
Um næstu helgi er svo stefnan sett á Þórsmörkina, og ég er strax farin að hlakka til. Komin með mynnislista yfir það hverju ég ætla ekki að gleyma!
Annars er meira hvað fólk er eitthvað að fjölga sér í kringum mig.
Haukur og Sigga Júlla eru búin að eignast strák.
Örvar og Elísabet eru búin að eignast stelpu.
Tommi og Linda eignuðust stelpu núna í gær eða fyrradag.
Og þau sem eru með með í ofninum eru
Hildur og Siggi Þór,
Gunnhildur og Bjössi,
Eyfi Kiddi og Magga,
Kristín og Audunn norski,
og síðast en ekki sýst Árný og Pálmi.
Þetta er örugglega ekki tæmandi listi, heldur bara það sem ég man eftir í augnablikinu. Og mér er bara spurn, getur fólk ekki hamið sig? En að öllu gamni slepptu þá er þetta fólk alveg vel hæft til undaneldis þannig að heimurinn ætti að fara batnandi. ;)
Í gær var heljarinnar fjárhúspartý hérna á Hvanneyri, í tilefni þess að allir nemendur staðarinns eru mættir. Það sést þetta líka á fólki í dag hvað það var gaman. Ég aftur á móti ákvað að vera afspyrnu góð við sjálfa mig og tók extra tíma í heitapottinum eftir æfingu og svo var bara lagst í sófan og ekki tókst mér nú að vera vakandi þar í langan tíma... góður sófi!!
Í dag er svo stefnan sett á Skeiðin. Ekkert svosem merkilegt sem er á dagskránni, en hugsaði bara að ef ég fer ekki núna að hitta hvolpinn þá væri hún varla hvolpur næst þegar ég hitti hana. Auk þess sem að það er alltaf gott að komast HEIM!!
Skrítið annars hvernig þetta orð, heim, getur orðið ruglandi. Ég fer til dæmis heim þegar ég fer á Skeiðin og svo fer ég aftur heim þegar ég fer á Hvanneyri!! Þannig að kunnugir eiga í mestu vandræðum með að fatta hvað er í gangi ;)
Um næstu helgi er svo stefnan sett á Þórsmörkina, og ég er strax farin að hlakka til. Komin með mynnislista yfir það hverju ég ætla ekki að gleyma!
Annars er meira hvað fólk er eitthvað að fjölga sér í kringum mig.
Haukur og Sigga Júlla eru búin að eignast strák.
Örvar og Elísabet eru búin að eignast stelpu.
Tommi og Linda eignuðust stelpu núna í gær eða fyrradag.
Og þau sem eru með með í ofninum eru
Hildur og Siggi Þór,
Gunnhildur og Bjössi,
Eyfi Kiddi og Magga,
Kristín og Audunn norski,
og síðast en ekki sýst Árný og Pálmi.
Þetta er örugglega ekki tæmandi listi, heldur bara það sem ég man eftir í augnablikinu. Og mér er bara spurn, getur fólk ekki hamið sig? En að öllu gamni slepptu þá er þetta fólk alveg vel hæft til undaneldis þannig að heimurinn ætti að fara batnandi. ;)
miðvikudagur, september 28, 2005
Merkisdagur.
Já dagurinn í dag er mikill merkisdagur hjá mér og nokkuð mörgum öðrum. Hann tengist manneskju sem hefur haft afar mikil áhrif á mitt líf og ég mun geyma ansi margt af því sem hún kenndi mér allt mitt líf. Hún Þórunn amma mín hefði nefnilega orðið 100 ára gömul í dag ef hún væri enn á lífi.
Annars hefur dagurinn hjá mér einkennst af afar miklum strengjum sem ég býst jafnvel við að verði ekki farnir á morgun. Æfingarnar eru sem sagt komnar á fullt!
Annars hefur dagurinn hjá mér einkennst af afar miklum strengjum sem ég býst jafnvel við að verði ekki farnir á morgun. Æfingarnar eru sem sagt komnar á fullt!
sunnudagur, september 25, 2005
Sefur þú í rétta átt?
Bara svona smá pælingar í gangi hérna. Var nefnilega að ræða við vin minn um daginn einhvernvegin barst umræðan af svefni. Hann hafði eitthvað átt í vandræðum með að sofa og hafði farið til einhverrar rússneskrar konu sem stundar einhverskonar rafmagnslækningar og hún sagði honum að hann svæfi í vitlausa átt!! Og þegar hann fór og endurskipulagði herbergið sitt og svaf í rétta átt þá hefur þetta bara ekki verið neitt vandamál.
Ég er svona að spá hvort að það geti ekki verið eitthvað til í þessu. Spurning um að maður geri smá tilraun og fari að snúa rúminu sínu um ca 25° á viku fresti og skrá svo niður hjá sér hvernig svefninn er, eða bara að reyna að finna þessa rússnesku. Reyndar ekki alveg viss um að ég leggi í það því hún setur víst einhverskonar rafmagns straum á hausinn á manni og gáir hvað maður þolir mikið!!
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég frétti það var "Stórir strákar fá raflost!"
Eftir að við röbbuðum um þettar vinirnir hefur ansi mörgum skondnum hugmyndum skotið upp hjá mér. T.d.
- Hvernig getur maður hannað herbergið sitt þegar rúmið er ekki samsíða einhverjum af veggjunum.
- Hvað ef hjón þurfa að sofa í sitt hvora áttina!! Eiga þau þá að sofa í kross??
- Getur verið að þetta hafi valdið einhverjum hjónaskilnaði?
Jæja vildi bara aðeins deila þessu með ykkur, þannig að ef þið komið í heimsókn þá skulið þið ekki láta ykkur bregða við það að rúmið mitt sé kannski bara á miðju gólfinu eins og ég sé í miðjum hreingerningum!!
Nei bara svona smá pælingar.
Ég er svona að spá hvort að það geti ekki verið eitthvað til í þessu. Spurning um að maður geri smá tilraun og fari að snúa rúminu sínu um ca 25° á viku fresti og skrá svo niður hjá sér hvernig svefninn er, eða bara að reyna að finna þessa rússnesku. Reyndar ekki alveg viss um að ég leggi í það því hún setur víst einhverskonar rafmagns straum á hausinn á manni og gáir hvað maður þolir mikið!!
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég frétti það var "Stórir strákar fá raflost!"
Eftir að við röbbuðum um þettar vinirnir hefur ansi mörgum skondnum hugmyndum skotið upp hjá mér. T.d.
- Hvernig getur maður hannað herbergið sitt þegar rúmið er ekki samsíða einhverjum af veggjunum.
- Hvað ef hjón þurfa að sofa í sitt hvora áttina!! Eiga þau þá að sofa í kross??
- Getur verið að þetta hafi valdið einhverjum hjónaskilnaði?
Jæja vildi bara aðeins deila þessu með ykkur, þannig að ef þið komið í heimsókn þá skulið þið ekki láta ykkur bregða við það að rúmið mitt sé kannski bara á miðju gólfinu eins og ég sé í miðjum hreingerningum!!
Nei bara svona smá pælingar.
Skemmtilegt kvöld
Ég verð eiginlega að segja það að það sem maður skipuleggur minnst verður oft það skemmtilegasta.
Svona var sem sagt óskipulagða kvöldið/nóttin hjá mér.
Sat/lá uppi í sófa bara í gúdí fíling að gera ekki neitt og slappa af þegar ég fæ hringingu frá partýgellunum hérna á Hvanneyri. S.s. Emmu, Jósý og Áslaugu. Sverrir var reyndar með þeim í þetta skipti. Var sem sagt feiknar stuð hjá þeim. Emmu langaði þetta líka á ball með Sálinni og var að leita að bílstjóra. Það þurfti nú ekki miklar fortölur til að fá mig til að samþykkja það. Þegar ég síðan kom yfir til þeirra var það bara Emma sem var að fara á ball. Skil ekki í aumingjaskapnum á þeim hinum. En eftir smá tjatt þá fórum við Emma í Hlégarð. Emma var sko búin að redda frímiðum fyrir okkur. Gott að eiga svona vini sem eiga vini innan hljómsveitarinnar. (Halldór þú skuldar okkur sko dans fyrir að redda þér inn.) Alveg dúndur ball og mikið fjör. Svona eftir á þá segja tærnar að það hafi verið aðeins of margir þarna og eyrun segja að það hafi verið of mikill hávaði, eða að ég hefði ekki átt að vera fyrir framan hátalarana mest allt kvöldið. Jæja hvað um það. Hitti alveg helling af fólki sem ég þekkti, tók einn nettan snúning með Sævari Þór. Rooosalega langt síðan ég hef hitt hann. Svo voru auðvitað hellingur af vinum hennar Emmu þarna. Rugla nú nöfnunum á þeim öllum saman, en hú kers. Emma varð nú eitthvað grumpí við Gumma vin sinn þegar hann "gleymdi" að spila uppáhalds lagið hennir. En það leið nú fljótt úr henni og við vorum komnar heim rétt fyrir fimm. Og mikið var nú gott að komast í sturtu og upp í rúm.
Sem sagt mjög skemmtilegt kvöld, og held bara að þetta hafi haft bara góð áhrif á kvefið sem er ekki enn alveg farið.
Svona var sem sagt óskipulagða kvöldið/nóttin hjá mér.
Sat/lá uppi í sófa bara í gúdí fíling að gera ekki neitt og slappa af þegar ég fæ hringingu frá partýgellunum hérna á Hvanneyri. S.s. Emmu, Jósý og Áslaugu. Sverrir var reyndar með þeim í þetta skipti. Var sem sagt feiknar stuð hjá þeim. Emmu langaði þetta líka á ball með Sálinni og var að leita að bílstjóra. Það þurfti nú ekki miklar fortölur til að fá mig til að samþykkja það. Þegar ég síðan kom yfir til þeirra var það bara Emma sem var að fara á ball. Skil ekki í aumingjaskapnum á þeim hinum. En eftir smá tjatt þá fórum við Emma í Hlégarð. Emma var sko búin að redda frímiðum fyrir okkur. Gott að eiga svona vini sem eiga vini innan hljómsveitarinnar. (Halldór þú skuldar okkur sko dans fyrir að redda þér inn.) Alveg dúndur ball og mikið fjör. Svona eftir á þá segja tærnar að það hafi verið aðeins of margir þarna og eyrun segja að það hafi verið of mikill hávaði, eða að ég hefði ekki átt að vera fyrir framan hátalarana mest allt kvöldið. Jæja hvað um það. Hitti alveg helling af fólki sem ég þekkti, tók einn nettan snúning með Sævari Þór. Rooosalega langt síðan ég hef hitt hann. Svo voru auðvitað hellingur af vinum hennar Emmu þarna. Rugla nú nöfnunum á þeim öllum saman, en hú kers. Emma varð nú eitthvað grumpí við Gumma vin sinn þegar hann "gleymdi" að spila uppáhalds lagið hennir. En það leið nú fljótt úr henni og við vorum komnar heim rétt fyrir fimm. Og mikið var nú gott að komast í sturtu og upp í rúm.
Sem sagt mjög skemmtilegt kvöld, og held bara að þetta hafi haft bara góð áhrif á kvefið sem er ekki enn alveg farið.
laugardagur, september 24, 2005
Myndir
Hæ! hæ! og hó hó
Búin að vera frekar óduglega að skrifa hérna. En það er nú ýmislegt verið um að vera.
Það voru auðvitað snilldar réttir um síðustu helgi í alveg indislegu veðri. Var alveg óvenju dugleg að draga kindur. Byrjaði reyndar ekki vel en ég var að draga í fyrsta skipti fyrir Kjartann en sá bara alltaf kindur frá Alla þannig að á endanum dró ég örugglega einar 15 kindur fyrir Kjartan og einar 10 fyrir Alla. Eftir þetta allt var síðan auðvitað réttasúpa heima og ég held að það hafi u.þ.b. 45 manns komið í súpu þetta árið.
Eftir mjaltir, þegar mesta traffíkin var liðin hjá fórum við upp í Laugarás og sóttum nýja meðlim fjölskyldunnar hana Iðu
Síðan hefur vikan liðið á nokkuð venjulegann hátt fyrir utan að hafa verið með kvefpest frá því á miðvikudag. En er vonandi að verða orðin laus við hana núna þannig að ætli maður skelli sér ekki í einhverja hreyfingu sem fyrst.
Chao
Það voru auðvitað snilldar réttir um síðustu helgi í alveg indislegu veðri. Var alveg óvenju dugleg að draga kindur. Byrjaði reyndar ekki vel en ég var að draga í fyrsta skipti fyrir Kjartann en sá bara alltaf kindur frá Alla þannig að á endanum dró ég örugglega einar 15 kindur fyrir Kjartan og einar 10 fyrir Alla. Eftir þetta allt var síðan auðvitað réttasúpa heima og ég held að það hafi u.þ.b. 45 manns komið í súpu þetta árið.
Eftir mjaltir, þegar mesta traffíkin var liðin hjá fórum við upp í Laugarás og sóttum nýja meðlim fjölskyldunnar hana Iðu
Síðan hefur vikan liðið á nokkuð venjulegann hátt fyrir utan að hafa verið með kvefpest frá því á miðvikudag. En er vonandi að verða orðin laus við hana núna þannig að ætli maður skelli sér ekki í einhverja hreyfingu sem fyrst.
Chao
fimmtudagur, september 15, 2005
Tíminn líður hratt.
þegar það er mikið að gera. Bara búið að vera hálfgert stríðsástand í vinnunni og mikið að gera. En ég átti alveg eftir að segja ykkur frá skemmtilegri heimsókn sem við fengum á sunnudaginn í sveitinni. Það komu nefnilega ansi fjörugar systur í heimsókn er með mynd af annari hérna.
og auðvitað af hinni líka
Já engar smá dúllur.
Annars eru bara réttahelgin framundan og mikið að gerast.
og auðvitað af hinni líka
Já engar smá dúllur.
Annars eru bara réttahelgin framundan og mikið að gerast.
laugardagur, september 10, 2005
Föstudagskvöld í sveitinni.
Jæja ég er sem sagt komin í sveitina og langar aðeins að gefa ykkur innsýn í sveitina.
Málið er að þegar ég kom heim þá byrjaði ég auðvitað eins og alltaf að lesa mig í gegnum þann póst sem ég er búin að fá hingað síðan að ég kom síðast. Þetta tók nokkurn tíma þar sem að það eru þrjár vikur síðan ég koma heim. Þegar það var búið var bara kominn kvöld matur. Síðan var ein kýrin að fara að bera en var ekki að leggjast vegna mikils stálma í júgranu þannig að þetta var bara ekki að ganga. Við fórum nokkrum sinnum út og alltaf stóð blessuð kýrin og mændi bara bónar augum á okkur. Eflaust í von um að við myndum láta þetta hætta! Svo um klukkan 22:00 þá sáum við að þetta væri bara ekki að fara að gerast að sjálfu sér og vildum við ekki bíða mikið lengur við það að hjálpa henni. Var þá bara um eitt að gera. Að sækja kálfinn. Fyrst var að sprengja belginn. Við það kom allt legvatnið út og ég held að það hljóti að hafa verið einir 15 lítrar. Síðan var að kanna hvort kálfurinn snéri ekki rétt og snúa honum þar sem hann var kominn upp í loft. Eftir það voru sett bönd á framfæturnar og aftur fyrir eyrun. Þá var bara að toga. Held að kálfurinn hafi ekkert verið á því að vilja koma út, þar sem að hann var alltaf að reyna að kippa löppunum inn aftur. En við reyndum eins og við gátum að hafa vit fyrir honum. Jæja eftir 20 mínútna tog af mis miklum ákafa þá kom hausinn út og þá á þetta nú að vera létt eftir það en þá kom babb í bátinn. Kálfurinn var bara fastur á mjöðmunum. Ekkert smá sem ég varð hrædd um að við værum ekki að ná honum lifandi. Kálfurinn var meira að segja farinn að baula þó svo að hann væri bara hálfur kominn út. En jæja eftir að reyna að toga á marga vegu þá ákváðum við að taka smá hífopp á þetta og gekk þetta þá mjög snögglega þannig að kálfurinn fékk mjúka lendingu ofan á mér. Eins gott að ég ákvað að fara í önnur föt áður en ég kíkti út í fjós.
Sem sagt við náðum kálfinum út lifandi, en mikið vildi ég að þetta hefði nú verð kvíga.
Síðan þegar búið vað að mjólka smá úr kúnni og gefa kálfinum að drekka þá var sest fyrir framan sjónvarpið og horft á lokamót alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
Með kveðju úr sveitinni.
Málið er að þegar ég kom heim þá byrjaði ég auðvitað eins og alltaf að lesa mig í gegnum þann póst sem ég er búin að fá hingað síðan að ég kom síðast. Þetta tók nokkurn tíma þar sem að það eru þrjár vikur síðan ég koma heim. Þegar það var búið var bara kominn kvöld matur. Síðan var ein kýrin að fara að bera en var ekki að leggjast vegna mikils stálma í júgranu þannig að þetta var bara ekki að ganga. Við fórum nokkrum sinnum út og alltaf stóð blessuð kýrin og mændi bara bónar augum á okkur. Eflaust í von um að við myndum láta þetta hætta! Svo um klukkan 22:00 þá sáum við að þetta væri bara ekki að fara að gerast að sjálfu sér og vildum við ekki bíða mikið lengur við það að hjálpa henni. Var þá bara um eitt að gera. Að sækja kálfinn. Fyrst var að sprengja belginn. Við það kom allt legvatnið út og ég held að það hljóti að hafa verið einir 15 lítrar. Síðan var að kanna hvort kálfurinn snéri ekki rétt og snúa honum þar sem hann var kominn upp í loft. Eftir það voru sett bönd á framfæturnar og aftur fyrir eyrun. Þá var bara að toga. Held að kálfurinn hafi ekkert verið á því að vilja koma út, þar sem að hann var alltaf að reyna að kippa löppunum inn aftur. En við reyndum eins og við gátum að hafa vit fyrir honum. Jæja eftir 20 mínútna tog af mis miklum ákafa þá kom hausinn út og þá á þetta nú að vera létt eftir það en þá kom babb í bátinn. Kálfurinn var bara fastur á mjöðmunum. Ekkert smá sem ég varð hrædd um að við værum ekki að ná honum lifandi. Kálfurinn var meira að segja farinn að baula þó svo að hann væri bara hálfur kominn út. En jæja eftir að reyna að toga á marga vegu þá ákváðum við að taka smá hífopp á þetta og gekk þetta þá mjög snögglega þannig að kálfurinn fékk mjúka lendingu ofan á mér. Eins gott að ég ákvað að fara í önnur föt áður en ég kíkti út í fjós.
Sem sagt við náðum kálfinum út lifandi, en mikið vildi ég að þetta hefði nú verð kvíga.
Síðan þegar búið vað að mjólka smá úr kúnni og gefa kálfinum að drekka þá var sest fyrir framan sjónvarpið og horft á lokamót alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
Með kveðju úr sveitinni.
föstudagur, september 09, 2005
Vika í miklum strengjum að verða liðin.
Núna er bar að verða liðin vika frá því að ég skifaði síðast. Vigdís skamm skamm fyrir letina.
En ég er nú ekki búin að sitja auðum höndum.
Búin að taka á móti fullt af nýnemum og taka þá í snöggt námskeið um hvað má og hvað má ekki gera á tölvukerfi skólans.
Vikan hefur líka verið notuð í það að koma sér af stað við æfingarnar. Og hef ég nú ekki haft mjög fjaðrandi göngulag mest alla vikuna, við mikla hrifningu nokkurra samstarfsmanna.
Annars er nú mest holskefla haustsins að verða búin. Jibbý!! Þannig að ég þarf ekkert að taka neina vinnutörn um helgina. Og er stefnan sett á Skeiðin af því tilefni. Og það bara sem fyrst, því það er ansi margt sem mig langar að gera.
* Kíkja á hvolpana.
* Starfa aðeins á Bikarkeppni 16 ár og yngri á Laugarvatni.
* Heilsa aðeins upp á hestana, kýrnar, endurnar, hænurnar og bara sveitina.
Svo er nú alltaf eitthvað sem kemur upp í sveitinni sem þarf að gera.
L8er
En ég er nú ekki búin að sitja auðum höndum.
Búin að taka á móti fullt af nýnemum og taka þá í snöggt námskeið um hvað má og hvað má ekki gera á tölvukerfi skólans.
Vikan hefur líka verið notuð í það að koma sér af stað við æfingarnar. Og hef ég nú ekki haft mjög fjaðrandi göngulag mest alla vikuna, við mikla hrifningu nokkurra samstarfsmanna.
Annars er nú mest holskefla haustsins að verða búin. Jibbý!! Þannig að ég þarf ekkert að taka neina vinnutörn um helgina. Og er stefnan sett á Skeiðin af því tilefni. Og það bara sem fyrst, því það er ansi margt sem mig langar að gera.
* Kíkja á hvolpana.
* Starfa aðeins á Bikarkeppni 16 ár og yngri á Laugarvatni.
* Heilsa aðeins upp á hestana, kýrnar, endurnar, hænurnar og bara sveitina.
Svo er nú alltaf eitthvað sem kemur upp í sveitinni sem þarf að gera.
L8er
laugardagur, september 03, 2005
Og það er kominn laugardagur
Rosalega sem tíminn líður hratt þegar mikið er að gera. Frá því síðast hefur þetta gerst.
Á fimmtudagsmorguninn var heitavatnið komið á aftur. Sem betur fer, því ég var alveg að brjálast á þessu heitavatnsleysi. Segi bara eins gott að engum datt í hug að heimsækja mig á miðvikudaginn.
Á fimmtudagskvöldið hittumst við nokkrar frjálsíþróttaskvísur á indverksum stað og fengum okkur að borða. Rosa góður matur þarna. Fórum síðan á kaffihús og fengum okkur eftirrétt. Alveg indislegt kvöld og alltaf jafn gaman að hittast. Verðum að gera þetta oftar. Sunna takk fyrir frábæra framtakssemi.
Föstudagurinn var síðan alveg á 120 í vinnunni og komst ég að því að ég bara kæmist ekki yfir allt það sem ég ætlaði að gera áður en að bændadeildarnemendurnir mættu á svæðið nema með því að vinna eitthvað um helgina líka. Þannig að ég ákvað að fara bara heldur fyr úr vinnunni og tók fyrstu alvöruæfingu haustsins. Síðan var bara notalegt kvöld og var bara komin nokkuð snemma í bælið, þó svo að maður hafi nú ekki sofnað fyrr en seint og um síðir.
Í morgun laugardag vaknaði ég síðan með þokkalega strengi, eins og ég bjóst nú alveg við. Og er búin að vera hyper dugleg. Á bara eftir að fara yfir verkefni fyrir mánudaginn en ætli ég geri það bara ekki á morgun því hver vill hanga inni þegar það er svona æðislegt veður úti!!
Kveðja frá spítukellingunni á Hvanneyri.
Á fimmtudagsmorguninn var heitavatnið komið á aftur. Sem betur fer, því ég var alveg að brjálast á þessu heitavatnsleysi. Segi bara eins gott að engum datt í hug að heimsækja mig á miðvikudaginn.
Á fimmtudagskvöldið hittumst við nokkrar frjálsíþróttaskvísur á indverksum stað og fengum okkur að borða. Rosa góður matur þarna. Fórum síðan á kaffihús og fengum okkur eftirrétt. Alveg indislegt kvöld og alltaf jafn gaman að hittast. Verðum að gera þetta oftar. Sunna takk fyrir frábæra framtakssemi.
Föstudagurinn var síðan alveg á 120 í vinnunni og komst ég að því að ég bara kæmist ekki yfir allt það sem ég ætlaði að gera áður en að bændadeildarnemendurnir mættu á svæðið nema með því að vinna eitthvað um helgina líka. Þannig að ég ákvað að fara bara heldur fyr úr vinnunni og tók fyrstu alvöruæfingu haustsins. Síðan var bara notalegt kvöld og var bara komin nokkuð snemma í bælið, þó svo að maður hafi nú ekki sofnað fyrr en seint og um síðir.
Í morgun laugardag vaknaði ég síðan með þokkalega strengi, eins og ég bjóst nú alveg við. Og er búin að vera hyper dugleg. Á bara eftir að fara yfir verkefni fyrir mánudaginn en ætli ég geri það bara ekki á morgun því hver vill hanga inni þegar það er svona æðislegt veður úti!!
Kveðja frá spítukellingunni á Hvanneyri.