<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, desember 29, 2005

Jólin Jólin 

Já aðal jóladagarnir eru bara búnir :( En þá líður nú að áramótum :)
Ég var heima í sveitinni um jólin og hafði það bara virkilega gott og fékk eins og einhver sagði bara fullkomnar jólagjafir.
En svo þarf maður bara að mæta aftur í vinnuna. Alveg óþolandi... en ætli maður velji sér þetta ekki sjálfur ;)
Er ekkert búin að vera sérlega dugleg að æfa seinustu daga en í gær var ýmislegt unnið upp á 4 tíma æfingu. Geri aðrir betur en inni í þessum tíma var nú 30 mín afslöppun í heitapottinum. Mér var alveg farið að klæja í alla vöðva sem gerir mig alveg ofvirka. Og ég held að það sé ekki til neitt betra en að hvíla sig þegar maður er þreyttur ;)

sunnudagur, desember 25, 2005

GLEÐILEG JÓL

föstudagur, desember 23, 2005

Komin í jólafrí 

Já ég er bara komin í jólafrí. :)

Mikið er nú gott að geta aðeins stússast fyrir jólin án þess að vera í einhverju stressi. Búin að vera mjög dugleg í jólaundribúningnum (að mínu mati). Búin að kaupa allar jólagjafirnar, búin að baka helling, búin að þrífa enn meira og búin að fara á 2 góðar æfingar hérna í sveitinni. Held ég hafi bara sjaldan fengið svona líka strengi í kálfana. Eitthvað eru sveitaæfingarnar öðruvísi en þessar sem ég er búin að vera að gera síðustu vikurnar ;)

Annars verð ég bara að koma því að að Gestur bróðir er að reyna að fá einhverja athygli. Allavega held ég að hann eigi ekki mikinn séns á að komast í borgarstjórn með því að vera í 3. sæti á lista Framsóknar. Þannig að þetta hlýtur að vera hrein og klár athyglissýki!!

Ekki meira núna ætla að halda áfram að slappa af!!

þriðjudagur, desember 20, 2005

Börn börn og fleiri börn. 

Já nú koma enn einar barna fréttirnar.
Tvær frænkur mínar eru búnar að eignast börn. Og findin tilviljun það að þær heita báðar Linda.
Linda Líf átti strák 15. des og Linda Björk gaf mömmu sinni stelpu í afmælisgjöf í gær 19. des.
Til hamingju báðar tvær.

Annars er bara sama jólastemmingin í gangi hérna á Hvanneyri. Seinasta prófið er í gangi núna og margir nemendur farnir af svæðinu.

Mikið verður nú gott að komast í smá jólafrí. En ég verð líklega að vinna eitthvað á morgun. En eftir það held ég að ég verði ekki til nokkurs gagns í vinnunni.

mánudagur, desember 19, 2005

Jólin eru bara að koma. 

Var um helgina á Suðurlandinu í jólaundirbúningi. Kom reyndar þangað afar slöpp eftir heiftarlega magakveisu. Var bara als ekki gagnleg í vinnunni á föstudaginn þannig að eftir að hafa prentað út nokkur próf og komið þeim á réttan stað lét ég mig bara hverfa. Mætti síðan aftur á fund eftir hádegið í Reykjavíkinni. Enda hætt að kastaupp. Þetta er fundur sem ég hef verið að bíða eftir í næstum því ár. En þetta var kynningarfundur á nýja stofnanasamninginum. Er allt að stefna í það að ég sé að fá 30.000 kr. launahækkun núna á næstunni. :D :D :D
Á laugardaginn var síðan þrifið og þrifið alveg heljarinar ósköp og ég er bara alveg komin í jólaskapið. Verst að þurfa að vera að mæta í vinnuna! En það er bara svo margt sem ég á eftir að gera þar til að ég get farið í jólafrí. Púff púff.

Svo er jólasveinasagan hans Flóka bara komið á fosíðu DV.

Best að halda áfram að gera eitthvað.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Horfum til himins!! 

Já mér varð litið til himins núna áðan og þetta blasti við mér.






Ekki amalegt jólaskraut það.
En Axel tók myndirnar

miðvikudagur, desember 14, 2005

Jólasveinasaga Séra Flóka 

Það er bara allt upp í loft hérna á Hvanneyri eftir að Flóki sem er að kenna í barnaskólanum sagði sex ára börnunum sögu af Jólasveininum. Ég ætla svo sem ekki að koma með söguna hérna en viðbrögð barnanna voru mjög misjöfn.

Einn ætlaði skooo samt að koma með jólasveinahúfu í skólann.

Annar taldi Prestinn vera að ljúga.

Þriðja barnið var með það á hreinu að Flóki væri bara svektur út í Jólasveininn því hann hefði ekki fengið í skóinn í mörg ár. Flóki færi nefnilega allt of seint að sofa.

En viðbrögð foreldranna voru samt öll mjög svipuð. Allir mjög reiðir og þessi saga er mikið rædd á kaffistofum og annarstaðar sem fólk kemur saman hér um slóðir.

Allavega var það Stúfur sem kom til byggða í nótt.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Nýjar myndir 

Vá ég er að skrifa hérna þriðja daginn í röð...
En ég hef svo sem ekkert merkilegt að segja. Lífið gengur sinn vana gang.
S.s.
- Vakna
- Borða morgunmat yfir sjónvarpinu
- Setja þvott í þvottavélina
- Fara í vinnuna
- Vinna helling
- Koma heim úr vinnunni
- Hengja upp úr þvottavélinni
- Fara á æfingu
- Koma stundum við í Bónus og/eða Samkaup
- Elda mat
- Borða mat
- Brjóta saman þvott
- Slappa af í sófanum fyrir framan sjónvarpið
- Sofna yfir fyrstu blaðsíðunni í bókinni sem ég er að lesa.

Annars er ég búin að setja inn myndir frá Hveravallaferðinni.

mánudagur, desember 12, 2005

Umræður um ÍSÍ styrki 

Það er mikið spjallað og á eflaust eftir að verða spjallað um síðustu úthlutun úr Afrekssjóði - ÍSÍ. Ég vil byrja á því að óska þeim innilega til hamingju sem fengu styrk úr honum og eru þau öll vel að honum komin. Það skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli fyrir fólk sem vill legja allt sitt í íþróttina að þurfa ekki að stunda aðra vinnu með.
Það sem kom mér hinsvegar mikið á óvart er gríðarlegur munur á því hvað Ásdís og Silja eru að fá. Skil bara ekki hvaða forsendur liggja þarna að baki.
En ég er líka mjög hissa á því að hafa ekki frétt af neinum sundmanni í þessum hópi fyrir utan Kristínu Rós.

En hvað finnst fólki um þessa breytingu að Fatlaðir íþróttamenn séu að fá úr þessum sjóði?

sunnudagur, desember 11, 2005

Jæja nú er ég aldeilis búin að vera löt. 

Já bara ekkert búin að segja frá ferðinni inn á Hveravelli. Sem var bara snilld. En reyndar aðeins og lítill snjór til að geta gert allt sem stefnt var á, en þá var bara planinu breytt. Ekki oft sem að þessi hópur er aðgerðalaus. Heilmikið sem við prufuðum jeppana og ég verð eiginlega að segja að bílarnir þeirra bræðra Unnars og Dassa báru af. Þó voru aðrir ekkert slor. Og eftir góða ferð inn í Þjófadali var laugin notið kannski óhóflega mikið.
Ekki var nú hægt að segja ... og allir komu þeir aftur... því að við þurftum að skilja bílinn hans Trausta eftir. Viðgerðin á dekkinu dugði bara als ekki.

Þessa helgina er ég síðan búin að vera heima í sveinni. Og er búin að gera ýmislegt. Þvo bílinn ( enda ekki van þörf á ) og baka smákökur með mömmu. Fyrir utan léttar æfingar.

Læt heyra betur í mér síðar. Og aldrei að vita nema að ég skelli inn myndum við tækifæri.

föstudagur, desember 02, 2005

Helgin frammundan... 

verður skemmtileg. Er að fara upp á fjöll með skemmtilegu fólki. Hvað verður gert er alveg óvíst en eitt er 200% öruggt að það verður skemmtilegt.
Annars er ég búin að vera að taka vel á því á æfingunum síðustu daga. Tók svo vel á því í snörutoginu á mánudag að ég er enn helstíf í trappanum þannig að afslappandi helgi er vel þegin.
Svo eru jólin bara alveg að koma. Ég er alveg komin með þau í magann allavega og slatti af jólaseríum eru komnar upp í Himnaríki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?