<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 29, 2004

Vá!! 

Þetta er ekkert smá geðveikt flottur völlur á Sauðárkrók.
Gekk ekkert sérstaklega að kasta langt í mótinu, en var að gera ýmsa hluti vel en, eins og oft áður þá gengu hlutirnar ekki allir upp í einu kasti. Í einu kastinu gekk vel að keyra í gegn í öðru gekk vel að halda sér í réttum halla og í því þriðja gekk að geyma en þetta fer nú allt að koma. En það var ekki vellinum eða aðstæðunum að kenna að ég var ekki að kasta langt.
Annars var bara brunað til baka aftur á Hvanneyri í gærkvöldi og svo í morgun beint heim í sveitina. Þar gekk nú á ýmsu í dag. T.d.
Einni kvígu tókst að hengja sig í stíunni í nótt, við skiljum samt ekki hvernig??
Við settum út kýrna í fyrsta sinn á þessu ári.
Hellingur af skyldfólki kom í heimsókn.
og fl. og fl.
Og á morgun verður örugglega heilmikið að gera þannig að það er best fyrir mig að fara að koma mér í bælið.

föstudagur, maí 28, 2004

Sauðárkrókur í kvöld 

Jæja nú er komið að því. Maður er að fara eitthvað annað en á Reykjavíkursvæðið til að keppa. Hlakka mikið til þess. Það verður ekkert smá gaman að prufa völlinn. Vonandi nær maður að kasta eins og manneskja þar. En hvað sem verður þá stefni ég á að hafa gaman af þessu. :)
Annars er útskrift hérna á Hvanneyri í dag. Til hamingju krakkar sem eruð að útskrifast. Og fyrir þá sem náðu ekki að útskrifast núna, gengur betur næst.
Jæja þá er bara að kíkja á veðurspána og plana hvaða föt maður tekur með sér.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Þvílík snilld ; ) 

Ég verð nú bara að segja það að veðrið er bara búið að vera aldeilis að skemmta mér núna.
Var gjörsamlega á stuttbuxum og bol í gær. Og nota bene mér var ekki kallt. Og þetta veður bara hélt áfram og áfram ;)
Síðan síðast þá er ég búin að keppa á einu móti. Kastaði 49,11 m frekar lélegt mót samt. Ég er bara svo stíf í bakinu að það er bara ekkert alveg að ganga upp hjá mér. Samt er ég búin að vera að vinna í að liðka þetta, en finnst það frekar versna en hitt. En þetta hlýtur að liðkast á endanum.
Í gær var sem sagt mjög liðkandi æfing. Tók æfingar yfir grindur, lyfti smá og teygði alveg í klukkutíma. Ekkert smá þolinmæði í gangi þar. Og endaði síðan í heitapottinum.
Vaknaði síðan bara þokkalega stíf í morgun.

Annars er stefnt á rólegan dag í dag. Allavega svona eins rólegur og dagur fyrir úrskrift getur verið. Ég er samt enn búin að sleppa við skammir frá Rektor, lenti núna á öðrum. Hann þarf alltaf að skammast svoltið þegar hann er stressaður.
Síðan er stefnt á að losa sig fjótt úr útskriftinni á morgun og fara á Sauðárkrók. Það verður nú gaman að testa völlin þar aðeins. ;)

mánudagur, maí 24, 2004

Sumar! 

Nú vona ég að sumarið sé komið. Alla vega er Bjarni Guðmunds kominn á hjólið og þá getur sumarið ekki verið langt undan. Annars er ekkert að frétta. Var bara í sveitinni um helgina. Dúllaði mér svoltið í blómunum og slappaði af.
Er ekki enn búin að gera við bílinn minn þannig að hann er enn með tölvusnúru viðgerðina. Fékk bílinn lánaðann hjá Mömmu og Pabba til að komast örugglega norður á föstudaginn. Þau fara þá bara á Selfoss í vikunni með hávaða og látum eins og ég er búin að ferðast í nokkra mánuði. Þau kvarta nú svoltið en ég er nú bara orðin vön þessu. En ætli það endi nú ekki á því að maður þurfi að fara eiða peningum í "nýjan" bíl.
Sumar kveðja frá Hvanneyri ;)

laugardagur, maí 22, 2004

Einn af þessum slæmu dögum. 

Jæja nú ætla ég mér bara að leifa mér að vorkenna mér svoltið. Þannig er það nú bara að dagurinn byrjaði á því að ég gat ekki sofið nema í nokkra tíma. Bölvaðar hrotur á neðri hæðinni. Blessaður gamli maðurinn getur nú ekkert gert að þessu en í nótt fór þetta í pirrurnar á mér. Síðan var þetta líka góða veður fram eftir degi, sem breyttist að sjálfsögðu þegar kom að frjálsíþróttamótinu því lík hörmung. Rok og rigning og meiri rigning. En það sem ég vorkenni mér mest út af er það að hundurinn minn hún Hera dó í dag. Blessunin hún var nú að verða 15 ára. En ég á eftir að sakna þess að komast ekki hjá því að heilsa henni fyrst af öllum þegar ég kem heim. Það eitt var hún með á hreynu það var hljóðið í bílnum mínum. Þó svo að hún væri svotil hætt að heyra nokkurn hlut, þá kom hún alltaf hlaupandi á móti manni. Brosandi út að eyrum og dillandi skottinu þannig að maður var hissa að það var ekki löngu dottið af.
Hún var bestust !!

föstudagur, maí 21, 2004

Það var frídagur í gær 

Jæja það var frídagur í gær og dagurinn notaður í sveitinni heima. Og auðvitað var tekin góð æfing líka. Var reyndar þokkalega stíf eftir samæfinguna á Laugarvatni. Það var svo kalt þar að það var ekki findið. Ekki margir sem mættu þar. Svona svipað og ég bjóst við.
Annars er það í fréttum að Vormót UMSB er í kvöld og ætla ég að kasta spjóti þar. Nokkuð gott að þurfa til tilbreytingar ekki að ferðast í klukkutíma í bíl fyrir keppni. Vonandi verður þokkalegt veður. Það eru 8°C núna hérna á Hvanneyri. Vonandi hlýnar svoltið þegar líður á daginn. Auk þess er yfirleitt hlýrra í Borgarnesi en hérna. En hvað svo sem verður þá ætla ég að kasta.

Tshaá

miðvikudagur, maí 19, 2004

Góð æfing í kuldanum í gær 

Jæja tók bara nokkuð góða æfingu í gær. Reyndar eins og seinustu daga þá er vont að halda á spjótinu í kuldanum. Er að leita mér að vetlingum sem ég get verið í meðan ég kasta. Það er sko ekki gott að kasta frosin á puttunum.
S.s. ég kastaði heilan helling á grasinu, þar sem fótboltamenn voru á æfingu á vitlausum stöðum á vellinum. En tók svo nokkra stutta spretti og svo var nelgt á lyftingar. Var reyndar orðin nokkuð stíf þegar ég byrjaði á því, en þá var bara tekið tillit til þess. Síðan eftir 3 tíma æfingu var slappað af í heitu pottunum. Eitt það nauðsynlegasta eftir æfingar úti í kuldanum.
Morgunin í dag byrjaði síðan á þann hátt að ég svaf yfir mig. Vaknaði bara við það að vinnu síminn minn var að hringja. Þannig að ég ætti að vera þokkalega sofin, en missti þó af morgunæfingunni. :(
Annars eru við Skarphéðinsmenn með samæfingu á Laugarvatni í kvöld, það verður gaman að sjá hverjir það eru sem mæta þar. Vonandi eitthvað fleiri en ég held ;)


þriðjudagur, maí 18, 2004

Dugleg 

Jæja nú er ég búin að láta verða af því. Ég er búin að bæta inn linki á myndir. Reyndar kemur þá berlega í ljós að ég er ekki sú duglegasta við að taka myndir. Meiri hlutinn af myndunum er tekin af Vilborgu Jóhanns. Þetta verður vonandi til þess að ég verð duglegri við að taka myndir.

Vola

Keppnir og ekki keppnir 

Jæja! ekkert varð úr því að ég keppti í Hafnarfirðinum á laugardaginn. Það var bara ekki nokkurt vit vegna veðurs. En ég notaði samt ferðina í staðin til að eyða slatta af peningum í hitt og þetta. Eitthvað varð ég nú að gera í staðin.
Eurovision grillið var síðan þetta líka góða partý hjá Sirrý. Mjög skemmtilegt á meðan það stóð. Það var nefnilega nokkuð snöggt gaman hjá sumum aðilum. Saknaði þess mjög að hafa ekki myndavélina þegar Jón Þór var ælandi í klósettið og Júlli í ruslafötuna. Og viti menn þetta var um kl. 23.00. Þeir voru nefnileag frekar óheppnir með lönd sem þeir áttu að drekka fyrir.
Annars ætla ég ekki neitt að segja um þessa Söngvakeppni þar sem ég tel þetta vera orðið allt of pólitískt og sem sagt tómt bull og þvæla.
Síðan í gær fór ég aftur í Hafnarfjörðin að keppa. Ég var nú að spá í að láta það vera að segja frá því, en svo vel gekk það !!! Það var nefnilega eins og við manninn mælt að þegar við áttum að fara að byrja kom þessi lika rigning og vindurinn snéri sér þannig að hann var sirka kl 10 en ekki 2 eins og við viljum hafa hann. En ég kastaði og kastaði. 47,57 m en get nú huggað mig við það að maður verður að eita slæm mót til að geta glaðst yfir góðu mótunum. ;) og ég vona að eitt slíkt verði á föstudaginn, í Borgarnesi.

Over and out.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Jæja 

Jæja eitthvað er ég nú enn í góðu skapi. Samt eru nú nokkrir búnir að reyna að lemja það niður, gengur ekki hí á þá. En það er samt alveg ótrúlegt hvað maður getur víst gengið fram af fólki alveg án þess að taka eftir því. Ég gerði þetta víst við einn nemanda hérna og það er bara búið að röfla yfir mér á netinu. Sagði þessum nemanda víst að þeim mun fleiri sem röfluðu í mér yfir einhverju þeim mun lengur tæki það mig að koma mér til að gera þetta. Sérstaklega þegar sama fólkið er að röfla aftur og aftur, eins og því sé borgað fyrir það. Eitthvað hef ég nú verið orðin pirruð þegar þessi annars ágæti nemandi talaði við mig, en ég var bara búin að ákveða að ganga ekki á allar tölvur staðarins til að uppfæra eitt forrit, þar sem það er nú stutt í að það eigi að strauja allar tölvurnar.
En þetta er nú bara dæmi um hvað sumir hlusta bara á hluta af því sem maður segir.
Jæja bara gaman af þessu.

Svo var undankeppnin í Eurovision í gær og ég fylgdist aðeins með því með öðru eyranu. Mitt álit er það að þetta voru meira og minna léleg lög, og það skársta komst ekki einu sinni áfram. Annað hvort er þetta tómur klíkuskapur og menn kjósa ekki eftir sinni sannfæringu, eða að fólk hafi bara fáránlegan tónlistarsmekk. Vonandi verður þetta eitthvað betra á laugardaginn. Annars gef ég bara frat í þessa keppni.

Ekki meira sem liggur á mínu hjarta í augnablikinu.


þriðjudagur, maí 11, 2004

Það er bara góða skapið! 

Jæja ég er bara búin að vera í endalaust góðu skapi í dag. Skil bara ekkert í þessu. En svona dagar koma bara inn á milli. Ég fór í gær í Laugardalinn á milljandi æfingu. Heilmikið gott að gerast. Stífnaði reyndar svoltið upp í náranum en það jarnaði sig fljótt aftur. Allavega finn ég ekki mikið fyrir því þessa stundina. Hef reyndar ekki reynt neitt mikið á það en það kemur bara í ljós.

Ég er búin að bæta inn tengli á Tótu Fljótu. Gengur náttla ekki að hafa hana ekki með á listanum. Eins er ég búin að setja inn mótin sem ég er að plana að fara á í sumar. Eflaust á ég nú eftir að bæta einhverju inn og taka eitthvað út, en eins og er þá er þetta planið. Svo þarf ég endilega að fara að drífa í því að koma mynda link inn á síðuna. Geri það vonandi fljótlega.

Áfram í góða skapinu og vonandi sem legnst ;)

laugardagur, maí 08, 2004

Sól og sumar 

Jæja nú er veðrið aldeilis orðið betra og ég varla tolli inni við til að koma í kaffi. En annars þá skrapp ég á landsliðsæfingu í morgun, og ákvað bara að skella mér á eitt mót.
Kastaði bara ágætlega 49,90 m en er greinilega ekki búin að jafna mig fullkomlega á flensunni, þar sem að ég varð bara þreytt í atrennunni og átti bara erfitt með að klára í gegn. Þannig að bæting á ársbesta um 1,60 m er bara blússandi gott. Vonandi heldur þetta áfram svona. Annars er nú algjör vítamín sprauta að hitta krakkana og það líka í svona glæsilegu veðri. Það er síðan planið hjá þeim sem geta að fara í Keiluhöllina kl.19:30 í kvöld en veit ekki hvort að ég fari þangað, þar sem ég er nú komin heim í sveitina og út í garð að stússast.
Jæja út í sólina.

föstudagur, maí 07, 2004

Föstudagur :D 

Jæja núna er enn einu sinni kominn föstudagur. Skrítið hvað föstudagar eru miklu betri dagar en aðrir dagar. Wonder why!!
En planið þessa helgina er frekar svona í lausu lofti. Það er landsliðsæfing á morgun kl. 11:00 og er stefnt að því að mæta þar. Það eru nú á móta skrá einhver mót í Hafnarfirðinum en ég ætla að bíða og sjá hvernig veðrið er áður en ég ákveð hvað ég geri í þeim málum. Síðast en ekki síst þá er líka formúla þessa helgina þannig að það er heilmargt í boði fyrir utan nátla ýmislegt skrall sem er væntanlegt.
Seinustu dagar hef ég verið ýkt dugleg á æfingum og er öll að koma til eftir veikindin og það sem er kannski eftirtektaverðast er að ég er alveg að liðkast. Alla vega finn ég mikinn mun, þó svo að aðrir geti alltaf gert lítið úr liðleika manns með því að vera liðamótalausir. Nefni engin nöfn!!!!!!
Annars er mér sagt, af ótrúverðugum mönnum í útvarpinu að það eigi að hlýna í dag. Vonandi gerist það og veturinn fari að skilja við okkur.

Ekki verður sagt meira í þessum pistli, veriði sæl.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Þetta er nú ekki mönnum bjóðandi 

Ég verð bara að segja það. Ég vaknaði í morgun og það var bara snjór úti. Birr. Ég sem hélt að nú væri sumarið komið.
Annars er ég komin á svoltið skrið í æfingunum eftir veikindin en er greinilega enn að jafna mig.
Droppaði niður um 10 kg. í Cleani og ég legg ekki meira á ykkur.
En andinn er allur koimnn í lag og æfi bara betur í staðinn.
Tók hörku æfingu í gær morgun. 10 x 40 m spretti, hopp, og medisinbolta. Held að ég hafi þó ekki náð að vekja neinn með boltunum nema þá kýrnar því ég valdi mér hlöðuvegginn til að kasta í. Lá bara beinast við. Á eftir að heyra frá fjósameistaranum hvort kýrnar hafi verið eitthvað órólegri heldur en venjulega. Annars eru þær nú alveg að fara að flytja í nýtt fjós og þegar þær eru farnar þá þarf ég ekkert að hugsa um það hvort nytin detti niður í kúnum við lætin í mér.

S.s. æfinga aðstaðan hérna á Hvanneyri er alltaf að batna ( s.s. úr 0 í smá) ;)

laugardagur, maí 01, 2004

Risin úr rekkju 

Jæja loksins taldi ég mig vera komna með heilsu til að gera eitthvað. Skellti mér á eina létta æfingu hérna á Vorsabæjarveginum. 10x100 m með 90 sek hvíld á milli . Þetta er yfirleitt bara létt en komst að því að svo er ekki endilega þegar maður er að stíga upp úr kvefpest og er enn með leifar í nösunum. En mikið leið mér nú betur á eftir og eflaust losar þetta mig við slenið sem er búið að vera að hrjá mig. Tók líka nokkur hopp. Svo verður bara tekið í spjótið og allt sett á fullt á morgun. Ekki seinna vænna.
Annars er bara þetta líka góða veður komið og allt á fullu í vorverkunum í sveitinni. Ekki er nú hægt að láta það fram hjá sér fara.
Bless í bili



This page is powered by Blogger. Isn't yours?