laugardagur, júlí 30, 2005
Myndir
föstudagur, júlí 29, 2005
Verslunarmannahelgin að byrja.
Jæja nú er ferðahelgin rétt að skella á. Og eitthvað ætla menn að fara að mótmæla og mynda teppur og þá er ég að spá hvaða leið maður ætti að fara á suðurlandið ef þetta fer allt í stöppu.
- Uxahryggir á Þyngvelli. (Stórgrýtið ekki alveg heillandi á litla bílnum mínum.)
- Kjósaskarðið.
- Mosfellsheiðin á Þyngvelli. (Gæti myndast röð þannig að maður kæmist ekki inn á afleggjarann.
- Hafravatnsleiðin. (Alveg örugglega teppt og gæti líka verið teppt við hinn endann.
Þannig að núna eins og er þá lítur út fyrir að Kjósaskarðið verði fyrir valinu. Ef það verður heljarinnar stappa og röð myndast að göngunum þá getur maður alltaf farið Hvalfjörðinn og þaðan Kjósaskarðið.
Annars er bara spurning um að hafa svoltið gaman að þessu. Smá tilbreyting frá rútínunni.
- Uxahryggir á Þyngvelli. (Stórgrýtið ekki alveg heillandi á litla bílnum mínum.)
- Kjósaskarðið.
- Mosfellsheiðin á Þyngvelli. (Gæti myndast röð þannig að maður kæmist ekki inn á afleggjarann.
- Hafravatnsleiðin. (Alveg örugglega teppt og gæti líka verið teppt við hinn endann.
Þannig að núna eins og er þá lítur út fyrir að Kjósaskarðið verði fyrir valinu. Ef það verður heljarinnar stappa og röð myndast að göngunum þá getur maður alltaf farið Hvalfjörðinn og þaðan Kjósaskarðið.
Annars er bara spurning um að hafa svoltið gaman að þessu. Smá tilbreyting frá rútínunni.
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Upp! Upp! Upp á fjall.
Jæja ég held bara að ég sé að verða góð af slappleikanum sem hefur verið að hrjá mig undanfarið. (Þó fyrr hefði verið...) Reyndar tókst mér samt að sofa yfir mig í gær. Kemur ekki oft fyrir á mínum bæ. En ég held að það sé ekki vegna veikinda. Allavega vaknaði ég bara við það að samstarfsmaður hringdi í vinnugemsan. Byrjaði bara svona eins og í gríni að hann hafi bara verið að hugsa um að vekja mig. Síðan trúði hann mér auðvitað ekki þegar ég sagði honum að hann hefði einmitt verið að því. Enda mun vanari því að ég sé að vekja hann snemma á morgnana. Síðan var ég geispandi allan morgunin, en var komin á svo gott strik eftir hádegi að ég skellti mér upp á Brekkufjall eftir vinnu. Þá er ég sem sagt búin að ganga á tvö af fjöllunum hérna í kringum mig og það eru þó nokkur eftir.
Svo vonar maður bara að þessi fjallgöngu megrunaraðferð sé að virka.
Svo vonar maður bara að þessi fjallgöngu megrunaraðferð sé að virka.
mánudagur, júlí 25, 2005
Neikvætt - Jákvætt!!
Jæja nú er helgin búin. Það var ýmislegt gert. Sumt jákvætt og annað ekki eins jákvætt.
Fyrst eitt afar neikvætt. Skráning mín í spjótkastið á MÍ var eina skráningin frá HSK. Ágústa var skráð undir merkjum Selfoss. Ég hélt að þetta væri bara eins og venjulega að engin hefði munað eftir að hafa samband við mig og vitað að ég myndi redda mér sjálf, sem ég og gerði, en þetta er auðvitað bara mjög lélegt af fólki að mæta ekki. Það er ekki eins og að sveitamennirnir verði að vera við sveitastörf alla mögulega og ómögulega þurrkdaga eins og í gamladaga!!
Annað aðeins jákvæðara en samt ekki mikið. En ég náði að kasta spjótin 49,22 m í spjótinu og lenda í 2. sæti. Miðað við heilsu mína upp á síðkastið þá er ég bara þokkalega sátt við þetta. En það sem gerði þetta svolitð spennandi fyrir mig var að Ásdís var næstum því búin að klúðra keppninni fyrir sér. En að lokum náði hún einu ekki alveg misheppnuðu kasti yfir 52 metrana. Ég hefði nú auðvitað með svolítilli heppni átt að geta kastað lengra, en heppni hefur kannski ekki alveg verið mín sterkasta hlið.
Eitt mjög jákvætt. Á laugardagskvöldið flaug ég til baka frá Egilstöðum.(Félagsskýtur..... en hvers félags...) Um það flug hef ég bara eitt að segja. VÁÁ!!! Það var alveg heiðskýrt þannig að flugmaðurinn, sem ég b.t.w. þekki, ákvað að flúga lágt og yfir skemmtileg svæði. Ég var sem sagt með hálsríg þegar ég lenti því ég horfði svo mikið út um gluggan, alveg með útivistarbakteríuna grassandi um líkamann. Við flugum t.d. yfir Herðubreiðarlindir, Öskjuvatn, Trölladingju, Þjórsárver, Gullfoss, Laugarvatn og Þingvelli. Ekkert smá flott. Gleymdi mér auðvitað alveg og tók ekki neinar myndir, enda ekki alveg þekkt fyrir að vera klár myndatakari allavega ekki út um glugga.
Þannig að ég með mína bakteríu skellti mér upp á Hafnarfjall í gær í þvílíku blíðunni, og sá alla þokuna sem var yfir Reykjavík og nágrenni ;)
Stefnan er síðan bara sett upp á fleiri fjöll á næstunni.
Fyrst eitt afar neikvætt. Skráning mín í spjótkastið á MÍ var eina skráningin frá HSK. Ágústa var skráð undir merkjum Selfoss. Ég hélt að þetta væri bara eins og venjulega að engin hefði munað eftir að hafa samband við mig og vitað að ég myndi redda mér sjálf, sem ég og gerði, en þetta er auðvitað bara mjög lélegt af fólki að mæta ekki. Það er ekki eins og að sveitamennirnir verði að vera við sveitastörf alla mögulega og ómögulega þurrkdaga eins og í gamladaga!!
Annað aðeins jákvæðara en samt ekki mikið. En ég náði að kasta spjótin 49,22 m í spjótinu og lenda í 2. sæti. Miðað við heilsu mína upp á síðkastið þá er ég bara þokkalega sátt við þetta. En það sem gerði þetta svolitð spennandi fyrir mig var að Ásdís var næstum því búin að klúðra keppninni fyrir sér. En að lokum náði hún einu ekki alveg misheppnuðu kasti yfir 52 metrana. Ég hefði nú auðvitað með svolítilli heppni átt að geta kastað lengra, en heppni hefur kannski ekki alveg verið mín sterkasta hlið.
Eitt mjög jákvætt. Á laugardagskvöldið flaug ég til baka frá Egilstöðum.(Félagsskýtur..... en hvers félags...) Um það flug hef ég bara eitt að segja. VÁÁ!!! Það var alveg heiðskýrt þannig að flugmaðurinn, sem ég b.t.w. þekki, ákvað að flúga lágt og yfir skemmtileg svæði. Ég var sem sagt með hálsríg þegar ég lenti því ég horfði svo mikið út um gluggan, alveg með útivistarbakteríuna grassandi um líkamann. Við flugum t.d. yfir Herðubreiðarlindir, Öskjuvatn, Trölladingju, Þjórsárver, Gullfoss, Laugarvatn og Þingvelli. Ekkert smá flott. Gleymdi mér auðvitað alveg og tók ekki neinar myndir, enda ekki alveg þekkt fyrir að vera klár myndatakari allavega ekki út um glugga.
Þannig að ég með mína bakteríu skellti mér upp á Hafnarfjall í gær í þvílíku blíðunni, og sá alla þokuna sem var yfir Reykjavík og nágrenni ;)
Stefnan er síðan bara sett upp á fleiri fjöll á næstunni.
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Allt í áttina.
Já ég held ég barasta á leiðinni að því að verað orðin góð að þessu kvefi. Auðvitað ekki 100% en ég fór samt og hreyfði mig aðeins í gær og ólíkt seinustu skiptum sem ég hef reynt þetta þá gat ég ekki talið púlsin í hausnum. S.s. höfuðverkurinn er farinn. En það er samt enn eitthvað í hálsinum sem er að pirra mig. Ef það er eitthvað sem pirrar mig þá er það þetta.
Annars fór ég á sunnudaginn og kíkti á hvolpana sem við ætlum að velja úr. Ekkert smá gaman af þessu. Get varla beðið eftir því að fara að skoða þá þegar þeir eru búnir að opna augun til að spá í hvaða persónuleiki henti best. Ég tók nokkrar myndir og set eitthvað inn fljótlega.
Annars fór ég á sunnudaginn og kíkti á hvolpana sem við ætlum að velja úr. Ekkert smá gaman af þessu. Get varla beðið eftir því að fara að skoða þá þegar þeir eru búnir að opna augun til að spá í hvaða persónuleiki henti best. Ég tók nokkrar myndir og set eitthvað inn fljótlega.
laugardagur, júlí 16, 2005
Þetta er bara orðið alveg óþolandi!!
Ég er búin að vera með kvef og hitavellu núna í tvær vikur. Það er bara mikið meira en ég þoli. Spurning um að far að panta geðlyf til að halda þeirri heilsu.
Annars er ég eða skugginn af mér búin að vera að mæta í vinnu í vikunni og helgina ætla ég að nota í að gera ekki neitt. Og þá meina ég að hamast við það að losna við slappleikann. Það hefur bara gengið þokkalega vel hingað til. Fór samt heim í sveitina í gær og er búin að vera að "horfa" (búin að sofna nokkrum sinnum) á golf í allan dag, sötrandi heitt vatn með sítrónu og hunangi.
Á morgun ætla ég að halda þessu áfram nema að þá er stefnan sett á að taka einn skrepp í að skoða nýfædda hvolpa. En við ætlum að fá okkur hvolp núna og það sem meira er að hún Hera okkar sem dó í fyrra er amma hvolpanna. Ekki slæmt.
Þannig að það er eitthvað jákvætt í gangi þó að maður sé slappur og enn í mestu vandræðum með að tannbursta sig ef maður freistast til að kasta spjóti!!
Annars er ég eða skugginn af mér búin að vera að mæta í vinnu í vikunni og helgina ætla ég að nota í að gera ekki neitt. Og þá meina ég að hamast við það að losna við slappleikann. Það hefur bara gengið þokkalega vel hingað til. Fór samt heim í sveitina í gær og er búin að vera að "horfa" (búin að sofna nokkrum sinnum) á golf í allan dag, sötrandi heitt vatn með sítrónu og hunangi.
Á morgun ætla ég að halda þessu áfram nema að þá er stefnan sett á að taka einn skrepp í að skoða nýfædda hvolpa. En við ætlum að fá okkur hvolp núna og það sem meira er að hún Hera okkar sem dó í fyrra er amma hvolpanna. Ekki slæmt.
Þannig að það er eitthvað jákvætt í gangi þó að maður sé slappur og enn í mestu vandræðum með að tannbursta sig ef maður freistast til að kasta spjóti!!
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Öðruvísi
Ég held ég verði bara að segja ykkur frá nokkru sem ég er búin að vera að upplifa núna seinustu vikuna. En það er öðruvísi kvef en ég hef nokkrusinni haft. Það fylgir þessu bara svona venjulegur hiti og beinverkir, en það sem er öðruvísi við þetta en annað kvef er að það er bara í annari nösinni. Ég þarf sem sagt bara að sníta mér í hægri nösinni en ekki þeirri vinstri. Og það sem mér finnst einna furðulegast við þetta er það að pabbi fékk þetta kvef líka og hjá honum var það bara í vinstri nösinni til að byrja með.
Annars er ég alveg að verða brjáluð á því að vera með kveflimpu. Og svo mikill aumingi á æfingum að ég held að annað eins sé langt síðan að ég hef upplifað. En vonandi fer þetta nú að lagast.
Annars er ég alveg að verða brjáluð á því að vera með kveflimpu. Og svo mikill aumingi á æfingum að ég held að annað eins sé langt síðan að ég hef upplifað. En vonandi fer þetta nú að lagast.
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Atferlisfræði
Já það er nú ýmislegt sem maður gerir í sumarfríinu sínu. Ég til að mynda var að gefa litlum hænu ungum sem er varla nema eins daga gamlir. Þá tók ég eftir því að þeir voru í þvílíkum eltingaleik. Það var nefnilega þannig að einn eða eihverjir af ungunum höfðu náð í pappírs strimil af dagblaði sem er í botninum hjá þeim. Og eltingaleikurinn fólst í því að hlaupa með þennan miða og reyna að láta hina ekki ná honum af sér. Feiknalega skemmtilegt greinilega. En ungarnir voru nú samt ansi mis góðir í þessum leik og þeir líka mikið ólíkt skapi farnir. Ég sá til eins sem náði ekki í miðann en það var annar sem náði honum og þá réðst hann bara á þann sem hafði verið með hann beit í fiðrið ofan á hausnum á honum og togaði. Þangað til hinn náði skrækjandi að losa sig. Aðrið reyndu að beita brögðum við að ná til ungans með miðann, svo sem að reyna að fella hann. Síðan voru auðvitað aðrir sem höfðu bara ekkert gaman af þessu og reyndu af fremstamegni að liggja undir hitaperunni en fengu ekki allt of mikinn frið til þess. Svona léku þeir sér alveg heillengi og voru enn að þegar ég fór örugglega 15 mínútum seinna. Það tóku sér samt sumir pásu inn á milli.
Þetta var sem sagt atferlisathugun mín á nýútklöktum ungum af landnámshænsnakyni.
Þetta var sem sagt atferlisathugun mín á nýútklöktum ungum af landnámshænsnakyni.
þriðjudagur, júlí 05, 2005
Úff langt síðan að ég skrifaði síðast...
... ég held að þið hefðuð ekkert viljað heyra í mér. Er sem sagt ekkert búin að vera í neitt sérstaklega góðu skapi núna nýverið. Er nefnilega meidd í olnboganum eftir helv... kúluna á bikar. Er samt búin að vera að reyna að æfa og allt annað en að kasta hefur gengið bara nokkuð vel. En það er bara ekki alveg það sem þarf til að halda húmornum hjá mér uppi. Enda hef ég verið að reyna að fara í hina og þessa göngu túra til að ná mér niður. Alger óþrfi að láta þetta bitna á heimilisfólinu!! Annars er ég í sumafríi núna og það er búið að vera rigning síðan að ég fór í frí. Ég held að veðurguðirnir séu í persónulegu stríði við mig. Það er nefnilega ansi oft rigning þegar ég ætla að gera eitthvað. Í fyrra var t.d. bara tvö mót sem ég keppti á sem var ekki rigning. En rigningin fær ekki að vinna mig. Ég verð bara að klæða mig aðeins betur!!