<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Heitt vatn eða ekki neitt hljóð! 

Hvað er verra en að koma heim til sín spenntur að fara að horfa á góðann þátt í sjónvarpinu og komast að því að það er ekkert hljóð að koma með útsendingunni... jú það er að koma heim og rennsveittur eftir æfingu og það er ekkert heitt vatn. Það fyrra hefur komið fyrir hérna á mínu heimili tvær helgar í röð, ekki sátt! Hið síðara gerðist síðast í kvöld og ekki í fyrsta skipti. Enn síður sátt við það.
Það er sem sagt ekki mér að kenna að það er vond lykt af mér og óhreint leirtau í vaskinum mínum núna!!
Þetta með hljóðið hef ég enga skýringu á, en þeir eru víst eitthvað að reyna að tengja heita vatnið við húsin í drullustykkinu, gengur bara ekki nægilega vel hjá þeim.
Vona bara að heita vatnið komi á fljótlega.
Kveðja frá einni í fýlu en samt ekki í fýlu!!

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Afslöppuð helgi. 

Já helgin er bara búin að vera mikið afslöppuð hjá mér. Á föstudagskvöldið var Áshátíðin og var það alveg snilldar hátíð. Grill á pallinum hjá Kela og Ingu og síðan skemmtileg stund í bílskúrnum hjá Kristjáni og Önnu. Bara snilldar fólk sem býr hérna á Ásnum. Ekki var nú endingin mjög góð hjá mér þar sem ég var komin heim um klukkan 2. Kenni erfiðri viku um!!
Laugardagurinn var síðan tekinn nokkuð snemma þar sem að ég vaknaði við smíðar í kirkjugarðinum. Þar sem að Himnaríki er afar stutt frá Kirkjugarðinum, svona 5m frá horninu, og það var áætluð jarðarför klukkan 11 og ég ekki í mikilli jarðarfararstemmingu, þá ákvað ég bara að skella mér í göngutúr. Og í annað skiptið í sumar fór ég á Hafnarfjall. Mjög andlega afslappandi að ganga þetta ein í hífandi roki. Var líka mikið sneggri heldur en síðast. Enda mikið minna kjaftað á leiðinni. Síðan var bara lagst upp í sófa og slappað af. Þegar til kom var maður bara orðinn það þreyttur að það varð ekkert úr því að fara á Sálar ball á Breiðinni. Sofnaði bara í sófanum og svaf vært. Vaknaði síðan í morgun og er stefnan sett á að slappa meira af í dag. Reyndar var nú ætlunin að taka aðeins til hendinni. Ganga frá þvotti, þrífa bílinn, riksuga og skúra en það kemur bara í ljós hvort það verður framkvæmt núna eða síðar.
Annars er ég núna búin að vera í fríi frá skipulögðum æfingum í 5 vikur og held bara að í næstu viku fari ég að hreyfa mig skipulega. Allavega þannig að það verði eitthvað gert á venjulega æfingatímanum þó svo að alvöru æfingarnar verið ekki teknar í gangið alveg strax.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Allt á fullu 

Já skólinn er byrjaður. Ég byrjaði að kenna á þriðjudaginn og hef engan tíma til að hugsa á milli kennslustunda þar sem allur tíminn fer í að redda hinum og þessu fyrir tölvur nemenda. Nemendur eru líka enn alveg á fullu að skipta um valáfanga og ég er alveg eins og jójó að setja þá inn og út úr áföngunum á kennsluvefnum. En ég þrífst best þegar ég hef mikið að gera þannig að ég er bara alveg að njóta mín í ræmur. Verst er það þó að á morgun á ég helst að vera að kenna á tveimur stöðum í einu. Eitthvað hefur nú stundatöflugerðin klikkað í það skiptið. Eða ég skelli mér bara í ljósritunarvélina og setji upp kraftpunktssýningu sem rúllar yfir allt efnið og bið um spurningar á tölvupósti!!
Annars þá skrapp ég heim í sveitin um helgina. Bara ljúft. Fórum og kíktum á sætu ferfætlingana í Laugarási. Ekkert smá miklar dúllur.


En ég vona að ég hafi tíma til að koma fleiri myndum af þessum rúsínum í albúmið fljótlega.
En ekki meira í bili.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Er þetta eðlilegt? 

Lenti í skondnu atviki í gær. Ég nefnilega lenti í því að sofna ansi snemma. Þó svo að ég sé A-manneskja þá er þetta nú ansi ýkt. Ég sofnaði nefnilega klukkan rúmlega átta. Og hvað gerist þá?... jú maður vaknar út sofinn. En maður er líka útsofin þá klukkan fimm. Ekki margt sem maður getur gert í svona aðstæðum. En það var extra löng morgunæfing þennan morguninn.
Hvað skildi gera það að maður sofnar bara als ekki fyrr en allt of seint suma daga og sofnar bara áður en maður er búinn að gera allt sem maður þurfti að gera aðra daga?

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Kúskadagur 

Jæja nú er HM búið og endaði ekki illa. Frábært að sjá svona spjótkastskeppni.

Annars var ég á laugardaginn á fullu að vinna við Kúskadaginn hérna á Hvanneyri. Rosalega flottar dráttarvélar á ferðinni. Til dæmis þessi hérna.



Og sumir voru vígalegri en aðrir komnir á ferðina.



Sem sagt snilldar dagur í góðu veðri og félagsskap.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Ekki bara á Íslandi. 

Já það er ekki bara á Íslandi sem getur verið vont veður á mótum. Ég alveg var komin með þokkalegan bikarhroll þegar ég var að fylgjast með spjótkasti karla á HM áðan. Nokkuð ljóst að sumir voru að höndla veðrið betur en aðrir. Hef það einhvernvegin á tilfinningunni að norðurlandabúarnir hafi haft meiri þjálfun í þessu en t.d. Kúbumaðurinn.
Annars er það af mér að frétta að ég er búin að vera í hættulega mikilli afslöppun yfir sjónvarpinu seinustu daga. Það verður erfitt að mæti í kaósið sem er í gangi í vinnunni eftir þetta. En .... verð líklega úthvíld.

mánudagur, ágúst 08, 2005

Helgin 

Helgin var nýtt til hins ýtrasta.
Á föstudaginn tók ég mér frí eftir hádegi og brunaði á Snæfoksstaði í Grímsnesinu í árlega veiði ferð. Hömuðumst þar við að veiða fram á kvöld. Ólíkt seinustu árum þá komu á land fjórir fiskar. Ekki stærstu fiskar sem ég hef séð en það er nú samt örugglega meira en 10 ár frá því að ég veiddi eitthvað síðast. Enda ekki mikið stundað þetta sport.
Á laugardaginn var sest fyrir framan sjónvarpið og tölvuna og filgst með Heimsmeistaramótinu. Bara eitt um það að segja. Bjössi er snillingur sem engin getur borið sig saman við.
Þegar útsendingu lauk þá brunaði ég inn í Þjórsárdal þar sem mikið af góðu fólki var samankomið. Skemmtum ég mér með þeim við lýsingarorðasögugerð og útileigumannaleik langt fram eftir kvöldi. Algjör snilld að vera í útileigumannaleik þarna í öllum þessum runnum þegar dimma tók. Og ég er ekki frá því að mörg lítil hjörtu hafi slegið ansi hratt af spenningi.
Á sunnudaginn var svo horft á lýsingu frá Bjössa aftur og skrapp ég aðeins í göngutúr niður að Þjórsá á milli lýsinga.
Brunaði síðan upp á Hvanneyri og á að eiða vikunni þar í að horfa á sjónvarp og njóta sín. Og mæta bara sem minnst í vinnuna. Maður verður auðvitað að reyna að nýta sér það sumarfrí sem maður hefur.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Snilld 

Jæja núna var bara langþráður draumur að rætast hjá mér. Ég er sem sagt komin með þráðlaust samband heima hjá mér. Get verið gjörsamlega hvar sem er í tölvunni.

Ætla samt að vera rosalega dugleg að vinna ekki heima þegar ég er í fríi.

Annars er bara á morgun sem ég er að fara í árlega veiðiferð. Ekkert smá gaman alltaf í þessum ferðum þó svo að síðustu ár hafi nú ekki mikið veiðst en nokkuð margar góðar tilraunir gerðar með beitu. Síðan er ég bara að fara í viku "frí" í næstu viku. Ég ætla nú samt að nota aðeins tímann til að undirbúa kennslu sem ég þarf að vera tilbúin með fyrir 22. ágúst. Og það er svo margt sem á eftir að gera áður en að nemendurnir hrúgast yfir okkur hérna.

En nú er ég farin út.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Sumarið er bara að verða búið. 

Já einhvernvegin finnst mér alltaf að sumarið sé að mestu búið þegar Verslunarmannahelgin er liðin.
Ég notaði helgina í að slappa af heima í sveitasælunni.
Kíkti aðeins á litlu krílin í Laugarási á föstudaginn. Alveg óksaplega sem þeir eru sætir.
Heilsaði líka upp á trippið mitt hann Seif sem er að stækka alveg helling núna.


Skrapp reyndar líka aðeins á furðubátakeppni á Flúðum og skemmti mér við að horfa á misvelheppnaða heimagerða báta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?