<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, desember 30, 2004

Árið að verða búið 

Jæja nú er árið að verða búið. Ótrúlegt hvað tíminn getur liðið mishratt. En hvað er ég svo búin að gera á árinu. Það er svo sem ekki mikið. Eins og seinustu ár þá hef ég verið á Hvanneyri og kennt, verið í tölvuþjónustu og síðan sinnt hinu og þessu sem upp kemur.
Ég var mikið á ferðinni á þessu ári. Keyrði í Egilshöllina á æfingar 2x í viku mikinn hluta vetrarins, og síðan jafnvel oftar í sumar ef keppnisferðirnar eru taldar með. Allur þessi flækingur gerði það síðan að verkum að bíllinn minn gafst upp. Þannig að nú er ég búin að fjárfesta í mun minni og sparneytnari bíl. En ég var ekki bara á flækingi innanlands því ég fór nokkrar mislangar ferðir út til norðurlandana að keppa líka. Allur þessi flækingur var alveg þræl skemmtilegur þó svo að aðaltakmarkið, að ná Ólympíulágmarkinu, hafi ekki náðst. Ég tel mig nú samt hafa verið nokkuð nálægt því og ef hver veit hvað hefði gerst ef maður hefði haft örlitla heppni og veðurguðina með sér.
Núna þennan vetur hef ég mikið verið að velta hlutunum fyrir mér. Hvort maður eigi að vera að eyða öllum þessum tíma í íþróttirnar. En ég er ekki komin niður á neina niðurstöðu þannig að ég held bara áfram að æfa þangað til annað kemur í ljós. En þessir seinustu mánuðir hafa verið ansi erfiðir og ég bara ekki sjálfri mér lík af þreytu. Ég taldi þetta vera orsakað af mikilli vinnu, en síðan kom það í ljós núna í desember eftir blóðrannsókn að ég er víst ekki með mjög mikið járn í blóðinu, en læknirinn var nú áður búinn að segja mér að ég þjáðist verulega af því að kunna ekki að segja nei. En núna er ég öll að koma til eftir að hafa fengið helling að góðum ráðum frá fóðurfræðingunum hérna á Hvanneyri hvernig ég eigi að fara að því að koma blóðinu í lag sem fyrst. Spurnig hverjum maður á að taka mest mark á nautgriparæktandanum, hrossaræktandanum, minnkaræktandanum eða bara jarðvegsfræðingnum. En ég slapp fyrir horn því ráðleggingarnar voru nokkuð samhljóða. Járn og C vítamín á farstandi maga. Bara mismunandi í hvaða formi efnin á að innbirða.
Núna er ég búin að stikla á stóru um það helsta sem ég var að stússast á þessu ári. Ég sleppti nú reyndar að segja frá nokkrum afar merkilegum atburðum en tel þá bara upp núna.
Æfingaferð til Bandaríkjanna.
Landsmót UMFÍ.
Brúðkaup í Mývatnssveitinni.
og fleira.

Gleðilegt ár!


þriðjudagur, desember 28, 2004

Jólin 

Jæja, þvílikur ódugnaður hjá manni að skrifa ekki. En ... ég er búin að vera afar upptekin við að slappa af og borða yfir mig af mat. Síðan er maður búin að fara í nokkur jólaboð og ná sér í þetta líka góða kvef. Þannig að þetta ætla bara að verða mjög hefðbundin jól.
Ég er búin að vera í sveitinni öll jólin og það hefur verið ansi erfitt að stunda æfingar á meðan. Það reddar þó heilmiklu þrekhjólið (fatahengið) sem er til hérna, því það hefur bara verið stórhættulegt að fara út vegna hálku. Allavega til að hlaupa.
Annars segi ég bara Gleðilega jólarest.

laugardagur, desember 18, 2004

HÆ! 

Ekkert smá sem maður er nú búin að atorka síðan síðast. Skellti mér nefnilega í veslanir á leiðinni í sveitina í gærkvöldi og verslaði inn bara næstum allar jólagjafirnar. Gleymdi bara smá!! Þannig að mín vegna mega jólin bara fara að koma.
En það er nú ekkert létt verk að velja jólagjafir fyrir fólk sem manni finnst að eigi allt, svo á það eflaust ekki eitthvað og maður leitar og leita að því!! En einhvernvegin hefur þetta alltaf reddast ;)
Í dag á síðan að fara út að borða með allri fjölskyldunni, en það er að verða einskonar hefð hjá okkur á aðventunni, og alltaf jafn skemmtilegt.
Grillpartýið á fimmtudagin var náttúrulega algjör snilld. Enda var Binni grillmeistari og Anna Lísa er bara snilldar meðlætiskokkur.
Annars verður ekki þverfótað fyrir partýum á næstunni. Á mánudaginn verður eitt stykki létt partý á Hvanneyri, og aftur á þriðjudaginn annað svona formlegra partý til að kveðja núverandi rektor. Hann ætlar að reyna að koma en á nú ekki auðvelt með það þar sem að hann var svo óheppinn að detta í hálku um daginn og rífa allt sem hann gat rifið fyrir ofan vinstra hnéð. Ekki nóg með það að hann megi ekki beygja fótinní 8 vikur þá er hann ekki settur í gifs vegna aldurs. Þannig að það eina sem hann er með er þessi fíni taumur sem hann festir í tærnar og togar fótinn fram með. Og hann sem er að fara í janúar út til Indlands að gifta dóttur sína.
Rosalega á maður gott að vera með tvo þokkalega virka fætur.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Gluggaveður á Hvanneyri! 

Ekkert smá sem það er mikið gluggaveður hérna. S.s. alveg stillt en rosalega kalt. Maður á eftir að klæða sig svo mikið á eftir á æfingu að það verður erfitt að hreyfa sig. En ætli það verði nokkuð mikið verra en venjulega..
Annars er ég búin að fá að mestu út úr blóðrannsókninni sem ég fór í á föstudaginn. Reyndar á eftir að fá úr einu af atriðunum, en læknirinn segir að það sem hann lesi út úr þessu sé að ég verði að læra að segja nei!!! Held bara að þetta geti verið rétt hjá honum. Best að fara að byrja að æfa sig.

Nei!
Nei!

Passið ykkur sem sagt á því að spyrja með neitun ef þið viljið að ég geri eitthvað fyrir ykkur á næstunni. Því svarið verður

Nei!
Nei!

Best að fara að klára það sem ég er var að gera og drífa sig svo á æfingu, því ég er að fara í vetrargrillpartý á eftir. NAMM!


þriðjudagur, desember 14, 2004

Jólin eru alveg að fara að koma ;) 

Já ég held ég sé bara alveg að verða tilbúin fyrir jólin, eða ......
Ég á ekkert eftir nema að kaupa nokkrar jólagjafir. Íbúðin er allavega alveg að verða full skreytt. Þvílíkt jólaskap sem sumir eru komnir í.
Annars er það af mér að frétta að ég er að reyna að komast að því afhverju ég er búin að vera svona þerytt núna seinustu vikurnar og fór því og lét tappa slatta af blóði af mér á föstudaginn. Síðan bíð ég bara hvað kemur út úr því.
Það var tekin hreingerningarhelgi heima í sveitinni, með góðum pásum á milli.
Þannig að það myndi alveg sleppa þó jólin kæmu og við gerðum ekkert meira en að skreyta. En við eigum nú eflaust eftir að gera eitthvað fleira.

gat'a go.


föstudagur, desember 10, 2004

vikan að verða búin!! 

Rosalega var þessi vika fljót að líða.
Ef ég fer stutta yfirferð yfir þessa viku þá byrjaði hún vel. Hrikalega fersk og fór meira að segja á morgunæfingu á þriðjudag. Síðan fór nú heldur að halla undan fæti. Var svona la la á miðvikudaginn og síðan í gær fór næstum allt öðruvísi en ég ætlaði. Það var alveg geðveikt að gera í vinnunni. Var að vinna alveg langtum lengur en ég hafði ætlað mér. Fór síðan á æfingu. Fann þá einhvern verk í öxlinni sem mér líkaði bara alls ekki við og fór þess venga bara í fílu og fór í heitapottinn. S.s. það verður teknar einhverjar auka æfingar um helgina til að vinna þetta upp.
En það sem bjargaði nú miklu var að ég skellti mér í Búðarklettinn á tónleika hjá honum Óla Trausta. Það var mjög gaman.
Fattaði það líka að þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef komið inn í Búðarklettinn. Sem er svoltið skrítið þar sem ég bjó nú í næsta húsi í heilt ár... skil bara ekkert í þessu.
Annars er ég rosalega fegin að þessi vika er búin, og við tekur 2 dagar án vinnu.
Það á sko að slappa af og æfa þessa helgina. Held það verði kannski eitthvað tekið til og jafnvel stússast eitthvað í eldhúsinu en umfram allt á að slappa af, og reyna að njóta þess að jólin eru alveg að koma.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Öll að koma til! 

Jæja, ég held bara að ég sé að verða komin upp úr þessu þreytu skeiði sem ég er búin að vera í. :) Alla vega þá var ég bara þvílíkt orku mikil í gær og vaknaði síðan alveg eldsnemma í morgun (þó svo að það hafi ekki verið planað.) og þá er ekki hægt annað en að taka eina létta morgun æfingu. Þá fyrstu hjá mér í nokkuð langan tíma. Ekkert smá sem manni líður nú mikið betur í vinnunni eftir að hafa hreyft sig svoltið fyrst.

Annars er svoltið finndið hvað sumt fer í taugarnar á manni en annað ekki. Ég til dæmis þoli það ekki þegar fólk í kringum mig sötrar. Aðrir taka ekki einu sinni eftir því. Síðan er mér nokk sama hvort fólk pússar neglurnar í kringum mig eða lætur braka í liðunum. Þetta fer síðan ofboðslega í taugarnar á öðrum.
Hvað ætli það sé sem stjórnar því hvað fer í taugarnar á manni og hvað ekki? Vildi alla vega gjarna losna við það að láta það fara í taugarnar á mér að maðurinn við næsta skrifborð hérna sötrar alltaf kaffið sitt öðruhvoru allan daginn.

mánudagur, desember 06, 2004

Hvað eru bakaðar margar sortir? 

Er þetta ekki alveg dæmigert efni í desember. Alla vega er mamma alltaf að hringja í hina og þessa og metast hvað við erum búnar að baka mikið. Það var nefnilega tekin góð rispa í eldhúsinu um helgina þannig að við erum komnar upp í 7 tegundir.
1. Sörur.
2. Súkkulaði- og hnetubitakökurnar.
3. Bismarkkökur.
4. Vanilluhringir.
5. Vínarkökur.
6. Mömmukökur.
7. Kransakökubitar.

Sörurnar voru bakaðar fyrir nokkru en hitt gerðum við um helgina. Ekkert smá sem mér finnst gaman að baka. Ætli við munum ekki bæta við einni eða tvemur tegundum í viðbót áður en við förum að einbeita okkur að jólahreingerningunni. Verð eiginlega að vera dugleg að þrífa allt hérna á Hvanneyri í vikunni. En það er aldrei að vita hvenær vinnutörnin í sambandi við sameiningu tölvurkerfanna á hefst. Og þá verður eflaust ekki mikill tími til annars.
Ég var einmitt að hugsa um það að þetta verða eiginlega hræðileg jól fyrir jólabarnið mig. Ég bara verð að vinna eins og vitleysingur öll jólin. :(
Vona bara að ég verði ekki ein í vinnunni því það væri extra leiðinlegt.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Það tókst! 

Jæja ég verð nú bara að segja frá því hvað ég get nú verið mikill snillingur stundum. Svona nett skammast mín fyrir þetta en samt...
Það var nú þannig að ég var stödd í Bónus í Borgarnesi á mánudaginn, þá datt mér í hug að það væri sniðugt að elda nú Lasagnia svona til tilbreytingar og keypti þess vegna "allt" í það. Þegar ég kom svo upp á Hvanneyri um kvöldið eftir æfingu, alveg í gírnum til að fara að elda þá ... ég á ekkert eldfast form!! Þá notaði ég bara hakkið sem ég var búin að taka út í annað og ákvað að elda þetta bara á morgun. Hemm!! Ég kaupi mér sem sagt form daginn eftir, og er aftur komin í þetta líka stuð til að fara að elda. En vitið þið hvað? Nei! Ég átti bara ekkert hakk. Þriðja daginn í röð fór ég í búðina og keypti mér nú hakk í þetta skiptið. Var orðin svoltið vonlítil um að þetta myndi takast hjá mér, en núna gekk það og á ég nú Lasagnia í ískápnum fyrir alla mata út þessa vikuna. S.s. þegar mér loksins tókst að elda þetta þá þýddi nú ekkert að elda bara smá...
Annars er allt við það saman. Allt of mikið að gera í vinnunni og búið að banna mér að taka mér frí um jólin þannig að launaumslagið var óvenju þykkt núna. :D
Ekkert smá ánægjulegt svona í jólamánuðinum að fá alla yfirvinnuna borgaða fyrir seinasta árið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?