<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 29, 2005

Til hamingju með afmælið 

Já, hún Fanný uppáhalds frænka á afmæli í dag. Ótrúlegt en satt, þá er sá dagur runninn upp einu sinni enn. Og á morgun mun hún eflaust nefna það hvað það sé nú allt of langt þangað til hún á aftur afmæli. Það er nefnilega mjög misjafnt hvað hvernig menn upplifa afmælin sín. Ég man það bara að það var kominn kvöldmatur þegar ég fattaði það seinast að ég ætti afmæli, en ég mundi það strax í morgun að Fanný ætti afmæli. Skrítið ?? eða kannski bara ekki!! En hún er þannig hún hefur að ég held endalaust gaman af því að eiga afmæli, enda mikill stuðbolti þar á ferð.

Annars er ég í sveitinn að slappa af, horfði á landsliðið girða aðeins upp um sig buxurnar áðan, og síðan skellti ég mér bara út á æfingu og náði að pína mig heil ósköp. Tók meðal annars 15x100 m með 2 mín á milli. Maður verður nú aðeins að koma sér í hlaupa form og vist er að mér finnst svona hlaup ekki skemmtileg en ætli þau séu ekki nauðsinleg öðruhverju. Vonandi eykur þetta líka brennsluna þannig að maður líti nú betur út í sólinni á Kanarí. Er búin að lesa það á einhverri af bloggsíðunum sem ég fer reglulega inn á að það ætli næstum allir að vera hálf naktir á öllum æfingunum þarna þannig að ég verð nú að fara að taka svoltið vel á til að skera mig ekki alveg út úr hópnum. ;) S.s. upp með brensluna

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Vá hvað tíminn er að líða hratt núna! 

Já það er bara alveg að fara að koma helgi aftur. Seinustu kvöld hafa bara verið nokkuð ásett.
* Mánudagskvöld aukatímar í stærðfræði.
* Þriðjudagskvöld blak.
* Gærkvöldið var svo notað í frænkukvöld. Alltaf mjög gaman að hitta frænkurnar, og aldrei að vita hvaða umræðuefni koma upp.
* Í kvöld á síðan aðeins að slaka á í sófanum og eftir það liggur helgin framundan.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Langt síðan síðast! 

Rosalega líður tíminn hratt, sérstaklega þegar mikið er að gera. Bara allt búið að vera á fullu núna seinustu viku. En viti menn ég er á leiðinni á Kanarý um páskana. Ekkert smá sem hægt verður að láta sér hlakka til. Algjör snilld hvað páskarnir eru snemma þetta árið, þannig að ég þarf ekki að bíða eins lengi eftir þeim.
Annars er ég búin að vera hrikalega dugleg að æfa þess vikuna. Reyndar er það farið að fara ansi mikið í taugarnar á mér hvað það er alstaðar hálka. Og sá staður sem það fer mest í taugarnar á mér að sé hálka á eru tröppurnar fyrir ofan íþróttavöllin í Borgarnesi. Hef bara ekkert komist til að hoppa þar í vikunni. Vonandi verður eitthvað hægt að gera í því í næstu viku.
Helgin er síðan búin að vera mjög róleg hjá mér. Búin að vera hérna á Hvanneyri, æfa, sofa, borða, og horfa á DVD og sjónvarpið. Ekkert smá ljúft.
Vonandi hef ég meiri tíma í næstu viku til að tjá mig hérna.

mánudagur, janúar 17, 2005

Hvað kemur næst... 

Þetta var það sem ég hugsaði seinni partinn á laugardaginn.
Dagurinn byrjaði á því að mamma vakti mig með því að það væru hross á þjóðveginum. Ég auðvitað pling upp í föt og út. Þett voru þá folaldsmerarar frá Alla og Dúnu. Þau voru síðan í Danmörku og Aðalsteinn sonur þeirra þokkalega sofandi inni í rúmi eftir greinilega gott partý. Ég hafði nú samt að koma honum á fætur og út til að hjálpa mér. Þetta var nú ekki létt verk að koma hrossonum inn í girðingu því það var svo mikil hálka á veginum að þau vildu bara ekki fara yfir veginn. En á endanum hafðist það nú og engum varð meint af. Og þá var komið hádegi.
Ég ákvað síðan að skreppa í göngutúr og kíkja aðeins á okkar hross eftir hádegið. Þegar ég kom þangað var eitt hrossið veikt þannig að við tókum það inn.
Þegar við erum síðan að taka til hey og bætiefni þá sé ég það að það er kominn minkur í endurnar þar sem þær eru úti undir trjánum. Ég rík af stað og rek hann í burtu. Hann er nú ekki alveg á því að fara en ég rak endurnar inn í kofa og spreyjaði sótthreinsandi á öndina sem minkurinn hafði náð að bíta. Hún var enn á lífi seinast þegar ég vissi. En ég kláraði að gefa merinni sem var komin inn en Pabbi fór í það að veiða minkinn. Það tókst og þetta var feiknar stórt dýr, af minki að vera.
Setti inn nokkrar myndir af þessu.

föstudagur, janúar 14, 2005

Heyrðu það bara tókst hjá okkur! 

Já ég var bara að sjá það núna áðan þegar ég kom heim í sveitina að okkur vinnufélögunum nokkrum tókst að koma mynd af okkur á forsíðu... ekki á séð og heyrt eins og við vorum nú að reyna að plata ljósmyndarann til að gera, en forsíðan á Bændablaðinu er betri en ekki nein forsíða. ;) Vildi bara láta ykkur vita af þessu. Þetta var nú ekki besta myndin sem hann tók af okkur. Og reyndar er þessi mynd eiginlega ekki tekin af okkur heldur af fólkinu sem var fyrir framan okkur. S.s. fólkinu sem gaf veitingarnar í þessu góða hófi. Skil ekkert í honum að koma ekki með betri mynd af, þar sem við "leifðum" honum nú að taka ansi margar myndir af okkur.
Næst verður stefnan sett á að fá betri mynd!!

Loftfimleikar 

Ég held að ég sé farin að stunda loftfimleika í vinnunni... Well.. Það er nefnilega málið að það er svo mikil hálka hérna að maður er bara ekki viss á hvaða líkamsparti maður er að ferðast á. Var alvarlega að hugsa um það í morgun að fara á bílnum í vinnuna, sem er bara 150 m heiman frá mér. En hætti við það, bara svona af því að það er leiðinlegt til afspurnar. En það er samt þessi skemmtilega brekka á milli staðan sem ég hef átt i miklu basli með í dag. Er samt alveg óslösuð, en er ákveðin í því að vera vel klædd til að hafa demparana í lagi ;)

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Stundum þarf ekki mikið! 

Hafið þið lent í því að það er bara svo lítill hlutur sem gerir það að verkum að skapið sveiflast alveg öfgana á milli. Ég lenti í því nefnilega um daginn að týna úrinu mínu. Og fyrir þá sem þekkja til þá finnst mér ég hreinlega vera hálf nakin ef ég er ekki með úr á mér. Þess vegna var ég bara alveg ómöguleg í nokkuð langan tíma. Það bara mátti ekki nokkur hlutur koma fyrir þá bara hafði ég allt á hornum mér. En síðan fannst úrið aftur og ég bara hef varla skippt skapi síðan. Þó svo að allt hafi í raun gengið nokkuð á afturfótunum. Myndavélin mín biluð, allt fullt af vírusum, finn ekki hitt og þetta, og alls ekki tími til að gera allt sem ég þarf að gera, að ég tali nú ekki um veðrið.
Það er sem sagt ekki alltaf stóru hlutirnir sem hafa mest áhrif á mann.

laugardagur, janúar 08, 2005

Heilmikið um að vera! 

Já það er bara heilmikið búið að vera að gera hjá mér.
Er búin að vera að taka vel á því í æfingunum. Bara að láta fólk vita af því áður en ég fer að tala um allt annað sem ég hef verið að stússast.
Það er sem sagt búið að skipta um yfirmann þar sem ég er að vinna og búið að sameina hana tveimur öðrum stofnunum. Það er ekki bara þetta sem er búið að breyta. Því það er búið að færa ýmislegt til. Til dæmis er búið að flytja skrifstofuna mína yfir í annað hús þannig að ég fæ aðeins meiri hreyfingu í vinnunni.;) Síðan er auðvitað skólin alveg að fara að byrja og allt á fullu í að gera allt klárt fyrir það.
Ég var síðan að frétta það núna ekki fyrir löngu að íbúinn sem býr fyrir neðan mig var gert að flytja. Held að rektorinn ætli að hafa aðsetur þar þegar hann er á Hvanneyri. Eins gott að ég fari nú að haga mér skikkanlega heima hjá mér til að lenda ekki í veseni. ;)
En í gær s.s föstudag var bauð síðan Guðni ráðherra öllum starfsmönnum stofnunarinnar í feiknar partý á Hótel Sögu. Alveg snilldar veisla verð ég bara að segja. Reyndar er maður nú ekki þjálfaðastur í því að vera í svona fínum veislum með standandi borðhaldi, en þetta reddaðist nú allt saman og vil ég eiginlega þakka því nokkrum góðum spjótkastsæfingum fyrir nokkrum árum. (Æfingunum með diskinn og vatnsglasið.)Þetta var örugglega ósköp venjuleg veisla haldin af ráðherra, en einhverjum tókst nú að næla sér í hvítvínsflöskur á leiðinni út í rútu þannig að það var ansi skemmtileg stemming í rútunni á leiðinni heim aftur og jafnvel nokkuð lengur en það. Alger óþarfi að láta þetta vín vera að fara til spillis þar sem þeir voru nú búnir að opna flöskurnar...
Í dag ákvað ég nú að drífa mig á suðurlandið og koma við á nokkrum útsölum í leiðinni. Það gekk nú bara bærilega hjá mér og held ég hafi bara gert nokkuð góð kaup. Ég var samt annsi mikið að láta mér detta það í hug að á næsta ári ætti ég bara að gefa gjafabréf í jólagjöf, því um leið og jólinn eru búin er allt komið á útsölu og miklu meira hægt að fá fyrir peningin.
Jæja nú þarf ég að fara að koma mér.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Nýtt ár 

Jæja það er komið nýtt ár og ég verð bara að fara að skrifa eitthvað. Allt á fullu í vinnunni og enginn veit neitt hvað hver á að gera á þessari nýju stofnun ... eða þannig. Menn eru að reyna að finna sig. Það var alveg brjálað veður hérna í gær þannig að rektorinn var veðurtepptur og komst ekki til að taka við lyklunum af Magnúsi. En veðrið gekk nú niður í gærkvöldi þannig að það var hin mesta blíða þegar ég fór á æfingu. Æfingin var nú nokkuð skrautleg þar sem það var ansi sleypt úti. Fannst á stundum að ég færi meira afturábak en áfram þegar ég var að reyna að skokka upp brekkurnar!!! En ég komst allavega upp á gervigras þar sem ég fann einn þokkalegan hálkulausan blett til að hoppa á.
Annars er ekki fleira í fréttum frá íbúanum í Himnaríki á Hvanneyri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?