miðvikudagur, mars 31, 2004
Ekki morgun heldur hinn ;)
Jæja það bara aldeilis snjóaði í nótt og í morgun og snjóar enn hérna. Verð að muna eftir því að taka myndavélina með mér til að sýna Könunum æfingaaðstöðuna.
He! He!
Ég held að það besta við þennan snjó er það að það gerir mig enn ánægðari með það að fara í sólina.
En það er samt svo margt sem ég þarf að gera þangað til.
Loksins fann ég einhvern sem var til í að klippa mig og á þeim tíma sem ég gat mögulega komið í klippingu en það er á Selfossi, alveg í leiðinni á Flugvöllin. Mér brá reyndar svoltið þegar ég hringdi, því ég hélt ég væri að hringja í stofuna sem ég hef nokkrum sinnum farið á áður og heitir Centrum en svo er bara svarað Ozon eins og þeir eigi eitthvað með það að breyta nöfnunum svona eins og þeim sýnist.
Jæja meðan að þeir klyppa ágætlega er ég sátt.
Annars eru 2 dagar í brottför eða nákvæmlega 48 klst og 35 mín.
He! He!
Ég held að það besta við þennan snjó er það að það gerir mig enn ánægðari með það að fara í sólina.
En það er samt svo margt sem ég þarf að gera þangað til.
Loksins fann ég einhvern sem var til í að klippa mig og á þeim tíma sem ég gat mögulega komið í klippingu en það er á Selfossi, alveg í leiðinni á Flugvöllin. Mér brá reyndar svoltið þegar ég hringdi, því ég hélt ég væri að hringja í stofuna sem ég hef nokkrum sinnum farið á áður og heitir Centrum en svo er bara svarað Ozon eins og þeir eigi eitthvað með það að breyta nöfnunum svona eins og þeim sýnist.
Jæja meðan að þeir klyppa ágætlega er ég sátt.
Annars eru 2 dagar í brottför eða nákvæmlega 48 klst og 35 mín.
þriðjudagur, mars 30, 2004
Dagurinn í dag
Jæja nú er snjórinn sem kom um helgina bara að fara. Varla að hann náði að segja hæ!!
En ég er nú bara ósköp fegin, því ég ætla að taka mega æfingu í dag. Og ætli ég skelli mér ekki bara í blak í kvöld líka. Svona til að skemmta mér svolítið.
Annars er hellingur sem ég á eftir að gera áður en ég fer út og sá atburður fer alveg að skella á.
Meira að segja búin að plana klukkan hvað verður lagt af stað, hvernig á að koma sér á völlin og alles. Ég á bara eftir að ákveða í hvaða fötum ég ætla og kannski eitthvað fleira líka.
En það eru núna sem sagt 3 dagar þangað til að ég fer eða 72 klst og 15 mín þar til flugið er planað ;)
En ég er nú bara ósköp fegin, því ég ætla að taka mega æfingu í dag. Og ætli ég skelli mér ekki bara í blak í kvöld líka. Svona til að skemmta mér svolítið.
Annars er hellingur sem ég á eftir að gera áður en ég fer út og sá atburður fer alveg að skella á.
Meira að segja búin að plana klukkan hvað verður lagt af stað, hvernig á að koma sér á völlin og alles. Ég á bara eftir að ákveða í hvaða fötum ég ætla og kannski eitthvað fleira líka.
En það eru núna sem sagt 3 dagar þangað til að ég fer eða 72 klst og 15 mín þar til flugið er planað ;)
mánudagur, mars 29, 2004
Í skýjunum
Jæja ég er í svo góðu skapi núna að það er bara ekki hægt að ná mér niður. Menn hafa reynt ýmislegt til þess í dag en það get ég sagt ykkur að það hefur ekki virkað.
Það er svo fallegt úti, sól og blíða og snjór yfir öllu. Það var meira að segja svo bjart áðan að ég sá bara ekki neitt fyrst eftir að ég kom inn. Þvílík birta. Og er það þá furða að maður sé glaður, eftir allt skammdegið. Annars held ég að það verði bara æfing í Nesinu í dag. Og síðan þarf maður bara að fara að pakka. Enni seinna vænna að fara að tína sumarfötin niður í tösku.
Það eru sko 4 dagar í brottför og margt að gera þangað til.
Það er svo fallegt úti, sól og blíða og snjór yfir öllu. Það var meira að segja svo bjart áðan að ég sá bara ekki neitt fyrst eftir að ég kom inn. Þvílík birta. Og er það þá furða að maður sé glaður, eftir allt skammdegið. Annars held ég að það verði bara æfing í Nesinu í dag. Og síðan þarf maður bara að fara að pakka. Enni seinna vænna að fara að tína sumarfötin niður í tösku.
Það eru sko 4 dagar í brottför og margt að gera þangað til.
sunnudagur, mars 28, 2004
Sunnudagur
Jæja þetta er búin að vera svona og svona helgi. Föstudagskvöld og laugardag var ég á FRÍ þingi og mikið geta menn nú reynt að flækja þetta allt. En ýmislegt var nú gert á þessu þingi. T.d. engar einstaklingsverðlaunaafhendingar í Bikar. Nenni ekki að tala meira um þetta þing.
Ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég ákvað að passa fyrir bróður minn í stað þess að fara á ungmennafélagsball og ég sofnaði bara um 11, og er því bara nokkuð fersk í dag í snjónum. Hélt annars að við ættum að vera orðin laust við snjóinn þetta vorið. En maður getur greinilega ekki verið viss. Svo það er mér mikil huggun að það er að hlýna í US. og hitinn bíður þar eftir mér. Hitinn þar er líka að fara svo vel með stelpurnar úti því bæði Silja og Eyja voru að bæta sig um helgina. Til hamingju með það stelpur.
núna eru 5 dagar í brottför.
Ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég ákvað að passa fyrir bróður minn í stað þess að fara á ungmennafélagsball og ég sofnaði bara um 11, og er því bara nokkuð fersk í dag í snjónum. Hélt annars að við ættum að vera orðin laust við snjóinn þetta vorið. En maður getur greinilega ekki verið viss. Svo það er mér mikil huggun að það er að hlýna í US. og hitinn bíður þar eftir mér. Hitinn þar er líka að fara svo vel með stelpurnar úti því bæði Silja og Eyja voru að bæta sig um helgina. Til hamingju með það stelpur.
núna eru 5 dagar í brottför.
fimmtudagur, mars 25, 2004
Ég hlakka svo til....
Verð ég óþolandi í næstu viku eða hvað ????
Ég get svo svarið það að ég er farin að hlakka svo mikið til ferðalagsins að ég get bara varla setið kyrr, nema ef ég virkilega einbeiti mér að því. Kannski ég ætti að fara að athuga hvort ég sé nokku komin með njálg. he, he!
Ég vildi bara vara ykkur við þessu, svo þig getið undirbúið ykkur undir þetta.
Annars var bara þræl góð æfing í gær í þessu líka blíðu veðri í Reykjavík. Ég hélt að það ætlaði að verða eitthvað rok, en það var svolítill blástur í Borgarfirðinum. Svo var bara þessi bongó blíða í Laugardalnum. Fékk líka farðþega með mér í Bæinn svo ég þurfti ekkert að singja, ekki það að ég sé neitt að verða þreytt á því.
Sko það eru núna bara 8 dagar í brott för og veðrið er svona í Athens núna
60°F
(16°C)
Sunny
Rel. Humidity: 57%
Wind: N at 3 mph (5 km/h)
Ég get svo svarið það að ég er farin að hlakka svo mikið til ferðalagsins að ég get bara varla setið kyrr, nema ef ég virkilega einbeiti mér að því. Kannski ég ætti að fara að athuga hvort ég sé nokku komin með njálg. he, he!
Ég vildi bara vara ykkur við þessu, svo þig getið undirbúið ykkur undir þetta.
Annars var bara þræl góð æfing í gær í þessu líka blíðu veðri í Reykjavík. Ég hélt að það ætlaði að verða eitthvað rok, en það var svolítill blástur í Borgarfirðinum. Svo var bara þessi bongó blíða í Laugardalnum. Fékk líka farðþega með mér í Bæinn svo ég þurfti ekkert að singja, ekki það að ég sé neitt að verða þreytt á því.
Sko það eru núna bara 8 dagar í brott för og veðrið er svona í Athens núna
60°F
(16°C)
Sunny
Rel. Humidity: 57%
Wind: N at 3 mph (5 km/h)
þriðjudagur, mars 23, 2004
Bara ekkert að gerast
Dagurinn í dag er bara svona dagur þar sem ekkert er að gerast. Ekki það að ég hafi ekki nóg að gera bara það er allt svo flatt. Bara vinna, fara á æfingu og svo á aðra æfingu. Það er kannski bara ég sem svaf allt of mikið í nótt. Mín bara steinsofnaði í sófanum í gær og svaf alveg öfga mikið. En þetta lagast eflaust þegar ég kemst út á eftir. Íkt gott veður eða á maður að segja Ýkt gott veður. Ekki alveg viss en ég ætla nú ekki að fara að gerast einhver stafsetir þar sem það er nokkuð ljóst að þar á ég ekki nokkra framtíð.
Annars fékk ég eina spurningu í dag sem gaf mér hugmynd um nýtt atriði hérna inn á síðuna en það er gullkorn dagsins. Ekki það að ég ætli að koma með gullkorn á hverjum degi en skjóti inn fáránlegum hlutum þegar þau koma upp.
Gullkorn 1.
Get ég sett spólu í sjónvarpið, þannig að myndin komi á skjátjaldið?
Ekkert illa meint en stundum eru menn svolítið að flýta sér of mikið !!
Annars eru 10 dagar í æfingabúðirnar í Athens og þá get ég farið að telja niður á fingrunum líka. ;)
Annars fékk ég eina spurningu í dag sem gaf mér hugmynd um nýtt atriði hérna inn á síðuna en það er gullkorn dagsins. Ekki það að ég ætli að koma með gullkorn á hverjum degi en skjóti inn fáránlegum hlutum þegar þau koma upp.
Gullkorn 1.
Get ég sett spólu í sjónvarpið, þannig að myndin komi á skjátjaldið?
Ekkert illa meint en stundum eru menn svolítið að flýta sér of mikið !!
Annars eru 10 dagar í æfingabúðirnar í Athens og þá get ég farið að telja niður á fingrunum líka. ;)
mánudagur, mars 22, 2004
Viðburðarík helgi
Jæja nú er viðburðaríkri helgi lokið.
Fór líka á þessa dúndrandi leiksýningu á föstudaginn. Ekkert smá flott sýning. Og eftir það var farið á Kringlukrána. Og heimkoman var það sein að ég var ansi þreytt klukkan 6:30 þegar ég lagði af stað á blakmótið. Við vorum bara 6 stelpurnar sem fórum þannig að það var engin skiptimanneskja. Bara gaman af því. En þar sem að flest allar af okkur vorum frekar svefnlausar þá var árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. En það sem mestu máli skipti var þó að við höfðum mjög gaman af þessu. Hefðum kannski átt að vinna til að hafa meira gaman af þessu en það þarf alltaf einhver að taka það að sér að tapa og í þessu tilfelli tókum við það að okkur.
Síðan var bara afslöppun það sem eftir var helgarinnar. Enda ekki vanþörf á að slappa svoltið af. Tók létta æfingu á Sunnudag til að losa um spennu og lagði mig svo í bleyti í heitupottunum í Borgarnesi. Ekkert smá ljúft í sólinni. Held meira að segja að freknunum hafi fjölgað heilmikið við það.
Núna eru bara 11 dagar til brottfarar sem er bara minna en 2 vikur ;)
Fór líka á þessa dúndrandi leiksýningu á föstudaginn. Ekkert smá flott sýning. Og eftir það var farið á Kringlukrána. Og heimkoman var það sein að ég var ansi þreytt klukkan 6:30 þegar ég lagði af stað á blakmótið. Við vorum bara 6 stelpurnar sem fórum þannig að það var engin skiptimanneskja. Bara gaman af því. En þar sem að flest allar af okkur vorum frekar svefnlausar þá var árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. En það sem mestu máli skipti var þó að við höfðum mjög gaman af þessu. Hefðum kannski átt að vinna til að hafa meira gaman af þessu en það þarf alltaf einhver að taka það að sér að tapa og í þessu tilfelli tókum við það að okkur.
Síðan var bara afslöppun það sem eftir var helgarinnar. Enda ekki vanþörf á að slappa svoltið af. Tók létta æfingu á Sunnudag til að losa um spennu og lagði mig svo í bleyti í heitupottunum í Borgarnesi. Ekkert smá ljúft í sólinni. Held meira að segja að freknunum hafi fjölgað heilmikið við það.
Núna eru bara 11 dagar til brottfarar sem er bara minna en 2 vikur ;)
fimmtudagur, mars 18, 2004
Nú nálgast föstudagurinn
Ég get svo svarið það, að föstudagurinn sem ég er búin að vera að bíða eftir er á morgun. En góða veðrið er auðvitað búið að taka sér pásu þegar að hann kemur. Dæmigert. En það gerir svo sem ekki til því ég er að fara í leikhús með samstarfsfólki mínu annað kvöld. Það verður nú gaman. Matur og meððí á Kringlukránni og svo Chicago. Ekki slæmt og allir saman í rútu og alles.
Síðan er helgarplanið orðið nokkuð þétt skipað.
Laugardagur : blakmót - man ekki alveg hvar Stykkishólmi eða Ólafsvík
Laugardagskvöld : Partý - á eftir að ákveða hvar en Beta er að koma af norðurlandinu og þá verður að vera partý, ef við finnum ekki einhvern til að halda partý þá verður það bara hjá mér. Sem sagt ég þarf að taka til í kvöld til að vera viðbúin, því það er ekki nokkur tími til þess síðar. Og það er sko orðið þörf á að taka til heima hjá mér. Ég hef bara ekki ryksugað alla vikuna, enda var ég að taka það saman að af þeim tíma sem ég er búin að vera heimahjá mér þessa vikuna þá er ég búin að vera vakandi í 4 klst. Og geri aðrir betur.
Sunnudagur: Afslöppun.
Annars eru 15 dagar .........
Síðan er helgarplanið orðið nokkuð þétt skipað.
Laugardagur : blakmót - man ekki alveg hvar Stykkishólmi eða Ólafsvík
Laugardagskvöld : Partý - á eftir að ákveða hvar en Beta er að koma af norðurlandinu og þá verður að vera partý, ef við finnum ekki einhvern til að halda partý þá verður það bara hjá mér. Sem sagt ég þarf að taka til í kvöld til að vera viðbúin, því það er ekki nokkur tími til þess síðar. Og það er sko orðið þörf á að taka til heima hjá mér. Ég hef bara ekki ryksugað alla vikuna, enda var ég að taka það saman að af þeim tíma sem ég er búin að vera heimahjá mér þessa vikuna þá er ég búin að vera vakandi í 4 klst. Og geri aðrir betur.
Sunnudagur: Afslöppun.
Annars eru 15 dagar .........
miðvikudagur, mars 17, 2004
Geðheilsa!
Jæja ég verð eiginlega að segja það að ég væri örugglega mun verri á geði ef ég væri ekki spjótkastari. Það er ekki spurning að æfingin í gær og fyrradag forðaði mér frá því að brjálast bara endanlega í morgun. Þannig að ég á nú spjótinu margt að þakka.
Það er sem sagt allt búið að vera þokkalega bilað í vinnunni hjá mér. Ég held að ég sé búin að ofdekra þetta fólk hérna svo mikið að það eru margir hættir að vita hvað þolinmæði er. Heldur gjörsamlega heldur manni í heljargreipum þar til að maður er búinn að sinna þeim, þó svo að þeir séu ekki efstir á forgangslistnum.
Annars er bara enn meiri blíða í dag en í gær, og þess vegna er ég bara í góðu skapi og hlakka til að losna út seinni partinn.
Held ég sé alveg farin að skilja hvernig kúnum líður þegar þeim er hleypt út fyrst á vorinn.
Og núna er talningin komin niður í 16.
Það er sem sagt allt búið að vera þokkalega bilað í vinnunni hjá mér. Ég held að ég sé búin að ofdekra þetta fólk hérna svo mikið að það eru margir hættir að vita hvað þolinmæði er. Heldur gjörsamlega heldur manni í heljargreipum þar til að maður er búinn að sinna þeim, þó svo að þeir séu ekki efstir á forgangslistnum.
Annars er bara enn meiri blíða í dag en í gær, og þess vegna er ég bara í góðu skapi og hlakka til að losna út seinni partinn.
Held ég sé alveg farin að skilja hvernig kúnum líður þegar þeim er hleypt út fyrst á vorinn.
Og núna er talningin komin niður í 16.
þriðjudagur, mars 16, 2004
Er ekki að koma föstudagur?
Ég verð bara að segja það að það er mjög mikill föstudagur í mér í dag. Ég held að það sé veðrið sem hefur þessi áhrif á mig. Ég bara get ekki hugsað mér að þurfa að sitja inni og vinna í þessu góða veðri. Ég gæti alveg hugsað mér að hafa bara helgi á morgun.
Eyða bara öllum deginum úti og taka langa og góða æfingu eða slappa bara af og fara í góðann göngutúr. Rosalega get ég hugsað mér að gera margt annað en að vinna inni.
Jæja ég vel þetta víst sjálf.
En það eru bara 17. dagar í fríið ;)
Eyða bara öllum deginum úti og taka langa og góða æfingu eða slappa bara af og fara í góðann göngutúr. Rosalega get ég hugsað mér að gera margt annað en að vinna inni.
Jæja ég vel þetta víst sjálf.
En það eru bara 17. dagar í fríið ;)
mánudagur, mars 15, 2004
Gott verður eða gott veður
Ég bara dýrka veðrið eins og það er búið að vera í dag og í gær.
Var bara allan daginn í gær úti. Fyrst að stússast með mömmu og síðan aðeins að vesenast í hrossunum.
Það er þó einn galli á gjöf Njarðar. Það er nefnilega það að með svona góðu veðri þá fara brumin af stað og það þýðir ofnæmi fyrir mig. Ég var nefnilega als ekki viðræðu hæf í gærkvöldi vegna hnerra, og augnkláða.
Lagaðist heilmikið í nótt og svo er gróðurinn ekki eins kominn af stað hérna á Hvanneyri eins og á jarðhitasvæðinu heima. Þannig að ég er bara bærileg í dag. Enda búin að þurfa að vera mestmegnis inni. Það er sko ekki það sem ég vildi helst.
Annars hefur ekki margt verið að angra mig í dag. Helst það að ég vildi að þeir færu að koma þessu skipi af stað sem er fast í fjörunni í Skaftafellssýslunni, áður en það fer að valda einhverjum óþarfanáttúruspjöllum.
18 dagar eftir og nú fer þetta nú að styttast ;)
Var bara allan daginn í gær úti. Fyrst að stússast með mömmu og síðan aðeins að vesenast í hrossunum.
Það er þó einn galli á gjöf Njarðar. Það er nefnilega það að með svona góðu veðri þá fara brumin af stað og það þýðir ofnæmi fyrir mig. Ég var nefnilega als ekki viðræðu hæf í gærkvöldi vegna hnerra, og augnkláða.
Lagaðist heilmikið í nótt og svo er gróðurinn ekki eins kominn af stað hérna á Hvanneyri eins og á jarðhitasvæðinu heima. Þannig að ég er bara bærileg í dag. Enda búin að þurfa að vera mestmegnis inni. Það er sko ekki það sem ég vildi helst.
Annars hefur ekki margt verið að angra mig í dag. Helst það að ég vildi að þeir færu að koma þessu skipi af stað sem er fast í fjörunni í Skaftafellssýslunni, áður en það fer að valda einhverjum óþarfanáttúruspjöllum.
18 dagar eftir og nú fer þetta nú að styttast ;)
laugardagur, mars 13, 2004
Tíminn líður hratt ... or not!!
Jæja þessi vinnuvika var þokkalega lengi að líða. Ég bara hef ekki vitað annað eins. Bara eins og það væri búið að lengja sekúndurnar um helming.
Annars eru nokkrar furðulegar vangaveltur búnar að vera í gangi hjá mér. Vinnufélagi minn átti bara erfitt með að hemja sig þegar ég sagði honum frá þessu.
1. vangavelta.
Hvað skildi fólk (nemendur, aðrir kennarar) segja ef ég ákveð einhvern daginn að á prófi hjá mér kæmi spurningar eins og þessar.
Ræðið muninn á cosinus og sinus.
Afhverju nota menn 2 + 2 = 5 og hvenær?
Afhverju er 1 = 1?
Þetta væri auðvitað bara kvikindisskapur en ég væri alveg til í að skella einni svona inn á próf hjá mér sem aukaspurningu.
2. Vangavelta.
Hugsum okkur það að einn daginn eigi maður að gera eitthvað sem mann langar alls ekki til að gera en hefur vitað að maður yrði að gera í nokkurn tíma. Til dæmis próf, leiðinlegur fundur eða eitthvað þess háttar. Svo þann dag ákveður maður að þetta sé bara ekki sá dagur. Og stæði bara fastur á því. Þegar fólk segir svo jú núna er föstudagurinn 12. mars og þetta er í dag. Þá væri bara svarið að það væri fimmtudagurinn 3 júní hjá þér. Hvernig skildu viðbrögðin verða.
Ég verð bara að segja að ég vildi bara mjög gjarna núna færa 2. apríl þannig að hann yrði á morgun!!
Guess why!!
Svona eru hugsaninar hjá mér stundum og vinnufélaginn gekk aðeins lengra og hann vildi helst hafa tvær helgar í viku.
Jæja ég held ég hætti þessu bulli núna áður en ég geng alveg fram af fólki ;)
20 biðdagar eftir.
Annars eru nokkrar furðulegar vangaveltur búnar að vera í gangi hjá mér. Vinnufélagi minn átti bara erfitt með að hemja sig þegar ég sagði honum frá þessu.
1. vangavelta.
Hvað skildi fólk (nemendur, aðrir kennarar) segja ef ég ákveð einhvern daginn að á prófi hjá mér kæmi spurningar eins og þessar.
Ræðið muninn á cosinus og sinus.
Afhverju nota menn 2 + 2 = 5 og hvenær?
Afhverju er 1 = 1?
Þetta væri auðvitað bara kvikindisskapur en ég væri alveg til í að skella einni svona inn á próf hjá mér sem aukaspurningu.
2. Vangavelta.
Hugsum okkur það að einn daginn eigi maður að gera eitthvað sem mann langar alls ekki til að gera en hefur vitað að maður yrði að gera í nokkurn tíma. Til dæmis próf, leiðinlegur fundur eða eitthvað þess háttar. Svo þann dag ákveður maður að þetta sé bara ekki sá dagur. Og stæði bara fastur á því. Þegar fólk segir svo jú núna er föstudagurinn 12. mars og þetta er í dag. Þá væri bara svarið að það væri fimmtudagurinn 3 júní hjá þér. Hvernig skildu viðbrögðin verða.
Ég verð bara að segja að ég vildi bara mjög gjarna núna færa 2. apríl þannig að hann yrði á morgun!!
Guess why!!
Svona eru hugsaninar hjá mér stundum og vinnufélaginn gekk aðeins lengra og hann vildi helst hafa tvær helgar í viku.
Jæja ég held ég hætti þessu bulli núna áður en ég geng alveg fram af fólki ;)
20 biðdagar eftir.
fimmtudagur, mars 11, 2004
Ætli vorið sé komið núna?
Jæja loksins lægði storminn, allavega í bili. Ekkert smá sem vindurinn hefur verið að ibba sig síðustu daga. Í dag er bara búið að vera alveg indislegt veður og ég vona að það verði ekki farið að hvessa þegar ég fer á æfingu. Annars er nú bara svolítið gaman að kasta spjóti í brjáluðu roki. Maður veit aldrei hvert spjótið fer!!
22 dagar til viðbótar
22 dagar til viðbótar
miðvikudagur, mars 10, 2004
Hvað er svo merkilegt við daginn í dag?
Já hvað er merkilegt við daginn í dag?
Það merkilegasta að mínu mati við daginn í dag er að hann Tommi vinur minn, fuglafræðingur og fyrrverandi stangarstökkvari er 30. ára í dag. Innilega til hamingju með það Tommi!
Rosalegt hvað allir í kringum mann eru að eldast. Ekki finnst mér ég vera neitt að eldast. Þó svo að dagatalið segi kannski eitthvað annað, en hvað er að marka það?
Annars er ég orðin meira en lítið þreytt á öllu þessu roki og rigninu. Því það eru næstum því allir gluggarnir heima hjá mér farnir að leka eins og þeim sé borgað fyrir það. Eftir þetta hélt ég bara að það gæti bara ekki orðið verra en viti menn, það er farið að leka úr loftinu líka. Svo þegar ég hringdi í manninn sem á að sjá um að þetta sé nú allt í lagi, þá sagði hann mér að merkja þá staði sem leka, hann kæmi svo og liti á þetta í SUMAR. Er sumt fólk ekki í lagi! segi ég nú bara. Ég er annars búin að vera að þjálfa mig í "vatnsveituúrgluggaverkfræði" núna í rigningunum. Feiknalega miklar pælingar um fötur og handklæði þar á ferðinni. Svona til að ég vakni nú ekki upp einn morguninn druknuð.
Ef ég væri búin að koma því í verk að hafa myndir hérna inni þá hefði ég getað sýnt ykkur útkomuna en það verður bara að bíða siðari tíma.
En það er nú mikill plús að vita af því að það eru bara 23 dagar þar til ég fer til US
Það merkilegasta að mínu mati við daginn í dag er að hann Tommi vinur minn, fuglafræðingur og fyrrverandi stangarstökkvari er 30. ára í dag. Innilega til hamingju með það Tommi!
Rosalegt hvað allir í kringum mann eru að eldast. Ekki finnst mér ég vera neitt að eldast. Þó svo að dagatalið segi kannski eitthvað annað, en hvað er að marka það?
Annars er ég orðin meira en lítið þreytt á öllu þessu roki og rigninu. Því það eru næstum því allir gluggarnir heima hjá mér farnir að leka eins og þeim sé borgað fyrir það. Eftir þetta hélt ég bara að það gæti bara ekki orðið verra en viti menn, það er farið að leka úr loftinu líka. Svo þegar ég hringdi í manninn sem á að sjá um að þetta sé nú allt í lagi, þá sagði hann mér að merkja þá staði sem leka, hann kæmi svo og liti á þetta í SUMAR. Er sumt fólk ekki í lagi! segi ég nú bara. Ég er annars búin að vera að þjálfa mig í "vatnsveituúrgluggaverkfræði" núna í rigningunum. Feiknalega miklar pælingar um fötur og handklæði þar á ferðinni. Svona til að ég vakni nú ekki upp einn morguninn druknuð.
Ef ég væri búin að koma því í verk að hafa myndir hérna inni þá hefði ég getað sýnt ykkur útkomuna en það verður bara að bíða siðari tíma.
En það er nú mikill plús að vita af því að það eru bara 23 dagar þar til ég fer til US
þriðjudagur, mars 09, 2004
Flóð
Rosalega er nú blautt úti. Ég held bara að Hvítáin vilji bara helst fara allaleið inn í fjós hérna á Hvanneyri. En ég held hún komist ekki upp með það.
Ég skrapp í bæinn á æfingu í gær. Tók góða kastæfingu í roki og rigninu á kastsvæðinu í Laugardalnum. Og er ferlega bjartsýn. Nefni engar tölur eins og er. Enda var ekkert málband með í ferð.
Skellti mér svo í heitupottana eftir það og hitti svo nokkrar frænkur mínar heima hjá Grétur frænku, eftir að hafa villst um allan árbæinn við að finna rétta staðinn. Síðan voru þær eitthvað að reyna að hræða mig með því að það væri vont veður og að ég ætti ekkert að vera að fara heim. En ég hlustaði náttla ekkert á þær og það var bara betra veður heldur en þegar ég fór í bæinn.
Jæja það eru bara 4x6= 24 dagar til brottfarar
Ég skrapp í bæinn á æfingu í gær. Tók góða kastæfingu í roki og rigninu á kastsvæðinu í Laugardalnum. Og er ferlega bjartsýn. Nefni engar tölur eins og er. Enda var ekkert málband með í ferð.
Skellti mér svo í heitupottana eftir það og hitti svo nokkrar frænkur mínar heima hjá Grétur frænku, eftir að hafa villst um allan árbæinn við að finna rétta staðinn. Síðan voru þær eitthvað að reyna að hræða mig með því að það væri vont veður og að ég ætti ekkert að vera að fara heim. En ég hlustaði náttla ekkert á þær og það var bara betra veður heldur en þegar ég fór í bæinn.
Jæja það eru bara 4x6= 24 dagar til brottfarar
mánudagur, mars 08, 2004
Hef ekki neinn góðann titil fyrir daginn í dag
Jæja helgin er búin og heimurinn er búin að fá nokkur ný heimsmet eftir helgina.
Ég setti ekki nein met, því miður. Nema þá í því að ég var svo þreytt á laugardaginn að ég átti í erfiðleikum með að halda mér vakandi yfir frjálsum íþróttum í sjónvarpinu og ég man ekki eftir að það hafi gerst frá því ég var bara lítil (eða minni). Ég var síðan bara þræl vakandi á sunnudaginn. Og allt í gúddí sá þar líka gamlann skólafélaga verða í 2. sæti í Kúlu. Held hann hafi bara ekkert breyst. Er bara farinn að kasta mun lengra en hann gerði.
Annars er bara rigning í dag og rok, en ég er samt að spá í að fara suður á æfingu á eftir. Það jafnast ekkert á við það að kasta með öðrum, sama hvernig veðrið er.
25 dagar, og í dag er spáð sólskini og 18 stiga hita þar.
Ég setti ekki nein met, því miður. Nema þá í því að ég var svo þreytt á laugardaginn að ég átti í erfiðleikum með að halda mér vakandi yfir frjálsum íþróttum í sjónvarpinu og ég man ekki eftir að það hafi gerst frá því ég var bara lítil (eða minni). Ég var síðan bara þræl vakandi á sunnudaginn. Og allt í gúddí sá þar líka gamlann skólafélaga verða í 2. sæti í Kúlu. Held hann hafi bara ekkert breyst. Er bara farinn að kasta mun lengra en hann gerði.
Annars er bara rigning í dag og rok, en ég er samt að spá í að fara suður á æfingu á eftir. Það jafnast ekkert á við það að kasta með öðrum, sama hvernig veðrið er.
25 dagar, og í dag er spáð sólskini og 18 stiga hita þar.
laugardagur, mars 06, 2004
Stuð í gær!
Jæja það var bara stuð í gær, e.. nótt.. eða morgun. Skellti mér í partý á Hlégarð og síðan í Valfell á ball með Eins og hinum. Áttaði mig á því þegar ég koma á svæðið að þessi hljómsveit var meira og minna skipuð kunningjum mínum og bekkjarfélögum frá Laugarvatni. Bara gaman að því. Síðan var tekið vel á því á dansgólfinu, svo vel að ég ákvað í morgun þegar vekjaraklukkan hringdi að ég væri ekki nokkur manneskja í fundahöld í dag og hélt áfram að sofa. Kom mér svo í sveitina í hádegismat og sjónvarpsáhorf. Mikið gaman að því í dag. Hvert heimsmetið af öðru og bara allt að gerast.
Hef þetta bara stutt í dag.
Svo fyrir þá sem þola þá eru 27 dagar eftir.
Hef þetta bara stutt í dag.
Svo fyrir þá sem þola þá eru 27 dagar eftir.
föstudagur, mars 05, 2004
Vikan er bara að verða búin
Jæja þetta er nú búin að vera meiri vikan. Gjörsamlega búin að vera alveg á haus í verkefnum. Auðvitað þurfti að koma upp einhver vírus hérna á Hvanneyri, sem er ekki skemmtilegt. Annars er einum áfanga lokið hjá mér. Ég er búin að fara yfir prófin sem mínir nemendur voru að taka og ég held að ég hafi verið allt of góð við þá. Jæja einkunirnar eru nú nokkuð dreifðar svo ég ætti nú að komast upp með það.
Annars er bara kominn föstudagur og er það er alveg hellingur sem ég ætla að gera í dag. UT 2004 ráðstefna í gangi sem ég er að fara á, síðan er ball í kvöld í Valfelli með Eins og hinum, ekki spurning um að þangað verður maður að mæta. Síðan er náttla HM í frjálsum í sjónvarpinu og maður er með hugan hjá Þórey. Vonandi gengur henni vel. Hún á það svo inni. Þannig að mikið að gerast.
Og núna er þetta nú farið að styttast bara 28 dagar eftir eða 4 vikur.
Annars er bara kominn föstudagur og er það er alveg hellingur sem ég ætla að gera í dag. UT 2004 ráðstefna í gangi sem ég er að fara á, síðan er ball í kvöld í Valfelli með Eins og hinum, ekki spurning um að þangað verður maður að mæta. Síðan er náttla HM í frjálsum í sjónvarpinu og maður er með hugan hjá Þórey. Vonandi gengur henni vel. Hún á það svo inni. Þannig að mikið að gerast.
Og núna er þetta nú farið að styttast bara 28 dagar eftir eða 4 vikur.
þriðjudagur, mars 02, 2004
Þriðjudagur til ...
Jæja vonandi að þetta sé ekki Þriðjudagur til þrautar, því það væri nú ekki skemmtilegt eftir gærdaginn. Hann var nefnilega þannig að það komst virus inn á eina tölvuna hérna á svæðinu og plaff flutningsgeta til og frá svæðinu var bara upptekin. En auðvitað uppgötvaðist fljótlega hvaða tölva þetta var en það tók ár og daga að hreinsa hana og ætlum að klára í dag. Sem sagt strembinn gærdagur.
Fór samt og tók hressilega æfingu. Er reyndar að slaka aðeins á núna þar sem það er þrálátur strengur í hamnum út frá bakinu. Þannig að núna verður hnébeygjunum sleppt og fótapressa tekin í staðinn. Allt annað gert sem hugsanlega getur hjálpað til við að laga þetta. Gengur náttla ekki að finna svona til.
31 dagar eftir í niðurtalningunni
Fór samt og tók hressilega æfingu. Er reyndar að slaka aðeins á núna þar sem það er þrálátur strengur í hamnum út frá bakinu. Þannig að núna verður hnébeygjunum sleppt og fótapressa tekin í staðinn. Allt annað gert sem hugsanlega getur hjálpað til við að laga þetta. Gengur náttla ekki að finna svona til.
31 dagar eftir í niðurtalningunni
mánudagur, mars 01, 2004
Helgin er liðin : (
Jæja helgin er liðin og ég er bara ekkert búin að ná að sofa út alla helgina. Á laugardags morguninn vaknaði ég eldsnemma til að fara að keppa í blaki í Mosfellsbænum. Mjög gaman það og við stóðum okkur alveg eins og hetjur og unnum allt nema einn leik. En ég yfirgaf mótið reyndar um hádegi til að fara á Héraðsþing HSK. Hitti slatta af fólki þar. Ég fór þangað vegna þess að ég var valin Íþróttamaður HSK, 3. árið í röð. Ég hélt nú að ég myndi ekki verða valin núna. Að mínu mati hefði Óli Oddur átt að vinna. En það er auðvitað bara mitt álit, og það hefur ekkert að segja í þessu.
Síðan á sunnudagsmorguninn vaknaði ég aftur snemma og fór í einhverja meðferð sem kallast höfuðbeina og spjalshryggs jöfnun. Vonandi hjálpar þetta, ég er allavega viss um að þetta sakar ekki.
Síðan fór ég með hluta fjölskyldunnar á Matar sýninguna í Fífunni. Borðaði bara engan hádegismat og skellt mér bara í það að smakka á hinu og þessu. Ég get svo svarið það að það var margt gott þarna en ég lenti samt í því sem ég held að hafi bara aldrei komið fyrir mig áður. Ég smakkaði vont súkkulaði. Það var ekki það að eitthvað súkkulaði væri betra en þetta, nei !!! Það var bara alveg hræðilega vont. Þurfti bara snögglega að smakka einhvern mjólkurdrykk á eftir, til að losna við bragðið.
Svo þegar við vorum búin að smakka okkur södd yfirgáfum við svæðið. Enda voru komnir allt of margir þarna. Maður gat varla komist á milli staða og svo var orðið svo heitt og mollulegt. Rosalega vorkenndi ég Gunnu frænku sem þurfti að standa þarna allann daginn og kynna.
Eftir allt þetta fór ég heim að slappa af. Og ég sem ætlaði að horfa á Nikolei og Julie í sjónvarpinu bara steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en í morgun og misti af þættinu. Gerir svo sem ekki til svefninn er svo mikilvægur þegar maður er þreyttur.
Núna eru 32 dagar til Athens dvalar.
Síðan á sunnudagsmorguninn vaknaði ég aftur snemma og fór í einhverja meðferð sem kallast höfuðbeina og spjalshryggs jöfnun. Vonandi hjálpar þetta, ég er allavega viss um að þetta sakar ekki.
Síðan fór ég með hluta fjölskyldunnar á Matar sýninguna í Fífunni. Borðaði bara engan hádegismat og skellt mér bara í það að smakka á hinu og þessu. Ég get svo svarið það að það var margt gott þarna en ég lenti samt í því sem ég held að hafi bara aldrei komið fyrir mig áður. Ég smakkaði vont súkkulaði. Það var ekki það að eitthvað súkkulaði væri betra en þetta, nei !!! Það var bara alveg hræðilega vont. Þurfti bara snögglega að smakka einhvern mjólkurdrykk á eftir, til að losna við bragðið.
Svo þegar við vorum búin að smakka okkur södd yfirgáfum við svæðið. Enda voru komnir allt of margir þarna. Maður gat varla komist á milli staða og svo var orðið svo heitt og mollulegt. Rosalega vorkenndi ég Gunnu frænku sem þurfti að standa þarna allann daginn og kynna.
Eftir allt þetta fór ég heim að slappa af. Og ég sem ætlaði að horfa á Nikolei og Julie í sjónvarpinu bara steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en í morgun og misti af þættinu. Gerir svo sem ekki til svefninn er svo mikilvægur þegar maður er þreyttur.
Núna eru 32 dagar til Athens dvalar.