sunnudagur, júní 27, 2004
Dagurinn í dag
Í dag er 27. júní, sem þýðir nokkur atriði.
1. Ég er að leggja af stað til Svíþjóðar. Flýg til Kaupmannahafnar í dag og tek svo lest til Växjö á morgun.
2. Forsetakostningarnar eru afstaðnar. Og ekki mikil stemming yfir þeim.
3. Ég og Sunna eigum afmæli í dag. Til hamingju með daginn Sunna. Núna er maður náttla bara að verða eldgamall. En ég nenni ekki að hafa áhyggjur af því þar sem ég get bara ekki breytt því.
Veit ekki hversu mikið ég á eftir að komast á netið þar til ég kem til baka en ef ég kemst einhverstaðar inn þá skelli ég einhverjum fréttum hingað inn.
Till later
1. Ég er að leggja af stað til Svíþjóðar. Flýg til Kaupmannahafnar í dag og tek svo lest til Växjö á morgun.
2. Forsetakostningarnar eru afstaðnar. Og ekki mikil stemming yfir þeim.
3. Ég og Sunna eigum afmæli í dag. Til hamingju með daginn Sunna. Núna er maður náttla bara að verða eldgamall. En ég nenni ekki að hafa áhyggjur af því þar sem ég get bara ekki breytt því.
Veit ekki hversu mikið ég á eftir að komast á netið þar til ég kem til baka en ef ég kemst einhverstaðar inn þá skelli ég einhverjum fréttum hingað inn.
Till later
fimmtudagur, júní 24, 2004
Bara til gamans
Jæja ég rakst á link inn á síðunni hennar Hafdísar og prófaði þetta. Ekki alveg sátt við útkomuna.
Vigdis Gudjonsdottir
Your ideal job is a ... who are you kidding, you work?.
Vigdís Guðjónsdóttir
Your ideal job is a Bunjee Jumper.
Kemur út eins og ég sé algjör ónytjungur. Ekki hugsanlegt að ég vinni. En hitt að ég sé teygju stökkvar er enn fáránlegra, þar sem ég er hræðilega lofthrædd.
En þetta er nú bara skemmtilegt bull, eins og margt annað.
Vigdis Gudjonsdottir
Your ideal job is a ... who are you kidding, you work?.
Vigdís Guðjónsdóttir
Your ideal job is a Bunjee Jumper.
Kemur út eins og ég sé algjör ónytjungur. Ekki hugsanlegt að ég vinni. En hitt að ég sé teygju stökkvar er enn fáránlegra, þar sem ég er hræðilega lofthrædd.
En þetta er nú bara skemmtilegt bull, eins og margt annað.
Allt komið á hreynt.
Jæja nú er það komið í ljós að ég er ekki á leiðinni til Þýskalands. Ég bara þoli ekki svona óvissu. Þannig að ég ákvað að fara bara ekki þangað þó svo að þeir HÉLDU að þeir gætu komið mér aftur inn í mótið. Nenni ekki að vera þvælast þetta út á að halda eitthvað. Var líka búin að missa tilfinninguna fyrir þessu móti. Jæja hvað um það. En ég er þá bara á leiðinni út til Svíþjóðar. Ég fer út 27. júní, og er farin að hlakka mikið til.
Núna hef ég líka tíma til að slappa aðeins af í sveitinni. Bara æfa og horfa á sjónvarpið, og sitt hvað annað skemmtilegt. :)
Núna hef ég líka tíma til að slappa aðeins af í sveitinni. Bara æfa og horfa á sjónvarpið, og sitt hvað annað skemmtilegt. :)
miðvikudagur, júní 23, 2004
Meiri vitleysan
Jæja, nú fer að líða að utanför minni. En eftir gærdaginn er ég ekki alveg viss hvenær ég fer. Fekk bref frá þeim í Cuxhaven og veit ekki hvort að ég sé að fara að keppa þar. Kemur bara í ljós hvort ég er að fara út í fyrramálið eða bara um helgina og þá bara beint til Svíþjóðar. Ég er ekki alveg að fíla svona óvissu, en get bara ekki annað. Get breytt flugmiðanum mínum þar til 3 tímum fyrir brottför, þannig að það er ekkert vandamál. En ef ég er ekki að fara til Þýskalands þá sé ég mikið eftir þeim tíma sem fór í að höndla þessa lestarmiða þangað. Bölvað vesen.
En svona er nú bara lífið og það væri bara ekkert gaman af því ef maður gengi að öllu vísu.
Eftir að ég frétti af þessu þá ákvað ég bara að skella mér í Kaplakrikan og keppa í spjóti. Það var alveg dúndur blíða í Hafnarfirðinum eins og á mörgum öðrum stöðum á landinu, en ekki voru nú margir keppendur í spjótinu. Fengum 2 stelpur til að kasta einu kasti til að gera þetta allt saman löglegt.
Eftir allt sem á undan gengið þá fannst mér ég bara standa mig ágætlega. Kastaði 51,44 m. Þá er ég búin að kasta yfir 51 m á seinustu 3 mótum. Vonandi fer það nú að koma að hitti á gott kast.
Jæja vonandi fer ég það að komast á hreint hvernig verður með utanförina.
En svona er nú bara lífið og það væri bara ekkert gaman af því ef maður gengi að öllu vísu.
Eftir að ég frétti af þessu þá ákvað ég bara að skella mér í Kaplakrikan og keppa í spjóti. Það var alveg dúndur blíða í Hafnarfirðinum eins og á mörgum öðrum stöðum á landinu, en ekki voru nú margir keppendur í spjótinu. Fengum 2 stelpur til að kasta einu kasti til að gera þetta allt saman löglegt.
Eftir allt sem á undan gengið þá fannst mér ég bara standa mig ágætlega. Kastaði 51,44 m. Þá er ég búin að kasta yfir 51 m á seinustu 3 mótum. Vonandi fer það nú að koma að hitti á gott kast.
Jæja vonandi fer ég það að komast á hreint hvernig verður með utanförina.
mánudagur, júní 21, 2004
Helgin
Jæja, margt sem gerðist um helgina.
Evrópubikarkeppnin var í Reykjavík og gekk bara ágætlega þar. Ég lenti í 3. sæti og kastaði 51,30 m. Er bara sátt við það. Vildi nú samt kasta lengra eins og vanalega. Ekki vantar viljan. Rosalega margir nýliðar sem voru í íslenska liðinu og þeir stóðu sig alveg frábærlega. Gaman hvað þeim gekk vel og vonandi verður þetta þeim hvattning til að vera hrikalega dugleg að æfa áfram og þá verður getur liðið orðið miklu sterkara á næsta ári. Og eins þeir sem komust ekki í liðið þið verðir bara að æfa jafnvel meira til að komast í það á næsta ári. Alla vega held ég að ég verði nú að halda vel á spöðunum næsta vetur til að halda sætinu mínu.
Jæja og svo á laugardagskvöldið var útskrifatrveisla hjá bróður mínum honum Auðunni. Hann var að útskrifast sem viðskiptafræðingur frá HÍ. Þetta var bara feiknar veisla, með miklum og góðum mat og síðan voru snilldar skemmtiatriði sem fólk kom með. Ýmist leikþættir, saungur eða ræður. Veislan stóð í nokkuð langan tíma en eftir að fólk var búið að sofa örítið þá fóru margir veislugestanna i fallgöngu upp á Vörðufell. Það hefur eflaust verið mjög skemmtilegt, en ég fór ekki í hana heldur skellti í Rvk og horfði á seinni daginn á Evrópubikarnum.
Núna þarf ég að fara að koma mér á æfingu.
:)
Evrópubikarkeppnin var í Reykjavík og gekk bara ágætlega þar. Ég lenti í 3. sæti og kastaði 51,30 m. Er bara sátt við það. Vildi nú samt kasta lengra eins og vanalega. Ekki vantar viljan. Rosalega margir nýliðar sem voru í íslenska liðinu og þeir stóðu sig alveg frábærlega. Gaman hvað þeim gekk vel og vonandi verður þetta þeim hvattning til að vera hrikalega dugleg að æfa áfram og þá verður getur liðið orðið miklu sterkara á næsta ári. Og eins þeir sem komust ekki í liðið þið verðir bara að æfa jafnvel meira til að komast í það á næsta ári. Alla vega held ég að ég verði nú að halda vel á spöðunum næsta vetur til að halda sætinu mínu.
Jæja og svo á laugardagskvöldið var útskrifatrveisla hjá bróður mínum honum Auðunni. Hann var að útskrifast sem viðskiptafræðingur frá HÍ. Þetta var bara feiknar veisla, með miklum og góðum mat og síðan voru snilldar skemmtiatriði sem fólk kom með. Ýmist leikþættir, saungur eða ræður. Veislan stóð í nokkuð langan tíma en eftir að fólk var búið að sofa örítið þá fóru margir veislugestanna i fallgöngu upp á Vörðufell. Það hefur eflaust verið mjög skemmtilegt, en ég fór ekki í hana heldur skellti í Rvk og horfði á seinni daginn á Evrópubikarnum.
Núna þarf ég að fara að koma mér á æfingu.
:)
miðvikudagur, júní 16, 2004
Gærdagurinn
Jæja nú er gærdagurinn liðinn, eins og allir aðrir gærdagar. Var bara frekar rólegur dagur. Tók létta morgunæfingu, og skellti mér síðan á Pizza 67 á landsliðsfund eftir vinnu. Bara svona venjulegur fyrirmót fundur. Allir að róta í öllum töskum að leita að fötum sem passa hverjum og einum. En eins og vanalega þá finnst ekki neitt eftir smá stund því það er búið að róta svo mikið í þessu. En ég held að ég hafi fundið föt sem passa. Er reyndar ekki búin að máta allt. Nennti ekki að vera að standa í því að máta þarna, valdi bara það sem mér sýndist vera mín stærð. ;)
Síðan var smá spjall og svo rúllaði ég aftur á Hvanneyri.
Þá eru bara 4 ferðir í Reykjavík eftir í þessari viku :) Ég er að vona að ég fái mig lausa úr vinnunni á föstudaginn svo ég geti skellt mér á suðurlandið 17. júní. Þarf ýmislegt að stússast þar.
Annars ætla ég bara að láta fólk vita af því, sem ekki veit það nú þegar, að það er nánast skyldumæting fyrir alla á Laugardalsvöllinn um helgina. Þar verður nefnilega Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum og það er mjög sjaldgæft að við fáum svona marga góða keppendur til Íslands. Verður örugglega mikil stemming. Ég er allavega komin í feykna stemmingu fyrir þetta mót. Tek seinustu alvöru æfinguna fyrir mótið í kvöld og svo verður bara léttar æfingar þangað til.
Síðan var smá spjall og svo rúllaði ég aftur á Hvanneyri.
Þá eru bara 4 ferðir í Reykjavík eftir í þessari viku :) Ég er að vona að ég fái mig lausa úr vinnunni á föstudaginn svo ég geti skellt mér á suðurlandið 17. júní. Þarf ýmislegt að stússast þar.
Annars ætla ég bara að láta fólk vita af því, sem ekki veit það nú þegar, að það er nánast skyldumæting fyrir alla á Laugardalsvöllinn um helgina. Þar verður nefnilega Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum og það er mjög sjaldgæft að við fáum svona marga góða keppendur til Íslands. Verður örugglega mikil stemming. Ég er allavega komin í feykna stemmingu fyrir þetta mót. Tek seinustu alvöru æfinguna fyrir mótið í kvöld og svo verður bara léttar æfingar þangað til.
mánudagur, júní 14, 2004
Þetta verður nú meiri vikan.
Það verður nú meira flandrið á mér þessa vikuna. Í dag og á miðvikudaginn fer ég í Rvk á æfingu, á morgun og föstudaginn verður landsliðsfunudur í Rvk, og fimmtudagurinn er 17. júní. Síðan er auðvitað Evrópubikarinn á laugardaginn og sunnudaginn. Og það er svo margt sem er um að vera á laugardaginn að ég þyrfti að vera á minnsta kosti 3 stöðum. Auðunn bróðir minn er að fara að útskrifast frá HÍ, bekkurinn minn frá Laugarvatni ætlar að hittast hjá Elvu á Akranesi og síðan er kvennareiðin hérna í Borgarfirðinum.
Veit ekki alveg hvernig ég ætla að skipuleggja þetta. Er mikið að spá í að taka mér frí úr vinnu á föstudaginn til að losna við nokkrar ferðir fram og til baka frá Höfuðborginni. Síðan verður maður að sleppa bekkjapartýinu og kvennareiðinni og mæta seint í partýið til Auðuns. Held að það verði planið.
Annars varð ég bara hálf þunglynd í gær. Ég þurfti nefnilega að kaupa bensín á bílinn minn og það kostaði hvorko meira né minna en rúmar 6 þús. kr að filla tankinn. Þetta er nú bara bull. En hvað getur maður gert. Maður er alveg ónýtur án þess að hafa bílinn.
Jæja annars er ég búin að bæta við myndum af folaldinu mínu og nokkrum öðrum hrossum úr stóðinu heima. Fyrir þá sem hafa gaman af slíku.
Veit ekki alveg hvernig ég ætla að skipuleggja þetta. Er mikið að spá í að taka mér frí úr vinnu á föstudaginn til að losna við nokkrar ferðir fram og til baka frá Höfuðborginni. Síðan verður maður að sleppa bekkjapartýinu og kvennareiðinni og mæta seint í partýið til Auðuns. Held að það verði planið.
Annars varð ég bara hálf þunglynd í gær. Ég þurfti nefnilega að kaupa bensín á bílinn minn og það kostaði hvorko meira né minna en rúmar 6 þús. kr að filla tankinn. Þetta er nú bara bull. En hvað getur maður gert. Maður er alveg ónýtur án þess að hafa bílinn.
Jæja annars er ég búin að bæta við myndum af folaldinu mínu og nokkrum öðrum hrossum úr stóðinu heima. Fyrir þá sem hafa gaman af slíku.
laugardagur, júní 12, 2004
Rólegheit
Jæja nú er það bara rólegheitin hjá mér. Fór heim í sveitin í gær. Búin að rölta upp í hrossa stóð og kíkja betur á folaldið. Þetta er líka þessi fíni klár. Bleik blesóttur. Fannst nú á honum að honum finndist full heitt í gær. Ég tók nokkrar myndir af honum og set þær hérna inn fljótlega. Síðan horfðum við fjölskyldan á Gullmótið í gær. Byrjar bara með heimsmeti og látum. En síðan var greinilega full mikið af langhlaupum þannig að helmingurinn af áhorfendunum sofnuðu !!! ;)
Annars er ég búin að ákveða að keppa ekki á Coka Cola mótinu núna á miðvikudaginn. Taka frekar gæða æfingu og undirbúa mig fyrir næstu helgi.
Það er samt alveg ótrúlegt sem ég hef tekið eftir núna í dag og í gær, að þegar ég er eitthvað farin að sína í spjótkastinu þá stoppar varla síminn hjá mér þar sem fólk er að hringja og vilja fara að hjálpa mér. Eins og það sé viturlegt svona í miðju keppnistímabili og ég með alveg úrvalsfólk mér til aðstoðar. En svona er þetta bara. Og ætli maður reyni nú ekki að hlusta aðeins á hvað þetta fólk er að segja til að athuga hvort eitthvað vit sé í því.
Annars er nú mót í gangi í Kópavoginum og ég er ferlega spennt að vita hvernig það fer.
Annars er ég búin að ákveða að keppa ekki á Coka Cola mótinu núna á miðvikudaginn. Taka frekar gæða æfingu og undirbúa mig fyrir næstu helgi.
Það er samt alveg ótrúlegt sem ég hef tekið eftir núna í dag og í gær, að þegar ég er eitthvað farin að sína í spjótkastinu þá stoppar varla síminn hjá mér þar sem fólk er að hringja og vilja fara að hjálpa mér. Eins og það sé viturlegt svona í miðju keppnistímabili og ég með alveg úrvalsfólk mér til aðstoðar. En svona er þetta bara. Og ætli maður reyni nú ekki að hlusta aðeins á hvað þetta fólk er að segja til að athuga hvort eitthvað vit sé í því.
Annars er nú mót í gangi í Kópavoginum og ég er ferlega spennt að vita hvernig það fer.
föstudagur, júní 11, 2004
:-) :-D :-)
Er eitthvað fleira sem ég þarf að segja.
Það gekk sem sagt mjög vel á mótinu í gærkvöldi. Kastaði 52,71 m og er því bara 329 cm frá lágmarkinu fyrir ÓL. Og ég hef fulla trú á að það gæti komið fyrr en síðar. ;-)
Annars var alveg bongó blíða og hrika stemming á vellinum. Ásdís bætti sig alveg helling. Kastaði 51,30 m. Til hamingju með það Ásdís. Síðan bætti Villi frændi sig um einar 6 sekúndur í 800 m og komst niður fyrir 2 mínúturnar. Til hamingju með það Villi.
Sem sagt glæsilegt mót og rosalega gott að vera búin að fara í gengum þetta Call room dæmi fyrir Evrópubikar svo maður veit alveg hvernig þetta virkar allt saman og hvernig maður vill haga upphituninni.
Jæja svo er bara næsta mót hjá mér í Hafnarfirðinum 16. júní. Annars er síðasti dagur til að komast í Evrópubikarliðið 12. júní. Engin spjótkastmót þangað til hérna á Íslandi. En það eru nokkur mót með öðrum greinum og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim.
Það gekk sem sagt mjög vel á mótinu í gærkvöldi. Kastaði 52,71 m og er því bara 329 cm frá lágmarkinu fyrir ÓL. Og ég hef fulla trú á að það gæti komið fyrr en síðar. ;-)
Annars var alveg bongó blíða og hrika stemming á vellinum. Ásdís bætti sig alveg helling. Kastaði 51,30 m. Til hamingju með það Ásdís. Síðan bætti Villi frændi sig um einar 6 sekúndur í 800 m og komst niður fyrir 2 mínúturnar. Til hamingju með það Villi.
Sem sagt glæsilegt mót og rosalega gott að vera búin að fara í gengum þetta Call room dæmi fyrir Evrópubikar svo maður veit alveg hvernig þetta virkar allt saman og hvernig maður vill haga upphituninni.
Jæja svo er bara næsta mót hjá mér í Hafnarfirðinum 16. júní. Annars er síðasti dagur til að komast í Evrópubikarliðið 12. júní. Engin spjótkastmót þangað til hérna á Íslandi. En það eru nokkur mót með öðrum greinum og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim.
fimmtudagur, júní 10, 2004
Sól og Blíða
Jæja nú er alveg að fara að koma að móti í Laugardalnum og það er sól og blíða úti. Ekki spurning að nú er ekkert sem ætti trufla mann í því að negla vel á það. Mér finnst allavega komin tími til að ég fari að drulla þessu spjóti yfir 50 m. að minnsta kosti.
Annars hafa seinustu æfingar gengið svo vel að ég hef mikla trú á að það takist í kvöld.
Annars er baráttan um landsliðssætin fyrir Evrópubikar í miklum gangi þannig að ég held að þetta verði alveg dúndur mót í kvöld og þeir sem mögulega geta ættu að skella sér í Laugardalinn.
Mótið er annars æfing fyrir Evrópubikar þannig að það á að vera nokkuð formlegt. Ekkert að því að vera búin að fara í gegnum þessa rútínu.
Annars þarf ég að fara að klára það sem ég er að gera núna og fara svo að tína mig til.
Annars hafa seinustu æfingar gengið svo vel að ég hef mikla trú á að það takist í kvöld.
Annars er baráttan um landsliðssætin fyrir Evrópubikar í miklum gangi þannig að ég held að þetta verði alveg dúndur mót í kvöld og þeir sem mögulega geta ættu að skella sér í Laugardalinn.
Mótið er annars æfing fyrir Evrópubikar þannig að það á að vera nokkuð formlegt. Ekkert að því að vera búin að fara í gegnum þessa rútínu.
Annars þarf ég að fara að klára það sem ég er að gera núna og fara svo að tína mig til.
mánudagur, júní 07, 2004
:)
Jæja það var bara ekki nein mót fyrir mig þessa helgina, en MÍ fyrri hluti var og til hamingju Óli og Kristín Birna með sigurinn. Annars var ég bara að vinna á laugardaginn og skrapp síðan suður í sveitina á sunnudaginn. Alltaf svo margt skemmtilegt að gera í sveitinni á vorinn og sumrin. Komst að því að hryssan mín hún Strýpa var búin að kasta a sunnudaginn. Komst ekki alveg að hrossunum en folaldið er að ég held bleik blesótt, mjög fallegt. Það var bara svo mikil læti í stóðinu að ég komst ekki að því til að kanna hvers kyns það er. Það kemur bara í ljós síðar en það var hágengt þokkalega þegar það hljóp með hrossunum.
Bölvað að ég gleymdi myndavélinni á Hvanneyri, annars hefði ég tekið mynd af því og skellt hérna inn. Geri það bara næst þegar ég fer í sveitina.
Mamma segir að ég sé ekki viðræðu hæf fyrir monnti venga folandsins, og mér finnst það bara allt í lagi.
Annars er æfing í kvöld í Laugardalnum. Og eftir seinustu æfingar þá er ég þetta líka orðin tilbúin til að keppa. Vonandi gengur vel í kvöld. Næsta mót er síðan Vormót ÍR á fimtudaginn.
Audios
Bölvað að ég gleymdi myndavélinni á Hvanneyri, annars hefði ég tekið mynd af því og skellt hérna inn. Geri það bara næst þegar ég fer í sveitina.
Mamma segir að ég sé ekki viðræðu hæf fyrir monnti venga folandsins, og mér finnst það bara allt í lagi.
Annars er æfing í kvöld í Laugardalnum. Og eftir seinustu æfingar þá er ég þetta líka orðin tilbúin til að keppa. Vonandi gengur vel í kvöld. Næsta mót er síðan Vormót ÍR á fimtudaginn.
Audios
fimmtudagur, júní 03, 2004
Rosalega jákvæð núna,
Já ég er bara dúndur jákvæð í dag. Dagurinn í gær var bara algjör snilld. Létt morgun æfing + mjög rólegur dagur í vinnunni. Síðan fór ég í Laugardalinn á kastæfingu, sem gekk líka þetta dúndur vel. Var reyndar mjög stíf í bakinu en allt annað var bara brilliant. Ef ég lendi á svona degi einhver tíma á næstuni þegar það er mót þá er aldrei að vita hvað gerist. :)
Svo var líka þessi líka blíða.
Annað mál á dagskrá núna. Ég vaknaði bara upp í morgun með 14 skordýrabit á öðrum fætinum. Ekki finndið. Bara klæjar. Ætla að fara að kanna hvort það geti veið eitthvað hreiður í húsinu sem þessar pöddur gætu komið frá. Annars er bara að taka helling af B-vítamíni, það fælir víst svona pöddur frá.
Svo var líka þessi líka blíða.
Annað mál á dagskrá núna. Ég vaknaði bara upp í morgun með 14 skordýrabit á öðrum fætinum. Ekki finndið. Bara klæjar. Ætla að fara að kanna hvort það geti veið eitthvað hreiður í húsinu sem þessar pöddur gætu komið frá. Annars er bara að taka helling af B-vítamíni, það fælir víst svona pöddur frá.
þriðjudagur, júní 01, 2004
Held það sé bara nóg komið í blili!
Jæja rosalega var maður nú duglegur um helgina. Ekkert smá sem gekk á. Mót á föstudag, kýrnar út á laugardag. (Ein kvíga dauð og ein kýr ónýt eftir þann dag.) Minkur í andakofanum á sunnudag og allur dagurinn fór í minkaveiðar og samt tókst okkur að gera grænmetisgarðinn klárann og planta í hann,(Gunna og Palli) auk þess sem við plöntuðum helling af sumarblómum. En helv.... minkurinn slapp þegar við fórum að sofa. En hann verður lagður í einelti héðan af.
Heyrðu! svo var ekki nóg með það heldur bilaði síðan traktórinn hjá okkur á mándugas morgunin. Þannig að hingað og ekki lengra, ólukkan getur ekki bara tekið sér bólfestu heima hjá mér.
Heyrðu! svo var ekki nóg með það heldur bilaði síðan traktórinn hjá okkur á mándugas morgunin. Þannig að hingað og ekki lengra, ólukkan getur ekki bara tekið sér bólfestu heima hjá mér.