<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júlí 30, 2004

Verslunarmannahelgarþeytingur 

Já það verður mikill þeytingu á mér um helgina. Ég fer núna í kvöld með Auðunni og Glódísi norður að keppa á Sauðárkrók. En sú keppni fer fram á morgun. Erum búin að fá gistingu hjá frændfólki Hörpu á Króknum. Síðan fljótlega eftir að ég er búin að keppa fer ég aftur suður og eldsnemma á sunnudag flýg ég siðan til Köben og fer til Malmö með lest. Það er planið að missa ekki af öllum lestunum!! Síðan á mánudagskvöld er keppni. Síðan verður flogið aftur heim um hádegi á þriðjudag. ´
Þannig að það er heilmikið um að vera hjá mér.
Annars er ég bara búin að vera á 100 í vinnunni að reyna að vinna sem mest í haginn þar sem ég er nú að fara í frí í ágúst. Hvernig svo sem hlutirnir þróast. Og það akkúrat þegar mest er að gera. S.s. þegar skólinn er að byrja.
Ég lentia á annsi góðu spjalli í Kertaljósinu um daginn (Kertaljósið er verslunin hérna á Hvanneyri). Þetta spjall endaði með því að menn voru farnir að heita hinum ýmsu hlutum á mig ef ég næði nú lágmarkinu. Meðal annars bauð Snorri rekstrarstjóri Kertaljóssins mér fría pylsu í hádeginu út árið. Vel boðið hjá honum. Síðan ætlaði Unnsteinn að reyna að toppa þetta og bauð það að Óðinn myndi gera við bílinn minn. Veit ekki hvernig Óðni leist á það, þannig að Unnsteinn gerði annað tilboð og bauð mér torfu í garðinn hjá mér. Einstaklega nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég er nú ekki með garð. Og ekki heldur svalir. Þetta voru nú bara svona léttar hádegisumræður, rétt eftir að ég var búin að frétta að FRÍ ætli að styrkja mig með 100 þús kr. Þannig að maður veit að fólk er að hugsa til manns og hefur trú á manni.

Og nú eru sumir ákveðnari en nokkru sinni um að fara að kasta ansi langt.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Týndur hestur 

Já hann Hængur hennar mömmu er týndur. Hann týndist ásamt öðrum hesti úr hrossahópi rétt við Skógarhóla ( í nágreni við Þingvelli) um landsmótshelgina. Ef einhver sér eða verður  var við hann endilega hafið samband.




Snillingur!! 

Jæja ég skrapp í Krikan í gær og kastaði. Ekki nein frægðar för en ég er enn að fjölga köstunum yfir 50 m. lengsta kastið var 50,92 m. Þannig að það hlýtur bara að fara að koma að því að ég hitti á gott kast.
Annars verð ég bara að segja ykkur hversu mikill snillingur mér tókst að vera í gær.
S.s. ég var að koma heim frá Hafnarfirði. Ekkert mál. Stíg út úr bílnum beygi mig eftir töskunni og skelli svo bílhurðinni á hausinn á mér.
Ég er ekkert verulega slösuð, þannig að það er allt í lagi að hlægja að þessu, en þetta var bara slatti vont. En ég get bara sagt ykkur að það þarf snillinga og mikla lagni til að framkvæma svona klaufaskap. Mætti halda að ég væri farin að refsa sjálfri mér fyrir að kasta ekki lengra.
Jæja annars er stefnan enn sett á að kasta langt og hafa gaman af því.

 

mánudagur, júlí 26, 2004

Breytingar á hlutum. 

Jæja, ég var bara að frétta það núna fyrir nokkrum mínútum að HSK væri að fara að keppa í 1. deildini í bikarnum en ekki 2. deildinni. Þar sem að annað lið treysti sér ekki til að senda lið, var kallað í fallliðið frá því í fyrra. Alveg feyknalega gaman af því, þar sem að HSK menn eiga nú að vera örlítið sterkari í ár en í fyrra. Unga fólkið er nefnilega orðið ári eldra og margir í mun betra formi.
Annars er það að frétta af mér að á morgun og hinn eru skráð mót í Hafnarfirðinum og ætla ég að skella mér þangað ef veður heldur sér innan hæfilegra marka, og ég er mjög líklega að fara að keppa í Malmö á mánudaginn. Ákvað bara að skella mér þangað. Gæti jafnvel verið að ég skellti mér líka á Unglinalandsmótið þar sem ég er svo ung í anda. Stefnan er sett á að hafa svoltið gaman af því að reyna við Ólympíulágmarkið og eyða aðeins meiri peningum í þetta. 

Takmarkið er að bæta sig og hafa verulega gaman af því.  


sunnudagur, júlí 25, 2004

Vel ásættanlegt! 

Jæja árangurinn á MÍ í gær var vel ásættanlegur.  Samt ekki mikið meira en það. Ég náði að vinna, en ekki var ég nú örugg með mig. Því að maður veit aldrei hvenær hinar geta hitt á það.  Og rosalega kom það mér á óvart þegar sagt var frá mótinu í útvarpinu þar var sagt.
"....... og í spjótkastinu vann Vigdís Guðjónsdóttir HSK eins og búast mátti við....." Ekki heyrðist mér á þeim fyrir mótið að þeir væru á þessari skoðun.  Svo fyrir þá sem eru búnir að lesa um spjótið á mbl síðunni þá er ég ekki búin að skipta yfir í HK. Bara til að það fari nú ekkert á milli mála.

Annars fór ég bara beint af MÍ í heljarinnar afmæli hérna upp á Hamarsheiði. Þar voru 4 ágætir menn að halda upp á það að þeir verða allir 50 ára þetta árið. Ég hélt því nú lengi fram að þeir væru að verða 40 ára en mér fannst þeir bara svo ungir að mér datt ekki í hug að þeir ættu 200 ára afmæli.  Þetta var alveg snilldar veirsla í gömlum fjárhúsum sem var búið að dubba upp, og síðan gistu flest allir í tjöldum á túninu fyrir neðan. S.s. svolítil útihátíð.

Jæja annars segi ég bara til hamingju Sunna með Íslandsmetið í 100 og vonandi fer þetta lágmart að hætta að þvælast fyrir okkur sem eigum eftir að ná því.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Róleg vika. 

Já þessi vika er búin að vera mjög róleg. Enda var það ætlunin. Ég hef samt ekki alveg náð að sofa eins mikið og ég vildi. Það er margt sem gerir.
1.   Hausinn á mér getur bara ekki hætt að hugsa og hugsa. Fæ bara engan frið. 
2.   Það er sumar og þá á ég oft erfitt með að sofa.
3.   Flugur.
4.   Fugl sem er alltaf að reyna að komast í gegnum rúðuna á svefnherbergisglugganum mínum. (Hefði ekki átt að þrifa hann svona vel.)

Annars er ég búin að taka tvær mjög léttar og góðar kastæfingar í þessari viku. Bara þokkalega ánægð með þær.  Sjáum svo bara til hvað gerist á laugardaginn.  Fyrir þá sem ekki vita en vilja vita það þá er spjótkastið klukkan 14:00.  Vonandi koma sem flestir því það verður örugglega skemmtileg keppni.

Svo eru góðar frétti af Bjössa Margeirs, en hann er orðin það batnaður í fætinum að hann ætlar keppa um helgina. Gaman af því.

Góðir hlutir koma hægt.  En þeir koma á endanum.


sunnudagur, júlí 18, 2004

 

Ekkert smá flott hjá Þórey Eddu í stönginni. Hún bara að svífur hærra og hærra með hverju mótinu.  Og í gær flaug hún yfir 4.60 m og setti Norðurlandamet. Ekkert í neinu slor formi hún Þórey.
 
Ég er bara búin að vera hérna heima í sveitinni að dunda mér og slappa af. Tók góða æfingu í gær. Og var úti í garði í sólinni  hinn tímann af deginum.
 
Annars hef ég svoltið verið að velta fyrir mér afhverju það hafi hvergi komið í fréttum hvað ég kastaði á föstudagskvöldið. Þegar ég var úti í svíþjóð og var ekki að kasta eins vel þá kom það í fréttunum. Þarf maður að vera í útlöndum til að hlutirnir séu frétt??
Annars voru þetta bara vangaveltur. 
 
Núna er komin tími á að fara aftur út í góðaveðrið.
 

laugardagur, júlí 17, 2004

Margt gerst síðan síðast. 

Já það er nú ýmislegt búið að koma upp á síðan ég skrifaði seinast.
Ég er svona að verða búin að jafna mig eftir landsmótið. Ég var svo þreytt eftir það að ég átti bara í mestu vandræðum með að halda mér vakandi í vinnunni. Það er nú líka svo rólegt þar núna. Öklarnir eru allir að koma til, enda komast þeir bara ekki upp með annað.
Ásdís var alveg að bryllera á HM á Ítalíu og ég get nú ekki neitað því að það hafi komið blóðinu á heilmikla hreyfingu.  Og mátti lýsa skapi mínu á þriðjudagskvöldið þannig að það fékk bara ekki neitt í íbúðinni að vera kjurt. Slíkt var eirðar leysið. Og það var nú bara ágætt því það var alveg kominn tími á að taka svoltið til.
Á fimmtudaginn var ég síðan með æfingu fyrir krakkana á Hvanneyri og það var bara heilmargir sem mættu.
Gaman af því.
Ég skellti mér síðan á Coca Cola mót í gær og var alveg glæsileg stemming þar. Ég náði mér aðeins á strik þar og kastaði 53,90 m og átti annað 53,80 m þannig að ég er bara mjög sátt því að ekki get ég nú sagt að ég hafi verið að hitta á það. Var ansi nálægt því í einu kastinu en missti það of hátt.  Vonandi kemur það þá bara á MÍ um næstu helgi.  Sigrún var líka að kasta nokkuð vel í gær. Og kastað rétt tæpa 49 m. En hún á svo mikið inni að ég yrði ekki hissa þó hún færi mjög fljótlega yfir 50 m.  Það væri nú glæsilegt ef það yrði um næstu helgi og við færum þrjár yfir 50 m.
Jæja nú er ég heima í sveitinni fyrir sunnan að slappa af.  Ég ætti nú að fara að geta hvílt úr mér Landsmótið.

mánudagur, júlí 12, 2004

Landsmótið er búið! 

Já, mótið sem maður er búinn að vera að bíða eftir seinustu þrjú árin er bara búið. Þá er ekkert annað að gera en að fara að bíða eftir því næsta sem verður eftir þrjú ár.
Það gekk bara þokkalega, miðað við efni og aðstæður. Var ekki búin að jafna mig í öklunum þannig að það var allt teipað fast og ég sleppti því að fara í kúluvarpið.
Ég byrjaði um hádegið á fimmtudaginn að keppa í gróðursetningu. Það var alveg feykilega gaman og lenti ég í 7. sæti. Kom mér bara mjög á óvart. En ég held nú að ég myndi nú ekki fara svona illa með plönturnar sem ég gróðurset heima og ég gróðursetti þarna. En þetta byggist mjög mikið á tíma.
Síðan var farið í forkeppni í Spjótkasti. Tók eitt létt 44 metra kast með 3 skrefum til að tryggja mig. Síðan á Föstudaginn var forkeppni í kringlukasti. Var nú ekki að ná þessum 30 m fyrr en í 3. umferð. Enda var ég nú ekki búin að snerta kringlu síðan á bikar í fyrra.
Á laugardaginn var síðan útslitakeppnin í spjótkastinu. Ég tók það sæti sem ætlast var til af mér s.s. 1. sætið en ég kastaði ekki eins langt og ég ætlaði mér eða 51.17 m en það voru alveg topp aðstætður til að kasta. En ætli það hafi ekki eitthvað að segja að maður finnur til í fótunum þegar maður kastar. Ásdís varð í 2. sæti, Sigrún í því 3 og Auður í 4. En Auður var ný búin að vinna kúluna þegar spjótkastið fór fram.
Á sunnudeginum keppti ég síðan í útslitunum í Kringlu. Það leit nú bara als ekki vel út í byrjun. Byrjaði á að kasta rétt rúma 26 í 1. umferð, gerði síðan ógilt í 2. umferð og var bara við það að komast ekki áfram. En í 3. umferðinni náði ég að hitta á að kasta tæpa 34 metra sem varð síðan lengsta kastið mitt í keppninni og tryggði mér 5. sætið. Var bara meira en sátt við það. Því maður verður nú að æfa greinina eitthvað til að geta ætlast til að ná lengra.
Eftir þetta var horft á restina á mótinu, gengið frá tjöldunum og farið á mótsslitin. Síðan var brunað til baka á Hvanneyri.
UMSK vann heildarstigakeppnina á lansmótinu, UMSS í 2. sæti og við í HSK urðum í 3. sæti.
Til hamingju UMSK og UMSS.
UMSS vann stigakeppnina í Frjálsum með glæsibrag. Til hamingju með það.

Þar með lauk lansmótspistlinum. En næstu dagar hjá mér fara í það að fá öklana í lag og losa mig við alla strengina í bakinu sem hafa safnast upp í mér við tjaldveruna.

Takk fyrir skemmtilega helgi allir sem voru á Landsmótinu.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Ljúft 

Það var nú afskaplega rólegur og ljúfur dagur í gær. Það gjörsamlega var varla manneskju að sjá á Hvanneyri, þannig að áreitið í vinnunni var nánast því ekkert. Eftir vinnu var bara brunað í Borgarnes á æfingu. Bara létt æfing. Kastaði slatta með 5 skrefum og komst að því að ef ég er í gömlu spjótkastskónum mínum þá er öklinn bara orðin þolanlegur. Gömlu skórnir halda nefnilega betur við öklan. Held að þeir verði keppnisskórnir mínir núna um helgina. Síðan var aðeins tekið í lóð og síðan slappað af í heitupottunum og góðaveðrinu.

Annars er allt í gangi við að undirbúa förina á Landsmót. Er að verða búin að þvo öll fötin sem ég var með úti og allt að verða klárt.

Held að það verði bara mjög létt æfing hjá mér í dag. Er að spá í að skeppa aðeins í Höfuðstaðinn strax eftir vinnu og fara svo á æfingu í Borgarnesi þegar ég kem til baka.

Svo er bara að vona að veðrið verði gott á norðurlandi næstu daga.


mánudagur, júlí 05, 2004

Komin heim 

Ég er kom heim á laugardagskvöldið. Mikið ljúft alltaf að koma heim. Mér tókst alveg að sleppa við það að missa af öllum lestum til tilbreytingar. Fór meira að segja út á réttum stöðum líka. Annars er ég alveg með það á hreynu að það var bara það að tilkynningaskjáirnir voru bilaðir sem ég missti af lestinni þann 28. Ég bara var ómögulega að skilja þessa dönsku sem þeir voru að babla í hátalakerfið, og þess vegna vissi ég ekki af því að lestin var á undan áætlun :( . En þetta reddaðist nú alveg.

Öklin á mér er nú enn svolítið aumur en er mikið að lagast. :) Hann verður örugglega orðin góður eftir einn til tvo daga. Eins gott því það er að fara að koma að LANDSMÓTI. Eins og er er ég bara hellings bjartsýn fyrir helgina. Stutt vinnuvika og svo verður bara brunað á Krókin og tekið á því.

S.s. allir á Landsmót, því þar verður pottþétt gaman.

laugardagur, júlí 03, 2004

Er a leid heim. 

Ekki var thetta nu mikil fraegdarferd hja mer til Svithodar. Keppti i gaer og var ad finna mig mjög vel i upphituninnni, thar til i seinasta upphitunarkastinu tha lenti eg eitthvad asnalega i kastinu og var aum i haegri öklanum eftir thad og thad var svoltid mikid ad pirra mig. En samt meira thegar eg kolnadi nidur. Thetta er svo tipiskt fyrir mig. ;(
Annars kastadi eg 49,61 m og vard i 1. saeti og Sigrun i 2. saeti. Gaman ad hafa Islendinga i 1. og 2. saeti og eins ad Sigrun se nu loksins adeins ad fara ad finna sig. Asdis vann sidan 19 ara flokkinn. Thratt fyrir tameidslin.
Ödrum gekk mis vel herna. Hellingur af baetingum og tha helst stökkid hans Thorseins. Engin sma baeting thar.
Thannig ad eg er ad fara ad leggja i hann nuna flotlega og naesta mot hja mer verdur Landsmotid. Og er eg mikid farin ad hlakka til. Alltaf gaman a landsmotum, og mer hefur alltaf gengid vel ad kasta spjoti a theim. Vonandi verdur engin breyting a thvi.



fimmtudagur, júlí 01, 2004

Frettir fra Sviariki. 

Komst in a tolvu herna og aetla ad sla inn nokkrar linur. Fyrirgefidi engir islenskir stafir.
Ferdin til Svithodar gekk nu a edanum tho svo ad eg hafi misst af einni lest, en eins og alltaf tha reddast thetta.
A thridjudaginn keppti eg i Växjö. Mjög jöfn seria sem kom ut. stydsta kastid var um 49,50 og thad lengsta 50,97. Lenti i ödru saeti. Stelpununum hinum gekk svona upp og nidur. S.s. Asdis gleymdi skonum sinum uppi a hoteli og var Frida send ad saekja tha hid snarasta og komu their thegar 1. umferd var byrjud. En henni gekk nu bara vel annars, kastadi 48 hatt. Svona theger hun haetti ad reyna ad klora gudi i rassinn. Sigrunu gekk ekki sem best, er i öfugum vandraedum vid Asdisi, s.s. vantar alla haed. Annars var bara rigning adur og eftir ad vid köstudum.
Jaeja, komin til Gautaborgar og vid goda heilsu. Keppi a morgun. Vonanst eftir godu vedri.

Takk fyrir afmaeliskvedurnar og se til hvernig verdur med kökurnar a naesta ari.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?